Eintak

Eksemplar

Eintak - 17.03.1994, Side 5

Eintak - 17.03.1994, Side 5
Q íslenskt Extrablað Q Lögregluþjónn situr heima á fullum launum Q Kokkur forsetans faxar uppskriftir á Bessastaði Undir lok mánaðarins lítur dagsins Ijós nýtt blað sem útvarpsstöðin X-ið og hljómplötuverslunin Hljóma- lind ætla að gefa út í samein- ingu. Blaðinu hefur verið gefið nafnið Extrablaðið og á það að koma út á tveggja mánaða fresti. Verður efni þess dægur- mál í víðustu merkingu orðsins. Mesta áherslan verður þó lögð á efni sem tengist tónlist og er stefnt að því að ein íslensk hljómsveit verði kynnt sérstak- lega í hverju blaði, einnig verður rætt við dag- skrárgerðar- menn, plötur dæmdar og fleira í þeim dúr. Eiður Snorri og Einar Snorri sjá um útlits- hönnunina og munu þeir að sjálfsögðu mynda eitthvað í blaðið líka. Þetta mun vera nokkuð vegleg útgáfa en blað- ið verður með ferningslagi, níu tommur á kant og til helminga í lit. Extrablaðið verður ókeypis en áhugasamir lesendur munu þurfa að bera sig eftir því... Guðmundur Jónsson, yfir- lögregluþjónn í Kópa- vogi, hefursetið heima hjá sér á fullum launum frá því síðastliðið haust eða síðan hann hætti að leysa af í starfi yfirlögregluþjóns á Siglufirði um sumarið. Ástæðan er sú að ákveðnir yfirmenn hafa hótað því að ganga út ef hann kemur aftur til starfa. Dómsmálaráðu- neytið beygir sig undir það og ákvað að Guðmundur sæti heima á fullum launum þangað til ákveðið hefði verið um fram- tíð hans. Ekki bólar enn á þeirri ákvörðun. Þess má geta að í kjarasamningi yfirlögregluþjóna eru ákvæði um 80 aukavinnu- tíma á mánuði sem þeir fá greidda án tillits til þess hvort sú vinna er unnin eður ei... Hilmar B. Jónsson, mat- reiðslumeistari forseta íslands og fyrrum ritstjóri Gestgjafans, er nú á sjö vikna ferðalagi um Bandaríkin á veg- um lcelandic Seafood Corpor- ation. Hann heldur námskeið til að kenna matreiðslumönnum að elda íslenskan fisk og hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þessa dagana er Hilmar á Bost- on Seafood kaupstefnunni sem er stærsta sýning á sjávarafurð- um í Bandaríkjunum. Á meðan sér eiginkona hans, Elín Káradóttir, um pottana á Bessastöðum og nýtur til þess fulltingis kokkanna af veitinga- staðnum Óðinsvéum. Þegar mikið liggur við hjá VigdIsi faxar Hilmar uppskriftir að ýmsu góð- gæti yfir hafið... Heimsending á fs Keyptu 15 pizzuog 1 fáðu flrfan llftra af súkkulaði eða vanillu rj öma fs Dominos Pizza kynnir nýjung á fslandi □ V) ö Z< S N O N Q 0. HÖNNUN: PRENTMET HF.

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.