Morgunblaðið - 06.01.2005, Qupperneq 40
Fréttir
í tölvupósti
40 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Aðalæfing í kvöld kl 20 - UPPSELT
Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT
Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT - UPPSELT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT
Lau 22/1 kl 20, - UPPSELT
Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Lau 5/2 kl 20,
Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14
Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco - Í samstarfi við LA
Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20
Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20
HÉRI HÉRASON
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson,
Í samstarfi við TÓBÍAS
Frumsýning su 16/1 kl 20
Lau 22/1 kl 20,
Fi 27/1 kl 20,
Su 30/1 kl 20
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
FJÖLSKYLDUSÝNING
The Match, Æfing í Paradís, Bolti
Lau 15/1 kl 14, Lau 22/1 kl 14
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
„Fjarskalega
leiftrandi og
skemmtileg
sýning.“
H.Ö.B. RÚV
Óliver! Eftir Lionel Bart
Fim. 6.1 kl 20 5. kortas. UPPSELT
Lau. 8.1 kl 20 6.kortas. UPPSELT
Sun. 9.1 kl 20 7.kortas. UPPSELT
Fim. 13.1 kl 20 Örfá sæti
Lau. 15.1 kl 14 aukasýn. Örfá sæti
Lau. 15.1 kl 20 Örfá sæti
Sun. 16.1 kl 20 Nokkur sæti
Fös. 21.1 kl 20 Nokkur sæti
Lau. 22.01 kl 20 Nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
ÖXIN OG JÖRÐIN – Ólafur Gunnarsson/leikgerð Hilmar Jónsson
4. sýn. fim. 6/1 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 13/1 örfá sæti laus, 6. sýn. fös. 21/1 örfá
sæti laus, 7. sýn. fös. 28/1 örfá sæti laus.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason /leikgerð Baltasar Kormákur
Fös. 7/1 nokkur sæti laus, fös. 14/1, örfá sæti laus, fim. 20/1. Sýningum fer fækkandi.
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Lau. 8/1 uppselt, sun. 9/1 uppselt, lau. 15/1 uppselt, sun. 16/1 örfá sæti laus,
lau. 22/1 uppselt, sun. 23/1.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Sun. 9/1 kl. 14:00,nokkur sæti laus, sun 16/1 kl. 14:00. Sýningum fer fækkandi.
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
NÍTJÁNHUNDRUÐ - KAFFILEIKHÚS – Alessandro Baricco
Fös. 7/1, lau. 15/1.
Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Fös. 7/1, nokkur sæti laus, fös. 14/1, fim. 20/1. örfá sæti laus.
ÖXIN OG JÖRÐIN
SÖGULEG SÝNING!
☎ 552 3000
ALLRA SÍÐASTA SÝNING
• Laugardag 15. janúar kl 20
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
KÓNGURINN KVEÐUR!
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið
www.loftkastalinn.is
Tosca
eftir Puccini Frumsýning 11. febrúar
Frumsýning fös. 11. feb. kl. 20.00 - UPPSELT - 2 sýning. sun. 13. feb. kl. 19.00
3. sýning fös. 18. feb. kl. 20.00 - 4. sýning sun. 20. feb. kl. 19.00 - FÁAR SÝNINGAR
www.opera.is midasala@opera.is Sími miðasölu: 511 4200
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich
Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir
Græn tónleikaröð #3
Örfá sæti laus
Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu
Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms.
Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti-
legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum:
Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski
Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich.
HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – UPPSELT
LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
NÆSTU SÝNINGAR
FIMMTUD. 13. JAN. KL. 20
FÖSTUD. 21. JAN. KL. 20
LAUGARD. 29. JAN. KL. 20
Nú þegar árið 2004 er ný-liðið líta margir um öxl ítískuheiminum eins og
annars staðar og velta fyrir sér
því sem vel var gert á árinu. Joan
Burstein, eigandi Browns, er ein
þeirra en hún svaraði nokkrum
spurningum í viðtali við vef
breska Vogue. Hún segir Alber
Elbaz hjá Lanvin vera hönnuð
ársins en hann hefur umturnað
þessu gamla tískuhúsi og farið
með það á toppinn á ný.
Kjóll ársins
er sígildur
kjóll Diane
von Furst-
enberg, sem
bundinn er um
líkamann. Þetta er kvenlegur og
glæsilegur kjóll.
Bestu sýningarnar voru hjá
Missoni, að mati Burstein. Þetta
ítalska tískuhús hefur fest sig í
sessi eftir hálfrar aldar starf.
Einkennisatriði Missoni eru litrík-
ar prjónavörur, sem hafa átt vel
upp á pallborðið að undanförnu.
Helsta tískuatriði ársins er
dömulegi og kvenlegi stíllinn.
Hann hefur verið mest áberandi
en ekki gamaldags og þykir
Dolce & Gabbana hafa tekist vel
upp í þessum málum.
Best klædda kona ársins erKate Moss en hún þykir allaf
líta vel út og er þeim eiginleikum
gædd að fólk apar allt upp eftir
henni. Líka má nefna að unnusta
Jude Law, Sienna Miller, hefur
vakið mikla athygli á árinu fyrir
frjálslegan stíl sinn. Hún gengur
gjarnan í síðum pilsum, sem hún
dregur upp fyrir brjóst og notar
belti til að taka það saman í mitt-
ið. Við þetta klæðist hún til dæm-
is kúrekaskóm.
Þetta er stíll sem gæti átt upp
á pallborðið. Topshop, breska
verslunarkeðjan sem annað versl-
unarfólk fylgist með hvað
strauma og stefnur varðar er bú-
in að vera að selja síð pils. „Við
erum búin að hafa þau í reynslu-
sölu í um mánuð. Þau hafa virkað
í hveri einustu búð sem við próf-
uðum þau í. Konur eru í pilsunum
við flatbotna stígvél eða skó,“
sagði Jane Shepherdson stjórn-
andi hjá Topshop í samtali við
New York Times fyrir jól.
Í tískuheiminum þarf alltaf að
líta til framtíðar. Sýningar fyrir
næsta vor og sumar eru löngu af-
staðnar og það styttist í sýningar
á línunum fyrir haust/vetur
2005–6. Margir hönnuðir eru nú
þegar búnir að halda forsýningar
fyrir helstu kaupendur. Einn
þeirra er Francisco Costa, kven-
fatahönnuður hjá Calvin Klein, en
hann segir að konur vilji lúxus.
Eitt efnanna sem hann notar
núna er blanda af kasmír og
mink.
Margir eru komnir með leið á
dömunni og segist Lazaro Hern-
andez, annar hönnuða úr tvíeyk-
inu sem skipar Proenza Schouler,
ekki vita hvað hann eigi að gera
af sér ef hann sér enn eitt þrönga
tvídpilsið. Næst leika þeir sér við
mismunandi rúmmál. „Ég skil
þessa lúxusstefnu en fólk úr okk-
ar aldurshópi vill fá stíl,“ sagði
Hernandez.
Sumir spá því að næsta stjarnatískuheimsins sé Phoebe
Philo hjá Chloé, sem eitt sinn
vann náið með Stellu McCartney
en hún er nú með sitt eigið tísku-
hús. Tókýó er mikil tískuborg og
ein helsta tískubúðin þar heitir
Lovelace en hún eyðir meira gólf-
plássi í Chloé heldur en nokkurt
sambærilegt merki. Philo þykir
hanna föt sem eru hvorki of
hversdagsleg né of fín og passa
alltaf við gallabuxur.
Í þessum mikla frumskógi þar
sem svona mikið atriði er að geta
spáð í framtíðina er ekki skrýtið
að það séu til heilu fyrirtækin
sem spá um tískustefnur. Eitt
slíkt fyrirtæki er Doneger Group
en á meðal viðskiptavina þess eru
Wal-Mart og Nordstrom. David
Wolfe er listrænn stjórnandi fyr-
irtækisins en hann ræddi framtíð-
ina við New York Times í vik-
unni. Helsti boðskapur hans er að
enginn meginstraumur sé lengur
ráðandi í tískunni. „Í stað meg-
instraumsins eru til þúsundir lít-
illa merkja sem virka öll á mis-
munandi hraða. Það er næstum
eins og viðskiptavinurinn sé eini
leikmaðurinn á markaðinum.
Þetta gerir mun erfiðara fyrir
við að spá um mikla sölu á varn-
ingi.“
Um öxl og beint áfram
’Best klædda kona ársins er Kate Moss en
hún þykir allaf líta vel út
og er þeim eiginleikum
gædd að fólk apar allt
upp eftir henni.‘
AF LISTUM
Inga Rún
Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
AP
Hönnun Alber Elbaz fyrir sum-
arlínu Lanvin 2005.
KATE Bosworth var tekin fram yfir Beyoncé og hreppti
hið eftirsótta hlutverk blaðakonunnar Lois Lane í nýju
myndinni um Ofurmennið – Superman Returns.
Mikil samkeppni var um hlutverkið enda fastlega gert
ráð fyrir að myndin slái í gegn og geti af sér framhalds-
myndir. Bosworth er kærasta Orlando Blooms og hefur
leikið í myndum á borð við Blue Crush, The Rules of
Attraction og nú síðast Beyond The Sea þar sem hún
leikur á móti Kevin Spacey. Í nýju Súperman-myndinni,
sem Bryan Singer (X-Men, Usual Suspect) mun leik-
stýra, leikur Bosworth á móti nýgræðingnum Brandon
Routh sem öllum að óvörum var valinn til að leika of-
urmenni allra ofurmenna.
Þá mun fyrrnefndur Spacey að öllum líkindum taka að
sér hlutverk höfuðóvinar Súpermans, Lex Luthors.
Bloom, kærasti Bosworths, er sagður himinlifandi yfir
þessu nýja hlutverki kærustunnar því hann er mikill
aðdáandi Súpermans og safnaði Súperman-blöðum í
æsku.
Kvikmyndir | Lois Lane í nýju Súperman-myndinni
Bosworth tekin
fram yfir Beyoncé
Reuters
Hvað er Lois Lane að hanga utan í Lex Luthor? Kate
Bosworth og Kevin Spacey leika saman í mynd
Spaceys, Beyond The Sea.