Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Ný dægurlagasamkeppni | Dægurlaga- samkeppni verður haldin í Sæluviku á Sauðárkróki í vetur en verður að þessu sinni í höndum nýrra skipuleggjenda. Ell- ert Jóhannsson og Sigurpáll Aðalsteinsson halda keppnina nú en áður hafði Kvenfélag Sauðárkróks haldið hana í tíu ár. Fram kemur á vefnum skagafjordur.com að Kvenfélag Sauðárkróks hafi látið þau boð út ganga að það myndi ekki efna til dægurlagasamkeppni í ár. Ellert Jóhanns- son sagði í samtali við vefinn að þeir félagar hefðu ekki mátt til þess hugsa að keppnin legðist af, enda hápunkturinn í Sæluviku síðustu árin. Hugmyndin er að keppnin verði með svipuðu sniði og áður og hefur þegar verið auglýst eftir lögum. Væntanlegir þátttak- endur hafa frest til 15. febrúar næstkom- andi til að skila inn lagi og texta.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hrakinn snjótittlingur | Mæðgurnar Sunna Högnadóttir og Íris Huld Sig- urbjörnsdóttir komu í gærmorgun á Nátt- úrustofu Vesturlands í Stykkishólmi með snjótittling sem þær höfðu skotið skjóls- húsi yfir. Sunna fann hann við húsvegg heimilis þeirra, þar sem hann bar sig fremur illa, og veitti honum gistingu um nóttina. Hann var settur í fuglabúr á Náttúrustofunni, þar sem hann hresstist brátt. Var honum því sleppt í birtingu og hefur hann því væntanlega brátt komist til félaga sinna. Kemur þetta fram á vef Náttúrustof- unnar. Þar er vakin athygli á því að þegar jarðbönn eru líkt og nú, treysti smáfugl- arnir á gjafir mannanna. Náttúrustofan skorar því á alla landsmenn að dreifa í garða sína fuglafræjum, kjötsagi eða öðr- um mat sem fuglarnir geta nýtt sér.    Maður ársins á Suðurnesjum | Tómas J. Knútsson, kafari í Keflavík og stofnandi umhverfissamtakanna Bláa hersins, hefur verið útnefndur Maður ársins 2004 af Vík- urfréttum. Tómas rekur Sportköfunarskóla Íslands og var starfsmaður Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann hefur unnið að hreinsun strandlengjunnar ásamt félögum sínum og ætlar að gera það að fullu starfi. Segir það köllun sína, honum hafi verið ætl- að það hlutverk. Hreppsnefnd Bæj-arhrepps hefurákveðið að kaupa slökkvibíl frá Brunavörn- um Suðurlands á Selfossi. Bíllinn, var orðinn fulllítill til að þjóna sínu hlutverki á Selfossi en kemur til með að henta vel í Bæj- arhreppi, segir á vefnum strandir.is. Slökkvibíllinn er með drifi á báðum öxlum, mjög lítið ekinn og fékkst á góðu verði. Brunavarnir Bæjar- hrepps hafa aðstoðað við slökkvistarf utan hrepps- ins á undanförnum árum, þá fyrst og fremst í sam- vinnu við Brunavarnir Húnaþings vestra í Stað- arhreppi. Einnig hefur komið upp að slökkvilið Bæjarhrepps hefur sinnt útköllum í Bitrufjörð. Mun þessi bætti tækjakostur koma mjög til góða . Slökkvistöðin í Bæj- arhreppi er á Borðeyri. Brunabíll Vel á fjórða hundraðbörn tóku þátt íJólaleik Bautans og Dýraríkis en dregið var úr þeim á dögunum. Aðalverðlaunin féllu Lé Kristjánssyni í skaut, en hann er 8 ára gamall Ak- ureyringur. Myndefnið tengdist teiknimyndinni um Nemo litla og fiska- búrinu á veitingastaðnum þar sem sjá má skraut- fiska af ýmsu tagi synda um meðan snætt er. Verð- launin voru ekki af verri endanum, fiskabúr með gullfiskum, en á myndinni virðir Lér þá fyrir sér gegnum glerið áður en haldið var með það heim á leið. Morgunblaðið/Kristján Heppinn strákur Í gær var ort um titr-araeign íslenskrakvenna, sem ku vera meiri en í öðrum löndum, eða 52%. Einar Kolbeins- son orti um konurnar: Tilþrif, dirfska, tryggð og þor, er tæpast endurgoldið, ef vilja heldur víbrator, en „venjulega holdið“. Inn á lífsins unaðsslóð, allt er gott svo fremi, titrarinn ei tendri glóð, – ég tel það nægjusemi. Einar orti að loknum kvöldfréttum á þriðjudag: Loks í góða lausn við glittum, lofa skulum Kára snjalla, sem fjarlægir úr fyllibyttum, fremur leiðan erfðagalla. Þegar undirritaður fór þess á leit við Einar að fá að birta vísurnar fékk hann svar sem var á þessa leið: Beiðni þinni svo ég svara, sem vart skaðað getur: Ef þú vilt þá birtu bara, bullið úr mér Pétur. Tilþrif, dirfska, tryggð og þor pebl@mbl.is Akureyri | Listamennirnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir og Jón Laxdal, sem sett hafa svip á menningarlífið á Ak- ureyri, hafa nú flutt sig um set, hirt hafurtask sitt úr miðpunkti listalífsins, Lista- gilinu svonefnda, og komið sér fyrir í félagsheimilinu Freyjulundi í Arnarnes- hreppi, norðan bæjarins. Húsið, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja, hafa þau innréttað eftir eigin höfði og er það í senn heimili og vinnustofur þar sem þau sinna list sinni. Á myndinni er Alla með fríðum flokki að- stoðarmanna sem stóðu í ströngu við að flytja lista- verkin úr gömlu vinnustof- unni út í bíl sem flutti þau á nýjan áfangastað í sveitasæl- unni. Morgunblaðið/Kristján Af mölinni í sveitina Flutningar LEIFAR birkiskóglendis er að finna á Sprengisandi að því er fram kemur í ferðasögu sem Jóhann Björgvinsson skrif- ar á vefsíðu Eyjafjarðardeildar 4x4 (http://www.simnet.is/ggi/YtraFljotsgil/ YtraFljotsgil.htm) þar sem hann segir frá ferð í Ytra-Fljótsgil, sem er upp með Skjálfandafljóti sunnan Kiðagils. Þar er m.a. að finna leifar birkiskóglendis sem samkvæmt lýsingu og myndum er býsna heillegt þótt ekki sé það stórt um sig né trén há í loftinu. Sérstaka athygli vekja reyniviðarhríslur tvær, en þetta er hugs- anlega hæsti fundarstaður reyniviðar. Frá þessu er sagt á vef Skógræktar rík- isins og þar segist Hörður Kristinsson grasafræðingur kannast við staðinn, fór eitt sinn þangað vegna ábendingar frá Steindóri Steindórssyni grasafræðingi. „Þetta er því ekki nýr fundarstaður birki- skóglendis, þótt fáir viti reyndar af hon- um. Skóglendið er í árgili Skjálfandafljóts, vestan fljóts og sunnan Kiðagils og er því innan marka Sprengisands,“ segir í frétt á vef skógræktarinnar. Skóglendi á Sprengisandi Skagafjörður | Fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar sem boðað hafi verið til í gær var frestað. Á fundinum átti að taka fyrir að nýju mál sem snerta Villinganes- virkjun en félagsmálaráðuneytið felldi á dögunum úr gildi ákvörðun sveitarstjórn- ar um að gert væri ráð fyrir virkjuninni á aðalskipulagi vegna vanhæfis Bjarna Maronssonar, sveitarstjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem tengist stjórn- arstörfum hans fyrir Kaupfélag Skagfirð- inga. Bjarni flutti á sínum tíma tillögu um málið sem gekk gegn stefnu meirihlutans sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Sjálfstæðisflokkurinn standa að og samþykkti hana ásamt fulltrúum minni- hlutans. Átti að taka málið til afgreiðslu á ný, án aðildar Bjarna, á fundi sveitar- stjórnar í gær. Forseti sveitarstjórnar frestaði honum um óákveðinn tíma, að því er fram kemur á vefnum skagafjordur- .com. Fundi sveit- arstjórnar frestað ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.