Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Efla þarf Háskóla Íslandssem rannsóknarskólameð því að efla til munarannsóknartengt fram-
haldsnám. Nauðsynlegt er að ná
breiðri samfélagssátt um að efla HÍ
svo Íslendingar eigi háskóla í
fremstu röð á heimsmælikvarða,
enda er það ein mikilvægasta for-
senda bæði efnahagslegrar og
menningarlegrar velsældar þjóðar-
innar. Þetta er meðal þeirra atriða
sem prófessorarnir fjórir, er gefið
hafa kost á sér í embætti rektors
HÍ, eru sammála um. Kom þetta
fram á hádegisfundi sem Vaka, félag
lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ,
stóð fyrir í gær, en á fundinum
gerðu frambjóðendurnir grein fyrir
stefnum sínum og áherslum.
Auka þarf sjálfstæði deilda
Í framsögu sinni benti Ágúst Ein-
arsson, prófessor við viðskipta- og
hagfræðideild, á að hér á landi væri
aðeins 0,9% landsframleiðslunnar
varið til háskólastigsins en hlutfallið
væru á bilinu 1,3-1,8 í helstu sam-
anburðarlöndum okkar, sem þýddi í
raun að marga milljarða vantaði inn
í háskólastigið. Að mati Ágústs er
mikilvægt að auka tengsl HÍ við at-
vinnulífið jafnframt því sem huga
ætti að því að fá fleiri aðila inn í fjár-
mögnun háskólastigsins, þ.e. bæði
sveitarfélög og fyrirtæki. Ágúst
minnti á að á sama tíma og HÍ hefði
tvöfaldast á örfáum árum hefði fjár-
magn ríkisins á hvern nemanda far-
ið lækkandi ár frá ári.
Í máli sínu lagði Ágúst áherslu á
góða samvinnu við stúdenta enda
væru þeir mikilvægur samstarfs-
aðili. Í því samhengi nefndi hann að
lengja þyrfti opnunartíma Þjóðar-
bókhlöðunnar og tryggja nemend-
um lesaðstöðu í skólanum allan sól-
arhringinn. Einnig sagðist Ágúst
vilja ná samstöðu við stúdenta um
málefni lánakerfisins. Hann lagði
áherslu á að efla þyrfti meistara-
námið, auka fé til rannsókna, efla
tengsl við erlenda háskóla og auka
sjálfstæði deilda. Ágúst lagði einnig
áherslu á að tryggja þyrfti jafnrétti
kynjanna og sagðist hann vilja
fjölga konum í ráðandi stöðum í
stjórnsýslu og starfsnefndum skól-
ans, en eins og staðan er í dag hallar
töluvert á hlut kvenna.
Einar Stefánsson, prófessor við
læknadeild, sagðist sjá HÍ sem öfl-
uga stofnun sem nyti trausts í sam-
félaginu en að stofnunin hefði hvorki
fengið að njóta þess trausts til fulls
né fengið nægan fjárstuðning. Sagði
hann þar yfirvöldum skólans að
nokkru um að kenna, þar sem skort
hefði á frumkvæði og framtíðarsýn
skólans. Þessu þarf, að mati Einars,
að breyta. Sjálfur sagðist Einar vilja
sjá HÍ í hlutverki öflugs rannsókn-
arháskóla í fremstu röð á Norður-
löndum og sagði hann það nauðsyn-
lega framtíðarsýn því annars gæti
íslenskt samfélag ekki haldist í
fremstu röð þjóða heims. Í annan
stað sagðist Einar leggja áherslu á
HÍ sem þjóðarskóla þar sem allir Ís-
lendingar hefðu tækifæri til að
stunda það nám sem þeir vildu og
hefðu getu til. Lagði Einar í því
samhengi áherslu á að h
ekki sjá neinar fjöldatakm
enda væru þær ekki til góð
Skólagjöld fráleit hug
Einari varð líkt og öðru
bjóðendum tíðrætt um
vanda háskólans. „Við
reyna að reka alþjóðleg
keppnisbæran háskóla fy
helmings þess fjármagns
lendir skólar hafa úr að m
er því ljóst að við þurfum m
ing.“ Að mati Einars er kja
sóknarháskóla rannsók
framhaldsnám og sagði
bæta þyrfti umgjörð og g
Hann sagði nauðsynlegt
upp öflugu styrkjakerfi t
framhaldsnemum líkt og þ
öllum samanburðarlöndum
til að styrkja nemendur í r
artengdu framhaldsnámi
hann það fráleita hugm
leggja á skólagjöld þar
myndi eyðileggja rannsók
nám.
Í upphafi framsögu sinn
Jón Torfi Jónasson, prófes
eldis- og menntunarfræði, á
HÍ væri að mörgu leyti m
þar sem skólinn nýtur miki
í samfélaginu, á mikil og
Rektorsefnin fjögur gerðu grein fyrir stefnum sínum og áherslu
vinstri er Erla Ósk Ásgeirsdóttir fundarstjóri, þá Ágúst Einarsso
deild, Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræ
Skerpa þarf f
sýn Háskóla
Finna þarf viðunandi
lausn á fjárhagsvanda
Háskóla Íslands
og tryggja rekstrar-
grundvöll skólans,
en ekki kemur til
greina að taka upp
skólagjöld. Þetta kom
fram í máli fjögurra
rektorsframbjóðenda
við HÍ á fundi í gær.
Þjóðleikhúsið hefur ákveðið að takasöngleikinn Jesús Kristur ofur-stjarna af efnisskrá vetrarins.Frumsýna átti verkið í lok apríl
næstkomandi.
Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri
sagði að það hefði verið sameiginleg niður-
staða sín og Þjóðleikhúsráðs að nauðsynlegt
væri að fella söngleikinn niður, þótt vissu-
lega væri leiðinlegt að valda kortagestum
vonbrigðum. Ástæðurnar væru fyrst og
fremst rekstrarlegar, en einnig bæri að líta
til þess að á fjölunum væru nú sýningar sem
nytu velgengni og ærin verkefni fram-
undan. „Við erum með fjórar sýningar á
stóra sviðinu og erum að fara að frumsýna
nýtt leikrit, Mýrarljós, í byrjun febrúar.
Sýningin Þetta er allt að koma verður að
víkja fyrir henni, en við
munum geyma leikmynd
og búninga til að eiga
þann valkost að hafa
nokkrar sýningar í vor.
Þá eigum við eftir að
frumsýna tvö önnur leik-
rit á stóra sviðinu, barna-
leikritið Klaufa og kóngs-
dætur og Dínamít eftir
Birgi Sigurðsson. Ég sé
ekki að við höfum pláss
fyrir enn eina sýninguna. Fyrir utan það er
fjárhagsstaðan með þeim hætti að ég vil
gjarnan draga örlítið saman seglin til að
skapa starfseminni í heild meira svigrúm.“
Tinna sagði að þegar leikárið var skipu-
lagt hefði ekki verið vitað að tvær sýningar
frá fyr
Piaf, m
og rau
leyfa o
er ástæ
ingum
annað,
auki al
ils und
við höf
að verk
Að sög
stjóra n
Verk
hliðrað
rúm, a
huguðu
lega fr
Söngleikurinn Jes
ofurstjarna felldur
Tinna
Gunnlaugsdóttir
MÆLISTIKA BUSH
George W. Bush Bandaríkjafor-seti sór í gær embættiseið ogfór með innsetningarræðu þar
sem hann lagði megináherslu á út-
breiðslu frelsis til „myrkustu afkima
heims okkar“ og sagði að á því grund-
vallaðist frelsi annarra ríkja. Líta má
á ræðuna sem mælistiku, sem eftir
fjögur ár má nota til að meta frammi-
stöðu hans.
„Við höfum séð veikleika okkar og
við höfum séð meginuppsprettu
þeirra,“ sagði Bush í ræðunni. „Því að
svo lengi sem heil landsvæði á jörð-
inni eru undirlögð af andúð og ein-
ræði – hneigjast til hugmyndafræði,
sem nærir hatur og réttlætir morð –
mun ofbeldi færast í aukana og magn-
ast í krafti eyðingar og fara yfir vel
varin landamæri og magna upp ógn
gegn lífi. Það er aðeins eitt afl í sög-
unni, sem getur brotið yfirráð haturs
og andúðar á bak aftur og afhjúpað
sýndarmennsku harðstjóra og orðið
við vonum hinna heiðvirðu og um-
burðarlyndu og það er afl mannfrels-
is.
Rás atburðanna og hyggjuvit okkar
getur aðeins leitt okkur að einni nið-
urstöðu: Það hvort frelsið haldi velli í
okkar landi veltur í auknum mæli á
því að frelsið haldi innreið sína í öðr-
um löndum. Helsta vonin um frið í
heimi okkar er útbreiðsla friðar í öll-
um heiminum.“
Í ræðu Bush var að finna mildari
tón og meiri sáttfýsi en áður og
greinilegt að forsetinn gerði ráð fyrir
því að tekið yrði eftir orðum hans um
allan heim. Að vissu leyti var hún
jafnvel frekar ætluð til þess að hafa
áhrif utan Bandaríkjanna: „Það er því
stefna Bandaríkjanna að efla og
styðja vöxt lýðræðishreyfinga og
-stofnana meðal allra þjóða og í öllum
menningarheimum með það að loka-
marki að binda enda á harðstjórn í
heiminum.
Þetta er ekki fyrst og fremst verk-
efni herja, þótt við munum verja okk-
ur og vini okkar með vopnavaldi þeg-
ar nauðsyn krefur. Eðli frelsisins er
að borgararnir þurfa að velja það og
verja og því verður viðhaldið með
réttarríkinu og vernd minnihluta-
hópa. Og þegar sál þjóðar tekur loks
til máls má vera að þær stofnanir,
sem komi fram, beri vitni venjum og
siðum gjörólíkum okkar eigin. Banda-
ríkin munu ekki þröngva sínum
stjórnarháttum á þá, sem ekki vilja.
Okkar markmið er þess í stað að
hjálpa öðrum að finna sína eigin rödd,
öðlast sitt eigið frelsi og finna sína
eigin leið.
Hið mikla markmið að binda enda á
harðstjórn er einbeitt verk kynslóða.
Að verkið sé erfitt er engin afsökun
fyrir því að forðast það. Áhrif Banda-
ríkjanna eru ekki ótakmörkuð, en
sem betur fer fyrir hina kúguðu eru
áhrif Bandaríkjanna talsverð og við
munum nota þau af öryggi í þágu
frelsis.“
Í stjórnartíð Bush hefur kveðið við
nýjan tón í utanríkismálum og hug-
takið fyrirbyggjandi stríð er lykil-
atriði þeirrar hugmyndafræði, sem
forsetinn og hans nánustu samstarfs-
menn hafa sett á oddinn og framfylgt
eftir hryðjuverkin 11. september
2001. Á forsendum þessarar stefnu
var ráðist inn í Írak og tvö önnur ríki
vöruð við – Íran og Norður-Kórea. Í
ræðu kallaði Bush þau „öxulveldi hins
illa“. Þegar Condoleezza Rice svaraði
spurningum þingnefndar vegna til-
nefningar sinnar í embætti utanrík-
isráðherra tiltók hún fimm „útverði
harðstjórnar“ í heiminum, Kúbu, Ír-
an, Norður-Kóreu, Simbabve og
Hvíta-Rússland. Í umræðu undanfar-
inna daga hefur umræðan beinst
mjög að Íran og fréttaskýrendur hafa
velt því fyrir sér hvort Bandaríkja-
menn hyggist ráðast þar inn næst.
Bush talaði mun almennari orðum í
ræðu sinni: „Við munum af eftirfylgni
gera hverjum leiðtoga og hverri þjóð
grein fyrir því um hvað valið stendur:
Hinu siðferðilega vali milli kúgunar,
sem er alltaf röng, og frelsis, sem er
að eilífu rétt. Bandaríkin munu ekki
láta sem fangelsaðir andófsmenn
kjósi hlekki sína, eða að konur fagni
niðurlægingu og þrælkun, eða að
nokkur maður þrái að vera upp á mis-
kunn kúgara kominn.“
Í skoðanakönnun, sem birtist í gær
og Gallup gerði fyrir blaðið USA
Today og sjónvarpsfréttastöðina
CNN, kvaðst 51% ánægt með
frammistöðu Bush í embætti og telst
það lítið hjá forseta, sem er að hefja
annað kjörtímabil sitt. Þessi könnun
ber því vitni að í Bandaríkjunum ríkir
mikill ágreiningur um forsetann og
reyndi hann í ræðunni að bera klæði á
vopnin: „Við höfum gengið í gegnum
klofning sem þarf að lækna til að geta
haldið áfram til að ná miklu markmiði
og ég mun leitast við að gera það í
góðri trú.“ Hann rétti sömuleiðis
sáttahönd þeim bandamönnum, sem
hvað harðast hafa gagnrýnt innrásina
í Írak. „Við virðum vináttu ykkar, við
treystum á ráð ykkar og við þurfum á
hjálp ykkar að halda. Klofningur á
milli frjálsra þjóða er meginmarkmið
óvina frelsisins. Sameiginlegt átak
frjálsra þjóða um að breiða út lýðræði
er forleikurinn að ósigri óvina okkar,“
sagði Bush.
Margir munu verða til þess að segja
ræðu Bush orðin tóm. Það getur hins
vegar enginn hafnað þeim markmið-
um, sem hann setur sér, en Bush
verður einnig að gera sér grein fyrir
því að orð hans eru mælistika á gerðir
hans. Bandarískir ráðamenn velta
fyrir sér með hvaða hætti þeir geti
sniðgengið ákvæði Genfarsáttmálans
um mannúðlega meðferð stríðsfanga.
Víða um heim sitja nú menn í fang-
elsum Bandaríkjamanna sviptir
vernd réttarríkisins. Farið er að kalla
þessi fangelsi gúlagið. Samræmist
þetta mælistikunni í ræðu Bush?
Bandaríkjaforseta bíður erfitt verk
næstu fjögur árin. Það þarf að
tryggja að viðskilnaðurinn við Afgan-
istan verði ekki verri en aðkoman.
Það mun kosta mikla vinnu að snúa
við þróuninni í Írak og kosningarnar í
lok þessa mánaðar munu aðeins verða
vísbending um það hvort það megi
takast. Það má deila um leiðir, en
markmið Bush eru í anda lýðræðis,
frelsis og sjálfsákvörðunarréttar
þjóða og þau eiga önnur lýðræðisríki
sameiginleg með Bandaríkjamönn-
um. En þessi markmið mega ekki
vera orðin tóm og þess vegna er ræða
Bush mælistika á frammistöðu hans í
stóli forseta valdamesta ríkis heims
næstu fjögur árin.