Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 6

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 6
Lítið íslenskt kvikmyndaævintýri gæti endað fyrir dómstólum. Aðalleikarinn og fleiri sem unnu að gerð Stutts frakka íhuga að sækja laun sín í gegnum dómstóla. Skuldaslóði þrátt fyrir mikla aosókn Frakkinn Jean Philippe Lab- adie, sem fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Stuttur frakki, íhug- ar nú máishöfðun á hendur fram- leiðendum myndarinnar vegna vangoldinna launa. I viðtali hér í blaðinu rekur hann ótrúlega þrautagöngu sína við að reyna að fá laun sín greidd. Fleiri aðstandend- ur myndarinnar eru í sömu hug- leiðingum og Labadie, þar sem þeir hafa enn ekki fengið laun greidd. Þeirra á meðal eru Rafn Rafnsson kvikmyndatökumaður, Eyþór Arnaids, sem sá um tónlist í mynd- inni og leikararnir Elva Ósk Ól- afsdóttir og Hjálmar Hjálmars- son. Tap á myndinni segja framleiðendurnir þrátt fyrir góða aðsókn Það var ekki fyrr en rúmu ári eft- ir að tökum myndarinnar lauk að Labadie fékk greiddan helming umsaminna launa og síðan hefur hann ekki séð krónu. Samkvæmt samningi á hann auk þess að fá tvö prósent af hagnaði. Framleiðend- urnir, Bjarni Þór Þórhallsson rekstrarstjóri Domino’s og Kristinn Þórðarson, halda því fram að tap hafi orðið á Stuttum frakka en á það má benda að þrjátíu og fimm þúsund manns sáu hana hér á landi og var hún í 6. sæti yfir mest sóttu kvikmyndir síðasta árs. Bjarni Þór hætti afskiptum af myndinni áður en hún var frumsýnd og síðan er hún í raun og veru á nafni Kristins, sem nú er búsettur í Los Angeles. Þar er hann að reyna að koma sér áfram í kvikmyndaiðnaðinum. Síðasta loforðið sem Labadie fékk frá þeim Bjarna Þór og Kristni var á þá leið að gert yrði upp við hann þegar myndin yrði seld er- lendis. Það hefur ekki tekist enn þá en Labadie sakar þá um að sinna ekki sölunni þrátt fyrir næg tæki- færi. Labadie er ekki sá eini sem á eftir að fá laun sín uppgerð og raunar gildir það um flesta aðra sem komu nálægt gerð myndarinnar. Leikstjórinn vill fá að sjá bókhaldið „Ég vann við Stuttan frakka í tvö ár og hef ekki fengið krónu fyrir þá vinnu,“ sagði Gísli Snær Erlings- son, leikstjóri Stutts frakka, í sam- tali við EINJAK. „En samningur- inn minn hljóðaði líka upp á það að ef endar næðu ekki saman fengi ég ekkert greitt. Þess vegna hef ég ekki kvartað. Aftur á móti leiðist mér að geta ekki fengið betri fréttir af gangi mála. Við, sem að myndinni stóðum, fengum bara einhverju sinni bréf frá Kristni þess efnis að ekki hefði náðst að borga reikningana fyrir henni og því væru engir peningar til að borga laun. Meðan við fáum ekki að sjá bókhaldið höfum við engar sannanir fyrir því. Ég heyrði utan af mér að búið væri að selja myndbandsréttinn og það hljóta að hafa kornið inn peningar fyrir því. En Kristinn er í Bandaríkjunum og síðan myndin var frumsýnd hefur Bjarni Þór bent á hann. Það er bara samningur sem þeir tveir hafa gert sín á milli. Það er óþægilegt að sá sem er á íslandi og titlar sig fram- leiðanda myndarinnar telji sig stikkfrían.“ Gísli Snær segist halda að leikur- um í litlum hlutverkum hafi verið greitt strax en öðrum ekki. „Þetta fólk réði sig á lágu kaupi, enda höfðum við það að leiðarljósi að hafa gaman af þessu samstarfi. Ég græddi það aðallega að öðlast reynsluna af því að gera kvikmynd í fullri lengd.“ Rafn Rafnsson segir að aðstand- endur myndarinnar séu að tala sig saman til að reyna að fá fjármálin á hreint. „Við ætlum að tala við end- urskoðanda áður en við förum með málið í lögfræðing. Ef Kristinn og Bjarni hafa alla reikninga á hreinu er málinu lokið en ef fjármálin eru í einhverju klúðri erum við tilbúin til að fara í lögfræðing. Við eigum að gera eitthvað í krafti fjöldans, í stað þess að vera reið hvert í okkar horni eins og hingað til.“@ Það hefur vakið nokkra athygli að um þessar mundir eru endursýndir þættir í gríð og erg í Ríkissjónvarpinu sem Bald- UR Hermannsson hefur gert. Upphaf endursýningarbyigjunnar var þegar útvarpsráð kom í veg fyrir að umdeildir þættir Baldurs, „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins" yrðu sýndir í þriðja skiptið á níu mánaða tíma- bili. Fyrirhugað var að hafa þá á sérstökum heiðursstað í dagskránni þar sem „íslenskt úrvals efni“ er endursýnt. En þótt þessir þættir fengjust ekki endur-endursýndir kom Hrafn Gunnlauqsson Baldri vini sínum samt í sjónvarpið. Strax þann 9. janúar þegar fyrsti þáttur af „Þjóð í hlekkjum hugar- farsins“ hefði farið í loftið ef út- varpsráð hefði ekki stoppað það, var í staðinn sýndur þátturinn Vatnsberinn sem Baldur Her- mannsson gerði um vatnsveitu í Reykjavík. Síðan hafa þrír aðrir þættir eftir Baldur verið endursýndir og núna um helgina eru tveir til við- bótar á dagskrá, einn á laugardag og annar á sunnudag... Tímaritið Núllið sem allir voru hættir að trúa að kæmi út er komið út. Upphaflegt mark- mið var að koma nýjasta tölublað- inu á markað fyrir jól en á ýmsu hefur gengið síðan og lítið er eftir af mannskap á ritstjórninni. Núllið er prentað í prentsmiðjunni Odda og þegar það var loks prentað gerði prentsmiðjan urmul af mistökum. Útlitshönnuðurinn Jökull Tóm- ASSON var svo ósáttur við útkom- una að Oddi varð að kyngja því að prenta blaðið allt upp á nýtt, á eigin kostnað... Nokkrir aðstandenda Stutts frakka F.v. Bjarni Þór Þórhallsson, Kristinn Þórhallsson, Karl Aspelund og Gísli Snær Erlingsson. Litla kvikmynda- ævintýrið sem allir ætluðu að hafa gaman af er nú komið út í leiðindi vegna vangoldinna launa. Eg sít uppi með skuldimar segir Kristinn Þórðarson, framleiðandi Stutts frakka Art Film er fyrirtækið sem fram- leiddi kvikmyndina Stuttur fralcki en eftir að Bjarni Þór Þórhallsson hætti störfum við gerð hennar er framleiðslan í raun á nafni Kristins Þórðarsonar. EINTAK náði tali af Kristni Þórðarsyni í Los Angeles þar sem hann er búsettur. Hvers vegna fœr Jean Philippe Lab- adie ekki greidd öll laun sín? „Það er ósköp einfalt. Við lent- um í smá fjárhagskröggum með myndina. En ég er statt og stöðugt að vinna að því að selja myndina erlendis og samkvæmt samkomu- lagi sem við náðum í fyrra á Jean Philippe að fá seinni hlutann greiddan þegar það tekst. Ég á símbréf sem sýna fram á það samkomulag okkar. Myndin hefúr ekki selst neins staðar enn þá og hún er þyngri í sölu en ég reiknaði með, sennilega vegna þess hve efni hennar er ís- lenskt." Þarf Jean Philippe Labadie að fara í mál við þig persónulega til að fá laun sín greidd þar sem framleiðslan er íþínu nafni? „Það kæmi mér mjög á óvart ef hann gerði það því þá væri hann að brjóta samning okkar. Maður brýt- ur ekki samninga sem maður gerir. En ef Jean Philippe velur að fara þá leið að höfða mál, þá verður hann að gera það gegn mér.“ Hvað klikkaði? „Það klikkaði í raun og veru ekki neitt nema aðsóknin. Til að mynd- in stæði undir sér þurftum við að fá 38-40 þúsund áhorfendur. Þær upplýsingar lágu fyrir, hálfu ári fyr- ir frumsýningu og flestir sem komu nálægt gerð hennar vissu það. Þetta er einfalt reikningsdæmi. Við feng- um 35 þúsund áhorfendur og hver miði gaf af sér til okkar fimm hundruð krónur sem þýðir að í kassann komu 17,5 milljónir.“ Hvað eru miklar skuldir ógreiddar enn vegna myndarinnnar? „Ég greiddi inn á allar skuldir í haust en við skuldum enn þá tölu- vert mikið, örugglega tvær milljón- ir. Sjálfur skulda ég persónulega eina milljón vegna myndarinnar og hef ekki getað greitt mér nein laun fyrir eins og hálfs árs vinnu. Við Bjarni höfum fengið mjög nei- kvæða umfjöllun eftir að í ljós kom að myndin gengi ekki upp fjárhags- lega. En ég vil benda á að allir sem voru í lykilhlutverkum við gerð myndarinnar — leikstjóri, hand- ritshöfundur, aðalleikari og ég sem framleiðandi — fengum þarna tækifæri til að gera okkar fyrstu mynd í fullri lengd. Það var ævin- týri, en ég sit uppi með skuldirn- ar.“0 6 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.