Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT UM hörmungarnar í Asíu og afstöðu trúaðs fólks til þeirra hefur verið fjallað í mörgum fjölmiðlum, meðal annars í BBC. Hér fara á eftir hugleiðingar hindúa, kristins manns, múslíma og eins trúleysingja um þær: Rani Moorthy, hindúi „Við lifum öld eyðileggingarinnar, Kali Yuga, sem getur kannski varað í 1.000 ár. Hvert áfallið öðru meira mun dynja yfir en það er hluti af endurfæðingunni. Örlög einstaklingsins eru ekki þungamiðjan í hindúisma eins og í öðrum trúarbrögðum, heldur, að hinni endalausu endurtekningu, fæðingu og dauða, muni að lokum ljúka og við sameinast guðdómnum. Ég trúi, að ég sé tengdur öllum öðrum mönnum og þótt ég harmi örlög þeirra, sem fórust, þá er hjarta mitt ekki fullt af sorg vegna þess, að þeir voru hluti af mér og guðdómnum. Paul Chitnis, kristinn Á þessari þrætugjörnu öld erum við alltaf að leita að einhverjum blóraböggli og finnist hann ekki, þá kennum við guði um. Í þessum heimi er mikið óréttlæti en ég trúi því ekki, að guð sé þarna uppi og kippi meinfýsislega í spottana. Jesús sagði, að það, sem við gerðum öðrum, það gerðum við honum og þegar við bregðumst öðrum, þá bregðumst við honum. Sem betur fer höfum við brugðist vel við í þessum hörmungum og þar hafa kristnar kirkjur verið í fararbroddi. Lama Ole Nydahl, búddisti Við deyjum öll, sum fyrr, sum síðar. Sumir eiga langt líf fyrir höndum, aðrir stutt. Það er okkar „karma“. Það kann að hafa ýtt undir hamfarirnar, að þarna var margt fólk með stutt karma samankomið og endurspeglar kannski að hluta, að svæðin voru ofsetin af fólki. Við trú- um því, að þeir, sem fórust, eigi þess kost að endurfæð- ast til að hjálpa öðrum. Iqbal Sacranie, múslími Við trúum því, að þetta hafi verið vilji guðs en okkur er ekki gefið að skilja hvers vegna. Allah veit best. Öll deyjum við en hamfarirnar eiga að kenna okkur að láta gott af okkur leiða. Hanne Stinson, trúleysingi Við getum ekki leitað skýringa á náttúruhamförum í trúarbrögðunum og trú á guð hlífir okkur ekki á slíkum stundum. Vísindin eiga sín svör en sem manneskjur eig- um við gera allt til að hjálpa öðrum og reyna að búa okk- ur undir og koma í veg fyrir hörmungar af þessu tagi. Hugleiðingar hinna trúuðu SÆNSKA lögreglan segist ekki lengur telja að Kristian Walker, tólf ára sænskum dreng, hafi ver- ið rænt af sjúkrahúsi á Taílandi daginn eftir nátt- úruhamfarirnar 26. desember sl. Hefur heilbrigð- isráðuneytið taílenska tekið af öll tvímæli um að Kristian hafi aldrei verið lagður á sjúkrahús í land- inu. „Það hefur átt sér stað alvarlegur misskiln- ingur og það er ykkur að kenna,“ sagði afi drengs- ins, Daniel Walker eldri, við fjölmiðlafólk á fréttamannafundi í Phuket í gær. Mál Kristians hefur vakið mikla athygli á Vest- urlöndum en greint hafði verið frá því að evrópsk- ur maður með yfirskegg hefði sótt hann á sjúkra- hús í Taílandi daginn eftir hamfarirnar. Vaknaði grunur um að Kristian hefði verið rænt af glæpa- gengi sem stundaði mansal. Nú þykir hins vegar ljóst að um misskilning var að ræða. Þýskur maður sem býr í Taílandi, Steph- an Kayser, hefur gefið sig fram en hann hafði að- stoðað annað sænskt barn við að finna móður sína í kjölfar hamfaranna. Svipaði þeim dreng lítillega til Kristians. Virðist sem tungumálaörðugleikar hafi valdið því að Dan Walker, faðir Kristians, misskildi lækna á sjúkrahúsinu, lögregla segir þá hafa sagt honum að þeir hefðu séð barn sem líktist Kristian; en ekki að um Kristian hefði verið að ræða. Afi Kristians, Daniel Walker eldri, sakaði fjöl- miðla um að hafa farið offari í málinu. Ljóst væri nú að Kristians væri „aðeins saknað“. Hann kvaðst þó ekki hafa gefið upp alla von um að Kristian myndi finnast á lífi. „Ég held í vonina allt til enda,“ sagði hann. Skrá öll munaðarlaus börn Ýmis mannréttindasamtök vöruðu í gær við því að Vesturlandabúar rykju til og byrjuðu að ætt- leiða börn frá S-Asíu sem nú eru munaðarlaus eftir flóðbylgjuna miklu á öðrum degi jóla sem kostaði tugþúsundir manna lífið. Vilja þau frekar að fólk styrki börn á hamfarasvæðunum með því að gefa í peningasafnanir hjálparstofnana. Shima Islam, talsmaður Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna (UNICEF) í Bretlandi sagðist hafa fengið margar fyrirspurnir um það hvernig fara ætti að því að ættleiða munaðarlaus börn frá ham- farasvæðunum. Hún segir hins vegar best fyrir þessi börn að dvelja áfram í því samfélagi sem þau þekkja „vegna þess að þar þekkir fólk best þarfir þeirra, þar eiga þau sína vini, sín ættmenni sem geta tekið þau upp á sína arma“. Sagði Islam að börnin þyrftu stöðugleika, reyna þyrfti að skapa aðstæður þannig að líf þeirra tæki sem fyrst á sig „eðlilega“ mynd, gera þyrfti þeim kleift að fara aft- ur í skóla og svo framvegis. UNICEF hefur þó miklar áhyggjur af því að munaðarlaus börn á hamfarasvæðunum kunni að verða auðveld bráð glæpasamtaka. Hafa samtökin nú sett á laggirnar áætlun í Aceh-héraði í Indóne- síu, þar sem menn sem stunda mansal eru taldir vera á ferð, sem felur í sér að öll börn verði skráð sem nú eru munaðarlaus eða hafa orðið viðskila við foreldra sína. Yfirvöld í Taílandi leggja einnig mikla áherslu á að munaðarlausum börnum verði veitt tafarlaus aðstoð, leita þurfi uppi ættingja þeirra til að kanna hvort hægt sé að koma þeim í hendur vanda- manna. Var aldrei lagður inn á sjúkrahús Lögregla telur ekki lengur að sænska drengnum Kristian Walker hafi verið rænt Bangkok, Phuket, London. AFP, AP. ALLAH sjálfur veitti Rizal Shahputra styrk til að lifa af hörmungarnar í S-Asíu en Shahputra fannst á mánudag og hafði hann þá rekið um hafið í alls átta daga á tré sem rifnaði upp með rótum þegar flóðbylgja gekk yfir Aceh-hérað í Indónesíu. Rizal var bjargað um borð í skipið Durban Bridge á mánudagskvöld en það kom til hafnar í Kuala Lumpur í Malasíu í gær. Hann var að vinna að viðgerðum á mosku í litlu þorpi á Aceh þegar flóðbylgjan gekk yfir. Rizal sagðist hafa þurft að horfa á hvernig flóðbylgjan hrifsaði til sín marga vini hans og ættingja. Hann náði hins vegar að hanga á greinum trésins sem næstu dagana rak síðan um Indlandshaf. „Ég borðaði ekki neitt. Ég fór með bænirnar mínar til að þola hungrið,“ sagði hann. Rizal sagði að tveimur dögum áður en honum var bjargað hefði maður, sem hangið hafði á trénu með honum, horfið í hafið án þess að hann gæti nokkuð gert. AP Á reki um hafið í átta daga COLIN Powell, fráfarandi ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, heimsótti Banda Aceh í Aceh-héraði í Indónesíu í gær en þar ollu hamfarirnar hvað mestum hörmungum, enda Aceh næst upptökum jarð- skjálftans sem olli flóðbylgjun- um. „Á ferli mínum hef ég tekið þátt í stríðsátökum og ég hef upplifað nokkra fellibylji og fylgst með annars konar hjálp- arstarfi, ég hef hins vegar aldr- ei séð neitt í líkingu við þetta,“ sagði Powell eftir að hann hafði skoðað aðstæður í Aceh. Powell var í gærkvöldi kom- inn til Jakarta í Indónesíu en þar sækir hann ráðstefnu um hamfarirnar í dag. Reuters Hefur aldrei séð annað eins FRAMMI fyrir miklum hörm- ungum finna menn gjarnan til vanmáttar síns og fara þá stund- um að efast um tilvist æðri mátt- arvalda, að minnsta kosti um ein- hverja guðlega forsjón. Á það ekki síst við nú eftir hamfarirnar í Suður-Asíu og klerkar og kennimenn flestra trúarbragða, leikir sem lærðir, spyrja sig þessarar spurningar: „Hvernig gat guð látið þetta gerast?“ Skjálftinn mikli og flóðbylgj- urnar, sem hann olli, gerðu eng- an mannamun. Á Sri Lanka og annars staðar sópuðust þorpin út í sjó hvort sem þau voru byggð búddistum, hindúum eða músl- ímum og ekki urðu kristnir menn eða gyðingar meiri náðar aðnjót- andi þegar ógæfan dundi yfir. „Það var eins og guð hefði hellt úr skálum reiði sinnar yfir mannfólkið,“ sagði múslíminn Haji Ali í Aceh-héraði á Súmötru daginn eftir að flóðaldan þurrk- aði bæinn hans burt. Hamfarirnar í síðustu viku hafa vakið upp umræðu, sem geisaði í Evrópu eftir jarðskjálft- ann mikla í Lissabon 1755. Hann varð til þess, að ýmsir kunnir upplýsingarmenn, til dæmis Vol- taire, fóru að efast um tilvist guðs, sem leyfði slíkum ógn- aratburðum að gerast. Þá var spurt hvers vegna íbúar Lissa- bonar hefðu átt þessa bölvun skilið og nú er spurt: Hvers vegna Asía? „Allah fer sína eigin vegu,“ sagði K.H. Maaruf, formaður æðstaráðs múslíma í Indónesíu, og bætti við, að dauðlegir menn gætu ekki skilið óendanlega visku hans. „Sannur trúmaður á að skilja, að örlög hans og ann- arra eru í höndum Allah. Ef ást- vinir hans farast í nátt- úruhamförum en hann kemst af, þá er það vilji Allah,“ sagði hann. Þeir, sem lifðu hamfarirnar af, þakka nú guði fyrir lífgjöfina og öll „kraftaverkin“. Múslímar í Aceh þakka það til dæmis Allah, að sumar moskur hrundu ekki til grunna fremur en að rekja það til traustleika bygginganna og kaþ- ólskt fólk í Matara á S-Sri Lanka fagnar endurheimt kraftaverka- styttu, sem hvarf í fyrstu flóð- bylgjunni. Trúir það því, að hún hafi bægt sjónum frá þannig að 10 til 15 mínútur liðu á milli fyrstu og annarrar flóðöldunnar. „Fólk segir, að hamfarirnar sýni reiði guðs en svo er ekki,“ sagði Madambakkam Sreenivasa Bhattacharyar, æðstiprestur í hindúahofinu Tirupati Tirumala í Tamil Nadu á Suður-Indlandi. „Hér var um að ræða nátt- úrufyrirbrigði, sem kom til vegna mistaka eða synda mann- anna í lofti, á láði og á sjó. Kenn- ingin segir, að náttúruöflin breyti um stefnu vegna þessara yfirsjóna. Hamfarirnar eru ein- mitt til vitnis um tilvist æðri máttarvalda og það kemur trúnni ekki við þótt þær bitni jafnt á réttlátum sem ranglát- um,“ sagði Bhattacharyar. Búddistar trúa ekki á hand- leiðslu eins guðs en líta samt á hamfarirnar sem refsingu fyrir syndir mannanna. „Við höfum eyðilagt náttúr- una, verið sjálfselsk og gráðug, aðeins hugsað um eigin hag og búin að gleyma, að við erum eitt með náttúrunni,“ sagði búddíski fræðimaðurinn Sulak Sivaraksa. Jóhannes Páll páfi II sagði þúsundum manna á Péturstorg- inu á sunnudag, að guð hefði ekki yfirgefið mennina. Sagði hann, að hörmungarnar væru „mikil og erfið prófraun“. Erkibiskupinn af Kantaraborg tók undir það en aðrir trúarleiðtogar, einkum kristinna manna og gyðinga, vísa því á bug, að hamfarirnar séu til marks um reiði guðs. AP Búddisti biðst fyrir á bænastund margra trúarbragða á Indlandi. Í baksýn eru kristnar nunnur. „Hvernig gat guð látið þetta gerast?“ Hamfarirnar í Asíu hafa vakið spurningar um guðlega forsjón og jafnvel um tilvist æðri máttarvalda. Sumir líta á hörmungarnar sem refsingu fyrir syndir mannanna. Hong Kong. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.