Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NORSKU loðnuskipin eru nú farin að tínast inn á Norðfjörð eins og undanfarna vetur en þar liggja þau á meðan áhafnir þeirra vinna við að frysta aflann. Mjög líflegt hefur verið á firð- inum að undanförnu, drekkhlaðin loðnuskip hafa komið til löndunar auk þess sem íslensku vinnsluskipin hafa legið og unnið loðnuna. Þá hafa flutningaskip komið nær daglega að sækja loðnuafurðir bæði það sem vinnsluskipin hafa landað svo og frysta loðnu hjá Síldar- vinnslunni en í fiskiðjuveri fyrirtækisins er nú búið að frysta um 4500 tonn síðan vertíðin hófst nú eftir áramótin. Bræla Aðfaranótt fimmtudagsins brældi en troll- ararnir gátu þó verið að fram á morguninn. Þess vegna voru mörg skip á leið í land í gær með slatta eins og Börkur og Beitir, sem báðir voru á landleið með sín 600 tonnin hvor. Önnur skip biðu af sér bræluna úti. Freysteinn Bjarnason, útgerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni, segir veiðarnar annars ganga einstaklega vel og loðnan sé stór og falleg. Þeir séu með Örninn á leigu til flutninga á loðnu. „Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi. Við fáum hráefni fyrir bræðsluna á Siglufirði og tafir skipanna frá veiðum verða minni, en Örn- inn hefur verið að safna í sig, reyndar tekið mest frá Berki. Nú eru öflugustu skipin að frysta loðnu í gríð og erg. Þau eru að frysta um 150 tonn á sólarhring og þar sem loðnan er svona stór, þurfa þeir lítið að flokka frá. Vegna þessarar frystingar eru þessi öflugu skip ekki að beita sér mikið við veiðarnar og þess vegna gengur hægar á kvótann, en ef þau væru að veiða til bræðslu. Það þarf líklega að nýta skip- in betur til að ná kvótanum, en markaðurinn fyrir frysta loðnu í Austur-Evrópu er gífurlega stór og það verður fryst meðan hann tekur við. Þetta eru margir munnar og það fara margar loðnur í hvern,“ segir Freysteinn. Loðnan hefur nú fært sig fjær landinu og 70 til 80 mílur austsuðaustur úr Norðfjarðar- horni, nánar til tekið á Rauðatorginu. Frey- steinn segir að þetta sé svipað mynstur og í fyrra og líklega ráðist það af sjávarföllum og straumum. Mest til Eskju Íslenzku skipin hafa nú, samkvæmt nýjustu skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva, landað um 85.400 tonnum og erlendu skipin um 4.900. Því hafa verksmiðjurnar tekið á móti ríflega 90.000 tonnum. Eskja á Eskifirði hefur tekið á móti mestu, 19.100 tonnum. Síldarvinnslan í Neskaupstað er með 15.600, Síldarvinnslan á Seyðisfirði með 11.700, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði með 8.400, HB Grandi á Vopnafirði er með 8.400, Síldarvinnslan á Siglufirði með 7.600, Hrað- frystistöð Þórshafnar 7.300, verksmiðja Ís- félagsins í Krossanesi með 6.400, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með 4.700 og Samherji í Grindavík er með ríflega 1.000 tonn. Norsku skipin í loðnufrystingu Bræla á miðunum og loðnan komin á Rauðatorgið Ljósmynd/Ágúst Blöndal Loðna Mörg norsk loðnuskip hafa að undanförnu legið inni á Norðfirði og fryst loðnu um borð. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Löndun Örn KE er nú í flutningum á loðnu af miðunum til Siglufjarðar og hér er Páll Þor- valdsson, löndunarmaður SR, að undirbúa löndun úr honum. ÚR VERINU HAMFARIRNAR á öðrum degi jóla höfðu hvergi jafn- skelfilegar afleiðingar og í Indónesíu en ljóst er, að í Aceh-héraði einu fórust hátt í 200.000 manns. Þeir, sem af komust, eins og þessi maður í borginni Banda Aceh, reyna nú að horfa fram á veginn og þá með því að koma sér upp nýju húsi í stað þess, sem flóðið eyðilagði. Reuters Uppbygging í Aceh KAÞÓLSKA kirkjan á Spáni kveðst ekki hafa horfið frá þeirri afstöðu sinni að notkun smokka sé ósiðleg. Fullyrðingar um hið gagnstæða hafi verið „misskilningur“. Mikla athygli vakti á miðvikudag þegar greint var frá því að Juan Ant- onio Martínez Camino, biskup og talsmaður biskuparáðs Spánar, hefði lýst yfir því að smokkar hefðu hlut- verki að gegna í því að koma í veg fyr- ir útbreiðslu alnæmis. Ýmsir urðu til þess að fagna þessari stefnubreyt- ingu kaþólsku kirkjunnar á Spáni en þessi afstaða gengur í berhögg við opinbera kenningu Páfagarðs. Kaþ- ólska kirkjan á Spáni hefur jafnan verið talin sérlega fylgispök Páfa- garði. „Ósiðleg, kynferðisleg hegðun“ Á miðvikudagskvöld birti biskupa- ráðið síðan yfirlýsingu þess efnis að kirkjan hefði ekki breytt afstöðu sinni til notkunar getnaðarvarna. Sagði í yfirlýsingunni að ummæli Camino hefðu aðeins verið „stutt svar“ við spurningu blaðmanns sem varðað hefði áætlun spænskra stjórn- valda um alnæmisvarnir þar sem m.a. er gert ráð fyrir að hvatt verði til notkunar smokka. Sagði í yfirlýsing- unni að ummæli Martínez Camino bæri að skilja í samræmi við kenn- ingar kaþólsku kirkjunnar sem kvæðu á um að notkun smokka fæli í sér „ósiðlega kynferðislega hegðun“. Því væri ekki unnt að ráðleggja mönnum að nota þá. Heilbrigðisráð- herra Páfagarðs, Javier Lozano Barragan, sagði í gær að notkun smokka til að hefta útbreiðslu al- næmis væri ótæk vegna þess að markmið „þessarar baráttu“ væri að vinna gegn því að menn drýgðu hór. Vísaði hann til sjötta boðorðsins því til stuðnings. Vonbrigði og reiði Stjórnmálamenn á vinstri vængn- um, fréttaskýrendur og hópar sem berjast fyrir réttindum samkyn- hneigðra tóku nýjustu yfirlýsingu biskuparáðsins spænska þunglega í gær. Margir lýstu vonbrigðum og reiði. „Undrunin og ánægjan ríkti að- eins í nokkrar klukkustundir,“ sagði í forystugrein El Periodico sem gefið er út í Katalóníu. „Hið ósiðlega í mál- inu er afstaða kirkjunnar sem hafnar aðferð sem bjargað getur mannslíf- um,“ sagði í greininni. Óbreytt stefna spænsku kirkjunnar Notkun smokka sögð fela í sér „ósiðlega kynferðislega hegðun“ EKKERT hefur spurst til sænska forstjórans Fabians Bengtssons og bendir enn flest til, að honum hafi verið rænt er hann var á leið til vinnu sinnar í Gautaborg síðastliðinn mánudagsmorgun. Staðfest hefur verið, að peningar voru teknir út af bankareikningi Bengtssons skömmu eftir að hann hvarf. Bengtsson, sem er forstjóri raf- tækja- og heimilistækjakeðjunnar Siba, hvarf eins og fyrr segir á mánudagsmorgni en skömmu síðar, eða á ellefta tímanum, sendi hann föður sínum SMS-skilaboð. Hafa þau ekki verið opinberuð en faðir hans túlkaði þau þannig, að hann væri í einhverjum miklum vandræðum. Vitað er, að skilaboðin voru send frá Gautaborg. Snemma á miðvikudagsmorgni fannst BMW-bifreið Bengtssons og hafði henni verið lagt skammt frá heimili hans í Gautaborg og lyklarnir skildir eftir í svissinum. Ljóst er, að þar hefur hún verið í 20 klukku- stundir eða lengur því að hún var bú- in að fá sektarmiða, sem tímasettur var klukkan 14.03 daginn áður. Bifreiðin er nú til rannsóknar hjá sænsku lögreglunni en undarlegt þykir, að hugsanlegir mann- ræningjar skuli hafa skilið bílinn, sem er mjög áberandi, eftir á þess- um stað, svona nálægt heimili Bengtssons. Skýringin getur þó ver- ið sú, að því er fram kemur í sænsk- um fjölmiðlum, að bíllinn hafi verið stöðvaður og Bengtsson rænt á þess- um slóðum. Sænska lögreglan verst allra frétta af rannsókn málsins en þó virðist staðfest, að aðeins hálftíma eftir að hann fór að heiman frá sér, hafi einhver tekið út allstóra fjárhæð af reikningi hans í hraðbanka. Er nú verið að skoða upptökur eftirlits- myndavélar við hraðbankann. Farið inn á aðalskrif- stofu Siba að næturlagi Eitt sænsku blaðanna, Aftonblad- et, segist hafa heimildir fyrir því, að einhver eða einhverjir, hugsanlega mannræningjarnir, hafi farið inn á aðalskrifstofu Siba aðfaranótt mið- vikudagsins og þá líklega notað að- gangskort Bengtssons. Lögreglan vill þó ekkert um þetta segja og ekki heldur talsmaður Siba. Svíar hafa beðið um aðstoð Al- þjóðalögreglunnar, Interpol, við rannsókn málsins og meðal annars er verið að kanna hvort hugsanlegt sé, að Bengtsson hafi verið fluttur úr landi. Er Stena Line til dæmis með ferjusiglingar frá Gautaborg til Kíl- ar í Þýskalandi og til Fredrikshavn í Danmörku. Sibakeðjan er með meira en 50 verslanir í Svíþjóð og er fyrirtækið metið á um 20 milljarða ísl. kr. Peningar teknir út af reikningi Bengtssons SKOSKI kylfingurinn Jack McCullogh gat sér ekki frægð af íþrótt sinni þegar hann var uppi á nítjándu öld en hefur nú vakið at- hygli með skáldsögu sem bendir til þess að hann hafi verið forspár. Í áður óþekktri skáldsögu, sem McCullogh skrifaði 1892, lýsir hann m.a. hlutum eins og staf- rænum úrum, hraðlestum og sjónvarpi. Skáldsagan nefnist „Golf á árinu 2000“ og fjallar um mann sem sofnar 1892 og vaknar 108 ár- um síðar. Hún er á meðal bóka sem seldar verða á uppboði í Ed- inborg í vikunni, að sögn breska dagblaðsins The Times í gær. Eftir að söguhetjan vaknar not- ar hún m.a. golfvagn og í sögunni er fjallað um atvinnukylfinga og golfkeppni milli Bretlands og Bandaríkjanna, líkt og Ryder- keppnin milli Evrópu og Banda- ríkjanna sem hófst 1927. Í skáldsögunni eru ennfremur konur, sem vinna úti og klæðast eins og karlar, og stór glerskjár sem sýnir hreyfimyndir, líkt og sjónvarp. Forspár kylfingur London. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.