Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Þ etta var á köldum föstudagsmorgni í byrjun aðventunnar fyrir rúmum tveimur árum. Það var gott að koma inn í hlýjuna í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg, nú Landsnets. Þegar komið var inn í stóran salinn var fjölmenni og kliður eins og í fuglabjargi. Þarna voru aðallega mættir ábúð- armiklir og alvörugefnir karl- menn, sennilega annar hver verk- fræðingur að mennt. Man þó eftir að minnsta kosti einni verklegri konu við eitt borðið. En hvað um það. Finna mátti vel spennuna og eftirvæntinguna í andrúmsloft- inu. Framundan var opnun til- boða í stærstu og líklega um- deildustu fram- kvæmd Ís- landssög- unnar, Kárahnjúkavirkjun. Verktakar höfðu skipt sér niður á borðin í salnum og biðu þess að umslög þeirra yrðu opnuð af starfsmönnum Landsvirkjunar. Fljótlega sá maður að eitt borðið skar sig svolítið úr. Þar sátu tveir Ítalir ásamt íslenskum ráðgjöfum sínum. Uppruni að- komumannanna leyndi sér ekki, dekkri á hörund en hinir fölu Ís- lendingar og Norðurlandabúar sem þarna voru í meirihluta, og hárið tinnusvart og liðað. Annar þéttur á velli og með yfirvara- skegg. Ítalskara gat það vart ver- ið. Fyrir aðra sök skáru Ítalirnir sig frá öðrum bjóðendum. Þeir mættu með tilboðin í þremur grænum og snjáðum ferðatösk- um. Enginn óþarfa íburður og reyndar svolítið heimilislegt, í anda hinnar hagsýnu húsmóður. Þegar opnun tilboðanna var að hefjast man ég að hinn þétti Ítali fór ítrekað upp að háborðinu til Landsvirkjunarmanna, með reiknivél í hendi, líkt og hann væri ennþá að reikna út tilboðin. Fyrir leikmann virkaði þetta ekki traustvekjandi en var eflaust smámál. Áfram hélt athöfnin. Þar sem um flókið og stórt út- boð var að ræða, bæði í stíflu og aðrennslisgöng virkjunarinnar, tók það drykklanga stund að opna öll tilboðin. Eftir nærri tvo klukkutíma lá niðurstaðan fyrir. Upp úr grænu ferðatöskunum komu langlægstu tilboðin frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo, alls 44 milljarðar króna í bæði verkin, sex millj- örðum undir áætlunum Lands- virkjunar. Íslenskir, danskir, þýskir og breskir verktakar voru allir vel yfir kostnaðaráætlunum, sér í lagi eða saman í hóp. Mér er í fersku minni sá skrýtni svipur sem kom á for- ráðamenn Landsvirkjunar þegar niðurstaðan varð ljós, á sumum allt að því skelfingarsvipur en þeir báru sig mannalega. Voru ánægðir með að tilboð voru ekki svo langt frá þeirra áætlunum. Fáum mánuðum síðar var samið við Impregilo. Tilboð Ítalanna voru yfirfarin og áður en skrifað var undir hafði samnings- upphæðin hækkað, m.a. vegna launakostnaðar, að því er síðar var upplýst af Landsvirkjun. Síðan þetta gerðist hafa mörg handtökin verið við Kárahnjúka, deilur verið áberandi og tekið hefur verið upp úr mörgum ferðatöskunum. Að vísu hefur líka verið pakkað ofan í ófáar töskurnar fljótt aftur því Impregilo hefur haldist illa á starfsfólki. Veðravítið til fjalla hefur haft sitt að segja en eftir því sem lengra líður frá útboðinu kemur æ betur í ljós að ein meg- inástæðan fyrir þetta lægri til- boðum Ítalanna er að þeir gerðu ekki ráð fyrir neinum yfirborg- unum í launagreiðslum til starfs- mannanna. Talsmaður Impregilo sagði ný- lega í Morgunblaðinu að tilboðin miðuðust eingöngu við virkj- unarsamninginn. Segist fyr- irtækið ekki ætla að keppa við aðra verktaka með yfirborgunum, annars séu forsendur tilboðsins brostnar. Hvað hefur þetta þýtt? Jú, starfsmenn Kárahnjúkavirkj- unar eru meira og minna erlendir og nú stefnir í að þeir verði einna flestir frá Kína. Gott og vel. Þannig ætlar ítalska fyrirtækið að vinna verkið, það segist fara eftir öllum leik- reglum og svo virðist sem verka- lýðshreyfingin og stjórnvöld geti ekki aðhafst mikið frekar, fyrir utan athugasemdir við aðbúnað, skattagreiðslur og reikningsskil. Verkalýðshreyfingin getur illa sætt sig við framferði Impregilo en spurningin er hvort hún verði ekki að láta þar við sitja. Þarft aðhald verkalýðsforyst- unnar hefur komið mörgu góðu til leiðar við Kárahnjúka og vonandi verður þeirri stefnu haldið áfram. Hins vegar er komið upp alvar- legra vandamál hér á landi en starfsmannamál við Kárahnjúka. Það er innflutningur á ólöglegu vinnuafli í byggingariðnaði og jafnvel fleiri greinum. Þar eru brýn verkefni fyrir verkalýðsfor- ystuna og stjórnvöld. Samiðn hef- ur vissulega verið á verði og starfsmenn félagsins meira að segja farnir að hlaupa uppi lög- brjótana. En betur má ef duga skal. Þarna er kominn nýr óvinur og erfiðari viðureignar en ítalskt og sjóað verktakafyrirtæki, sem hefur mikla reynslu af því að reisa virkjanir víða um heim. Minnisstætt er þegar ég heim- sótti virkjunarsvæðið fyrir um ári og hitti viðkunnanlegan verkefn- isstjóra Impregilo sem skildi ekk- ert í þessum látum á Íslandi. Hann yppti öxlum og sagði: „Ég er bara verkfræðingur, kann ekk- ert annað en að byggja virkj- anir.“ Fyrir skömmu hitti ég hann aftur og þá var hann alvar- lega að spá í að fara í framboð á Ítalíu að verki loknu á Íslandi! Aðhaldið er sem fyrr segir af hinu góða en haldi hörð andstaða við Ítalina áfram er hætt við að pakkað verði ofan í allar ferða- töskurnar á Kárahnjúkum, græn- ar og gráar, nýjar sem gamlar, og stærsta framkvæmd Íslandssög- unnar gæti breyst í stærsta klúð- ur Íslandssögunnar. Er það vilji manna? Tilboðin í töskunum Fyrir aðra sök skáru Ítalirnir sig frá öðrum bjóðendum. Þeir mættu með til- boðin í þremur grænum og snjáðum ferðatöskum. Enginn óþarfa íburður og reyndar svolítið heimilislegt, í anda hinnar hagsýnu húsmóður. VIÐHORF Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Slaraffenland heitir veitinga-staður í miðborg Kaup-mannahafnar sem opnaðurvar í september sl. af tveim- ur kokkum, Íslendingnum Gunnari Páli Gunnarssyni og Dananum Sophus Nedergaard. Gunnar Páll segir aðalsmerki staðarins að allur maturinn sé lagaður frá grunni og þangað sæki fólk sem vill heima- gerðan og gamaldags mat til að taka með sér. Nafnið á staðnum merkir nokkurs konar ævintýraland, og er orðið reyndar komið úr þýsku: Schlaraff- enland: Sællífis- og letiland, þar sem enginn þarf að gera neitt og einungis þarf að rétta út höndina eftir kræs- ingunum, að sögn Gunnars. „Sá sem nennir ekki að elda matinn getur komið til okkar og keypt góðan mat til að taka með sér. Við erum til svo að fólk geti leyft sér að vera latt og hafa það gott. Við lögum mat eins og fólk myndi vilja elda ef það nennti og hefði tíma, góðan og alvöru mat. Það er okkar heimspeki,“ segir Gunnar Páll. Kleinur og flatbrauð Þeir félagar hafa á boðstólum hinn rómaða danska mat sem Íslend- ingum líkar einnig svo vel. T.d. svínasteik með puru og frikadellur, smørrebrød og hakkabuff, allt lagað úr besta hráefni. Gunnar segir að þeir leggi áherslu á að búa allar sós- ur og salöt til frá grunni, m.a.s. majónesið. Einnig kjötbollur og fiskibollur, sem og brauðin, en pyls- ur og ostar er það eina sem þeir kaupa tilbúið. Til stendur að auka vægi íslensks hráefnis á staðnum og flytja t.d. inn harðfisk og reyktan lax og silung. Kleinur og flatbrauð er einnig eitthvað sem Gunnar gæti hugsað sér að bera á borð fyrir mat- gæðinga í Kaupmannahöfn, sem og hangikjöt, en það er hins vegar bannað að flytja inn til Danmerkur. „En það getur vel verið að ég reyni að finna gott reykhús og láti bara reykja danskt lambakjöt á íslenskan máta.“ Slaraffenland er í miðborg Kaup- mannahafnar í hverfi sem kallast Latínuhverfið með vísan til sam- nefnds hverfis í París sem það þykir líkjast. „Pisserenden“ eða „Hland- rennan“ er viðurnefni þessa gamla hverfis í nágrenni Striksins. Það var áður fátækrahverfi og þar var mikið um eiturlyfjaneyslu og vændi allt fram til 1970. „Þarna var fullt af krám og þar af leiðandi var bara migið þar sem maður stóð og þegar þörfin var,“ segir Gunnar Páll um nafngiftina. Hverfið er nú gerbreytt og staðsetn- ingin segir hann að sé með besta móti og við- tökurnar einnig. „Við höfum fundið fyrir því að gamaldags matur er aftur að verða vinsæll. Fólk virðist vera orðið þreytt á þessu ítalska eða aust- urlenska fæði og sækir aftur í gamla heimilismatinn,“ segir Gunnar Páll sem hefur starfað sem kokkur í tutt- ugu ár, þar af tólf í Danmörku þar sem hann hefur búið ásamt fjöl- skyldu sinni, og starfað á hótelum, veitingastöðum og við veisluþjón- ustu. Eins og kjötborðið í kaupfélaginu Hugmyndin að því að opna veit- ingastað af þessu tagi kviknaði af löngun til þess að samræma kokka- starfið og fjölskyldulíf sem hefur reynst mörgum í þessari starfsgrein erfitt. „Við höfðum haft nóg að gera við brúðkaup, afmæli og fermingar en vantaði aðstöðu fyrir starfsemina. Svo vorum við að þreifa fyrir okkur um góða vinnu þar sem hugmynda- flugið fengi líka að njóta sín en fjöl- skyldan yrði ekki útundan. Við rák- umst á þetta húsnæði sem hafði staðið autt í ár og keyptum það.“ Innréttingar og útlit er upp- runalegt og minnir á kjötborðið í kaupfélaginu í gamla daga, eins og kokkurinn orðar það, og rímar það vel við einkenni Slaraffenlands. „Að okkar mati skiptir umgjörðin minnstu máli. Aðalatriðið er að mat- urinn bragðist vel,“ segir Gunnar Páll. Staðurinn er ekki stór og mið- ast við að fólk taki matinn með sér því ekki er pláss fyrir borð eða stóla.  MATUR | Hefðbundinn heimilismatur að hætti Dana á veitingastaðnum Kokkarnir í Slaraffenland: Sophus Nedergaard (t.v.) og Gunnar Páll Gunnarsson segja viðtökurnar einkar góðar. „Við erum til svo að fólk geti leyft sér að vera latt“ Við höfum fundið fyrir því að gamaldags matur er aftur að verða vin- sæll. Lagst á eitt: Kröftug handtök með piparkvörnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.