Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 40

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 40
Ótukt er hann Heimirað iáta Hrafn bara fá far seðii aðra leiðina. 0, ef ég þekki Ólaf G. rétt þá er hann vanurað skila Hrafni til baka, hvert sem Heimir hann. © Gunnarlngi tapar íprófkjöri enfœrstöðu tryggingayfirlœknis © Myndlistarmenn þreyttir á innkaupanefnd Listasafnsins Gunnar Ingi Gunnarsson læknir náði ekki sæti á iista sameiginlegs framboðs borgarstjórnarminnihlut- ans í prófkjöri Alþýðuflokksins á dögunum. Heyrst hefur að hann verði þó ekki látinn sitja eftir með sárt ennið og verði fljótlega skiþaður tryggingaryfirlæknir í stað Björns Önundarsonar. Eins og kunn- ugt er hrökklaðist Björn nýlega úr embætt- inu því hann gaf ekki upp til skatts tekjur sem hann hafði af tryggingamati... yndlistarmenn eru þreyttir á hroka og dónaskap Innkaupanefndar Listasafns íslands. ( nefndinni sitja Bera Nordal, Hafsteinn Austmann og Níels Hafstein. Nefndin mætir ítrek- að ekki á fundi sem hún boðar til með listamönnum sem hún hyggst kaupa af verk, og þegar hún lætur loks sjá sig prútt- ar hún um verðin á verkunum. Verslun með verk núlifandi listamanna hefur verið sama sem engin undanfarin ár og þykir myndlistarmönnum sem nefndin sé að nota aðstöðu sína til að ganga endanlega af sér dauðum... Heimir borgaði fyrir Hrafri aðra leiðina til Formósu - og vildi með því kaupa sér frið, varhaft á orði innan Ríkisútvarpsins Þegar Hrafn Gunnlaugsson fór í frí í nóvember síðastliðnum borg- aði Ríkisútvarpið aðra leiðina fyrir hann til Formósu. Þangað fór hann sem starfsmaður Sjónvarpsins, í boði menningarfulltrúa Formósu- stjórnar til að kynna sér þarlenda sjónvarps- og kvikmyndagerð. Eftir dvölina á Formósu fór Hrafn í frí á eigin vegum. Arthúr Björgvin Bollason, fyrrverandi aðstoðar- rnaður Heimis Steinssonar út- varpsstjóra, segir að innan stofnun- arinnar hafi verið haft á orði að Heimir hafi látið Hrafni þetta eftir til að kaupa sér frið. EINTAK hafði samband við Heimi Steinsson og bar þetta undir Ég hef það f ý r í r s a í t... Þau eru misgrimm örlögin. Eitt sinn var Sigurður Órn í Hagskiptum versti maður á íslandi á síðum Pressunnar. Hann var yfirleitt verstur allra vondra í þeim vondu málum sem blaðið fjallaði um. En í haust sá Sigurður Örn sér leik á borði. Hann sá hús- næðið þar sem Pressan held- ur ritstjórnarskrifstofur sinar auglýstar á nauðungarupp- boði, fór á staðinn, bauð i og var sleginn eignin. Litlum sögum fer afþví að Sigurður Örn hafi staðið við tilboð sitt. Hitt bregst ekki að ef útgáfu- fyrirtæki Pressunnar, sem var Blað hf. fram að áramótum en þá var nafninu breytt i Pressan hf., fer svo mikið sem dag fram yfir umsamdan greiðslutíma, þá er Sigurður farinn af stað með hörðustu innheimtuaðgerðir sem í boði eru. Hann erþví ekki lengur fangi á síðum Pressunnar. Pressan er orðin fangi i húsi Sigurðar Arnar. Lalli Jones hann. „Það er rétt að Ríkisútvarpið greiddi farareyri fyrir Hrafn Gunn- laugsson þann 22. nóvember til Formósu. Upphæðin sem hann fékk til fararinnar var 146.260 krón- ur.“ Tíðkast það almennt að stofnunin borgi undir starfsmenn sína þegar þeirfara í frí? „Hrafn fór þarna í boði menn- ingarfulltrúa Formósustjórnar á Norðurlöndum sem býður honum að koma og kynnast sjónvarps- og kvikmyndagerð á Formósu en For- mósubúar eru framarlega í þróun nýrrar sjónvarpstækni. Hrafn fékk ekki annað greitt vegna þessarar ferðar en flugmiðann á áfangastað, dvöl og annað var ekki á vegum ríkisútvarpsins.“ Hörður Vilhjálmsson, fjármála- stjóri Ríkisútvarpsins, segir að þessi ferð falli undir svokallaðar sérstak- ar eða uppáfallandi ferðir og út- varpsstjóri skeri úr um hvort stofn- unin greiði. „Hrafn óskaði eftir þessu og út- varpsstjóri samþykkti eftir að hafa kynnt sér málið,“ sagði Hörður. Hrafn staðfesti í samtali við blaðamann að tildrög ferðarinnar hafi verið þessi og sagðist hafa farið í frí á eigin vegum eftir að dvölinni á Formósu lauk. Annað mál tengt Hrafni, sem hefur vakið kurr innan Sjónvarps- ins, er að samkvæmt dagskrárdrög- um er fyrirhugað að sýna í mars þætti sem hann tók upp á meðan á ferðalagi hans stóð. Það vekur ýms- ar spurningar að efni eftir Hrafn skuli vera tekið til sýninga þar sem hann er einn af æðstu yfirmönnum Sjónvarpsins. Þættir þessir eru ekki á vegum innlendrar dagskrárdeild- ar, sem Sveinbjörn I. Baldvins- son veitir forstöðu, svo spurningin er: samdi Hrafn við sjálfan sig um sýningu þáttanna og greiðslu fyrir þá? „Ég var með litla tökuvél með mér af því að ég var að vinna að öðrum verkefnum. Það bar ýmis- legt merkilegt fyrir augu á þessari ferð minni sem ég tók upp að gamni mínu. Á Filippseyjum fór ég til dæmis og skoðaði Smokey Mo- untain, það fræga fjall, sem hefur orðið til út úr öskuhaugum og fólk býr á. Þegar ég fór að skoða þetta efni hérna heima sá ég að þetta var eitthvað sem gæti nýst Ríkissjón- varpinu, því að kostnaðarlausu. Ef þetta fellur í góðan jarðveg getur vel verið að ég geri eitthvað meira en þessa tvo örstuttu þætti. Þetta er bara tómstundaföndur hjá mér og hefur ekki enn verið samþykkt til útsendingar. Það er aðeins til um þetta tillaga í drögum að dagskrá í mars. Það er útvarpsráðs að ákveða hvort það vill þiggja þetta eður ei.“ Þættirnir eru teknir á litla VHS vél og almennt er ekki tekið við slíkum upptökum nema það sé til fréttavinnslu. Ólafur Ragnar Halldórsson, dagskrárklippir hjá Sjónvarpinu, staðfestir þetta. Starf hans felst meðal annars í því að skoða hvort upptökur séu tæknilega hæfar til útsendingar. „Ég met hvort efnið sé hæiit eða ekki en ég stjórna því ekki hvort það fer í útsendingu, það gera mín- iryfirmenn." Og í þetta skiptið er yfirmaður- inn Hrafn, dagskrárgerðarmaður- inn sjálfur. Hvað segir hann um þetta? „Ef maður er að taka mynd sem á að hafa vissan hráleika eins og ég vildi fá fram í Reisubókarbrotun- um, þá mundi ég ekki taka það á neitt annað. Ef maður er með nógu góða vél og linsu er Super- VHS engu síðra form en margt annað. Þetta fer allt eftir því hvernig mað- ur vill láta formið vinna og ég tel mig þekkja það ansi vel. Þetta er þannig hjá ákveðnum smáhóp hér innan stofnunarinnar, að ef ég and- varpa halda menn að kominn sé norðaustan stormur. Ef menn vilja sjá djöfulinn þá sjá þeir hann alls staðar.“ © Stóra fikniefnamálið sent tii ríkissaksóknara á næstu dögum Stendur og fellur með höfuðpaurskenningunni Rannsókn á stóra fíkniefnamál- inu er lokið eftir að hafa staðið yfir frá 25. júlí á síðasta ári. Að sögn Björns Halldórssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, verður málið sent ríkissaksóknara til meðferðar á næstu dögum. Fjöldi fólks hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald og tekinn til yfir- heyrslu vegna málsins. Fíkniefna- lögreglan telur sig hafa fært sönnur á að Ölafur Gunnarsson sé höfuð- paur í umsvifamiklum fíkniefna- hring eftir að hafa haldið honum í 160 daga í gæsluvarðhaldi. Fullyrt er að smyglað hafi verið til landsins 30 kg af hassi og 4,9 kg af amfetamíni í þrettán ferðum á innan við ári frá Amsterdam, Lux- emburg, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Ólafur segir sjálfur í viðtali við EINTAK í dag að aðrir sem tengist málinu hafi komið á hann sök fyrir atbeina lögreglunnar. Nefnir hann þar sérstaklega til sögunnar Vil- hjálm Svan Jóhannsson og verj- andi hans bendir á Þorgeir Jón Sigurðsson. Hann segir engan höfuðpaur hafa verið í málinu og neitar vitneskju um margar ferð- anna. Gögn sem EINTAK hefur undir höndum benda til að niðurstaðan sé á veikum grunni reist. Ef ekki tekst að færa sönnur á að Ólafur sé forsprakki fíkniefnahrings er hætta á að málsrannsókninni hafi verið klúðrað. randaé vikuhlað á aðeins 195kr. 7* Fréttir 6 Fólkið í Stuttum frakka á leið í mál við framleiðendurna 9 Stjórn Flugleiða í ævintýraferð til Bandaríkjanna 9 Reynt að fá íslenska kókaín- smyglarann lausan frá Kólumbíu 9 Glæsivilla P. Samú- elssonar 12 Athugasemdir gerðar við launakjör Baldurs Hermanns- sonar 14 „Höfuðpaurinn'1 segir aðra hafa verið umfangsmeiri í inn- flutningnum Greinar 16 Hvers vegna bera íslenskir stjórnmálamenn aldrei ábyrgð á gjörðum sínum? 17 Tíu siðræn dæmi úr nýliðinni stjórnmálasögu 20 Barbie orðin 35 ára og alltaf jafn sæt 22 Hvernig lynd- ir manni við tengdamömmu? 26 Sögur af skrýtnum og gerspilltum kóngum 28 Ævisaga Braga Ólafssonar á tíu bókum Viðtöl 30 Jean Philippe Labadie: Fóta- laus, atvinnulaus og auralaus eftir íslandsdvölina Fólk 2 Topparnir fjúka á Stöð 2 32 Norskur lands- lagsmálari 34 Ruslið hennar Dýrleifar 3I Erótísku hjálpar- tækin renna enn þá út 36 Flosi aftur á hljómplötu 3f Langi Seli og skuggarnir lifna við 37 Hver er þessi Börkur Gunnarsson? Hið íslenzka bar- tafjelag 38 Hefðirðu rekið Arthúr Björgvin? Eða ráðið hann? KRÍTÍK Imbakassinn ★ ★ Prince ★ Beavis and Butt-Head ★ ★ ★ Fröken Smilla ★ ★ ★ ★ Carlito’s Way ★ ★ ★ „Óskaplega fatin ég til tneð honum, en enginn flýr örlögsín.“ JÚLÍUS KEMP UM CARLITO’S WAY

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.