Eintak

Tölublað

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 8

Eintak - 10.02.1994, Blaðsíða 8
Leiðbeiningabæklingur með skattframtali hefur að geyma nauðsynlegar upplýsingar varðandi framtalsgerðina. Kynntu þér bæklinginn vel - og útfylling framtalsins verður auðveldari en þig grunar. Rétt útfyllt skattframtal tryggir þér rétta skattlagningu. Eyðublöð liggja frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra, og í Reykjavík í bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum. Þá er minnt á mikilvægi þess að varðveita launaseðla. Ef þörf krefur eru þeir sönnun fyrir því að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi og mundu að taka afrit af framtalinu áður en því er skilað. Skilaðu tímanlega og forðastu álag! RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur skattframtal s rennur út 10. febrúar íbúar Reykjavíkur verjast innbrotsþjótum með dýrum þjófavamarkerfum Þjófamir stefna í stofumar öryggisþjónustan Vari sendi völdum hópi fólks, sem býr í einbýlis- og raðhúsum í Reykja- vík, bréf fyrir jólin þar sem þeim er boðið að gerast eins konar áskrifendur að þjófavarn- arkerfum. Húseigendur geta þá hvort heldur sem er keypt eða fengið lánað öryggiskerfi og tengst stjórnstöð Vara gegn mánaðarlegum greiðslum. „Við höfum fengið mjög góða svörun frá húseigendum og þeir eru farnir að nálgast hundraðið sem hafa látið okkur setja upp þjófavarnarkerfi hjá sér,“ segir Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Vara. Hvernig kerfi eru þetta? „Þetta eru þráðlausar stjórn- stöðvar sem skynjarar eru tengdir við. Algengast er að við setjum skynjara í úti- og svala- dyr, hreyfiskynjara í stofur, reyk- og vatnsskynjara, auk neyðarhnapps í fjarstýringu. Stöðvarnar í húsunum eru svo tengdar aðalstjórnstöðinni hjá okkur.“ Hvnð kostar að setja upp svona kerfi? „Algengir reikningar fyrir uppsetningu hljóða upp á níu- tíu þúsund krónur. Auk þess greiðir fólk fimm þúsund krón- ur á mánuði." Er ástœðan fyrir því aðfólkfœr sér svona kerfi að það hefur verið brotist inn hjá því? „Það er nú sjaldnast, frekar að brotist hafi verið inn hjá ná- grönnum og ættingjum. Þjóf- arnir eru farnir að sækja meira á heimilin eftir að algengara varð að fyrirtæki fengju sér þjófa- varnarkerfi. Þeir eru orðnir bí- ræfnari en áður og stefna í stof- urnar þar sem þeir taka það verðmætasta; sjónvörp, hljóm- flutningstæki og fleira. En ástæðurnar fyrir því að fólk fær sér þjófavarnarkerfi geta líka verið allt frá því að fólk á dýr- mæta og óbætanlega ættargripi til þess að það vilji ekki hleypa börnum sínum inn í hús sín þegar það er í orlofi."© Maður er hræddur segir Bjami Bjamason Hvers vegna fenguð þið ykkur þjójvarnarkerfi á heimilið? „Einfaldlega öryggisins vegna. Það er orðið svo mikið um innbrot i Reykjavík og við töldum okkur þurfa á þessu að halda. Á heimilinu eru verð- mætir og gamlir munir þannig að við viljum vernda heimili okkar. Svo erum við bara tvö í heimili og erum komin af létt- asta skeiði og maður er einfald- lega hræddur. Okkur fannst því bráðnauðsynlegt að kaupa þessa þjónustu þótt hún kosti sitt.“ Sefurðu betur núna? „Við erum miklu öruggari. En það er ekki bara brotist inn á nóttunni. Það er eins og þjóf- arnir vakti hús og láti til skarar skríða þegar enginn er heima, hvenær sólarhringsins sem það er. Kveikjan að því að við feng- um okkur þjófavarnarkerfi var einmitt sú að þegar við förum í sumarfrí þá stendur húsið autt.“ Hefur reynt á kerfið? „Ekki nema af okkar völdum. Við gerum stundum feila og þá bregðast þeir skjótt við hjá Vara. Það segir okkur að kerfið virkar vel.“© Softim betur segirAlmar Grímsson Hvers vegna fenguð þið ykkur þjófavarnarkerfi á heimilið? „Til að tryggja með sem bestu móti að það verði ekki brotist inn hjá okkur. Hvatinn að þessu er kannski þríþættur. Það var búið að vera innbrotafaraldur í Hafnarfirði og Garðabæ. Þá stendur heimilið oft autt vegna þess að við erum ekki nema tvö í heimili. Svo var brotist inn hjá okkur í Danmörku fyrir um áratug en þar var ábyggilega fíkniefnaneytandi á ferð. Það er staðreynd að vaxandi fíkniefna- neysla hér á landi elur af sér fleiri innbrot eins og annars staðar.“ Sefurðu betur núna? „Já, já, ég geri það. Konan mín er líka oft ein heima og hún sefur þá ábyggilega betur.“ Hefur reynt á kerfið? „Nei, en okkur finnst báðum að það veiti mikið öryggi. Okk- ur þykir vænt um heimilið og reynum að gera innbrotsþjófúm erfiðara fyrir. Fólk ætti að íhuga þennan kost. Það kostar pen- inga en tryggingarfélagið er að skoða hvort ekki eigi að lækka iðgjaldið hjá okkur vegna kerfis- ins.“© OMISSANDI A ÞORRANUM! Bragðmikil og þjóðleg iSLENSK MATVÆLI 8 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.