Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR ANDLEG vannæring er ekki síður áhrifamikil en líkamleg vannæring. Þetta sanna dæmi um börn sem alist hafa upp fyrstu mánuði og jafnvel ár ævinnar á stofnunum en eru síðan ættleidd til annarra landa. Vandinn er hvað mestur í löndum Austur- Evrópu, sérstaklega í Rúmeníu. „Sum mun- aðarleysingahæli líta betur út en önnur en það er ekki til neitt sem heitir gott munaðar- leysingahæli,“ segir bandaríski barnageð- læknirinn dr. Ron Fed- erici, aðspurður hvað það sé sem orsaki það að börn sem alast upp á stofnun verði fyrir skaða. Federici mun halda fyrirlestur á námstefnu um tengsl- aröskun í dag sem Vel- ferðarsjóður barna styrkir en Samtök um tengslaröskun standa að. Þá flutti hann fyr- irlestur á Læknadög- um í gær. „Á öllum munaðarleysingjahælum er skortur og vanræksla, umsjónar- menn eru alltof fáir miðað við fjölda barna, sum barnanna njóta betri að- búnaðar en önnur en hættan á mis- notkun, hirðuleysi og skorti á nær- ingu er til staðar á flestum stöðunum. Eftir því sem börnin dvelja lengur í þessu umhverfi þeim mun lengur vara áhrifin. Sumum börnum vegnar mjög vel og þau ná sér fljótar en önnur. Sum þurfa lengri tíma til að ná sér og sum ná sér aldrei. En okkar markmið er að reyna að þjálfa foreldra í að eiga við börnin sín, sama hvar þau eru í bata- ferlinu.“ Mismunandi aðbúnaður munaðarlausra barna Federici segir að í fyrrverandi lýð- veldum Sovétríkjanna t.d. hafi stefna í barnauppeldismálum á stofnunum verið mjög léleg. Það varð m.a. til þess að börnin voru vanrækt. Fed- erici tekur fram að stefna í uppeldis- málum munaðarlausra barna sé t.d. góð flestum löndum Suður-Ameríku og víða í Suðaustur-Asíu, þar sem reynt er að koma þeim fyrir í fóstur. En í öðrum löndum er stefnan önnur og börnin mörg. Bandarískum ætt- leiðingarstofnunum er óheimilt að taka við börnum frá þessum löndum þar til stefna og reglur hafa verið bættar. En liggur aðalvand- inn á munaðarleys- ingjahælunum sjálf- um? „Vissulega verða vandamálin til á stofn- ununum en við þurfum að fara eitt skref til baka,“ segir Federici. „Það er umönnun for- eldra barnsins. Ekki var hugsað um foreldr- ana á erfiðum tímum, stundum var lögð mikil áhersla á fólksfjölgun á tímum kommúnismans, þá voru mæður hvattar til að eignast fleiri börn þrátt fyrir að læknis- hjálp væri af skornum skammti. Það varð til þess að mörg barnanna fæddust fötluð eða glímdu við aðra líkamlega kvilla. Börnin voru þá sett á stofnanir.“ Ástríkt heimili er ekki alltaf nóg Nauðsynlegt er að börnin fái ítar- lega læknisskoðun reglulega. „Með þessu er hægt að fylgjast með fram- förum barnsins eða skorti á framför- um. En því miður bíða mjög margar fjölskyldur með þetta og vona að ást- ríkt heimili muni bæta allt. En það gerist nú ekki alltaf. Best upplýstu foreldrarnir hefja greiningu og með- ferð strax.“ Hann ítrekar að því fyrr sem með- ferð hefst, þeim mun meiri líkur séu á að barnið nái sér og aðlagist nýjum aðstæðum eðlilega. „Foreldrar eiga auðvelt með að fást við vandamál sem tengjast lærdómi en það sem er erfiðast fyrir foreldrana er þegar þeir ráða ekki við barnið, það er stjórnlaust. Ef við getum náð stjórn á barninu snemma verður útkoman góð.“ Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun Ættleidd börn, sem alist hafa upp á stofnunum, geta átt við ýmis hegðunarvandamál að stríða sem og líkamleg, m.a. vegna vannær- ingar. Nauðsynlegt er fyrir foreldra að gera sér grein fyrir áhættunni og sjá til þess að barnið fái mjög reglulegt eftirlit allt frá fyrsta degi. Sé það gert eru góðar líkur á að barnið aðlagist nýju umhverfi. Hér er rætt við bandaríska geðlækna og íslenska móður. Geðlæknirinn Ron Federici hefur sérhæft sig í lækningum á stofn- anaskaða ættleiddra barna. „UMRÆÐAN er að opnast og það er gott. Barnsins vegna er betra að tala um hlutina af hreinskilni og það hef ég ákveðið að gera þótt það geti verið óþægilegt fyrir stelpuna mína,“ segir móðir á Akureyri en hún og eig- inmaður hennar hafa ættleitt tvær stúlkur frá Indlandi. Þær eru fjög- urra og sex ára gamlar auk þess sem þau eiga einnig 15 ára dóttur. Þau hjónin fengu eldri stúlkuna heim fimm mánaða gamla og þá yngri sex og hálfs mánaða. Eldri stúlkan hefur verið greind með ódæmigerða ein- hverfu og ofvirkni með athyglisbrest en móðir hennar segir það þó sam- dóma álit þeirra sem með hana hafa haft að gera að hún sé ekki einhverf, heldur sé hún með svonefnda tengsl- aröskun. Tengslaröskun lýsir sér m.a. á þann veg að ættleidd börn eiga í erf- iðleikum með að tengjast foreldrum sínum, „að gefa þá skilyrðislausu ást sem börn öllu jöfnu sýna foreldrum sínum“. Hún segir þetta hafa komið í ljós strax og heim var komið. „Sá möguleiki hvarflaði aldrei að okkur að hún myndi eiga í vandræðum með að taka á móti allri þeirri ást og um- hyggju sem við áttum handa henni.“ Hún segir telpuna hafa átt erfitt með svefn, oft vakað heilu næturnar og verið mjög kröfuhörð á foreldra sína, vildi hafa stjórn mála á sinni hendi. Þá hafi hún einnig iðulega vaknað upp með martraðir, en ekki þáð snertingu nema þá á sínum for- sendum, setti olnbogann á öxl þess sem tók hana upp til að forðast of ná- ið faðmlag. „Hún fór illa í fangi, eins og við sögðum,“ segir móðir hennar, en þó hafi foreldrunum verið ljóst að hún þráði ást og hlýju en leyfði sér ekki að njóta. Foreldrunum fannst stúlkan því ekki haga sér eins og önnur börn og fóru með hana til barnalæknis. Hann kvað hana vera óþæga og best færi á að hún yrði sett á leikskóla þar sem hún myndi læra að haga sér almennilega. Áfall að eignast systur Móðir hennar segir það einnig hafa verið henni áfall að eignast syst- ur, þá hafi hún fengið samkeppni sem hún þoldi illa, ekki verið tilbúin að deila athygli foreldranna með öðr- um. Um líkt leyti flutti fjölskyldan til Bretlands og ætlaði að búa þar um tíma vegna starfa eiginmannsins, en það voru mikil mistök, það má segja að við það hafi fótunum verið kippt undan henni, nýtt umhverfi, hús, leikskóli, annað tungumál, allt hafi orðið til þess að barninu leið veru- lega illa. Dvölin ytra varð því styttri en ætlað var í fyrstu, en þegar heim var komið var strax farið með hana á Barna- og unglingageðdeild, BUGL, „og þar fyrst heyrði ég talað um tengslaröskun,“ segir móðir stúlk- unnar en hún segir fjölskylduna hafa fengið mikla aðstoð hjá Valgerði Baldursdóttur barnalækni. Hún seg- ir að foreldrar ættleiddra barna séu í flestum tilvikum að fá langþráðan draum sinn uppfylltan „og þegar barnið kemur á allt að vera frábært,“ segir hún, en upplifun margra sé á annan veg. „Hún er allt annað barn nú en fyr- ir tveimur árum, þá hefði hún ekki getað sagt okkur að henni þætti vænt um okkur. Nú vefur hún hand- leggjunum utan um okkur og segir að hún elski okkur. Þetta er frábær stelpa, eldklár og skemmtileg. Hún hefur gefið okkur meira en orð fá lýst og kennt okkur margt. Við erum lánsöm að hafa fengið að eyða lífinu með henni og hefðum aldrei viljað missa af því,“ segir móðirin. Hefur gefið okkur meira en orð fá lýst Akureyri. Morgunblaðið. ÞEGAR Bandaríkjamenn fóru að ættleiða börn frá öðrum löndum fyrir tveimur áratugum, aðallega frá Kóreu fyrst í stað, voru það ung börn sem höfðu fengið góða umönn- un hjá fósturforeldrum. Mæður þeirra voru heilbrigðar svo börnin voru ekki í neinum sérstökum áhættuhópi. „Þessum börnum reiddi almennt vel af,“ segir barna- geðlæknirinn Dana E. Johnson, sem er staddur hér til að halda fyr- irlestur á námsstefnu um tengsl- aröskun. „En næstu tuttugu árin breyttust hlutirnir hratt,“ segir Johnson. Í fyrsta lagi varð breyting á því hvaðan börn voru ættleidd, þó að það hafi að mati Johnson ekki skipt höfuðmáli. „Aðalvandamálið er að þessi börn hafa verið alin upp á stofnunum áður en þau koma til Bandaríkjanna.“ Árið 1985 komu 60% ættleiddra barna frá fósturforeldrum, en núna kom 85% þeirra af stofnunum. „Þau koma frá löndum þar sem heilsugæslu er ábótavant, þaðan sem mæðurnar eru ekki heil- brigðar og börnin eru eldri þegar þau eru ættleidd. Allir þessir þættir geta ýtt undir að börnin eigi á hættu að glíma við ýmiss konar vandkvæði.“ Johnson segir að helstu einkenni barna sem alist hafa upp eftir að hafa eytt fyrstu mánuðum eða jafn- vel árum ævi sinnar á stofnunum, séu annars vegar þau að líkamlegur þroski þeirra er skertur og að þau glíma við tilfinninga- og hegð- unarvandamál sem og geðræn. Þá eiga þau oft við sértæka námsörð- ugleika að etja og geta átt fullt í fangi með að tengjast öðrum til- finningaböndum. Rannsóknir á börnum sem ætt- leidd voru frá Rúmeníu og til Bret- lands og Kanada árið 1991, sýna að börn sem tekin voru af stofnunum til ættleiðingar fyrir 4–6 mánaða aldur, vegnaði almennt jafnvel og börnum fæddum inn í fjölskyldurn- ar eða öðrum ættleiddum börnum. Hjá 6–24 mánaða börnum sést breyting og eftir tveggja ára aldur er munurinn orðinn greinilegur. „En það er svo mikill munur á milli einstakra barna. Það er ekki hægt að benda á eitthvað eitt barn og segja að það eigi augljóslega eftir að glíma við vandamál. Það er hægt að meta ákveðna þætti en ekkert getur spáð fyrir um hegðun og þroska barnsins í framtíðinni með vissu,“ segir Johnson. Þeim mun lengur sem börnin dvelja á stofnunum þeim mun meiri líkur eru á að þau komi til með að glíma við tilfinninga- og hegð- unarvandamál, t.d. þunglyndi og kvíða. „Góðu fréttirnar eru þær að flestum börnunum reiðir vel af. Foreldrar sem ættleiða eru ótrú- lega jákvæðir,“ segir Johnson. Skoða þarf heilsufar og líðan í samhengi Geðlæknirinn Karyn Purvis, sem einnig er hér til að halda fyrirlestur á námsstefnu um tengslaröskun, segir að greina verði ættleidda barnið út frá ýmsum þáttum. Hún vinnur m.a. að því að búa til verk- efni sem á að undirbúa foreldra fyr- ir ættleiðingu barna frá öðrum löndum. „Góður undirbúningur hef- ur þau áhrif að þegar foreldrar fá barnið heim og sjá ákveðin ein- kenni bíða þeir ekki með að grípa inn í.“ Purvis segir að skoða þurfi þætti á borð við taugaviðbrögð, tilfinn- ingalega aðlögun og annað til að barnið nái sem bestum árangri. „Börnin geta glímt við ýmsa hegðunarröskun og eru mörg hver í kjölfarið stimpluð sem óþekk. En ef þau eru metin ítarlega myndu foreldrarnir vita hverju þeir stæðu frammi fyrir og meiri líkur væru á að barnið næði árangri.“ Mikilvægt að foreldrar viti af hugsanlegum stofnanaskaða Morgunblaðið/Jim Smart Geðlæknarnir Dana E. Johnson og Karyn Purvis segja skipta sköpum að vel sé fylgst með heilsu og hegðun ættleiddra barna af sérfræðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.