Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 16

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 16
Þrátt fyrir að íslenskir stjórnmálamenn hrópi stundum að kollegum sínum að réttast væri að þeir segðu af sér liggur þar ekk- ert að baki. Alla vega er það fáheyrt að íslenskur stjórnmálamaður segi af sér vegna misnotkunar á aðstöðu sinni eða mis- taka í starfi, né bera þeir á annan hátt ábyrgð á störfum sínum. Hér að neðan og á næstu síðum rifjum við upp nokkur hneykslismál nýliðinna ára, stór og smá, berum þau saman við sambærileg mál í Danmörku og í Bandaríkjunum og fáum fólk sem virkt er í starfi stjórnmálaflokka hér heima til að velta fyrir sér eðlilegum viðbrögðum við þessum málum. Siðblindir stjóm málamenn og ábyraðarlitlir Kay Bailey Hutchison varð ein skærasta vonarstjarna repúblikana þegar hún hreppti öldungardeild- arsætið sem Lloyd Bentsen skildi eftir autt í Texas þegar hann gerð- ist fjármálaráðherra. Hutchison var þó ekki lengi í paradís. Fáeinum dögum eftir kosningarnar í júní var hafin rannsókn á kosningabar- áttu hennar og í þessari viku hófust réttarhöld yfir þingmanninum, sem gefið var að sök að hafa mis- notað almannafé þegar hún var dómsmálaráðherra í Texas til að efla kosningasjóði sína, auk þess sem hún hafi haft opinbera starfs- menn á kaupi í kosningaslagnum og notað tölvur ríkisins sér til pól- itísks framdráttar. Einnig er hún sökuð um að hafa reynt að falsa skýrslur og skrár til að hylma yfir framferði sitt. Hutchison heidur fram sakleysi sínu og segir demó- krata í ríkinu vilja koma sér á kné. Hún á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og ekki víst að repúblikan- ar verði jafn glaðhlakkalegir þegar aftur verður kosið í sætið hennar Hutchison í nóvember, og eftir aukakosningarnar í fyrra. íslensk útgáfa sömu sögu Saga Kay Bailey Hutchison gæti verið saga íslensks stjórnmála- manns. Nema hvað sá þyrfti ekki að hylma yfir neitt, enn síður yrði hann kallaður íyrir dóm og það er fráleitt að hugsa sér að honum yrði stungið inn. Hins vegar eru þess mörg dæmi, að þeir íslenskir stjórnmálamenn sem á annað borð hafa haft aðstöðu til þess, nýti sér opinbera starfsmenn í kosninga- baráttu sína, láti ráðuneytið eða sveitarfélagið borga kosningabæk- linga sína og leggi í raun skrifstofur sínar undir kosningabaráttuna nokkrum vikum og mánuðum fyr- ir kosningar, skrifstofur sem ann- ars ættu að sinna verkefnum, þegnunum til hagsbóta. Flestir muna sjálfsagt blómlega útgáfu ráðherra Alþýðubandalags- ins fýrir síðustu þingkosningar. Ráðuneyti þeirra voru undirlögð í kosningabaráttunni þannig að það starfsfólk sem annað hvort baðst undan eða var ekki treyst til að taka þátt í kosningaundirbúningn- um varð hálf hornreka á göngun- um. En ástæða þess að flestir muna eftir Alþýðubandalagsráðherrun- um fyrir síðustu kosningar er ekki sú að þeir hafi gengið mikið lengra en áður hafði tíðkast. Áróðursbæk- lingar sjálfstæðismamna fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar, greiddir úr borgarsjóði, voru síst færri eða minna í þá lagt. Ástæða þess að við munum betur eftir Ól- afi Ragnari, Svavari og Stein- grími J. er sú að um tíma leit út fyrir að sjálfstæðismenn í nýskip- aðri ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar ætluðu að fletta ofan af mis- notkun Alþýðubandalagsráðherr- anna fýrrverandi. Þeir báðu ríkis- endurskoðun um skýrslu en fóru síðan næsta leynt með hana þegar hún kom út. Það var eins og þeir óttuðust að ef þeir færu að fletta ofan af Alþýðubandalaginu myndu þeir sjálfir standa eftir berstrípaðir. Og í raun allir þeir stjórnmála- flokkar sem á annað borð hafa haft tækifæri til að misnota almannafé til að halda sjálfum sér að völdum. Það er því í raun þegjandi sam- komulag milli íslenskra stjórn- málamanna að hafa ekki hátt um misnotkun andstæðinganna á al- mannafé. Svindlað á lögheimilum í Danmörku og á íslandi Tökum annað dæmi frá öðru landi. Ritt Bjerregaard sagði af sér sem dómsmálaráðherra Danmerk- ur þegar hún safnaði fjallháum hótelreikningum á ferð í París, en danskir ráðherrar fá ekki dagpen- inga heldur eingöngu kostnað greiddan. Síðar á ferlinum varð hún aftur að segja af sér, þá orðinn þingflokksformaður jafnaðar- manna. Hún var sökuð um að skara eld að sinni köku með því að þiggja þingfarakaup frá Öðinsvé- um þratt fýrir að hún héldi heimili í Kaupmannahöfn. Henni var stefnt fyrir þessar sakir en kæran var síðar dregin til baka þar sem sýnt þótti að Ritt yrði ekki sakfelld. Eftir þessa reynslu hafnaði Ritt því að verða ráðherra í núverandi ríkisstjórn en er talsmaður flokks síns í utanríkismálum. Aftur gæti þessi saga gerst hér, nema hvað Ritt hefði ekki þurft að segja af sér. I fyrsta lagi búa ís- lenskir ráðherrar við þau kjör á ferðalögum sínum að fá bæði dag- peninga og allan dvalarkostnað greiddan. Þeir þurfa því ekki að smyrja neinum varningi á hótel- reikninga sína heldur geta þeir keypt hann fýrir dagpeningana. Og þótt þeir myndu stinga dagpening- unum í vasann og létu skrifa ein- hvern varning á hótelreikninginn sinn, þá kæmi það hvergi fram. Af dýrum utanferðum ráðherra er líklega þekktust ferð Óla Þ. Guðbjartssonar, þá dómsmála- ráðherra, til Finnlands. I yfirliti yfir ferðir ráðherra það árið, var þessi ferð einna dýrust íslenskum skatt- borgurum þrátt fyrir að bæði væri stutt farið og stutt dvalið, eða í fimm daga. í seinna skiptið sem Ritt sagði af sér var það fýrir sakir sem engar þykja á íslandi. Þegar fréttir voru birtar af því að þeir Steingrímur J. Sigfússon og Jón Sæmundur Sig- urjónsson væru með lögheimili skráð heima hjá pabba og mömmu í landsbyggðarkjördæmum sínum, þrátt fyrir að þeirra eina heimili væri í Reykjavík, kipptu þeir sér ekki upp við það. Með þessu gervi- lögheimili tókst þeim að hækka launagreiðslur sínar frá Alþingi þar sem þingmenn búsettir úti á landi fá dvalarstyrk til að halda annað heimili í Reykjavík á meðan á þingi stendur. Þeir Steingrímur og Jón Sæmundur sögðu það heilagan rétt þingmanna að fá að hafa lögheimili í sínu kjördæmi og létu það hljóma sem aukaatriði að það hækkaði laun þeirra. Eftir sem áður afþakk- aði hvorugur dvalarstyrkinn. Danskir vindlar og ís- lenskt vín Fleiri dæmi frá Danmörku: Pia Gjellerup sagði af sér emb- ætti dómsmálaráðherra innan tveggja mánaða í því embætti síð- astliðið vor. Hún sat í stjórn félags- heimilis ungra jafnaðarmanna og taldist því bera ábyrgð á fjárhags- legri óreiðu. Þeir eru nokkrir íslensku stjórn- málamennirnir sem mættu segja af sér fyrir sömu sakir. Steingrímur Hermannsson, formaður Fram- sóknar, var til dæmis formaður tveggja síðustu útgáfufélaga Ttm- ans sem voru að einhverju leyti í eign framsóknarmanna. Af um- mælum stjórnarmanna sjálfra má helst ætla að ekki nokkur lifandi maður hafi haft minnstu hugmynd um stöðu þessara fýrirtækja og bendir það ekki til mikillar reiðu á fjármálunum. Sömu sögu er að segja af útgáfumálum hinna flokk- anna sem staðið hafa í dagblaða- rekstri. Sá rekstur allur hefur verið með endemum, og ef allir þeir þingmenn og ráðherrar sem setið hafa í stjórn þessara blaða ættu að segja af sér gætu þeir gengið fýlktu liði út úr þinghúsinu. Annað dæmi frá Danmörku: Arne Melchior, núverandi ferðamálaráðherra, sagði af sér embætti samgönguráðherra 1986 er honum var gefið að sök að greiða einkaneyslu, þar á meðal vindla, með peningum ráðuneytisins. Þegar Friðrik Sophusson var nýsestur í stól fjármálaráðherra bauð hann skólafélögum sínum í kokteil í tilefni af 20 ára stúdentsaf- mæli þeirra og hafa þar ábyggilega verið dýrari veigar á borðum en vindlar. Líkamslosti til viðbótar við fégræðgi og valdafíkn Dæmi af bandarískum stjórn- málamönnum sem hafa annað hvort misst embætti sín vegna hneykslismála eða ekki verið taldir hæfir til að gegna þeim eru mý- mörg. Á sama hátt í Danmörku býr græðgin að baki þessum hneykslis- málum; annað hvort fégræðgi eða valdafíkn. En líkamslostinn spilar stærri rullu í bandarískum stjórn- málum en dönskum. Flestir muna eftir að Gary Hart skoraði á fjölmiðla að standa sig að meintu framhjáhaldi með Donnu Rice. Hann stóðst sjálfur ekki mátið og læddist eina nótt heim til Donnu og var gripinn í útidyrun- um morguninn eftir, afljósmynd- ara Miami Herald. Þarna í dyra- gættinni dóu vonir Harts um for- setaembættið. Bob Packwood, fulltrúadeild- arþingmanni frá Oregon, er spáð falli í næstu kosningum eftir að hafa verið sakaður um sjúklega fjölþreifni og stendur nú yfir rann- sókn á framferði hans. Dómsvöld hafa krafist dagbóka hans, sem innihalda víst misjafnt um kauða. Þessi áhugi almennings á kynlífi stjórnmálamanna virðist fýrst og fremst bundinn við Bretland og Bandaríkin. Alla vega rís þessi áhugi ekki það hátt annars staðar að hann verði til þess að hrekja menn úr embætti. En þrátt fýrir að sögur af hneykslismálum sem tengjast kynferðismálum berist auð- veldar frá þessum löndum, er það ekki svo að stjórnmála- menn þar séu fýrst og fremst dæmdir eftir virkni sinni á því sviði. Jim Wright, leiðtogi demókrata á þingi, var gef- ið að sök að komast fram hjá reglum um að þing- menn mættu ekki þiggja fé fyrir fýrirlestra með því að pranga út bók með end- urprentunum á þurrum ræðum eftir sjálfan sig í mörg hundruð eintökum. Hann þrá- aðist við en varð samt að segja af sér þrátt fyrir að vera einn valdamesti mað- urinn í banda- rískum stjórn- málum. Wright á það sammerkt með Ritt Bjerregaard, þingflokksfor- manni jafnaðar- manna, og þeim Stein- grími J. og Jóni Sæ- mundi að sveigja reglur þingsins til að auka tekjur sinar. Það kost- aði bæði leið- toga bandarískra demókrata og þingflokksfor- mann jafnaðar- manna í Dan- mörku embættin En ekki þá Stein- grím og Jón. Á næstu síðum eru rifjuð upp nokk- ur mál úr nýliðinni íslenskri stjórnmála- sögu sem gæfu Dön- um og Bandaríkja- mönnum tilefni til að efast um hæfni stjórn- málamanna sinna. Og nokkrir einstaklingar sem eru virkir í stjórnmálastarf- inu velta fýrir sér eðlilegum við- brögðum við þessum málum.0 Gunnar Smári Egilsson með að- stoð Karls Blöndal, Árna Snæv- arr, Gerðar Kristnýjar, Jóns Kaldal og Lofts Atla Eiríkssonar. 16 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.