Morgunblaðið - 06.01.2005, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
D
rög að dagskrá Vetrarhátíðar í
Reykjavík liggja nú fyrir, en
hátíðin verður haldin í borginni
dagana 17.–20. febrúar næst-
komandi. Verður upphafsatriði
hátíðarinnar að þessu sinni haldið á Skóla-
vörðuholtinu, en í fyrra var opnunaratriði
hennar haldið á Miðbakka Reykjavík-
urhafnar og árið 2003 við Tjörnina. Það er
fjöllistahópurinn Norðan bál sem fram-
kvæmir upphafsatriðið í ár, sem eru eins
konar ljósatónleikar þar sem tvinnað er
saman tónlistarflutningi og ljósasýningu.
Hallgrímskirkja verður þar í aðalhlutverki,
þar sem leikið er á orgelið, sem tengt er við
hljóðkerfi og tónlistinni þannig varpað út úr
kirkjunni. Þá mun ljósasýningin fara fram
utan á framhlið kirkjunnar og í gluggum
hennar, auk fjölmargra annarra atriða sem
tengjast ljósum og myrkri.
Að sögn Sifjar Gunnarsdóttur, verk-
efnastjóra Vetrarhátíðar hjá Höfuðborg-
arstofu, lítur hátíðin í ár glæsilega út. „Það
er meira af stórum viðburðum en und-
anfarin ár. Formið er eins – við byrjum á
skemmtilegum útiviðburði fyrir augu og
eyru, líkt og áður, og höldum svo áfram með
viðburði innanhúss,“ segir hún. Einn af þeim
er hagyrðingakvöld í Nasa, en meðal þeirra
hagyrðinga sem fram koma þar eru Ómar
Ragnarsson, Þórarinn Eldjárn, Hákon Að-
alsteinsson og Ólína Þorvarðardóttir. Á
fimmtudagskvöldinu verður ennfremur opn-
uð sýning í Tjarnarsal Ráðhússins, sem á
rætur að rekja til Vesturfarasetursins á
Hofsósi. „Sýningin gefur bæði mynd af þró-
un setursins sjálfs, með brotum úr þeim
sýningum sem þeir hafa sett upp á und-
anförnum árum, en síðan verður þar líka
metnaðarfull dagskrá alla daga, meðal ann-
ars með þátttöku leikara í sýningu Borg-
arleikhússins, Híbýli vindanna,“ segir Sif.
Safnanótt
Stærsti viðburður föstudags hátíðarinnar
er Safnanótt, sem nú verður haldin í fyrsta
sinn í Reykjavík. Þá munu söfn um alla borg
hafa opið til miðnættis og aðgangur verður
ókeypis, auk þess sem boðið verður upp á
ýmsar óvenjulegar uppákomur. Meðal safna
sem taka þátt eru Listasafn Reykjavíkur,
Listasafn Íslands, Borgarbókasafn, Ljós-
myndasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið, Safn,
Listasafn ASÍ, Árbæjarsafn, Þjóðminjasafn,
Þjóðmenningarhúsið, Menningarmiðstöðin
Gerðuberg og Rafheimar. „Ég upplifði sjálf
svona Safnanótt í Berlín í sumar, þar sem
hún var haldin í 16. sinn,“ segir Sif. „Það
var mjög skemmtilegt og mig langaði strax
að halda slíka nótt í Reykjavík. Það hentar
mjög vel að hún eigi sér stað á Vetrarhátíð,
þar sem þessi árstími er svo vel til þess fall-
inn að heimsækja söfn. Ég hef grun um að
þetta verði mjög skemmtilegt.“
Undanfarin ár hefur verið boðið upp á
einn erlendan viðburð á Vetrarhátíð, og í ár
er það bresk-indverska hljómsveitin DCS
sem sækir hátíðina heim með tónleikum í
Nasa á föstudagskvöld. Hljómsveitin leikur
óvenjulega tónlist, byggða á hinni gömlu
Bhangra-tónlistarhefð, sem varð til sem
hluti af uppskeruhátíðum í Punjab-héraðinu
á Indlandi fyrir nær 200 árum. Hljómsveitin
er skipuð níu breskum hljóðfæraleikurum
sem allir eiga indverska foreldra. Þeir leika
indverska gleðitónlist á blöndu af hefð-
bundnum indverskum ásláttar- og strengja-
hljóðfærum og nýrri vestrænum hljóðfærum
á borð við rafmagnsgítara og plötusnúð-
agræjur. „Ég hef sjálf verið svo heppin að
sjá þessa hljómsveit á sviði, og hún hefur
mjög líflega sviðsframkomu. Það var ekki
þurr þráður á fólki eftir tónleikana, það var
búið að dansa svo mikið,“ segir Sif.
Barði og Sinfónían
Laugardagurinn 19. janúar verður við-
burðaríkur í Reykjavíkurborg. Þá stendur
Alþjóðahúsið fyrir svokallaðri Þjóðahátíð í
Perlunni, en hátíð með svipuðu sniði var
haldin á Vetrarhátíð í fyrra við góðar und-
irtektir. Verður þar boðið upp á kynningar á
mat og menningu fyrir alla fjölskylduna, af
ólíku tagi, og í kjallaranum verða sýndar
kvikmyndir, sem fjalla um ýmis fjölþjóðleg
málefni. Sama dag mun Listvinafélag Hall-
grímskirkju bjóða upp á óvenjulega tónleika
til að kynna yngstu kynslóðinni hið stóra
Klais-orgel kirkjunnar. Sænski organistinn
Mattias Wager mun leika skemmtilega um-
ritun á Pétri og úlfinum eftir Prokofiev á
orgelið og hinn góðkunni leikari Örn Árna-
son les ævintýrið.
Síðdegis á laugardeginum mun Sinfón-
íuhljómsveit Íslands flytja tónlist Barða Jó-
hannssonar sem samin er við þöglu svart-
hvítu kvikmyndina Häxan eftir sænska leik-
stjórann Benjamin Christensen frá árinu
1922. Tónverkið var frumflutt í París í júní á
síðasta ári af Barða sjálfum og tveimur
fiðluleikurum. Það er finnski hljómsveit-
arstjórinn Esa Heikkilä sem mun stjórna
verkinu. „Við erum mjög þakklát Sinfón-
íuhljómsveitinni fyrir að opna dyr sínar fyrir
okkur með þessum hætti, og eins styrkt-
araðilum tónleikanna, Kvikmyndamiðstöð Ís-
lands og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,“
segir Sif, en ókeypis verður inn á tónleikana
eins og flesta viðburði á Vetrarhátíð.
Að mati kvikmyndafræðinga er Häxan
merkileg kvikmynd, þar sem blandað er
saman fróðleik um galdranornir og djöfulinn
sjálfan og leiknum atriðum um sama efni, og
er hún talin hafa haft heilmikil áhrif á seinni
tíma kvikmyndagerðarmenn, einkum þá sem
vinna innan hryllingsmynda. „Þetta er í
raun sýn vel upplýsts menntamanns árið
1920 á miðaldir og kreddutrú miðaldamanna
á djöfla og galdra, og þar af leiðandi galdra-
ofsóknir. Þannig er maður að fá tvöfalda
sögu í raun,“ segir Sif og bætir við að kvik-
myndin hafi eflaust þótt mjög óhugnanleg á
þriðja áratug síðustu aldar, þó ekki sé víst
að hún hrelli eins marga nú í upphafi 21.
aldarinnar. „En manni bregður nú stund-
um.“
Sett hefur verið saman dagskrá í sam-
starfi við Háskóla Íslands í tengslum við
sýningu kvikmyndarinnar. Áður en myndin
hefst heldur Guðni Elísson bókmennta- og
kvikmyndafræðingur stutt kynningarerindi
um myndina, en að henni lokinni geta
áhugasamir gestir fært sig úr stóra sal Há-
skólabíós í minni sal þar sem við tekur mál-
þing um nornir, galdra og djöflatrú af
nokkrum af helstu fræðimönnum Háskólans.
Heimsdagur barnanna
Á lokadegi hátíðarinnar, sunnudegi, er
meðal annars ráðgert að halda Heimsdag
barnanna í Hlíðaskóla, þar sem börnum er
boðið að kynnast heiminum með því að prófa
óvenjuleg hljóðfæri, læra framandi dans-
spor, mála, leika og njóta handleiðslu lista-
manna. „Okkur hefur þótt mikil fjöður í hatt
hátíðarinnar að bjóða upp á eitthvað veru-
lega skemmtilegt og fræðandi fyrir börn.
Þessi heimsdagur barnanna verður þannig
að börn geta kynnt sér ýmsar listgreinar,
sem allar verða með fjölþjóðlegri tengingu.
Alþjóðahúsið og Kramhúsið eru í samstarfi
við okkur og Spron hefur styrkt þessa uppá-
komu dyggilega,“ segir Sif.
Hún segir hátíðina augljóslega ætlaða
allri fjölskyldunni, þar sem nánast allar
menningarstofnanir Reykjavíkurborgar taki
þátt. „Þær ljúka upp sínum dyrum fyrir
borgarbúum, til þess að við getum upplifað
eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt, segir
hún. „Þetta er svolítil kraftaverkahátíð. Það
er verið að bjóða upp á þessa menning-
arhátíð í fjóra daga, án þess að það þurfi að
taka í budduna. Markmiðið er fyrst og
fremst að minna borgarbúa á hið gríðarlega
öfluga menningarlíf sem hér fyrirfinnst og
lyfta fólki dálítið upp og af stað á þessum
tíma þegar jólin eru afstaðin og vorið hand-
an við hornið.“
Menningarhátíðir | Margt um að vera á Vetrarhátíð sem verður haldin í Reykjavík dagana 17.–20. febrúar
Morgunblaðið/ÓmarHallgrímskirkja spilar stóra rullu í opnunarviðburði Vetrarhátíðar í Reykjavík.
Krafta-
verkahá-
tíð fyrir
alla fjöl-
skylduna
Morgunblaðið/Ómar
Árbæjarsafn er eitt þeirra safna sem opna dyr sínar fyrir borgarbúum á Safnanótt.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja verk
eftir Barða Jóhannsson á Vetrarhátíð í
Reykjavík, sem samið er við svart-hvítu kvik-
myndina Häxan eftir Benjamin Christensen.
ingamaria@mbl.is
www.vetrarhatid.is
Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is
BIC Atlantis penni
Verð 90 kr/stk
BIC M10 penni
Verð 1.680 kr/pk
með 50 stk
PILOT SUPER GRIP
Verð 75 kt/stk
Geisladiskar í 10-25-50 og 100 stk einingum
Gatapokar
100 stk í pakka 486 kr/pk
Vasar fyrir geisladiska.
Passar í möppur. 10 stk. í pakka.
Verð 890 kr/pakkningin
sem tekur 40 diska.
NOVUS B 80
Tengdamamma
Verð 75 kr
NOVUS B 10FC
Heftar 15 blöð
Verð 470 kr
TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2005
STABILO BOSS
Verð 78 kr/stk