Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Sjálfstæðisflokkurinn sími 515 1700 www.xd.is Með hækkandi sól Lægri skattar - aukin hagsæld Sjálfstæðisflokkurinn heldur opna stjórnmálafundi í öllum kjördæmum. Framsögumenn eru þingmenn og ráðherrar flokksins. Norðausturkjördæmi Allinn-sportbar, Siglufirði lau. 22. jan. kl. 16.00 Sigríður Anna Þórðardóttir, Halldór Blöndal Hótel Capitano, Neskaupstað mið. 26. jan. kl. 20.00 Björn Bjarnason, Halldór Blöndal og Gunnar I. Birgisson Hótel Sel, Mývatnssveit fim. 27. jan. kl. 20.00 Sigríður Anna Þórðardóttir og Halldór Blöndal Grunnskólinn, Bakkafirði mán. 31. jan. kl. 16.30 Árni M. Mathiesen, Halldór Blöndal Miklagarði, Vopnafirði mán. 31. jan. kl. 20.00 Árni M. Mathiesen, Halldór Blöndal Hótel Bjarg, Fáskrúðsfirði fim. 10. feb. kl. 20.00 Sturla Böðvarsson og Arnbjörg Sveinsdóttir Þórshöfn feb. nánar augl. síðar Þorgerður Katrín Gunnarsd., Halldór Blöndal og Pétur H. Blöndal Raufarhöfn feb. nánar augl. síðar Þorgerður Katrín Gunnarsd., Halldór Blöndal og Pétur H. Blöndal Suðurkjördæmi Systrakaffi, Kirkjubæjarklaustri lau. 22. jan. kl. 12.00 Drífa Hjartardóttir og Guðjón Hjörleifsson Félagsheimilið Flúðum mið. 26. jan. kl. 20.00 Sigríður Anna Þórðardóttir og Kjartan Þ. Ólafsson Norðvesturkjördæmi Kaffi 59, Grundarfirði þri. 25. jan. kl. 20.00 Sigríður Anna Þórðardóttir og Einar K. Guðfinnsson Félagsheimilið Patreksfirði þri. 8. feb. kl. 20.00 Sturla Böðvarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson Ungm.f.h. Hrafnaklettur, Bolungarvík lau. 12. feb. kl. 11.00 Geir H. Haarde og Einar K. Guðfinnsson Suðvesturkjördæmi Sjálfstæðish., Hlíðasmára, Kópavogi lau. 29. jan. kl. 10.30 Geir H. Haarde, Bjarni Benediktsson og Arnbjörg Sveinsdóttir GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA Hafnarfjörður | Verkalýðsfélagið Hlíf hefur stefnt ræstingarfyrirtæk- inu Sólar og Hafnarfjarðarbæ fyrir félagsdóm, og segja forsvarsmenn Hlífar að bærinn brjóti gegn kjara- samningum með samningum sem gerðir voru við ræstingarfyrirtækið um þrif fyrir bæinn. Forsaga málsins er sú að bæj- arfélagið gerði kjarasamninga við Hlíf árið 2001, m.a. fyrir ræsti- tækna. Í fyrra gekk svo bærinn til samninga við Sólar um þrif á hluta fasteigna bæjarins, sem starfsmenn bæjarins – og félagsmenn í Hlíf – höfðu áður sinnt, segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar. Þegar Sólar tók við voru viðmiðanir um hversu langan tíma það taki að þrífa ákveðnar aðrar en þær sem gert var ráð fyrir í samningum Hlífar við Hafnarfjarðarbæ, og eiga starfs- menn í sumum tilvikum að vera inn- an við helming af þeim tíma sem þeir hafa þurft til að þrífa, segir Kolbeinn. Hann lítur svo á að með þessu sé bærinn að brjóta gegn þeim kjarasamningum sem gerðir voru, þvert á það sem lofað hafi ver- ið þegar þrifin voru boðin út. Búið er að þingfesta málið fyrir félagsdómi, og verður fjallað um það í febrúar. Kolbeinn segist vonast til þess að meðferð málsins hjá fé- lagsdómi taki stuttan tíma, enda liggi öll málsatvik fyrir. Spara 60–70 milljónir á ári „Í sjálfu sér fagna ég því að málið sé komið í þann farveg að það liggi fyrir að félagsdómur muni úrskurða um málið, það gefur skýra niður- stöðu í málið, það er ófært að vera í þessari stöðu sem verið hefur,“segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann segir það skoðun bæjarfélagsins að þetta mál sé á milli verkalýðsfélagsins og Sólar, og að bærinn muni fara fram á frávísun á þeim hluta málsins sem snýr að honum fyrir félagsdómi. Samið var við Sólar um þrif á 1⁄3 hluta fasteigna til reynslu, en bæj- arráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að fara þess á leit við Sólar að frestað verði fram- kvæmd annars og þriðja áfanga ræstinga í stofnunum bæjarins þar til niðurstaða fæst frá félagsdómi. Lúðvík segir að með því að semja við Sólar um þrif á fasteignum bæj- arins megi spara á bilinu 60-70 millj- ónir króna á ári, og því sé brýnt að leiða þetta mál til lykta. Stefna Hafnarfjarðarbæ vegna ræstinga HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kjaramál eldri borgara | Félög eldri borgara í Suðvesturkjördæmi hafa boðað til sameiginlegs opins fundar um kjaramál eldri borgara á morgun, laugardaginn 22. janúar kl. 14, í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Alþingismönnum kjör- dæmisins hefur verið boðið til fund- arins til að gera grein fyrir afstöðu sinni til þessa málaflokks, og taka þátt í pallborðsumræðum og svara spurningum fundarmanna. Reykjavík | Íþróttamaður Reykja- víkur árið 2004 er Kristín Rós Há- konardóttir sundkona úr Fjölni og Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Kristín setti heimsmet í 100 m baksundi og vann til gull- verðlauna á Ólympíu- leikum fatl- aðra í Aþenu í sumar. Hún vann að auki til silfur- verðlauna á Ólympíuleik- unum í 100 m bringusundi. Kristín náði einnig góðum árangri á opna danska og opna þýska meistara- mótunum þar sem hún vann annars vegar þrjú gull og hins vegar fjög- ur gull. Kristín á Íslandsmet í öllum þeim sundgreinum sem keppt er í, í hennar flokki.    Kristín Rós íþrótta- maður ársins 2004 Kristín Rós Hákonardóttir Vesturbær | Auglýst hefur verið ný tillaga að deiliskipulagi fyrir svokallaðan Ellingsenreit, þar sem verslunin Ellingsen og fyrrum vinnslu- og skrifstofuhús Hraðfrystistöðvarinn- ar í Reykjavík standa nú. Ef skipulagið verður samþykkt verður heimilt að rífa öll hús á lóð- unum og byggja íbúðarhúsnæði með atvinnu- starfsemi á neðstu hæð. Á lóðinni þar sem verslun Ellingsen stendur nú verður heimilt að reisa allt að sjö hæða hús, en skipulagstillagan gerir ráð fyrir að bygging sem þar rísi verði stölluð að einhverju leyti, og því ekki sjö hæðir alls staðar. Gert er ráð fyrir að byggingin verði U-laga, og að garður verði inni í boganum, segir Margrét Þormar, arki- tekt hjá Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Reiknað er með bílageymslu undir báðum húsum og verða engin stæði ofanjarðar á reitn- um. Aðkoman að bílageymslu verður um nýja götu sem mun liggja norðan við húsin, en vegna halla á lóðinni verða húsin einni hæð hærri þeim megin, sem auðveldar aðkomu í bílakjallarann. Kristján Baldvinsson, verslunarstjóri Elling- sen, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin, sér vitanlega, um hvað verði um verslunina ef húsnæði hennar víkur fyrir nýju húsi. Hann segir þó afar hæpið að verslunin hætti starf- semi, líklegra sé að hún flytjist úr stað þegar framkvæmdir hefjast. Skipulag Hér má sjá grunnhug- myndina að skipulagi fyrir Elling- senreitinn, séð frá suðri. Morgunblaðið/GolliEllingsenreiturinn Þessi hús fá að víkja fyrir blandaðri íbúðarbyggð og þjónustu. Skipuleggja íbúðarbyggð á Ellingsenreit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.