Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 30

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 30
Franski leikarinn Jean Philippe Labadie sem lék aðalhlutverkið í bíómyndinni Stuttur frakki segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við íslendinga. Dvöl hans hér endaði með því að hann var keyrður niður af drukknum, próflausum unglingi fyrir utan skemmtistað og var sendur fótbrotinn heim til Frakklands. Þar beið hans sjúkrahúslega, atvinnuleysi og peningaleysi vegna vanefnda framleið- enda Stutts frakka. Flann segir hér sólarsöguna í viðtali við GLÚM BALDVINSSON. Fótalaus, atvinnulaus og,auralaus eftir íslandsdvölina Hinn stutti Frakki, Jean Philippe Labadie, virtist vera kominn á beinu brautina sem leik- ari þrátt fyrir að vera aðeins tæp- lega þrítugur að aldri. Hann lauk námi frá The National School of Dramatic Art í Frakklandi og skömmu síðar var hann farinn að starfa á fullu, jafnt við leikhús, dans og kvikmyndir. Hinn ungi íslenski leikstjóri, Gísli Snær Erlingsson, uppgötvaði hæfileika Jean Philippe þegar hann sá hann á hvíta tjaldinu í stuttmynd í París. Jean Philippe gerði með honum eina stuttmynd sem var prófverkefni Gísla Snæs þar sem hann stundaði nám í París. Skömmu síðar skrifaði annar ung- ur og efnilegur íslenskur rithöfund- ur, Friðrik Erlingsson, kvik- myndahandrit, þar sem hann legg- ur út af menningartengslum Frakka og Islendinga sem verða til þess að stuttur Frakki er sendur til Islands í leit að efnilegu tónlistarfólki. I heimsókn sinni til kotþjóðarinnar norður í Dumbshafi lendir Frakk- inn netti í alls kyns hrakningum frá upphafi til enda og út frá því spinnst kómedían Stuttur Frakki. FJann verður fyrir barðinu á ís- lenskum valkyrjum, fyllibyttum, verður fyrir bíl og svo framvegis. Jean Philippe átti góðar stundir á íslandi og kvikmyndatökurnar gengu eins og í ævintýri. En að þeim loknum var líkt og örlögin vildu Frakkkann litla fastan í hlutverkinu og hófú að spinna honum kaldhæðnislegt framhald. Það var nefnilega líkt og hið kóm- íska handrit um viðkynningu Frakkans af íslendingum öðlaðist sjálfstætt líf og tæki á sig tragíska mynd í raunveruleikanum þar sem Ieikstjórinn er óþekktur. Jean Philippe var ítrekað lofað greiðsl- um fyrir leik sinn í myndinni, þau loforð voru svikin trekk í trekk. Það var ekki fyrr en rúmu ári eftir að tökum lauk að hann fékk tæplega helminginn af þeim 10 þúsund dollurum sem honum hafði verið lofað. Það var eftir að hann hótaði að rakka niður framleiðendur myndarinnar og íslenska kvik- myndagerð á kvikmyndahátíð í Haugasundi þar sem hann var til- nefndur til verðlauna fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Síðast fékk hann loforð um að fá restina af launum sínum greidd er myndin yrði seld erlendis. Jean Philippe segir framleiðendurna ekki einu sinni sinna því að mæta á kvik- myndahátíðir. Samkvæmt launa- samningi átti Jean Philippe að fá tvö prósent af hagnaði af mynd- inni. Framleiðendurnir hafa tjáð honum að tap hafi orðið af mynd- inni þar sem eingöngu tuttugu þús- und manns hafi séð hana á Islandi. Samkvæmt tölum sem unnar voru af dreifmgaraðila Stutts frakka sáu hins vegar 35 þúsund manns mynd- ina. Samkvæmt lista yfir tíu mest sóttu myndir á Islandi árið 1993 sem unninn var af Arnaldi Indriða- syni hjá Morgunblaðinu, var Stutt- ur Frakki í 6. sæti á eftir ekki ómerkari myndum en Júragarðin- um, Flóttamanninum og Lífverðin- um svo nokkrar séu nefhdar. Jean Philippe er sár út í framleið- endur myndarinnar fyrir öll sviknu loforðin, en hann tínir fleira til. Þegar hann var staddur á Islandi í apríl á síðasta ári til að kynna Stutt- an frakka varð hann fyrir því að sextán ára drukkinn unglingur keyrði á hann á Laugaveginum og varð það til þess að leik- og dans- ferill Frakkans er líklega að engu orðinn. Framleiðendur myndar- innnar sendu hann heim til Frakk- lands daginn eftir, fótbrotinn og hálfrænulausan af morfíni með tengiflugi í gegnum Luxemborg þar sem hann þurfti að bíða hjálpar- vana í fjóra klukkutíma eftir flugi til Parísar. I kjölfar slyssins var Jean Philippe rúmfastur í tvo mánuði og óstarfhæfur í alls sex mánuði. Hann bíður nú eftir að fá skaðabætur á ís- landi vegna slyssins en hann grunar íslenskan lögfræðing sinn um að sinna málinu ekki sem skyldi. Þegar skaðabótamálið er frá, hyggst Jean Philippe höfða mál á hendur fram- leiðendum Stutts frakka. Saga hins stutta frakka fer hér á eftir: Hvernig kom til að þú varst fenginn til að Jeika á Islandi? „Gísli Snær Erlingsson, leikstjóri Stutts Frakka, hafði samband við mig hér í París en við höfðum áður starfað saman við stuttmynd sem hann gerði sem prófverkefni við skólann sinn. Við höfúm síðan ver- ið ágætis vinir. Hann taldi að hand- ritið að Stuttum Frakka væri sniðið fyrir mig og skömmu seinna kom hann á fundi í París með mér, framleiðendunum Kristni Þórðar- syni og Bjarna Þór, og handrits- höfundinum Friðriki Erlingssyni. Þarna var ákveðið að ég tæki að mér aðalhlutverkið. Tökur á myndinni hófust á Is- landi í byrjun júní sumarið 1992 og fyrir mér var veran á íslandi draumi líkust. Framleiðendurnir komu einstaklega vel fram við mig sem og aðrir er að myndinni stóðu. Bæði ég um eina sígarettu Iét Bjarni mig fá pakka, bæði ég um kaffibolla fékk ég tvo og eitthvað með því. Aldrei fyrr hafði ég starfað með jafn vingjarnlegum framleiðendum, en við ræddum aldrei fjármál. Ég hef það fyrir sið að láta umboðsmann minn sjá alfarið um þann þátt þannig að ég geti einbeitt mér að minni vinnu. Þar að auki er ég von- laus fjársýslumaður. Viku eftir að tökur hófust hafði ég samband við umboðsmann minn í París og bað hann um að senda framleiðendunum samning- inn minn, því venjulega undirrita menn samning áður en tökur hefj- ast. Að þessu sinni bar það hins vegar við að umboðsmaður minn var að sinna málum fyrir þekkta leikkonu í Suður-Frakklandi þann- ig að ég náði ekki sambandi við hann allan júnímánuð. Ég minntist á það við Kristin og Bjarna að um- boðsmaðurinn minn væri upptek- inn um þessar mundir en að hann myndi senda þeim starfssamning minn einhvern tíma á næstunni. Þeir sögðu mér að hafa ekki áhyggj- ur af þessu heldur einbeita mér að tökunum. Loksins kom svo samningurinn frá Frakklandi, eða tveimur dögum áður en tökum lauk. Hann kvað á um að ég skyldi fá tíu þúsund doll- ara fyrir sjálfan leikinn og að auki skyldi ég fá tvö prósent af hagnaði af myndinni. Bjarni og Kiddi gerðu eitthvað röfl út af samningnum í byrjun, töluðu eitthvað um hversu lítið batterí þeir hefðu á bak við sig og fannst þetta nokkuð há launa- krafa sem sett var fram. Ég sagði þeim að eiga ekki launamálin við mig heldur umboðsmanninn en fullvissaði þá um að hann tæki inn í reikninginn að um lítið fyrirtæki væri að ræða og að kröfurnar væru í samræmi við það. Mér fannst þetta engan veginn of há krafa og ég veit að hún hefði verið hærri ef þetta hefði verið viðameira fyrir- tæki. Ég tel að það sé framleiðend- um í hag að borga minna fyrir vinnu en láta í staðinn meira af hendi rakna ef hagnaður verður af myndum þeirra. Gengi myndin illa væri það mér í óhag og öfugt. Ég veit að Elva, sem lék annað aðal- hlutverkið á móti mér, fékk svipuð laun og ég. Ég veit það vegna þess að við ræddum þessi mál á meðan á tökum stóð en þá lagði hún hart að mér að ég passaði mig á að semja um launin eins fljótt og auðið yrði og að ég yrði að standa fastur á mínu. Ég fríaði mig hins vegar öll- um áhyggjum, enda voru framleið- endurnir óhemju vingjarnlegir í alla staði, allt þar til tökum lauk. Ég vil taka það fram að ég er ekki leikari til að græða peninga heldur hef ég yndi af því að leika og að starfa með fólki sem ég elska. Ég á mjög auðvelt með að elska fólk. Ef Gísli Snær hefði beðið mig um það, hefði ég gert þessa mynd án þess að þiggja laun, því mér finnst mjög gott að starfa með honum. Það er mér líldega nauðsynlegt að hafa umboðsmann því ella ætti ég erfitt með að sjá fýrir mér. I skjóli um- boðsmannsins get ég starfað með fólki án þess að vera alltaf að rukka það um peninga. Slíkt skapar slæmt andrúmsloft á vinnustað.“ Of þunnur til að skrifa undir samning „Vandamálin fóru ekki að kræla á sér fyrr en undir lok takanna. Kiddi og Bjarni sættu sig fljótlega við samninginn og þá bað ég Kidda um að undirrita hann og afhenda hann mér fljótt því nú væru aðeins tveir dagar eftir í tökum en daginn eftir ætlaði ég að halda til Parísar. Kiddi sagði mér að hafa engar áhyggjur og lofaði mér að skila samningnum daginn eftir. Ég hitti hann daginn eftir en þá kvartaði hann yfir því að hann væri svo upp- tekinn vegna lokahófsins sem halda átti næsta dag þegar tökum væri endanlega lokið. Ég gerði því ekkert röfl út afþessu. Svo rann lokahófið upp og þá ít- rekaði ég erindi mitt við Kidda enda hafði hann lofað mér samn- ingnum þá um kvöldið. Ég var orð- inn nokkuð órólegur á þessum tímapunkti og það voru farnar að renna á mig tvær grímur um heið- arleika þeirra framleiðenda. Nú lof- aði Kiddi mér að ég fengi samning- inn í hendurnar daginn eftir, þegar hann kæmi að sækja mig út á flug- völl því ég átti bókaðan rniða til Parísar þá. Lokahófið fór fram með miklum glans og daginn eftir var ég tilbúinn til brottfarar og beið eftir Kidda. Síminn hringdi, Kiddi var á línunni og sagðist því miður ekki geta keyrt mig út á völl þar serh hann væri mjög lasinn eftir partíið kvöldið áður. „Gísli Snær kemur bráðum og fer með þig út á völl,“ sagði hann. Ég bað hann að gjöra svo vel að láta mig fá samninginn undirritaðan. Kiddi sagði mér að hafa ekki áhyggjur, hann skyldi senda mér samninginn til Parísar fljótlega. Þarna var farið að fara um mig. Eg æsti mig, varð dónalegur og heimtaði samninginn strax, að öðrum kosti færi ég hvergi frá Is- landi. Skömmu síðar var Kiddi kominn til mín og hann undirritaði samninginn, en að því loknu tjáði hann mér að þeir gætu ekki borgað mér fyrr en í apríl á næsta ári. Ástæðan væri sú að engir peningar væru til fýrr en eftir að myndin yrði frumsýnd og þá væri vonandi að hún tæki að skila arði. Ég vissi að nokkrir leikaranna höfðu fengið borgað þá þegar, alla vega að mest- um hluta. Elva sagði mér til dæmis að hún hefði farið fram á launin sín til að geta greitt leigukostnað og annað því tengt og það fékk hún. Seinna frétti ég svo að ég væri sá eini sem ekki hafði fengið borgað. Þarna lét ég þó gott heita þar sem ég skildi að erfitt væri fyrir þá að borga áður en myndin færi að skila arði. Þegar ég kom til Parísar hafði ég samband við umboðsmanninn minn sem trylltist og sagði að ég ætti að fá borgað ekki seinna en á stundinni. Ég lenti þá í því hlut- verki að tala um fyrir honum og fór í vörn fýrir framleiðendurna. „- Þetta er félítið fyrirtæki nokkurra vina sem eru að reyna að gera mynd í sameiningu," sagði ég „við getum ekki komið fram við þá eins og um stórlaxa í kvikmyndaheim- inum sé að ræða. Ég fæ peningana í apríl.“ 1 apríl fór ég til Islands til að pró- mótera myndina og þegar ég hitti Kristin spurði ég hann eftir pening- unum, hvort mögulegt væri að fá þá nú. Mér leið eins og feimnu barni sem langar að biðja foreldra sína um ís; „please can I get my payment?" Kiddi sagðist vilja ræða þetta seinna þar sem nú væri hann önnum kafinn vegna frumsýning- arinnar. Ég skildi það því frumsýn- ingardagurinn var mér efstur í huga á þessum tíma. öll mín hugs- un snerist um það hvernig mynd- inni yrði tekið, ég var stressaður, sér í lagi vegna þess að ég hafði aldrei séð myndina fram að þessu. Frumsýningin gekk vel og dag- inn eftir kom Kiddi að tali við mig ókátur í bragði. Hann sagðist því miður ekki geta borgað mér strax því hann og Bjarni stæðu í veseni við bankann, það væru svo mörg vandamál óleyst hvað fjármálin varðaði. Hann lofaði mér þó pen- ingunum í lok apríl. Myndin virtist ætía að slá í gegn enda var hún sýnd fyrir fullu húsi hjá Sam-bíóunum fýrstu vikuna. Ég var í sjöunda himni og sagði Kidda að ég skyldi hafa biðlund. Síðan kom slysið.“ Keyrður niður á Laugaveg- inum Hvernig bar það að? „Ég var staddur á 22 við Lauga- veginn þar sem ég kom til að kasta kveðju á förðunarmeistarann í Stuttum frakka en hún var að vinna á barnum. Þetta var seint að kvöldi rétt fýrir páska og fjöldi fólks á ferð. Eftir að barnum lokaði safnaðist hópur fólks saman fyrir utan til að spjalla. Stúlka sem ég þekkti ekki kom að tali við mig og við stöndum aðeins úti á götu líkt og aðrir. Allt í einu kemur bíll aðvífandi og keyrir á okkur. Þetta gerðist allt svo ofur snöggt. Ég lenti með annan fótinn undir hjóli bílsins og eftir á sat ég á götunni og vissi ekki hvar ég var eða hvað ég hét. Fljótlega safnaðist fólk í kringum mig og tók að stumra yfir mér, einhverjir skelltu mér upp í bíl og keyrðu mig á sjúkrahús. Ég var ákaflega ringlað- ur en hafði þó aðallega hugann við það að tveimur dögum síðar átti ég að fljúga til New York ásamt frönskum leikhópi sem ætlaði að fara í tveggja mánaða leikferð um Bandaríkin. Aðalhlutverkið átti að vera í mínum höndum. Þetta var martröð og ég vildi vakna upp af henni. Ég rankaði við mér á spítal- anum þar sem gert var að sárum mínum til bráðabirgða en ég vildi komast heim í aðgerð. Ljóst var að fóturinn var brotinn og Ameríku- ferðin fýrir bí. Seinna komst ég að því að það hafði verið sextán ára próflaus drengur sem ók á mig. Daginn eftir keyrði Kiddi mig út á flugvöll og í stað þess að breyta miðanum þannig að ég kæmist beint til Frakklands lét hann mig fljúga í gegnum Luxemborg þar sem það var ódýrast. Ég lagði af stað með brotinn legg, hálfvankað- ur af morfíni til Luxemborgar þar sem ég þurfti að bíða einn og yfir- gefinn í fjóra tíma eftir tengiflugi til Parísar. Ég var Kidda ákaflega reið- ur fýrir að breyta ekki miðanum þannig að ég kæmist beint til París- ar enda engin leið að senda slasað- an mann einan síns liðs og hjálpar- vana í tengiflug. Þetta var fáranlegt afhonum. Ég fór beint á spítala þegar ég kom til Parísar. I tvo mánuði lá ég rúmfastur en í heila sex mánuði var ég óvinnufær enda á hækjum. Þetta var hræðilegur tími fýrir mig, virki- leg martröð. Ég lenti í miklum erf- iðleikum með leikhópinn sem ég átti að vinna fýrir í Bandaríkjunum þar sem ferðin þeirra var ónýt. Þau gátu ómögulega fundið annan að- alleikara með svo stuttum fyrirvara. Aðgerðin á fætinum heppnaðist ágætlega en læknarnir segja að langur tími rnuni líða þar til ég nái 30 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.