Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 2 fyrir 1 Ódýrara parið frítt Kringlunni 8-12 sími 568 6211 ÆTLA má að heildarkostnaður við gerð 18 kílómetra jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja yrði nálægt 16 milljörðum króna. Þetta er mat sænska verktakafyrirtækisins NCC Nordic Construction Company, sem hefur að beiðni Árna Johnsen, fyrr- verandi alþingismanns, skilað kostn- aðaráætlun vegna jarðgangagerðar milli lands og Eyja og tillögum um frekari rannsóknir, sem æskilegt væri að gera við endanlegt mat á gangagerðinni. Er jafnvel raunhæft að ætla að kostnaðurinn yrði öllu lægri eða á bilinu 14-16 milljarðar að sögn Árna. Þetta er mun lægri kostnaður en áður hefur verið áætlaður vegna hugmynda um gangagerð milli lands og Eyja og er aðeins helmingur þess kostnaðar sem áætlaður var í kostn- aðarmati sem unnið var fyrir Vega- gerðina, sem var rúmlega 30 millj- arðar króna án virðisaukaskatts. Forystumenn af Suðurlandi og Eyjum viðstaddir kynninguna Árni Johnsen kynnti niðurstöð- urnar úr skýrslu NCC á blaða- mannafundi í gær. Skýrslan verður nú send samgönguyfirvöldum og síð- an birt opinberlega í næstu viku. Fund Árna í gær sátu einnig fjöl- margir sveitarstjórnarmenn af Suð- urlandi, bæjarstjóri Vestmannaeyja, ferðamálafulltrúar, fulltrúar félaga- samtaka, alþingismaður og sérfræð- ingar á sviði jarðfræði og jarðganga- gerðar. Í niðurstöðum kostnaðaráætlunar NCC segir m.a. að 18 kílómetra löng göng sem yrðu boruð og sprengd mundu kosta um það bil 1.150 millj- ónir danskra króna eða sem sam- svarar 13 milljörðum íslenskra króna. Því til viðbótar áætlar NCC að kostnaður við tengingu gangaops- ins fastlandsmegin í sandinum við Kross, þ.e. gerð 600 metra langra ganga, sem yrðu fóðruð með steypu, mundi kosta sem samsvarar þremur milljörðum króna. Heildarkostnað- urinn yrði því að mati NCC um 16 milljarðar íslenskra króna. Í þessari kostnaðaráætlun er allur kostnaður innifalinn utan kostnaðar við kaup á landi og flutninga á jarð- vegi frá jarðgangagerðinni. Fram kom á blaðamannafundinum að í þessum kostnaðartölum sé ekki gert ráð fyrir virðisaukaskatti. Þá gerir NCC ráð fyrir að unnt sé að bora sjálf göngin á fjórum árum og ljúka fullnaðarfrágangi á tveimur árum. „Jarðgöng á milli lands og Eyja eru ekki framtíðarverkefni, þau eru nútíðarverkefni. Í rauninni er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Árni í gær. Árni hafði forgöngu um að kanna möguleikana á gerð ganga milli lands og Eyja í samráði við nokkra einstaklinga, m.a. Magnús Kristins- son útgerðarmann og Gunnlaug Grettisson skrifstofustjóra, sem einnig sátu fundinn sem Árni boðaði til á Grand hóteli í Reykjavík í gær. NCC boraði og byggði tvenn neðansjávargöng í Færeyjum NCC er eitt stærsta verktakafyr- irtæki á Norðurlöndum og hefur m.a. borað og byggt tvenn neðan- sjávargöng í Færeyjum og lengstu bílajarðgöng í heimi, Lærdalsgöngin í Noregi, sem eru 24,5 km á lengd. Árni er ekki í vafa um að þessi kostur er sá hagkvæmasti sem fyrir liggi varðandi samgöngur til Vest- mannaeyja. Kostnaður við Herjólf sé um 460 milljónir á ári og kostnað við nýtt skip megi áætla um 730 millj- ónir. Þarna sé því um að ræða fjár- hæðir á bilinu 15-21 milljarður kr. á 30 ára bili. Ljóst sé að jarðgöngin myndu borga sig upp á þeim tíma. Gunnar Birgisson alþingismaður sem var viðstaddur fundinn segir NCC vera mjög virt verktakafyrir- tæki, sem búi að mikilli reynslu á sviði gangagerðar. „Maður getur ekki annað en tekið mark á þessu,“ sagði Gunnar. Hann bætti við að gera þyrfti frekari rannsóknir en segir niðurstöðu NCC um kostnað við gangagerðina mjög athyglis- verða og ef hún sé borin saman við kostnað við nýjan Herjólf og rekstur hans, virðist hann vera jafngildur, og þá sé alveg ljóst að sú leið að gera göng hljóti að teljast vænlegri. Ódýrara en endurnýjun og rekstur Herjólfs í 30 ár Eins og áður segir er það mat Árna að allt bendi til þess samkvæmt þessari nýju kostnaðaráætlun NCC að minna fjármagn þurfi til veg- ganga milli lands og Eyja en ætla megi að fari í Herjólf á 30 árum og þá sé komin vegtenging milli lands og Eyja sem kosti aðeins eðlilegt vega- viðhald næstu hundrað árin. Veg- göng séu því framtíðin. Lagði hann áherslu á að yrði þessi leið fyrir valinu væri ekki verið að tala um að fá nýtt fjármagn úr sjóð- um Vegagerðarinnar til ganganna heldur að færa það sem reikna mætti með í Herjólf úr skipaútgerð í veg- göng og komast þannig um leið út úr gífurlegri fjárskuldbindingu áratug- um saman. Þessi kostur virtist því langsamlega hagstæðastur fyrir rík- issjóð. Fram kom á fundinum að á und- anförnum árum hefðu ferðast allt að 180 þúsund manns á milli lands og Eyja árlega. Mikil umferð á leiðinni milli lands og Eyja undirstriki mik- ilvægi aðgengilegustu möguleika í ferðamáta. Málið galopnað aftur Þær lágu kostnaðartölur sem fram koma í kostnaðaráætlun NCC koma Birgi Jónssyni jarðverkfræð- ingi á óvart og telur hann ástæðu til að kanna málið gaumgæfilega. Að sögn hans gerir NCC ekki ráð fyrir að göngin verði heilboruð, heldur er gengið út frá hefðbundinni borunar- aðferð, þ.e.a.s. að bora og sprengja í áföngum, sem er þekkt hér á landi. Þó sú aðferð sé hægvirkari er hún öruggari í framkvæmd. Birgir segir að ef ákveðið verði að ráðast í jarð- gangagerð milli lands og Eyja þurfi að ráðast í ítarlegri rannsóknir en gerðar hafa verið. Árni Johnsen kynnir áætlun verktakafyrirtækisins NCC um 18 km jarðgöng milli lands og Eyja Morgunblaðið/Jim Smart Árni Johnsen kynnti áætlunina að viðstöddum nokkrum Eyjamönnum og sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi. Kostnaður helmingi minni en áður var talið  Heildarkostn- aður áætlaður 14–16 milljarðar  Framkvæmda- tíminn yrði sex ár INGI Sigurðsson, formaður Ægis- dyra, félags áhugafólks um bættar samgöngur milli lands og Eyja, seg- ir kostnaðaráætlun NCC staðfesta gagnrýni Ægisdyra um að kostn- aðarmat sem unnið var fyrir Vega- gerðina sé of hátt. „Ég er því mjög þakklátur að komin er fram vís- bending um hver kostnaðurinn gæti orðið frá svo öflugu fyrirtæki sem NCC er. Nú verður þess krafist að farið verði ítarlega í gegnum þetta.“ Fyrirtækið Fasteign hefur lýst áhuga á að koma að verkefninu og bendir Ingi á að NCC hafi ekki ein- göngu tekið að sér gerð jarðganga heldur líka rekstur ganga, með svipuðum hætti og Spölur hefur gert í Hvalfjarðargöngunum. „Við höfum talið okkur sýna fram á að það er ekki verið að óska eftir breytingu á samgönguáætlun hjá ríkinu, heldur er eingöngu ósk- að eftir tilfærslu á því fé sem þarf til að halda úti þessum samgöngum og færa það yfir í þessa fram- kvæmd. Þær áætlanir sem við höf- um sett upp sýna að göng standi fyllilega undir sér á 30 til 50 ára tímabili.“ Fara verður ítarlega í saumana á þessu HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær þriggja mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem réðst með höggum og spörkum mann á Akureyri í júní 2003 og fyrir alvarlegar hótanir í garð lög- reglumanns eftir að hann var handtekinn í kjölfarið Maðurinn hafði áður hlotið sjö refsidóma, m.a. fyrir fyrir þjófnað, gripdeild, rán og fíkniefnabrot. Dómurinn er refsiþynging vegna annarra brota. Vegna brota ákærða og sakaferils hans þóttu ekki tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra var óraskaður að öðru leyti en því að kröfu mannsins, sem varð fyrir árásinni, um greiðslu á tannlæknakostnaði vegna áverk- anna sem hann hlaut var vísað frá dómi þar sem hún var byggð á áætlun. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benediktsdótt- ir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Maðurinn, sem áfrýjaði málinu var auk þess dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Hæstarétti, Hilmars Ingimundar- sonar hrl. Ragnheiður Harðar- dóttir sótti málið f.h. ríkissak- sóknara. Dæmdur fyrir árás og fyrir að hóta lögreglu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og formaður framtíðarhóps flokksins, segir að framtíðarhópur Samfylk- ingarinnar muni hraða vinnu sinni á næstu vikum og mánuðum með það að markmiði að geta skilað tillögum á landsfundi flokksins í vor. Starf framtíðarhópsins, sem komið var á fót á landsfundi haustið 2003, hefur fram að þessu miðast við að hann ljúki störfum á landsfundi í haust. „Við munum stefna að því að skila einhverju inn á landsfundinn. Það verður mjög tæpt því að tíminn er naumur. En þeir starfshópar sem eru að fara að vinna núna ætla að einsetja sér að vinna hratt, en síðan verður að ráðast hvort við náum að steypa vinnunni endanlega saman í eitt plagg. Ef það tekst ekki verðum við að sjá til hvernig við höldum á málinu í framhaldinu,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Framtíðar- hópur hraðar störfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.