Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 15

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 15
staðist ald fíkniefnum, sniðgangi þá sem eru undir smásjá lögreglunnar og ákæruvaldsins. Þá segir hann í greinargerð sinni að Ólafur hyggi á sjómennsku þar til dómur fellur til að afla heimilinu tekna. Umfjöllun um málið hafi skaðað börn hans og sonur hans flosnað upp úr skóla og veiti því ekki af stuðningi föður síns. Ekki var farið fram á framleng- ingu á gæsluvarðhaldinu fyrr en nokkrum klukkustundum áður en það átti að renna út. Það er algengt þegar rannsókn sakamála stendur sem hæst en Jóni Magnússyni finnst það ámælisverð vinnubrögð þar sem ljóst hafi verið löngu fyrr að farið yrði fram á framlengingu og sú krafa myndi ekki byggjast á rannsóknarhagsmunum. Niðurstaða rannsóknar- innar að Ólafur sé pott- urinn og pannan í stór- felldum innflutningi á fíkniefnum I greinargerðinni sem lögreglu- stjóraembættið lét fylgja gæslu- varðhaldskröfunni eru raktar helstu niðurstöður rannsóknarinn- ar. Þar segir m.a. að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að „Ólafur Gunnarsson sé frumkvöðull að skipulögðum innflutningi á allt að 30,0 kg. af hassi og 4,9 kg. af amfet- amíni frá Amsterdam, Luxemburg, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi." Efnið hafi verið flutt til landsins í 13 ferðum á tímabilinu maí 1992 fram í júlí 1993. Síðan segir orðrétt: „Ól- afur Gunnarsson hefur við lög- regluyfirheyrslur ekki viðurkennt aðild að öllum þessum ferðum, en flestum og þá mismikla aðild ... Ól- afur hefur ekki viðurkennt að vera skipuleggjandi eða hvatamaður að þeim ferðum. Lögreglan hefur hins vegar framburði margra aðila, þar á meðal þeirra sem báru fíkniefnin til landsins, og annarra samstarfs- manna Ólafs, þess efnis að inn- flutningurinn hafi verið gerður að undirlagi Ólafs, gegn þóknun frá honurn. Ólafur hafi verið frum- kvöðullinn og sá sem hélt um alla þræði varðandi fjármögnun og skipulag." I lok greinargerðarinnar segir einnig orðrétt: „Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að rökstuddur grunur er um að Ólafur Gunnarsson hafi gerst sekur um að vera frumkvöðull, og sá sem hefur haldið um alla þræði, í einu stórfelldasta fíkniefnamisferli sem upp hefur komið hérlendis.“ Björn Halldórsson og félagar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar leggja því málið þannig upp að Ólafur sé höfuðpaurinn. Til þess þurfa þeir að styðjast við vitnisburði annarra sakborninga í málinu. En hversu áreiðanlegir eru þeir? Lögmaður Ólafs bendir á í sinni greinargerð að helsta vitni lögregl- unnar, Þorgeir Jón Sigurðsson, sem sjálfur er borinn sökum í mál- inu, hafi augljósa hagsmuni af því að koma sök á Ólaf og af sér um leið. „Framburði hans í þessu efni er því vart að treysta og ef eitthvað er, þá væri mun eðlilegra að líta á þennan Þorgeir Jón sem helsta for- ingja og skipuleggjanda í málinu.“ Hann bendir á að þeir séu fleiri sem beri sakir á Þorgeir Jón í máli þessu og nefni hann sem þann aðila, sem þeir hafi verið í sambandi við, frek- ar en Ólaf. Framburður hins meinta höfuðpaurs, Ólafs Gunn- arssonar Rannsóknin beinist að þrettán ferðum sem lögreglan telur að farn- ar hafi verið til að smygla fíkniefn- um til landsins, eins og áður segir. EINTAK hefur undir höndum skýrslu sem Ólafur lagði fram sem vitnisburð sinn í desember og ber yfirskriftina Yfirlit allra ferða og minnar þátttöku. Þetta er plagg upp á 23 bls. þar sem Ólafur rekur vitneskju sína um þessar ferðir og aðild sína að þeim, auk þess sem hann leggur fram tilgátur um hvernig málum hafi verið getað háttað. Það segist hann gera til að beina rannsókninni á réttar brautir því lögreglan sé á villigötum. Hann staðfesti í samtali við eintak að þessi skýrsla sé í samræmi við fram- burð hans allt til dagsins í dag. Hér á eftir fer kjarninn í því sem Ólafur segir í skýrslunni um vitn- eskju sína um hverja ferð fyrir sig, auk upplýsinga sem eintak hefur úr öðrum gögnum. 1. ferð. I skýrslu lögrglunnar er sagt að flutt hafi verið inn 500 gr af hassi og 500 gr af amfetamíni frá Amsterdam. Ólafur segist hafa lán- að kunningjum sínu 100 þúsund kr. en ekki vitað til hvers ætti að nota þá. Að öðru leyti segist hann ekki hafa vitneskju um ferðina. 2. ferð. Ólafur segist ekkert kannast við þessa ferð. 3. ferð. Ólafur segist heldur ekk- ert kannast við þessa ferð. 4. ferð. Ólafur segist hafa lánað Þorgeiri Jóni Sigurðssyni 200 þús- und kr. í maí 1992 en ekki vitað fyrr en eftir á að peningarnir hefðu farið í kaup á fíkniefnum til að smygla til landsins. 5. ferð. Ólafur segist ekkert kannast við hana. Orðrétt segir hann í skýrslunni: „... þarna er ver- ið að reyna að klína á mig eftir að menn hafa sammælst um eitthvað á meðan ég sit hér í einangrun.“ 6. ferð. I þessari ferð var smygl- að til landsins 2 kg af hassi og Þor- geir Jón segir Ólaf vera aðalmann- inn. Ólafur viðurkennir að hafa lagt 150 þúsund kr. í púkkið. „Ætlunin var bara að ávaxta þá peninga sem ég lánaði. Ég var enginn foringi eða skipuleggjandi hér. Ég lagði pen- inga í málið og átti að fá þá til baka, en neyddist til að blanda mér síðar í þessi fíkniefni," segir Ólafur í skýrslunni. 7. ferð. 2,3 kg af hassi og 500 gr af amfetamíni var smyglað í þessari ferð. Ólafur segist hafa lánað 150 þúsund kr. og fengið 200 gr af hassi sem borgun þegar stóð á endur- greiðslu. 8. ferð. Ólafur segist ekkert vita um þessa ferð en Þorgeir Jón segir hann tengjast henni. 9. ferð 3 kg af hassi og 500 gr af amfetamíni var smyglað til landsins í þessari ferð. Ólafur játar að hafa átt aðild að henni. Hann segir þá Guðmund Gest Sveinsson hafa sammælst um að Guðmundur smyglaði fíkniefnum til landsins og raunar hafi það verið sá síðarnefndi sem hafi komið með hugmyndina. Þorgeir Jón segir hins vegar sem fyrr að Ólafur hafi verið hvatamað- urinn. 10. ferð. í þessari ferð var smyglað sama magni og í þeirri 9. eða 3 kg af hassi og 500 gr af amfet- amíni. Ólafur viðurkennir að hafa keypt fyrirfram 600 gr af hassi með því að leggja fram 150 þúsund vegna kaupanna. 11. ferð. Ólafur segist hafa játað að hafa átt aðild að þessari ferð fyr- ir mistök þegar hann hann var kall- aður til yfirheyrslu eftir að hafa tek- ið inn svefnlyf. Segir hann rann- sóknarmennina hafa vitað af svefn- lyfinu. Hið rétta sé að hann hafi enga aðild átt að henni. 12. ferð. Ólafur segist ekkert fjármagn hafa lagt í ferðina en feng- ið út úr henni 100 þúsund kr. „VU- hjálmur Svan skipulagði þessa ferð í samvinnu við Guðmund Gest Sveinsson, eftir því sem ég best veit.“ 13. ferð. Það var við komuna til landsins úr þessari ferð, 25. júlí á síðasta ári, sem Vilhjálmur Svan og Jóhann Jónmundsson voru hand- teknir með 3 kg af hassi og 910,6 gr af amfetamíni og rannsókn málsins hófst. Ólafur segist hafa látið Vil- hjálm Svan hafa 330 þúsund kr. og hafi átt að fá í sinn hlut 900 gr af hassi. I skýrslu lögreglunnar berast böndin að Vilhjálmi Svan sem forsprakka ferðarinnar en ekki að Ólafi. I greinargerð sinni rekur verj- andi Ólafs einnig þessar ferðir og segir orðrétt: „Skv. ofangreindu, þá tengist skjólstæðingur minn ferðum, en lögreglan telur að í þeim hafi verið flutt inn um 15 kg. af hassi. Skjól- stæðingur minn er þó aðeins einn af mörgum og fráleitt að ætla sök hans meiri í málinu en annarra sem því tengjast.“ Ólafur sagði sjálfur í samtali við EINTAK á þriðjudaginn að hann tengdist innflutningi á um það bil 2 kg af hassi með því að leggja pen- inga í innflutninginn. Að öðru leyti tengdist hann ekki málinu. Vafasamar hljóðupptök- ur eitt helsta sönnunar- gagnið Lögreglan lagði m.a. fram hljóð- upptökur, sem lögmaður Ólafs hef- ur aldrei heyrt, þegar farið var fram á framlengt gæsluvarðhald. Jón mótmælir hvernig þær eru til- komnar og að þær hafi nokkurt gildi í málinu. Fíkniefnadeildin fékk Vilhjálm Svan til að taka upp samtal sitt við Ólaf og Guðmund Gest Sveinsson á heimili Vilhjálms að Njálsgötu 59 þ. 31. ágúst í fyrra, tveimur dögum áður en Ólafur var hnepptur í varðhald. „Með þessum hætti er reynt að leiða skjólstæðing minn í gildru,“ segir Jón Magnússon í greinargerð sinni „og ljóst er að Vilhjálmur, sem þekkir málavexti ekki síður en skjólstæðingur minn hefur tök á því, að haga samtalinu þannig, að það komi sem verst út fyrir skjól- stæðing minn en komi sökum af honum sjálfum. Af þessum sökum er því alfarið mótmælt, að tekið verði tillit til þessarar meintu hljóð- upptöku." I greinargerð með kröfunni um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Ólafi er minnst á þessar hljóðupp- tökur. Þar segir orðrétt: „Rétt er að geta þess að við rann- sókn málsins tók lögreglan upp samtal Ólafs, Guðmundar Gests Sveinssonar og Vilhjálms Svan Jó- hannssonar, á heimili Vilhjálms, og þar kom fram í tali Ólafs að hann myndi sjá til þess að aðilar málsins mættu á lögreglustöð og féllu frá fyrri framburðum, og breyttu þeim, allt eftir hans fyrirmælum, þannig að ákveðinn aðili eða aðilar tækju allt á sig. Sú hætta er því tví- mælalaust fyrir hendi að slíkt geti gerst.“ Síðar segir: „Það kemur einnig fram í samtali því sem tekið var upp á heimili Vil- hjálms, að Ólafur segir þar að hann og Tryggvi í Svíþjóð séu að fara í gang með nýtt dæmi til að rétta af fjárhaginn.“ Ólafur sagði hins vegar í samtal- i við EINTAK á þriðjudaginn að þessi upptaka sýndi ekki fram á neitt. Kallaði hann upptökuna leik- rit sem sett hefði verið upp af Birni Halldórssyni, yfirmanni fíkniefna- deildarinnar. I fyrrgreindri skýrslu Ólafs segir hann m.a. að við þetta tækifæri hafi hann verið að segja Vilhjálmi Svan og Guðmundi Gesti Sveinssyni hvernig Þorgeir Jón Sveinsson hafi sloppið úr klóm fíkniefnalögregl- unnar og bent þeim á hvernig þeir gætu gert hið sama af greiðasemi. „Þannig er ég búinn að eyðileggja vörn Gogga [Þorgeirs Jóns Sigurðs- sonar] í þessu máli, sem hefur sennilega orðið til þess að Goggi reynir að koma þessu öllu yfir á mig.“ Um þá fullyrðingu að hann og umtalaður Tryggvi í Svíþjóð hafi ætlað að fara í gang með nýtt dæmi í Svíþjóð til að redda fjárhagnum sagði Ólafur að þar hafi verið um að ræða fisksölufyrirtæki sem hann hafði á prjónunum og hefði gögn sem sýndu fram á það. Veikbyggðar rannsókn- arniðurstöður Flest bendir til þess að fíkniefna- lögreglan byggi meginniðurstöður rannsóknar sinnar, þess eðlis að Ól- afur sé höfuðpaurinn í þessu um- fangsmikla fíkniefnamáli, einkum á -sfvennu. Annars vegar hljóðupptök- unni og hins vegar á framburði Þorgeirs Jóns Sigurðssonar. Ef sú er raunin má vera ljóst að röksemda- færslan er ekki sterkbyggð, svo ekki sé meira sagt. Allt kapp virðist hafa verið lagt á að negla Ólaf sem höf- uðpaur málsins þótt margt bendi til að þannig sé málið ekki í pottinn búið. Enda segir Jón Magnússon, verj- andi Ólafs, í áðurnefndri greinar- gerð sinni: „Sú rannsókn sem nú liggur fyrir í máli því sem hér ræðir um bendir ekki til þess, að skjól- stæðingur minn sé skipuleggjandi, hvatamaður eða foringi í þeim fíkniefnainnflutningi, sem um ræð- ir. Sú fullyrðing lögreglu er reist á afar veikum grunni. Bent er á, að aðrir aðilar, sem tengjast málinu og hafa greinilega mun meiri aðild að því en skjólstæðingur minn, ganga lausir og ekki er krafist gæsluvarð- halds yfir þeim. Ekki verður séð miðað við þau gögn sem hér liggja fyrir, að aðilar njóti jafnræðis við lögreglurannsókn þessa máls. I þessu sambandi bendi ég ennfrem- ur á það, að ítrekað hefur komið fram í málum sem þessum og verið leitt í ljós við dómsrannsóknir, að á meðan á einangrun stendur hafa grunaðir mátt þola ýmsar ávirkar spurningar rannsóknaraðila, spurningar, sem iðulega hafa leitt til þess, að grunur beinist ranglega að einum öðrum frekar. Mér virð- ist að um þetta sé að ræða í máli þessu.“© Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefna- deildar lögreglunnar Vilhjálmur Svan samþykkH hljóð- upptökuna Er rannsókn stóra fíkniefna- málsins lokið? „Já, henni er má segja lokið og málið verður sent til ríkissaksókn- ara einhvern næstu daga.“ Telur fíkniefnalögreglan nauð- synlegt að halda Ólafi inni áfram þrátt fyrir að rannsóknarhags- munir séu ekki í húfi? „Lögfræðingur fíkniefnadeild- arinnar gerir þessa kröfu.“ Nú var krafan um áffamhald- andi gæsluvarðhald borin fram nokkrum klukkustundum áður en gæsluvarðhaldið átti að renna út þannig að dómstólar höfðu ekki mikinn tíma til að kynna sér málið. „Það var ekki verið að leggja mat á rannsóknarhagsmuni held- ur eingöngu verið að endurtaka þann úrksurð sem var kveðinn upp í byrjun desember." Éiga dómstólar ekki að fá tíma til að kynna sér það sem verjandi hefur fram að færa? „Jú, vissulega.“ Telurðu þá að þeir hafi haft tíma í þessu tilviki? „Ég ætla ekki að leggja mat á það.“ Haldið þið enn fast við kenn- inguna um að Ólafur sé höfuð- paurinn? „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það kemur bara í ljós við réttarhöld." Nú neitar Ólafur aðild að mörgum þessara þrettán ferða sem talað er um og telur aðild sína að öðrum ekki meiri en hinna sem eiga aðild að málinu. Á hvaða Björn Halldórsson yfirmaður FÍKNIEFNADEILDAR LÖGREGLUNNAR „Mitt er að halda utan um ákveðna þræði hér og síðan erþað hans að vinna úrþví sem lagt er fyrir hann. í þessu tiiviki hefur hann gert það. Hvort spunnið verði upp svipað skjai og krafan var á sínum tíma, opinberlega. Þessi gögn, sem þú kannt að hafa undir höndum, trú- lega þá ljósrit af einhverjum skjöl- um í málinu, hvernig svo sem þú hefur komist yfir þau, verða bara að fá sína umfjöllun í Héraðsdómi Reykjavíkur og síðan Hæstarétti." Lítið þið á hljóðupptöku sem fór fram á heimili Vilhjálms Svan Jóhannssonar þann 31. ágúst í fyrra sem mikilvægt sönnunar- gagn í málinu? „Ég ætla ekkert að segja um það hvort endurrit af þessari upptöku sé eitthvað meira eða merkilegra sönnunargagn heldur en eitthvað annað. Það verða dómstólar að meta.“ Gerðuð þið einhvers konar samning við Vilhjálm Svan vegna þessarar upptöku? „Ekki annað en það að hann samþykkti þessa upptöku.“ Ólafur heldur því fram að hann hafi verið kallaður til yfirheyrslu eftir að hafa tekið inn svefnlyf og rannsóknarmenn hafi vitað af því. Þá hafi hann verið spurður út í allar ferðirnar og einu sinni svar- að játandi en ruglað saman ferð- um. Er þetta rétt „Ég ætla ekki að tjá mig efnis- lega um þetta. Ég tel að máls- meðferðin eigi að fá að fara fram í friði fyrir opnum tjöldum fýrir Héraðsdómi Reykjavíkur." Komið þið til með leggja málið í hendurnar á ríkissaksóknara eins og þið lögðuð upp málið þegar þið fóruð fram á framlengingu gæsluvarðhaldsins núna síðast? „Hvað áttu við?“ Það sem ég var að vitna til áðan að Ólaf- ur hafi haldið um alla þræði og verið frum- kvöðullinn. „Er þetta úr kröfu deildarlögfræðings- ins?“ Já. „Þú þarft að ræða það við hann. Ég samdi ekki þessa kröfu, hann gerði það.' En sem yfirmaður fíkniefnadeildarinnar kannastu væntanlega við hvað er lagt til grundvallar þessari kröfu? „Auðvitað veit ég það, en það er ákveðin verkaskipting. Mitt er að halda utan um ákveðna þræði hér og síðan er það hans að vinna úr því sem lagt er fyrir hann. í þessu tilviki hefur hann gert það. Hvort spunnið þegarhann sendirþetta mál héðan íburtu, verði upp svipað skjal get ég ekki sagt um. * vitnisburði byggið þið þá það að halda honum inni sem meintum höfuðpaur? „Þú verður að taka svolítið tillit til þess að það er Hæstiréttur ís- lands sem er búinn að úrskurða að hann fari inn þannig að eitt- hvað hlýtur að vera til staðar, burtséð frá því hvað Ólafur segir.“ Eru allir sem koma að rann- sókn málsins sammála um að hann sé höfuðpaurinn? „Ég hef aldrei gefið það út að hann sé höfuðpaurinn og mun ekki halda því fram. Það verður bara að koma í ljós við réttarhöld- in.“ I gögnum sem ég hef undir höndum segir að Ólafur sé frum- kvöðull og sá sem haldið hafi um alla þræðina. Eruð þið ekki með því að segja að hann sé höfuð- paurinn? „Ég ætla ekki að halda því fram og krafan var á sínum tíma, þegar hann sendir þetta mál héðan í burtu, get ég ekki sagt um.“ I kröfunni um framlengingu gæsluvarðhaldsins segir: Niður staða rannsóknarinnar er sú að rökstuddur grunur er um að Ólaf- ur Gunnarsson hafi gerst sekur um að vera frumkvöðull, og sá sem hefur haldið um alla þræði, í einu stórfelldasta fíkniefnamis ferli sem upp hefur komið hér- lendis. Er þetta niðurstaðan hjá ykkur? „Niðurstaðan er ekki komin. Við erum ekki búnir að pakka þessu. Samt segið þið það í plaggi sem þið leggið fyrir Héraðsdóm, „Já, já. Það kann að vera. Þú verður að ræða það við deildar- lögfræðinginn. Eg ætla ekki að svara fyrir hann. Þetta er lög- fræðileg túlkun á þeim gögnum sem liggja fyrir. FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAFS 1994' 15

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.