Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 35 MINNINGAR urnar. Nú hljómar hann víst hvergi meir þessi hlátur sem er eins og ein- hverskonar endurómur bernskunn- ar, og það segir enginn lengur þessar sögur sem fólust ekki í atvikum, heldur miklu frekar í samtölum; nú og þá segi ég við þennan eða hinn var sagt, tilsvarið rakið og tekin kúnst- pása. Svo hlegið enn meir. Hristust bollarnir ekki örugglega á undirskál- unum. Það minnir mig. Dodda frænka lifði langt í frá auð- velda ævi. Hún átti sex systkini og missti þau sum langt fyrir aldur fram, hún lifði eiginmann sinn, tvö börn af fjórum og gekk í gegnum þungar raunir oftar en einu sinni. Einhversstaðar undir hlátrinum og hressilega fasinu, öllum glæsileikan- um, væntumþykjunni og ástríkinu lá djúpur harmur sem ekki þurfti að orða. Hún kom frá Reykjavík norður í land og bar með sér á undarlegan hátt einhverskonar heimsborg- arablæ, einhverskonar virðugleika í bland við dillandi hláturinn. Samt var staða hennar aldrei sérstaklega góð, heimilið þungt og sjaldnast mik- ið í buddunni; fasið bar samt með sér að hún byggi í stóru húsi og hefði allt til alls. Þannig var það víst ekki. Dodda frænka var úr Glerárþorp- inu norðan Akureyrar, eins og það hét þá, hún lifði nánast alla 20. öld- ina, öld öfganna eins og stundum er sagt. Hún flutti suður en var alltaf að norðan. Síðustu árin dvaldi hún á dvalar- heimilum og sjúkrahúsum og myndir af börnum, barnabörnum, barna- barnabörnum og öðrum ættingjum þöktu orðið alla veggi þar sem hún bjó. Þar lá hennar ævistarf og afrek og af því var hún fullsæmd svo ekki sé meira sagt. Dodda frænka lét mig aldrei velkjast í vafa um væntum- þykju sína, stundum sem barni þótti manni faðmlagið og kossarnir heldur hraustlegir, en svo lærði maður að skilja hvað að baki bjó. Nú er hér- vistardögum hennar lokið og ekki annað eftir en að þakka fyrir sam- fylgdina. Farðu vel, frænka mín. Kristján Kristjánsson. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja holla þel, sem hverfur ekki úr minning. (Einar Ben.) Elskuleg frænka mín Dóróthea Ólafsdóttir hefur nú lokið lífsgöngu sinni. Hún er sú síðasta sem kveður af sjö syskinum hjónanna á Ljós- stöðum Bjargar og Ólafs. Systurnar voru þrjár og urðu þær allar háaldr- aðar. Dodda, eins og hún var jafnan nefnd, var glæsileg kona, hafði reisn til að bera sem fylgdi henni alla ævi. Síðast er við hittumst í lok nóvember var hún vel tilhöfð, hvíta hárið vel lagt, og allt útlit eins og hún væri á leið í veislu. En svona var hún alltaf, hugsaði vel um útlit sitt á hverju sem gekk. Það var ánægjulegt að sjá hvað fallega hafði verið búið um hana, þarna á Vífilstöðum nýja heim- ilinu hennar. Smekklega komið fyrir þeim hlutum sem henni voru kærir ásamt myndum af ástvinum hennar. Út um gluggann sem sneri að Heiðmörkinni var útsýnið eins og fegursta málverk. Sjálf var hún glöð og kát og þakklát þeim sem önnuð- ust hana og okkur hjónunum að líta við. Hún frænka mín hafði þá bestu eiginleika sem hægt er að hugsa sér. Sá ævinlega það góða í öllu, þakklát og glöð yfir litlu. Dillandi hlátur hennar mun seint gleymast og um- hyggja hennar fyrir öllu og öllum. Enda laðaði hún að sér jafnt menn sem dýr, unga sem aldna. Mikil fé- lagsvera sem kunni vel við sig í góðra vina hópi, var hún hrókur alls fagn- aðar, enda átti hún marga góða og trygga vini. Eitt sinn sem oftar er leið mín lá suður og ég leit við hjá henni í Lönguhlíðinni, eins og jafnan er ég var á ferð, sat hún eins og venjulega ekki auðum höndum. Hún var að sauma en einn púðann til að gefa, ættingja eða vini. Þá sagði hún við mig þessi gullvægu setningu, sem gott er að hafa í huga. „Óla mín, ég hef ákveðið að láta mér aldrei leiðast.“ Ég álít að þessa ákvörðun hafi hún tekið strax á unga aldri, því aldrei vissi ég af henni í leiðu skapi og aldrei heyrði ég um það getið. Dodda frænka bjó í Reykjavík, en hin systkinin hennar fyrir norðan. Mjög kært var á milli hennar og móður minnar „Önnu“ sem var yngst systkininna. Í mínum augum sem barn tengdist Dodda sumri og sól og gleðiríkum tíma. Þegar sumarið kom, þá kom Dodda með börnin sín norður og við áttum yndislegan tíma saman. Þau komu með rútunni og alltaf var mamma búin að elda kjöt- súpu handa þreyttum ferðalöngum, sem þurtu að fá eittkvað kraftmikið í kroppinn eftir að velkjast í rútu allan daginn. Þá var nú mikið hlegið og sungið og skemmt sér. Líf hennar var samt ekki alltaf dans á rósum, en aldrei heyrðist hún kvarta og allt stóð hún af sér sem klettur. Hún Dodda frænka mín hefur alltaf verið mér sem önnur móðir og við Lalla dóttir hennar verið sem systur. Er ég þakklát fyrir þau forréttindi að hafa fengið að njóta vináttu þeirra. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur komið við hjá henni frænku minni og fengið minnst einn skammt af dillandi hlátri í veganesti. Elsku- leg frænka mín, hafðu þökk fyrir ást þína og umhyggju mér og fjölskyldu minni til handa. Blessuð sé minning þín hún mun verða ljós á vegi okkar. Löllu, Óla og fjölskyldum þeirra og öllum ástvinum Doddu votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði frænka mín. Friður Guðs þér fylgi. Ólöf Pálsdóttir. nánast óaðskiljanleg og krossgáturn- ar voru aldrei langt undan. Um versl- unarmannahelgina fór hún ásamt fjölskyldu minni í sumarbústað í Út- hlíð og þar gat hún hjálpað mér við krossgáturnar þegar við styttum okkur stundir. Amma gat nefnilega alltaf fundið sér eitthvað til að dunda sér við. Hún var listakokkur, meist- arabakari og íbúðin hennar mjög smekkleg enda ekki við öðru að búast af konu sem stundað hefur nám í hús- mæðraskóla. Síðasti mánuðurinn í lífi ömmu reyndist henni erfiður og stundum jafnvel ósanngjarn. Annaðhvort var hún á leiðinni heim á batavegi eða bráðaveik á gjörgæslu. Mánuðurinn var okkur öllum erfiður en orð henn- ar um ljósið hinum megin voru hug- hreystandi og ég trúi því að amma hafi verið fegin því að fá að hitta aftur gengna ástvini sína en hún missti móður sína ung, eiginmann sinn 56 ára og þurfti að sjá á eftir Hauki vini sínum fyrir rúmu ári. Í einræðum Starkaðar segir: Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Þín Dúnna yngri. Guðrún Ösp. Hún amma niðri er dáin. Við syst- urnar erum svo heppnar að hafa alist upp með ömmu okkar á neðri hæð- inni. Það er tómlegt í Lyngholtinu án þín elsku amma. Minningabrotin streyma fram og upp úr stendur minning um þig standandi við eldhús- vaskinn á efri hæðinni, kaffibrún með poka fulla af nammi, nýkomin frá Spáni. Seinna minnumst við þín þar sem þú ert komin á neðri hæðina, sitj- andi við eldhúsborðið með kaffibolla í annarri hendi og spil í hinni. Við eig- um eftir að sakna þess að geta ekki sest á móti þér, ekkert endilega til að segja neitt sérstakt heldur bara til að njóta nærveru þinnar. Það var gott að vera nálægt þér, þú sagðir kannski ekkert mikið en samt svo margt. Þú varst stolt af okkur hverju og einu og alltaf svo góð. Glæsileg varstu og virðuleg, hárið og förðunin á sínum stað og ekki má gleyma gullinu um hálsinn. Litlar stundir eins og „bless elskan“ í apó- tekinu eða kveðjustund á lestartein- unum síðastliðið haust verða nú minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér elsku amma Dúnna. Þú fórst allt of fljótt. Við kveðjum þig með söknuði. María Rós og Berglind. Dúnna eins og Guðrún Guðmunds- dóttir var ætíð kölluð er dáin. Hún hafði háð stríð við hjartasjúk- dóm og voru vonir til þess að hún fengi bata eftir aðgerð en sú von brást. Hún lést að kvöldi sl. laugar- dags. Samband fjölskyldu Dúnnu og Guðmundar Ingólfssonar eiginmanns hennar sem lést um aldur fram árið 1987 og fjölskyldunnar minnar var mjög náið. Dúnna og Guðmundur kynntust á Ísafirði en þar er Dúnna fædd og uppalin. Guðmundur var þar við sundkennslu en Guðmundur var þekktur af afrekum sínum sem sund- maður. Þau festu ráð sitt og stofnuðu heimili í Keflavík en þar hafði Guð- mundur fengið starf sem forstöðu- maður Sundhallarinnar í Keflavík. Guðmundur gegndi ýmsum störfum um ævina svo sem forstöðumaður Sjúkrahúss í Keflavík og fram- kvæmdastjóri Íslensks markaðar. Dúnna og Guðmundur stofnuðu þjón- ustufyrirtækið Nesgarður hf. Höfðu þau umboð fyrir Tryggingu hf. og tóku að sér bókhald og uppgjör fyrir fyrirtæki. Guðrún vann ætíð með Guðmundi á skrifstofunni og þótti hún með afbrigðum talnaglögg sem var á þeim tímum, þegar tölvur komu ekki við sögu svo að neinu næmi, mik- ill og góður hæfileiki skrifstofu- manns. Guðrún var sérstaklega fljót að átta sig þegar var verið að stemma reikninga sem kallað var. Með þessum störfum sá Guðrún um fjölskylduna og var sem kallað er núna heimavinnandi húsmóðir með starfi sínu á skrifstofu þeirra hjóna. Öllu þessu og uppeldi fjögurra dætra skilaði Guðrún með ágætum. Dúnna gerðist fljótlega félagi í Lionessuklúbbi Keflavíkur eftir stofnun hans og formennsku í klúbbnum gegndi hún frá 1992 til 1993 auk annarra trúnaðarstarfa fyr- ir klúbbinn. Samgangur fjölskyldu minnar og hennar var mikill. Maður minn og Guðmundur kynntust fyrst þegar þeir stóðu að móttöku bridge- spilara frá Færeyjum og urðu bridge- félagar upp frá því. Við Dúnna vorum saman í Lionessuklúbbnum og börn okkar léku sér saman. Minnisstæðar eru útilegur á Laug- arvatni í sólskini og blíðu, Spánar- ferðir, ferð til Ísafjarðar í „Moskv- anum“ og síðan áfram með Heklunni til Akureyrar og þaðan suður. Þetta voru ánægjulegar samveru- stundir. Við þökkum Dúnnu fyrir sam- veruna og flytjum dætrum þeirra Helgu, Ingu Lóu, Bryndísi, Guðrúnu og Guðbjörgu og fjölskyldum þeirra systra okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þorbjörg Pálsdóttir og fjölskylda. Fyrir hönd Lionessuklúbbs Kefla- víkur vil ég þakka Guðrúnu Guð- mundsdóttur allar ánægjustundirnar sem við áttum með henni bæði í starfi og á gleðistundum undanfarin 23 ár. Guðrún lagði sitt af mörkum við störf okkar að fjáröflunum til líknarmála allt frá því hún gekk til liðs við klúbb- inn á fyrsta starfsári hans 1982. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í stjórn og nefndum og var formaður klúbbsins 1992–93. Á jólafundi okkar hinn 14. desember sl. var hún hrókur alls fagnaðar eins og svo oft á slíkum stundum og þannig viljum við minn- ast hennar um ókomin ár. Guð blessi minningu Guðrúnar Guðmundsdóttur og veiti fjölskyldu hennar styrk. F.h. Lionessuklúbbs Keflavíkur, Ada Elísabet Benjamíns- dóttir, formaður. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, tengdasonur og bróðir, ÁGÚST GÍSLASON, Suður-Nýjabæ, Þykkvabæ, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 14. janúar, verður jarðsunginn frá Þykkvabæj- arkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Þykkvabæjarkirkju. Nína Jenný Kristjánsdóttir, Kristján Erling Kjartansson, Pálína Auður Lárusdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Óskar G. Jónsson, Sigríður Ingunn Ágústsdóttir, Guðlaugur Gunnar Jónsson, Gísli Ágústsson, Erla Þorsteinsdóttir, Gestur Ágústsson, Birna Guðjónsdóttir og barnabörn, Ingunn Sigríður Sigfinnsdóttir, Dagbjört Gísladóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHEIÐUR KETILSDÓTTIR frá Ketilsstöðum, Mýrdal, Austurgerði 1, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja aðfaranótt þriðjudagsins 11. janúar, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Skeiðflatarkirkjugarði. Arnfrið Heiðar Björnsson, Guðlaugur Grétar Björnsson og aðrir ástvinir. Faðir okkar og tengdafaðir, INDRIÐI ÍSFELD, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 24. janúar klukkan 13.00. Ingþór Indriðason, Guðmunda Gunnur Guðmundsdóttir, Gauti Indriðason, Sigurbjört Þórðardóttir og fjölskyldur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, VILBORG S. EINARSDÓTTIR (Monna), Digranesvegi 36, Kópavogi, sem lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 18. janúar, verður jarðsungin frá Kópavogs- kirkju þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Einar Runólfsson og fjölskylda. Hjartkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, tengda- sonur, afi, bróðir, mágur og fv. eiginmaður, GYLFI ÁRNASON, Árskógum 2, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 24. janúar kl. 13.00. Árni Stefán Gylfason, Ágústína G. Pálmarsdóttir, Sigurður Ö. Sigurðarson, Einar B. Pálmarsson, Ágústína G. Ágústsdóttir, Kristrún H. Hafþórsdóttir, Guðrún S. Sigurðardóttir, Sigrún A. Sigurðardóttir, Alexandra Einarsdóttir, Birgitta M. Einarsdóttir, Stefán Þór Árnason, Kristín Kristjánsdóttir, Kristrún B. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.