Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir Johnsen fæddist í Reykjavík 3. septem- ber 1910, hún lést í Hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 15. janúar sl. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhanna Gríma Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum í Laugardal f. 1884 og Guðmundur Sigurðs- son skipstjóri frá Garðbæ, Eyrarbakka f. 1879. Móðir Sigríðar lést er hún var á fyrsta ári og tóku hjón- in Jóhanna Jóhannsdóttir f. 1887 og Emil Johan Hansen Rokstad f. 1875, frá Rokstad í Rossfjord í Tromsfylki í Noregi, hana í fóstur. Hálfsystkini Sigríðar börn Guð- mundar skipstjóra og Þóru Jó- 1962, og eiga þau dæturnar Jó- hönnu og Ólafíu, fæddar 3.9. 1990, og Hönnu Rakel f. 2001. Gunnar, f. 1976, sambýlismaður Ólafur Högni Ólafsson, f. 1961. 2. Vilhelmínu, f. 1949, gift Ólafi Ásgeirssyni, f. 1947. Börn þeirra eru: Dagmar, f. 1975 gift Guð- mundi Viðari Hreinssyni. Ásgeir, f. 1977, og Elínborg Ingunn, f. 1979, gift Stefáni Inga Valdimarssyni, f. 1980. Sigríður stundaði skrifstofu- störf í Reykjavík að loknu stúdents- prófi árið 1930 en að mestu leyti húsmóðurstörf eftir að hún fluttist í Garðahrepp. Hún sat í hrepps- nefnd Garðahrepps frá 1958–1966 og gegndi starfi sveitarstjóra um nokkurra mánaða skeið. Hún var einn stofnenda Kvenfélags Garða- bæjar og heiðursfélagi þess. Sigríð- ur beitti sér ávallt í málum sem snertu hagsmuni kvenna og fékk ásamt samstarfskonum sínum því áorkað að komið var á orlofsdvöl fyrir húsmæður. Hún lést í Hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð 15. janúar 2005. Útför hennar verður frá Garðakirkju föstudaginn 21. jan- úar kl. 15. hannsdóttur systur Jó- hönnu voru Jóhann f. 1915 og Kristín f. 1919. 11. ágúst 1938 gift- ist Sigríður Gunnari Johnsen systursyni Emils Rokstad, frá Finnsnes í Noregi. Gunnar var sonur Wil- helmine Frimanda Hansen Rokstad f. 1886 og Thorvald Kröitzer Johnsen f. 1886. Árið 1938 settust þau hjónin að í Garða- hreppi og bjó Sigríður þar til dauðadags, lengst á Marklandi. Sigríður og Gunnar Johnsen áttu tvær dætur: 1. Jóhönnu, f. 1943, gift Guðmundi Baldri Jóhannssyni, f. 1942. Börn þeirra eru: Sigríður, f. 1966, gift Ingvari Ingvarssyni, f. Þegar ég ákvað að skrifa minning- argrein um hana ömmu mína var það fyrsta sem kom upp í hugann: Hvernig skrifar maður minningar- grein? Mér datt þá í hug að best væri að lesa nokkrar greinar og hafa til hliðsjónar. Mér til happs fannst gamall Moggi hér í útlandinu sem í voru átta minningargreinar, þar af um sex ömmur og einn afa, allt góðar fyrirmyndir fyrir mína grein. Eftir að hafa lesið í gegnum greinarnar hafði ég komist að því að þar voru saman komnar hinar mestu barna- gælur, yfirburða fólk í að púsla, kubba og perla, að ógleymdum meisturum í pönnukökubakstri. Þótt amma mín hafi alltaf gefið sér tíma til að spila og púsla með okkur þá var hún ekki eins og þetta fólk. Það var fljótgert að púsla þar sem púslin voru númeruð og hún lagði verðmæti undir til að gera spilamennskuna meira spennandi. Það var líka alltaf hægt að fá hana til að baka pönnsur því eins og hún sagði: „Ef maður hefur þær nógu þykkar þá tekur baksturinn enga stund.“ Eftir á að hyggja get ég sagt að hún amma hafi ekki haft mikið gaman af börnum en hins vegar naut hún þess að upplifa unglingsárin aft- ur í gegnum barnabörnin sín. Skilj- anlega, þar sem hennar helstu hugð- arefni voru þau sömu og annarra unglinga almennt. Það var því úr að á þeim breytingatíma sem unglings- árin eru hætti ég að eiga „ömmu“ sem sér um að allt sé gott en eign- aðist í staðinn einn minn besta vin, sem hafði þann góða kost umfram aðra góða vini að vera eins í laginu og með sama smekk svo við gátum deilt sama fataskápnum. Það er manni ómetanleg verðmæti að eiga sér góða vini. Það er munaður sem maður óskar sérhverjum að njóta alla tíð. Það er því sárt að sjá á eftir ömmu sem ég kveð í dag. Bless amma mín, ég veit ekki hvort engl- um er skipt upp eftir fegurð en ég er viss um að Pú og Pa muni sjá til þess að þú fallir í kramið. Elínborg. Með fáeinum orðum vil ég minn- ast sómakonunnar Sigríðar á Mark- landi, eins og hún var jafnan nefnd af vinum sínum. Hún andaðist 15. janúar sl. á ní- tugasta og fimmta aldursári. Kynni okkar urðu fyrir nær 45 ár- um, í júlímánuði árið 1960. Ég hafði þá verið ráðinn sveitarstjóri í Garða- hreppi, nú Garðabær, og var að mæta á minn fyrsta fund með sveit- arstjórninni. Þar hitti ég fyrir ein- stakt úrvalsfólk sem ég átti eftir að hafa mikið og gott samstarf við næstu árin. Sigríður var þar á með- al. Hún hafði verið kjörin í sveit- arstjórnina árið 1958 og átti þar sæti í tvö kjörtímabil, eða til ársins 1966,eða þar til fyrst fór fram lista- kosning í sveitarfélaginu. Aðrir fulltrúar voru Einar Halldórsson, oddviti á Setbergi, Björn Konráðs- son á Vífilsstöðum, sem verið hafði oddviti í áratugi, Guðmann Magn- ússon, hreppstjóri á Dysjum, og Jó- hann Eyjólfsson í Sveinatungu. Hann er nú einn á lífi þessara mætu fulltrúa. Ég minnist samstarfsins við þetta fólk með sérstakri hlýju. Í hönd fór tími mikillar uppbyggingar í þessu þá tæplega þúsund manna sam- félagi. Aldrei bar skugga á samstarf okkar þótt stundum væri farið hrað- ar en myndi talið skynsamlegt nú, eða jafnvel fært. Á þessum árum var lögð vatns- veita um byggðina, frárennslismál- um komið í lag, keypt voru lönd og lóðir, ný hverfi skipulögð og byggð, Flataskóli stækkaður, opnaðir gæsluvellir og svo mætti áfram telja. Sigríður tók þátt í öllu þessu af ein- stökum áhuga, hafði að ýmsu leyti aðra sýn á viðfangsefnin en við karl- mennirnir og kom þeim sjónarmið- um sínum til skila á sannnfærandi hátt. Þannig hafði hún kannski meiri áhrif á þróun mála í þessu samfélagi okkar en sást í fljótu bragði, en sést þeim mun betur þegar horft er yfir sviðið svona lögu síðar. Hafa ber í huga að á þessum árum var svo sem ekkert algengt að konur ættu sæti í sveitarstjórnum, og sjálfsagt enn sjaldgæfara að þær næðu kosningu í óhlutbundnum kosningum þar sem allir voru í raun í kjöri. Í fyrstunni var ég einn á skrif- stofu hreppsins. Fyrir kom að ég þurfti öðru að sinna á hinum aug- lýsta tíma sem skrifstofan var opin. Þá hljóp Sigríður oft í skarðið fyr- ir mig og sinnti skrifstofustarfinu fúslega og greiddi götu þeirra sem erindi áttu á skrifstofuna. Á þessum árum var það meðal verkefna sveitarstjórna að leggja út- svör á íbúana samkvæmt skattfram- tölum þeirra. Sveitarstjóri annaðist allan undirbúning álagningar. Til að- stoðar við það verk fékk ég Sigríði fyrstu árin, og raunar einnig þann góða mann Leif Eiríksson, sem þá var kennari við Flataskóla. Hann lif- ir nú í hárri elli á Hrafnistu. Margar áttum við ánægjustundirnar í þess- ari vinnu okkar, þótt álagning út- svara á borgarana hafi út af fyrir sig ekki verið neitt skemmtistarf. Sigríður var félagslynd kona. Henni voru því falin ýmis fleiri störf en að sveitarstjórnarmálum. Þau þekki ég ekki eins vel og þau sem ég hef hér rakið. Vel var þó kunnugt öflugt starf hennar í kvenfélagi sveitarinnar og veit ég að hún var þar vel virt af samstarfskonum. Fjölskyldu Sigríðar Johnsen votta ég innilega samúð. Guð blessi minn- ingu hennar. Ólafur G. Einarsson. Ég kynntist Sigríði Johnsen fyrir rúmum þrjátíu árum þegar ég fimm ára gömul fluttist með fjölskyldu minni í húsið við hliðina á Marklandi í Garðabæ, heimili hjónanna Sigríð- ar og Gunnars. Strax frá upphafi þótti mér mikið til Sigríðar koma og ekki dró úr aðdáun minni á henni eftir því sem ég eltist. Sigríður var bráðgáfuð, listræn og vel lesin. Hún fylgdist vel með þjóðmálum, hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ekkert að liggja á þeim. Hún spilaði á píanó, hafði mikla myndlist- arhæfileika, var ljóðelsk og mikil garðyrkjukona. Hún var svo skemmtilega frjálsleg miðað við konur af hennar kynslóð, var ekkert að hanga yfir heimilisstörfum að óþörfu, fór frekar út í garð ef viðraði og rogaðist þar með hjólbörurnar sínar og mokaði mold. Það fannst henni miklu skemmtilegra en að skúra! Hún hafði mikla ánægju af að fylgjast með fótboltaleikjum í sjón- varpinu og svo innilega lifði hún sig inn í leikina að maður hafði mestar áhyggjur af því að hjartað gæfi sig í öllum æsingnum! Sigríður var glað- lynd, hafði frábært skopskyn og gerði óspart grín að sjálfri sér. Í mínum huga var hún einstök kona og ég er ómetanlega þakklát fyrir að hafa átt hana að vinkonu í rúma þrjá áratugi. Blessuð sé minning Sigríðar Johnsen. Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu barni, – eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni, – eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (Matthías Jochumsson.) Ásta Emilsdóttir. Æviskeið Sigríðar Johnsen var sólarganga. Þó ekkert væri í upphafi öruggt um heilsu og þroska litlu stúlkunnar sem missti móður sína á fyrsta ári var heill og hamingja veganesti hennar á heimili fósturfor- eldranna Jóhönnu og Emils Rokstad á Bjarmalandi. Í erfiljóði Þorsteins Erlingssonar eftir Jóhönnu Grímu móður Sigríðar segir skáldið um Sigríði. „Eftir lifir lágur veikur gróður, lítið blóm við síðu fölrar móður.“ Þessi lágvaxni veikburða gróður styrktist og stóð af sér hret í rúm 94 ár. Hún var heilsuhraust með afbrigðum og lét sinn hlut hvergi nema fyrir Elli kerlingu sem hún kom næstum á annað kné. Æskuárin voru skemmtileg þó að Sigríður hafi saknað þess að eiga ekki systkini og móður á lífi. Hún segir einhvern mesta áhrifavald í lífi sínu hafa verið Sigríði Magnúsdótt- ur kennara, systur Einars rektors, en hún beitti sér fyrir því að Sigríð- ur tók inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi árið 1930. Það er án efa mikilfeng- legasta ár Íslandssögunnar fram til þess tíma og tóku stúdentar þátt í flestum dagskráratriðum Alþing- ishátíðarinnar og ekki var lakara að hátíðina sóttu norrænir stúdentar sem settu alþjóðlegan blæ á sam- komuhaldið. Merkast þótti að fá að heilsa Kristjáni kóngi en minnis- stæðast fyrir Sigríði að týna stúd- entshúfunni. Aðstæður Sigríðar leyfðu að hún ferðaðist talvert um Norðurlönd á millistríðsárunum og minnti það frekast á ferðagleði samtíðarmanna okkar. Þegar Sigríður hélt upp á áttræð- isafmælið fór hún auðvitað í siglingu með Eimskipafélaginu til Norður- sjávarhafna og þótti heldur gaman að geta þess að skipstjórinn spurði viðstadda í kvöldverði á afmælisdag- inn hvort afmælisbarnið væri með eða hvort það hefði misst af skipinu. Þeir sem til Sigríðar þekktu vita að hún var veisluglöð í öllum skilningi og átti til að halda uppi veislugleði með þeim hætti að ekki sá á henni aldur. En auðvitað fór heiðvirt fólk í sigl- ingu og aldrei hefði hún fengist til að fara í pakkaferð á sólarstrendur. Þau Sigríður og Gunnar Johnsen gengu í hjónaband árið 1938. Þau voru afar samrýnd og samhent í leik og starfi. Þau voru brautryðjendur í loðdýrarækt og búnaðist vel. Var því talsvert áfall er loðdýraræktin var lögð af með lögum ekki síst þar sem þau áttu mörg verðlaunadýr og framleiddu fyrsta flokks skinnavöru. Þau eignuðust snemma lítinn bíl sem notaður var til ferðalaga um landið þvert og endilangt. Á vetrum var skíðaíþróttin iðkuð af miklu kappi, en Gunnar Johnsen var þekktur skíðakappi í Noregi og var m.a. verðlaunahafi í skotfimi á skíð- um og skíðastökki. Við lát bónda síns lagði hún af landshornaflakk en tók upp á því að gerast mikill áhuga- maður um beinar íþróttaútsending- ar og fylgdist með öllu. Var hún um hríð sérfræðingur í fótboltafræðum og þekkti hvern leikmann. Sigríður Jonsen hefur sagt frá þeim miklu viðbrigðum sem það var að flytjast úr sveitinni í Reykjavík í sveitina í Garðahreppi. Ekkert raf- magn, engin vatnsveita, enginn skóli og drjúgur gangur í næsta síma. Þótti henni skorta á framfarahug og hélt því fram að með góðu skipulagi og stefnufestu mætti áorka miklu. Í því augnamiði að verða að liði í sam- félaginu tók hún þátt í stofnun Kvenfélags Garðahrepps og var fyrsti ritari þess. Lagði hún ásamt samverkakonum sínum drög að ýmsum kraftaverkum. Svo fór að hún settist í Hreppsnefnd Garða- hrepps og sat þar í tvö kjörtímabil. Voru vatnsveitumál og fræðslumál þar ofarlega á blaði auk eflingar byggðar í hreppnum. Tókust á hags- munir bænda og þeirra sem sáu fyr- ir vöxt þéttbýlis. Þótti Sigríði alla tíð lítið leggjast fyrir þá kappa sem létu land sveitarfélagsins til nágranna- sveitarfélaga fyrir lítið og ómyrk var hún í máli er hún sagði frá því hvernig landrými sem nú er að hluta athafnasvæði álbræðslunnar í Straumsvík var nánast gefið Hafn- arfjarðarbæ, en bændur í hrepps- nefnd gátu ekki séð verðmæti í landi, sem ekki hentaði til sauðfjár- beitar. Nefndi hún og dæmi um hvernig hreppsnefndarmönnum var lofað ókeypis vatnsveitu væri sam- þykkt tillaga um afhendingu lands til Hafnarfjarðar. Var hún í tals- verðum vanda varðandi vatnsveit- una en lét ekki kaupa sannfæringu sína. Ein helsta vinkona Sigríðar var Hulda Jakobsdóttir sem lét mikið að sér kveða í bæjarmálum í Kópavogi. Voru þær stöllur á öndverðum meiði í stjórnmálum en í sveitarstjórnar- málum voru þær mjög samstiga. Er athyglisvert að báðar gegndu þær einna fyrstar kvenna starfi sveitar- stjóra en Sigríður gegndi því emb- ætti í nokkra mánuði í forföllum. Ofaná húsmóðurstarfið lagðist því vinna að félagsmálum og stjórnmál- um og var oft erilsamt og seinkaði stundum kvöldverði við lítinn fögnuð heimilismanna. Þegar afskiptin af félagsmálum þurru tóku við störf að ritstörfum og þýðingum og garð- yrkju á Marklandi. Reis brátt mynd- arlegur skjólsæll skógarreitur við hús þeirra hjóna. Í garðinum voru ýmis undratæki fyrir krakka og vatnsþró til skrauts. Blómagarður ágætur var og á Marklandi. Garður þessi hafði þá sjaldgæfu náttúru að þangað voru allir krakkar úr nágrenninu velkomnir og voru ekki tekin í mannfélagið á staðnum fyrr en þau höfðu vöknað duglega í vatnsþrónni. Tók nú við nýtt hlut- verk Sigríðar, hún gerðist amma allra krakkanna í hverfinu og tengd- ist þeim öllum tryggðarböndum. Þótti henni verst að svo hefði ver- öldin velkst að foreldrar og börn úr nágrenninu notuðu dýrmætar sam- verustundir sínar til að skemma gamlan bíl sem dóttursonur hennar geymdi í sakleysi sínu á hennar einkalóð. Þarf ekki að lýsa undrun hennar þegar nágrannar létu yfirvöldin fjar- lægja bílhræið sem þeir höfðu sjálfir búið til. Sigríður Johnsen var menntakona vel ritfær og hagmælt. Hún hafði ígrundaðar skoðanir á heimspeki og trúmálum og einstaka pólitíska hæfileika – ekki síst þann að sjá marga leiki fram í tímann og var oft sérstaklega lærdómsríkt að hlusta á fyrirlestra hennar um pólitíska greiningu. Þegar hana mæddi nokk- uð elli og fækkaði áhugamálum var áhuginn á stjórnmálum almennt enn vakandi. Þegar fjölmiðlafrumvarp var til umræðu og afgreiðslu kviknaði logi í gömlum glæðum og spáð var í spilin eins og í gamla daga. Sigríður John- sen var virðulegur fulltrúi borgara- stéttarinnar á Íslandi sem mátti ekki vamm sitt vita en vann þau störf sem til féllu og nauðsynleg voru án minnsta hiks. Hún var trygglynd og stefnuföst en til for- ystu fallin og lét málefni ráða. Það er sannarlega löng ævi sem hófst á dögum Friðriks VIII og tek- ur til tveggja heimsstyrjalda, heims- kreppu og kjarnorkualdar fram á 21. öldina sem ætlar ekki að fara var- hluta af hörmungum. Hinn lágvaxni gróður féll ekki fyrir hinum slynga sláttumanni fyrr en í fulla hnefana. Ég þakka SigríðiJohnsen samfylgd- ina, þolinmæði, uppörvun og hlátra- sköllin, gaman og alvöru í tæpa fjóra áratugi. Ólafur Ásgeirsson. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar Í dag á bóndadaginn verður kvödd hinstu kveðju frá Garðakirkju frú Sigríður Johnsen á Marklandi, einn af stofnfélögum Kvenfélags Garðahrepps sem nú heitir Kven- félag Garðabæjar. Það er vissulega táknrænt að út- farardag Sigríðar skuli bera upp á bóndadaginn en hugmyndinni að stofnun kvenfélagsins var varpað fram á þorrablóti árið 1951. Það var síðan 8. mars 1953 að 45 konur úr Garðahreppi gengust fyrir stofnun félagins og var Sigríður kosin í fyrstu stjórn félagsins. Hún var ritari árin 1953 til 1956 og síðan formaður árin 1957 og 1958. Sigríður var gerð að heiðursfélaga á 30 ára afmæli félagsins 1983 í þakk- lætisskyni fyrir farsælt og óeigin- gjarnt starf. Þessara frumkvöðla er í dag ekki síst minnst fyrir þrautseigju og kraft við endurreisn Garðakirkju sem þá var rústir einar en aðeins út- veggirnir voru uppistandandi. Kon- urnar unnu ásamt eiginmönnum sín- um ötullega bæði í byggingavinnu og við fjáröflun til verksins á ýmsan hátt. Sigríður var algjör fróðleiks- brunnur um líf frumbyggjanna í Garðahreppi og minntist þess þegar hún sat i hreppsnefnd, þegar helstu baráttumálin voru að fá kalt vatn í húsin í hreppnum og að koma á fót barnaleikvöllum svo fátt sé nefnt. Sigríður bar upp tillögu á fundi í kvenfélaginu árið 1961 að félagið beiti sér fyrir því að konur í hreppn- um sameinist um að komið verði upp gæsluskýli fyrir börn og var tillagan samþykkt. Félagið gaf síðan leik- tæki á fjóra leikvelli. Það var alltaf gleðiefni fyrir stjórnarkonur að heimsækja Sigríði fyrir jól hin seinni ár þar sem hún tók á móti þeim með kaffi og bakk- elsi og að sjálfsögðu sherrýtári og áður en heim var haldið spilaði hún á gamla orgelið sitt og söng með þeim ,,Í Betlehem er barn oss fætt. Þess- ar stundir gleymast ekki. Að leiðarlokum þökkum við henni fyrir brautryðjendastarf við upp- byggingu Kvenfélags Garðabæjar sem hún átti svo drjúgan þátt í. Við sem eftir stöndum njótum afrakst- urs þessa starfs í dag. Blessuð sé minning Sigríðar Johnsen á Marklandi. SIGRÍÐUR JOHNSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.