Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 37
„A ðalsöguhetja bókarinnarerlnúrtinn fröken Smilla sem er menntaður eðlisfræðing-
ur, heimskona í klæðaburði og fasi og hún veit sitthvað um snjó. Og unaðshroiiurinn
hefursjaldan verið reiddur betur fram og þeirsem eru ekki með glamrandi tennur við
urseinni
íí
„Hann er holdgerving dauðans og maður
skynjar það mjög sterkt í gegnum Pacino.
Óskaplega fann ég mikið til með honum, en
enginn flýr örlög sín.“
Bíó
JÚLÍUS KEMP
Seventís
Carlito’s Way
HáskólabIö
Sjöundi áratugurinn er að kom-
ast í tísku. Gömlu, góðu lögin frá
Hollywood-árunum, þegar töffarar
gengu í jakkafötum sem voru útvíð
að neðan og aðþrengd um mittið.
Skyrtunni var hneppt frá, einni til
tveimur efstu tölunum. Skyrtu-
kraginn var síðan látinn yfir jakka-
fötin, þannig að andlitið virtist
standa upp úr stjörnu. Flestir voru
með óskert hár og kvenfólkið var
mun lauslátara en það er í dag.
Þetta voru góðir tímar og er það
líklega ástæðan fyrir því að bak-
grunnur sögunnar um Carlito og
örlög hans er valin þessi staður og
stund. Árið er 1975 og Carlito, gam-
all glæpahundur, er náðaður eftir
fimm ára fangelsisvist. Hann á sér
draum, en því miður er hann ekki
sú týpa sem sér drauma sína rætast.
Það er nokkuð ljóst daginn sem
hann gengur sem frjáls maður um
götur New York í svörtum jakka-
fötum, með svart hár og svart
skegg. Hann er holdgerving dauð-
ans og maður skynjar það mjög
sterkt í gegnum Pacino. Óskaplega
fann ég mikið tii með honum, en
enginn flýr örlög sín.
De Palma er á heimavelli í Carl-
ito’s Way en það eru einkum þrjár
myndir sem koma strax upp í hug-
ann sem áhrifavaldar. Goodfellas,
útfærsla sögunnar, The Untoucha-
bles, kvikmyndataka og klipping,
og Scarface, Pacino, skemmtistað-
urinn og allt kókið. Sean Penn er í
mjög góðu formi og hjálpar þar
gervið mikið til. Pacino hefur gert
allt sem hann gerir í þessari mynd
áður, og hann gerir hvorki betur né
verr í þetta skiptið. De Palma kem-
ur sterkast út úr þessari mynd, sér-
staklega þegar litið er til þess að
hann hefur ekki gert góðar myndir
undanfarin ár.
Takið sérstaklega eftir Viggo
Mortensen í hjólastólnum og
Penelope Ann Míller sem leikur
vinkonu Pacino, þar fer erótískur
kvenmaður.
Carhto’s Way er góð spennu-
mynd þar sem spennan magnast
jafiit og þétt ffá fyrsta ramma. (Það
eru 24 rammar í hverri sekúndu).
Það er einn galli á myndinni sem
sýningarmenn í Háskólabíói geta
auðveldlega lagað: klippið fyrstu
fimm mínúturnar framan af mynd-
inni, þær þjóna engum tilgangi
nema að skemma fyrir.
Starfsfólk t sjoppum Háskólabíós
œtti að sœkja námskeið í þjónustu
hjá Árna Sam.
Bækur
Nýjar leiðir
Fröken Smillas
Fornemmelse for Sne
Miss Smilla’s Feeling for Snow
Harpers Collins
EFTIR PETER H0EG
★★★★
Undirritaður er háður sakamála-
sögum og síðustu árin í lífi mínu
hafa stóran part farið í það að reyna
að grafa upp nýja höfunda sem geta
á einhvern hátt kallað fram sama
unaðshrollinn sem Agatha, John
Dickson Carr og Patrick Quentin
vöktu upp í manni þegar maður var
yngri og saklausari. I gegnum árin
hefur smekkurinn kannski fágast
eitthvað, en eftir situr að það eru
vissir hlutir sem verða að vera til
staðar svo sakamálasaga sé góð. I
seinni tíð hafa verið gerðar ýmsar
tilraunir með vesalings formið sem
spratt eiginlega fullkomið út úr
hausnum á Edgar Allan Poe með
því að sulla saman spennu og mis-
heppnaðri poppsálfræði og útkom-
an verið skelfileg. Og verst hefur
mér alltaf þótt þetta sósjalt með-
beðvíðst skandinavíska kjaftæði
dulbúið sem sakamálasögur sem
einhverra hluta vegna komst í tísku
fyrir tveimur áratugum. Ég var far-
inn að halda að líklega væru mið-
aldra breskar húsmæður í rósóttum
kjólum það eina sem gæti bjargað
þessari merku bókmenntagrein.
En guðirnir finna alltaf nýjar
leiðir til þess að auðmýkja mann og
losa aðeins um hrokann og hér sit
ég og held því fram að bjargvættur
sakamálasögunnar sé 36 ára gamall
Dani, Peter Hoeg, sem hefur skrif-
að eitt mesta snilldarverk sem ég
hef lesið í langan tíma.
Peter þessi vann sem barþjónn,
balletdansari, leikari, sjómaður,
skylmingakennari og ýmislegt ann-
að áður en hann fór að fást við
skriftir og sló rækilega í gegn. Aðal-
söguhetja bókarinnar er Inúítinn
fröken Smilla sem er menntaður
eðlisífæðingur, heimskona í klæða-
burði og fasi og hún veit sitthvað
um snjó. Það er ekki hægt að lýsa
þesari bók í örfáum orðum, —
reyndar skil ég ekki hvernig Höeg
tókst að koma svona stórum ka-
rakter eins og fröken Smillu fýrir í
einni bók, en lesandans bíður æv-
intýri fullt af skondnu innsæi og
fyrirbærum. Og unaðshrollurinn
hefur sjaldan verið reiddur betur
fram og þeir sem eru ekki með
glamrandi tennur við lestur seinni
hluta bókarinnar eru annað hvort
dauðir eða sænskir félagsráðgjafar.
ivarp
SIGURJÓN KJARTANSSON
Skemmtilegheit
Imbakassinn
Stöð tvö
★★
Það hefði kannski verið sterkur
leikur hjá mér að taka fýrir heim-
ildarmyndina „Er bóndi bústólpi?“
og kryfja hana til mergjar, þar eð
hún hefur vakið mikla athygli og
dregið dilk á eftir sér. Ég get bara
ekki farið að gera mér upp áhuga á
landbúnaðarmálum. Auk þess er ég
á þeirri skoðun að sjónvarpsefni
eigi að vera skemmtilegt, en ekki
ömurlegt. I leit að skemmtilegheit-
um liggur þá kannski beinast við að
skoða grín- og skemmtiþáttinn Im-
bakassann á Stöð 2. Það verður að
segjast að Imbakassinn hefur breyst
frá því að vera vonlaus í það að vera
sæmilegur, eftir að Sigurður Sig-
urjónsson slóst í hópinn. Áður var
ekki nema svona hálft „fynd“í
hverjum þætti, en nú hefur þeim
fjölgað í sirka tvö til þrjú „fynd“ og
fer fjölgandi ef eitthvað er. I síðasta
þætti mátti til dæmis finna nokkrar
þokkalegar skrýtlur, en líka nokkr-
ar hryllilegar. Af þeim síðarnefndu
vil ég helst nefna „þorrabrandar-
ann“, þar sem Laddi leikur Þorra
nokkurn Bollason. Hann ber vík-
ingahjálm og hefur þorrabakka fyr-
ir framan sig, analýserar þorramat-
inn, stingur honum loks upp í sig
og kúgast voða mikið af því að hon-
um finnst þetta vont. Þessi brand-
ari er svo endurtekinn þrisvar í
þættinum, augljóslega sem uppfyll-
ing. Það hefði örugglega verið mun
fyndnara að hafa bara „afsakið hlé“
í fimm mínútur og bæta kannski
prump- og gubbuhljóðum ofan á.
Því miður sér maður svona „van-
fyndni“ alltof oft inn á milli góðra
atriða. Annað sem vakti athygli
mína var það að Öm Árnason
virðist vera að skipta út Hrafni Inga
fyrir einhvern ófyndinn frétta-
mann. Þetta finnst mér miður, því
að Hrafn Ingi (Ingvi Hrafn) er oft
ótrúlega góður í meðförum Arnar.
Annars eru nokkrar týpur að
koma til hjá þeim Gysbræðrum. Til
dæmis tel ég að skrifstofublókin
sem alltaf er að teygja sig, eigi eftir
að komast á stall með þeim
Kristjáni Ólafssyni og Ragnari
Reykás, áður en langt um líður.
Þjóðlagatríóið er líka ansi hreins
skondið. Það eru bara brandararnir
sem þarf að vinna betur í, það er að
segja, fækka þeim vondu og fjölga
þeim góðu. Maður kemst
náttúrlega ekki hjá því að bera sam-
an Imbakassann og gömlu Spaug-
stofuna og verður að segjast að þeir
Gysbræður eiga enn dálítið í land
með að magna upp þann gríngald-
ur sem þar náðist. En þetta kemur
örugglega allt með kalda vatninu,
eins og skáldið sagði.
andi áunnið sér sess sem einhver
besta tónleikasveit landsins. Það er
til marks um virðingarsess Jesus
Lizard að piltarnir í Nirvana
heilluðust svo af sveitinni að ák-
veðið var að gefa út sameiginlega
smáskífu þar sem hvor hljómsveit
um sig ætti eitt lag. Eftir árslangt
samningaþref við Geffen, útgáfu
Nirvana, er skífan loks komin út.
„Puss“, lag Jesus Lizard er sláandi
dæmi um tónlist sveitarinnar.
Hrárra verður það ekki né kraft-
meira. Hljómsveitin býr yfir þeim
frumkrafti sem oft vantar dálítið á
hjá þekktari nöfhum I grönsinu.
Lag Nirvana, „Oh, the guilt“ er gott
eins og við er að búast af þeim
bænum en virkar dálítið kraftlaust
og jafnvel hjákátlegt í saman-
burðinum. Tveggja laga plata er yf-
irleitt stutt en þessi virkar það ekki
því þú spilar hana bara aftur og aft-
Lítt gagnleg upprifjun
PRINCE
THE HITS COLLECTION VIDEO
THE BEAVIS AND BUTT-HEAD
EXPERIENCE
★★★
Beavis and butt-head eru teikni-
myndafígúrur sem hafa öðlast
geysivinsældir í Bandaríkjunum við
litla hrifningu ráðamanna. Um er
að ræða tvo dónalega unglingspilta
sem dunda sér við að horfa á
þungarokksmyndbönd milli þess
sem þeir leika með eld, stinga
hundum í þvottavélar og klæmast.
Ofbeldið og neðanbeltishúmorinn
hafa vakið háværar gagnrýnisraddir
sem hafa áorkað því að útsending-
artíma þáttanna var seinkað af
MTV sjónvarpsstöðinni sem held-
ur þeim úti.
Líkt og The Simpsons hafa félag-
arnir nú gefið út plötu. Til marks
um vinsældirnar tókst að fá margar
af helstu hljómsveitum vestur-
heims til að láta lag á plötuna. Inn á
mili laga er svo skellt inn klúrum
leikþáttum með Beavis and Butt-
head og viðkomandi hljómsveit-
um. Hljómsveitin White Zombie
þakkar fyrir sig með sterku lagi, en
vinsældum sveitarinnar er helst
þakkað stuðningi þeirra kumpána.
Nirvana sömdu sérstaklega lag fyrir
plötuna sem nægir eitt sér til að
gera hana eigulega. Anthrax á
hörku rokkaða útgáfu af lagi Be-
astie Boys „Looking down the barr-
ell of a gun“ og Red Hot Chili Pep-
pers fönkar upp Iggy Pop slagarann
„Search and Destroy“. Meðal ann-
arra sveita sem eiga innlegg eru
stórspámenn á borð við Aerosmith,
Run DMC, Primus og Megadeath.
Ekki amaleg upptalning. Platan
nær svo hámarki sínu þegar þeir
félagar syngja dúett með Cher í „I
got you babe!“ Hvað sem segja má
um þá B & B er langt síðan sett hef-
ur verið jafn gegnsterk rokksafn-
plata. Hér slær rokkhjarta ný-
pönksins rothögg á báða bóga.
Stutt en gaman
Jesus Lizard/Nirvana
Puss/Oh, The Guilt
★★★★
Jesus Lizard er bandarísk rokk-
sveit á uppleið. Strákarnir frá Chic-
ago halda sig á stöðugum tónleika-
ferðum og haína gylliboðum stór-
fýrirtækja en hafa samt hægt og síg-
Nú hefur meistari Prince lýst sig
allan. Við þetta tækifæri hefur hann
verið iðinn við að líta yfir farinn
veg sem von er. Þetta safn mynd-
banda er viðbót við þriggja diska
safn frá fýrra ári hvar safnað var
helstu perlum stjörnunnar dverg-
vöxnu frá Minneapolis. Hér er þó
ekki kominn sá myndbandapakki
sem maður átti von á undir nafn-
inu „Best of Prince". Meir en helm-
ingur myndbandanna hér eru við
lítt þekkt lög af fýrstu plötunum og
varla til annars en að undirstrika
hallærisleika upphafs síðasta ára-
tugar. Vissulega eru myndrænar
perlur á meðal nýrri laganna en
flest eru þau af síðustu plötu og því
enn í fersku minni. Það verður til
dæmis að teljast kríminelt að sleppa
alveg „Purple Rain“ plötunni.
Safhið stendur því miður ekki und-
ir nafni sem úrval myndbanda kon-
unglegu ótuktarinnar en fær
stjörnu fýrir þau gæðamyndbönd
sem þó Iæðast inn á spóluna. Þetta
safn er fyrir forfallin Prinsfrík en
ekki almenning.
Barnaefni
DAVÍÐ ALEXANDER, 9 ÁRA
Spennandi
SKOT f MARK
STÖÐ 2
Teiknimynd um stráka í fótbolta
sem eru alltaf að skjóta í mark.
Skemmtilegur þáttur, stundum
mjög spennandi.
Mamman
skemmtilegust
Brakúla greifi
STÖÐ 2
★ ★★★
Oftast mjög fyndinn þáttur.
Stundum kemur einn og einn
leiðinlegur þáttur inn á milli en
vanalega eru þeir alltaf skemmtileg-
ir. Mér finnst mamma hans
Brakúla skemmtilegust. Hún er
mjög fyndin — en ekkert sérlega
skemmtileg mamma fyrir Brakúla.
THe
BEAV/5
Ano
BuTT-HEAD
ExPSkfLVCE
„Hvað sem segja má
um þá B & B er langt
síðan sett hefur
verið jafn gegnsterk
rokksafnplata. Hér
slær rokkhjarta ný-
pönksins rothögg á
báða bóga."
„Það verður að segj-
ast að Imbakassinn
hefur breyst frá því
að vera vonlaus í
það að vera sæmi-
legur, eftir að Sig-
urður Sigurjónsson
slóst í hópinn. “
„Safnið stendur því
miður ekki undir
nafni sem úrval
myndbanda konung-
legu ótuktarinnar en
fær stjörnu fyrir þau
gæðamyndbönd sem
þó læðast inn á spól-
una.“
„Mér finnst mamma
hans Brakúla
skemmtilegust. Hún
er mjög fyndin — en
ekkert sérlega
skemmtileg mamma
fyrir Brakúla.“
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
37