Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 12
Bc^fiur Hermannsson A margffatt hærri launum en fasjráðnir starfsmenn RUV Eitt af yfirlýstum markmiðum Hrafns Gunnlaugssonar þegar hann kom til starfa hjá Ríkissjón- varpinu var að færa þáttagerð að töluverðu leyti frá starfsmönnum Sjónvarpsins í hendurnar á sjálf- stætt starfandi kvikmyndagerðar- mönnum utan stofnunarinnar. Þetta átti bæði að vera hagkvæmara fyrir Sjónvarpið og ýta undir sjálf- stæða kvikmyndagerð í landinu. Einn af þeim mönnum, sem Hrafn hefur fengið til að vinna fyrir Sjón- varpið er Baldur Hermannsson vinur hans. Baldur Hermannsson hefur fyrst og fremst stjórnað upp- tökum og útsendingum á þáttum á vegum skrifstofu framkvæmda- stjóra, það er að segja á vegum Hrafns. Það hefur vakið megna óánægju meðal fastra starfsmanna Sjónvarps að Baldur fær mun betur borgað en þeir fyrir sömu vinnu. Baldur kem- ur að stofnuninni sem verktaki og fær því greitt fýrir einstök verkefni, en ekki samkvæmt stimpilklukku. Sem dæmi um hin góðu kjör sem Baldur þiggur fyrir vinnu sína hjá Sjónvarpinu nefna heimildarmenn þar að hann hafi fengið fimmtíu þúsund krónur fyrir hvern þátt sem hann hefur unnið á vegum skrif- stofu framkvæmdastjóra. Þetta eru helst spjallþættir þar sem þátttak- endur hafa setið í stólum sínum all- an tímann og ekki 'nefur þurft að fara út úr húsi til að taka upp efni. Undirbúningur útsendingarstjóra fyrir svona þætti er sáralítill, ekki nema örfáar klukkustundir. Sömu heimildarmennn innan Sjónvarps- ins segja að það séu dæmi fyrir því að á sama deginum hafi Baldur stjórnað beinni útsendingu frá um- ræðum í sjónvarpsai og auk þess stjórnað upptökum á spjallþætti sem sýna átti síðar. Og þar með haft eitt hundrað þúsund krónur upp úr krafsinu fyrir dagsverkið. Ef starfs- maður Sjónvarps heíði unnið sama verk, hefði það verið á tímakaupi og hann fengið um það bil tíu þús- und krónur fyrir vikið. O Undirbúningur fyrir köllunina Erla Bolladóttir dvelst um þess- ar mundir í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku ásamt eiginmanni sín- um, Hartmanni Guðmundssyni og dætrum þeirra tveimur. Þar ganga þau í biblíuskóla. En hvernig stendur á ferðum þeirra lengst suð- ur í álfum? ElNTAK sló á þráðinn til Erlu. „Við vorum í biblíuskóla á Ha- waii 1991 og fórum þá um haustið að boða trúna í Asíu. Þetta var leið- angur til að kynna mannskapnum í skólanum út á hvað trúboð gengur. I desember það ár koraum við svo heim og héldum áfram að starfa í Veginum. Við vissum þó að við ættum eftir að fara út aftur. Við átt- um vini í biblíuskóla hér í Jóhann- esarborg og fórum að heimsækja þá í mars í fýrra og þá fæddist hug- myndin að vera hér áfram og fara í þennan skóla.“ Ætlið þið að vera þarna lengi? „Skólinn er til tveggja ára en við vitum ekki hvert þetta leiðir. Við erum að undirbúa okkur fyrir þá köllun sem er ekki orðin okkur al- veg ljós enn og bíðum eftir því hvað Guð vill gera með okkar líf — tök- um þetta bara frá degi til dags.“ Hvernig líður ykkur í Suður- Afríku? „Okkur líður mjög vel. Það er frábært að vera hérna." Hvernig er ástandið í Jóhannes- arborg núna? „Það er friðsælt í hverfinu þar sem við búum. Hópar blökku- manna berjast innbyrðis í öðrum hverfum en við fréttum helst af því í gegnum fjölmiðla.".© Gerðu samanburð á verði oggœðum 12 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.