Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 29
DAGLEGT LÍF
Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105
www.oddi.is
Verð áður: 12.999 kr.
7.999 kr. Oddi hf -
L7
94
7
Opnunartími:
11-18:30 mán-fös
10-18 lau / 13-17 sun.
Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is
Samsung SGH-X450
fallegur 3 banda
sími með
hágæða skjá
og það er að smakka súpuna til. Ég
bæti í súpuna matreiðslurjóma, en
magnið fer svolítið eftir hvort ein-
hver er í megrun á heimilinu, og síð-
an bæti ég gráðosti í. Hann er nauð-
synlegur í þessa súpu. Nú ætti hún
að vera orðin þykk. Ef ekki nota ég
örlítið maizenamjöl.“
Hún segist hafa prófað sig áfram
með aðrar grænmetistegundir en
ekki fundist þær passa í súpuna.
Með því að hafa bara blómkál og
spergilkál verður hún fallega ljós-
græn á litinn.
„Með súpunni er best að hafa alls
konar heit brauð. Mér finnst til
dæmis gott að hita upp frosin brauð
eða rúnnstykki.“
Grænmetissúpa
Ingibjargar
Blómkál
spergilkál
kjöt- og/eða grænmetiskraftur (t.d.
buillon í bréfi)
matreiðslurjómi
gráðostur
magn eftir smekk
Súpan er matbúin samkvæmt lýs-
ingunni að ofan.
Uppáhaldshversdagsuppskrift Ingi-
bjargar Pálmadóttur, fyrrverandi
heilbrigðisráðherra, er grænmet-
issúpa, sérstaklega vegna þess að
hún er svo fljótleg. Þessi súpa hefur
verið vinsæl á hennar heimili um
langt skeið. Alltaf á boðstólum öðru
hvoru, þó ekki of oft.
Upphaflega varð súpan til fyrir
mistök. Ingibjörg segist hafa verið
að elda grænmeti en hafi ofsoðið það
og gat því ekki borið það fram. „Ég
gat samt ekki hugsað mér að henda
grænmetinu og soðinu og ákvað því
að prófa að búa til súpu úr þessu.
Mér finnst oft mjög þægilegt að
grípa til þessarar súpu, ekki síst ef
ég fæ marga í mat. Þó finnst mér að
ég megi ekki hafa hana of oft. En
þetta er svona ekta matur til að hafa
ef þú ætlar ekki að hafa mikið fyrir
matseldinni.“
Gráðosturinn nauðsynlegur
Ingibjörg segir að uppskriftin sé í
rauninni ekki til en byrjað er á að
skella blómkáli og spergilkáli í pott-
inn ásamt kjöt- eða grænmetiskrafti
og mauksjóða eins og þegar súpan
varð upphaflega til. Magnið fer auð-
vitað eftir því hversu margir koma í
mat.
„Þegar búið er að sjóða grænmet-
ið í mauk nota ég sleifina til að
hræra öllu saman svo úr verður
þykk súpa. Þá kemur að aðalatriðinu
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Ingibjörg Pálmadóttir: Gott að grípa til súpunnar þegar margir eru í mat.
Súpan sem varð
til fyrir mistök
asdish@mbl.is
UPPÁHALDSUPPSKRIFTIN MÍN
Á meðan það bíður eftir matn-
um er hægt að glugga í matreiðslu-
bókasafnið sem er orðið nokkuð gott
eftir að kokkarnir lögðust yfir mat-
reiðslubækur og uppskriftir frá ára-
bilinu 1950–1970. Og þangað er inn-
blásturinn m.a. sóttur og auk þess í
fjölda gullaldaruppskrifta.
Gunnar Páll er líka alinn upp í
matarfjölskyldu þar sem amma
hans, Ingiríður Árnadóttir, stóð við
potta og pönnur í Tryggvaskála á
Selfossi áður fyrr og móðir hans og
móðursystir miklar matseljur báðar.
Af þessum konum lærði Gunnar Páll
t.d. að matreiða síld sem hefur vakið
lukku hjá Dönum, hvort sem það er
steikt síld eða marineruð. „Þó þeir
segist hafa kennt okkur Íslend-
ingum á síldina þýðir ekkert að
monta sig yfir því ef nemandinn er
orðinn betri en kennarinn,“ segir
Gunnar Páll og skellihlær.
Vinsæll í hádeginu
Slaraffenland leggur enn sem komið
er mesta áherslu á hádegismatinn og
Gunnar Páll segir að fullt hús sé á
milli 11 og 14 á virkum dögum þegar
fólk kemur frá nærliggjandi vinnu-
stöðum að ná sér í hádegismatinn.
„Danir eru mikið með „madpakke“
og ef hann er ekki heimagerður þá
eru það smurbrauðsstofur sem leit-
að er til. Nú höfum við bæst í þann
hóp en viljum skera okkur úr á þann
hátt að hafa sem mest gert frá
grunni, öfugt við margar smur-
brauðsstofur þar sem salöt og sósur
eru keypt frá stórum framleið-
endum. Viðskiptavinirnir taka eftir
þessu,“ segir Gunnar Páll með
áherslu.
„Þar að auki seljum við bjór frá
litlum brugghúsum á Sjálandi og
Þýskalandi ásamt lífrænum ávaxta-
og berjasöfum frá Jótlandi. Við er-
um smám saman að bæta úrvalið en
það er bragðið sem blífur svo að við
förum ekki offari í þeim efnum,“ seg-
ir Gunnar Páll.
Markmiðið er að lengja af-
greiðslutímann fram að kvöldmat
þegar fram líða stundir. Gunnar Páll
segir að kokkarnir tveir ráði enn
sem komið er við að anna eftirspurn.
„En auðvitað vill maður meira, alltaf
sami Íslendingurinn,“ segir hann
hlæjandi að lokum.
Tvær kröftugar uppskriftir í anda
Slaraffenlands og er Gunnar Páll
ekki feiminn við svínafituna:
Æbleflæsk – Eplafleskjur
„Fyrst biðjið þið kaupmanninn að
skera efra stykkið af svínasíðu með
puru í u.þ.b. 2 cm sneiðar þannig að
á hverri sneið er bein.
Þegar heim er komið skerið þið
helling af lauk í þunnar sneiðar
þvert á rendurnar, setjið í pott
ásamt smá smjörklípu, fersku timj-
an, salti og pipar.
Látið þétt lok á og látið laukinn
malla rólega þar til hann er kominn í
hálfgerðan graut. Takið þá lokið af
og sjóðið áfram þar til „grauturinn“
verður þykkur. Hrærið öðru hvoru í
með trésleif.
Sneiðarnar eru svo þurrsteiktar
við vægan hita á þykkbotna pönnu
og snúið öðru hvoru við á pönnunni.
Mikilvægt er að hafa vægan hita á,
annars brenna sneiðarnar og fitan
eyðileggst. Þegar ketið er orðið
stökkt er það tekið af pönnunni og
látið á eldhúsrúllu. Saltað og piprað.
Safarík sæt epli eru skorin í báta
og steikt í sömu pönnu í svínafitunni
við háan hita þannig að þau haldi
samt þéttleikanum og maukist ekki.
Tekin uppúr með gataspaða og fitan
látin drjúpa af.
Eplunum er svo blandað saman
við laukgrautinn, bragðað til
með salti, pipar og fersku
timjan.
Gott gamaldags seytt
rúgbrauð er smurt með
smjöri, ofan á er raðað
tveimur til þremur sneið-
um af fleskjum eftir
ástandi og svengd viðkom-
andi, epla- og laukmaukið
ofaná og skreytt með
ferskum graslauk og fínu
sjávarsalti.
Að mínu mati er rauðvín og
hvítvín allt of viðkvæmt fyrir svona
kjarnafæði og mæli ég eindregið
með góðum bjór. Helst bragðmeiri
og dekkri en pilsner. Þar getur hið
súra og sæta í eplafleskjunum komið
á móti hinu þunga og mikla bragði
bjórsins.“
Dönsk kryddjurtafita
„Í gamla daga björguðum við pabbi
alltaf hangikjötsfitunni þegar soðið
var og þegar hún var storknuð stál-
umst við til að nota hana sem viðbit á
brauð. Þetta þótti okkur helv… gott.
Svínamör er saxaður smátt og
bræddur í potti með smá salti. Svo
settur í hrærivél á mesta hraða.
Mörinn tvöfaldast í magni og fær
loftkennda áferð.
Að síðustu er svo smátt söxuðum
rauðlauk, fersku smátt söxuðu timj-
an, hafsalti og pipar úr kvörn bætt í
ásamt ögn af sítrónusafa ef bragðið
er of flatt. Hið besta mál að smyrja
þessu á rúgbrauð og njóta með síld-
inni.“
Slaraffenland í Kaupmannahöfn
Slaraffenland
Sankt Peders Stræde 26
1453 København K
Sími: +45 3313 2332
www.slaraffenlandet.dk
steingerdur@mbl.is
„Æbleflesk“ með rúgbrauði: Sann-
kallaður herramannsmatur.
Litríkt úrval: „Smørrebrød“ að hætti Dana.