Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 41 DAGBÓK Landvernd býður til ráðstefnu umLangasjó í Norræna húsinu á morgunkl. 13, en áform eru nú uppi um að veitaSkaftá í Langasjó, breyta honum í uppi- stöðulón og flytja vatn úr Skaftá yfir í Þjórsá. Þessi virkjunarhugmynd kallast Skaftárveita. Fyrri hluti ráðstefnunnar verður kynning á Langasjó og umhverfi hans, en á síðari hluta ráð- stefnunnar verða virkjunaráformin kynnt. „Ráðstefnunni er ætlað að kynna fyrir almenn- ingi þessa náttúruperlu, Langasjó,“ segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar. „Jafnframt mun Landsvirkjun kynna fyrirhugaða Skaftárveitu og þannig vill Landvernd stuðla að upplýstri umræðu um þessa framkvæmd og áhrif hennar á umhverfið. Eftir fundinn verðum við þá vonandi betur í stakk búin til að taka afsöðu til hvort þessi fórn er réttlætanleg.“ Í hverju felst sérstaða Langasjávar? „Langisjór er að mati margra dýrmætasta nátt- úruperla á hálendi Íslands og býr yfir óvenjulegri landslagsfegurð á ósnortnu víðerni. Vatnið liggur í þröngum dal milli tveggja fjallgarða, Tungnaár- fjalla og Fögrufjalla, í stórbrotnu landslagi. Lit- brigði náttúrunnar njóta sín fullkomlega í jafn- vægi sem náttúran ein getur skapað. Skaftá rennur um Skaftáreldahraun sem er einstakt á heimsvísu og stærsta hraun sem runnið hefur í einu gosi á sögulegum tíma á jörðinni. Langisjór hefur sérstöðu sem ein af náttúruperlum Íslands og er þar auðvitað bara ein perla á perlufestinni. Það sem setur hann í forgrunninn núna eru áform um að gera hann að uppistöðulóni fyrir virkjun.“ Í hvaða horn ber að líta þegar nýtingarmögu- leikar þessa svæðis eru skoðaðir? „Þegar nýtingarmöguleikar svæðisins eru skoð- aðir þarf fyrst og fremst að átta sig á hverju er verið að fórna og fyrir hvað. Það á að veita Skaftá í Langasjó, breyta honum í gruggugt uppistöðu- lón og flytja vatn úr Skaftá yfir í Þjórsá. Þessir vatnaflutningar eru ekkert einsdæmi og er allt há- lendið meira eða minna undir hvað varðar virkj- anahugmyndir með stórfelldum vatnaflutningum og uppistöðulónum. Þannig erum við sífellt að ganga á náttúruperlurnar og því verða ósnortin svæði sífellti sjaldgæfari og dýrmætari. Þarna er því verið að fórna Langasjó, náttúruperlu sem er að mati margra fegursta fjallavatn á Íslandi. Þá kemur að hinum þættinum; fyrir hvað á að færa þessa fórn. Þarna á að virkja til raforkufram- leiðslu. Landsvirkjun er með á teikniborðinu svo- kallaða Skaftárveitu sem er ein af mörgum áform- uðum virkjunum á hálendi Íslands. Stóriðjuáform ríkisstjórnarinnar kalla á aukna raforku og Skaft- árveita er ein af þeim virkjanahugmyndum sem fyrirhugað er að ráðast í til að mæta raforkuþörf. Rökin fyrir þessari fórn eru bara ein; efnahags- legur ávinningur.“ Náttúruvernd | Ráðstefna Landverndar um Langasjó og áform Landsvirkjunar um Skaftárveitu Stuðla að upplýstri umræðu  Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir fæddist árið 1954 á Núpi í Dýrafirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði 1976, prófi í arkitektúr frá Arki- tektaskólanum í Árósum 1983 og í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands 1991. Ólöf hefur starfað sem arkitekt og rekur nú eigin arkitektastofu, Plan 21 ehf. Hún hefur unnið fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagasamtök og var einnig formaður náttúruverndarráðs 1997–2000. Þá var hún kjörin formaður Landverndar árið 2001. Ólöf á tvær dætur. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Gullbrúðkaup | Í dag, 21. janúar, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Rann- veig G. Kristjánsdóttir og Stefán S. Tryggvason, fyrrv. lögregluvarð- stjóri, Blikahólum 2, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 21. janúar,er fimmtug Svanhvít Moritz Sigurðardóttir, Dalsgerði 1b, Akur- eyri. Hún og eiginmaður hennar, Við- ar Axel Þorbjörnsson, bjóða fjölskyldu og vinum að fagna með sér á heimili þeirra í Dalsgerði 1b laugardaginn 22. janúar eftir klukkan 18. Landssöfnun Geðhjálpar — ráðstöfun fjármagns Í VELVAKANDA Morgunblaðsins 18. janúar sl. spyr „ein forvitin“: „Í hvað fóru peningarnir?“ Hér er væntanlega verið að vísa í lands- söfnun Geðhjálpar sem fram fór m.a. með aðkomu Ríkissjónvarpsins hinn 2. mars 2002. Söfnun þessi bar yf- irskriftina: Betri meðferð – ný störf. Það sem Geðhjálp uppskar í pen- ingum var kr. 12.478.876, sbr. endur- skoðaðan ársreikning félagsins þar um. Þessu fjármagni hefur m.a. ver- ið ráðstafað af hálfu félagsins til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar um menntun og starfs- endurhæfingu geðsjúkra sem er til húsa í húsnæði Geðhjálpar á Tún- götu 7, Reykjavík. Í dag sækja á annað hundrað ein- staklingar þessa endurhæfingu. Jafnframt hefur þetta gert Geðhjálp kleift að gera samninga við Trygg- ingastofnun ríkisins í gegnum Vinnumiðlun fatlaðra þar sem ör- orkuþegar hafa verið ráðnir til vinnu hjá Geðhjálp með tilheyrandi launa- framlagi félagsins. Í dag starfa fjórir einstaklingar hjá félaginu þar sem viðkomandi samningar liggja til grundvallar. Ef frekari upplýsinga er óskað er við- komandi hvattur til að hafa samband við undirritaðan. Virðingarfyllst, Geðhjálp, Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri, sími 570 1700, netfang: sveinn@gedhjalp.is. Hvar er Mix 91,9? ÞAÐ fór víst ekki framhjá neinum þegar þær fréttir bárust að Íslenska útvarpsfélagið hefði lokað þremur útvarpsstöðvum. Tók ég þessum fréttum ekki illa þar sem uppáhalds- útvarpsstöðin mín, Mix 91,9, var ekki í eigu Íslenska útvarpsfélagsins og þess vegna myndi þetta engin áhrif hafa á hana. En mér skjátlaðist heldur betur. Á einni nóttu var búið að breyta Mix 91,9 í X-fm, garg- rokkstöð fyrir unglinga. Finnst mér vera mikill missir að Mix 91,9 þar sem þetta var langbesta útvarps- stöðin og naut mikilla vinsælda og átti sér engan líka. Fyrrverandi hlustandi. Alþingishúsið SVERRIR Meyvantsson hafði sam- band við Velvakanda og sagðist vilja fá íslenska fánann á bak við stól for- seta Alþingis og skjaldarmerkið framan á Alþingishúsið. Eins vill hann að kórónan sem er á Alþing- ishúsinu verði fjarlægð. Morgunblaðið/Golli Sveinn Magnússon og Auður Axels- dóttir fyrir framan húsnæði Geð- hjálpar á Túngötu 7. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 21.janúar,verður Einar Pálsson, fram- kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Ár- borg, 50 ára. Eiginkona hans er Arndís Harpa Einarsdóttir, skólastjóri. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu, Túngötu 64, Eyrarbakka, frá kl. 20 á afmælisdaginn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. O-O b5 8. Rxc6 dxc6 9. f4 Bb7 10. Bf3 b4 11. Ra4 Hd8 12. De1 c5 13. b3 Rf6 14. Bb2 Bc6 15. e5 Bxf3 16. Hxf3 Rd5 17. f5 Dc6 18. Df2 Hc8 19. Hf1 Hc7 20. Bc1 exf5 21. Hxf5 De6 22. Bg5 h6 23. Bh4 c4 24. bxc4 Rc3 25. Df3 Dxc4 26. Rxc3 Dxc3 27. Da8+ Hc8 28. Dxa6 Bc5+ 29. Kh1 O-O 30. De2 Hc6 31. Be1 Dd4 32. Bf2 Dd5 33. Db5 Hd8 34. e6 Dxf5 35. Dxc6 Staðan kom upp í Rilton Cup, al- þjóðlegu skákmóti, sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Juan Bellon (2425) hafði svart gegn Nick DeFirmian (2550). 35... Dxf2! 36. Da6 hvítur yrði mát eftir 36. Hxf2 Hd1+. 36... Dd4 37. exf7+ Kh8 38. De2 Bf8 svartur er nú manni yfir og með léttunnið tafl. 39. h3 Dd5 40. De8 Dd7 41. He1 Dd6 42. He6 Dd4 43. Kh2 Df4+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Opnun á einu grandi. Norður ♠10 ♥K9842 S/Allir ♦9873 ♣ÁG10 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 tíglar * Pass 2 hjörtu Pass ? Í hefðbundnu Standard-kerfi sýnir opnun á einu grandi 15–17 punkta og jafna skiptingu. Þetta er mest lýsandi opnun kerfisins, punktastyrkurinn er þröngt afmarkaður og skiptingin líka. Opnun á einu laufi er til dæmis skil- greind sem 12–20 punktar og þrjú eða fleiri lauf. Það er augljóslega mikill munur á lýsandi eiginleikum þessara tveggja opnana. En – ekki er öll sagan sögð. Allir spilarar kannast við þau ótrúlegu vandræði sem grandopnunin skapar þegar svarhönd á 8–10 punkta á móti. Á að spila bút, gefa áskorun í geim eða keyra í geim? Þegar upp er staðið reynast slíkar ákvarðanir oftast byggð- ar á ágiskun, þrátt fyrir alla „ná- kvæmni“ grandopnunarinnar. Dæmið að ofan er úr tímaritinu The Bridge World. Spekingar voru spurðir hvað þeir myndu gera með spil norðurs í öðrum hring eftir að hafa yfirfært í hjarta. Það er vitað að makker á ekki fjórlit í hjarta, því þá hefði hann farið upp á þriðja þrep (sagt þrjú hjörtu eða gefið aðra lýsandi sögn). Ennfremur er það innbyggt í kerfið að láglitasögn á þriðja þrepi er geimkrafa, en tvö grönd jafnskipt áskorun. Hvaða sögn myndi lesandinn velja? Þrjátíu spilarar mynda spekinga- hópinn í The Bridge World og þeir völdu fimm sagnir í þessum hlutföllum: Tvö grönd: 20 spekingar. Pass: 5 spekingar. Þrír tíglar: 2 spekingar. Þrjú lauf: 2 spekingar. Þrjú hjörtu: stakur spekingur. Þótt miðjumoðið tvö grönd njóti mestrar hylli er það síður en svo galla- laus sögn. Á næstu dögum verða skoð- uð nokkur slík „grandvandræði“ úr Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Til mín hefur leitað fjölskylda sem óskar eftir að kaupa sérbýli í Mosfellsbæ með bílskúr. Um er að ræða aðila sem eru tilbúnir að veita ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Verðhugmynd allt að 25 millj. Áhugasamir vin- samlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Með kveðju Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. SÉRBÝLI Í MOSFELLSBÆ ÓSKAST Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Hef verið beðin um að finna 2ja til 3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi, helst við AUSTURBRÚN eða LJÓSHEIMA. Ríflegur afhendingartími, góðar greiðslur í boði. Nánari uppl. Ellert í síma 893 4477 eða á skrifstofu Valhallar. Kveðja, Ellert Róbertsson, sími 893 4477. Vantar - Vantar NORSKIR rithöfundar, dansarar og tónlistarmenn heimsækja Nor- ræna húsið á morgun kl. 18 og halda klukkustundarlanga dagskrá í sal hússins. Listamennirnir eru hér í tengslum við opnun sýningar Tonje Strøm kl. 15 á morgun og munu flytja stutt brot úr verkum sínum við það tækifæri. Meðal þeirra sem koma fram má nefna Jan Erik Vold, eitt af helstu ljóðskáldum Norðmanna, sem er vel þekktur fyrir þýðingar sínar á evrópskum og bandarískum bók- menntum. Hann hefur verið til- nefndur til Norrænu bókmennta- verðlaunanna í tvígang og hefur hlotið fjölmörg önnur bókmennta- verðlaun í Noregi. Hann er heið- ursdoktor við Háskólann í Ósló. Þá munu skáldin Torild Warde- nær og Ingvild Burkey lesa úr verkum sínum auk þess sem Nils Øklund leikur á fiðlu og harðang- ursfiðlu og dansararnir Vilde Halle Ekeland og Mathias Stoltenberg sýna atriði úr verkum Jorunn Kirkenær. Tónlist, ljóð og dans í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.