Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BUSH SVER EIÐINN George W. Bush sór í gær emb- ættiseið sem forseti Bandaríkjanna fyrir seinna kjörtímabil sitt. Í ræðu sinni sagði forsetinn að hann myndi legja áherslu á að hlú að frelsi og lýðræði um allan heim enda væri frelsið besta tryggingin fyrir friði og öryggi. Bush sagði að Bandaríkja- menn gerðu sér nú grein fyrir því að þeirra eigið frelsi byggðist á því að aðrar þjóðir nytu sömu réttinda. ESB gegn ruslfæði Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur gefið framleiðendum á ruslfæði árs frest til að hætta að beina auglýsingum að börnum og er markmiðið að reyna að berjast gegn vaxandi tíðni offitu hjá börnum. Fari menn ekki að þessum tilmælum verða sett lög gegn auglýsingunum. Enn á móti smokkum Kaþólska kirkjan á Spáni segir það misskilning að hún sé horfin frá andstöðu sinni við smokka. Biskupa- ráð kirkjunnar segir að notkun á smokki sé „ósiðleg, kynferðisleg hegðun“. Vinnusvæðið skoðað Þrír fulltrúar frá ítölskum verka- lýðsfélögum og yfirmaður Alþjóða- sambands byggingamanna skoðuðu í gær Kárahnjúkavirkjun, bæði vinnusvæði og aðbúnað starfs- manna. Voru nokkrar athugasemdir gerðar en ástandið var talið gott í heildina. Hitakostnaður lækkar Samningar um kaup Orkuveitu Reykjavíkur á Hitaveitu Rangæinga eru á lokastigi. Hitaskostnaður venjulegra heimila á Hellu og Hvols- velli mun lækka um 20–30% á tveim- ur árum og ljósleiðari verður lagður um þorpin. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Daglegt líf 28/29 Fréttaskýring 8 Umræðan 30/31 Viðskipti 12 Bréf 31 Úr verinu 14 Minningar 32/38 Erlent 14/17 Dagbók 40/43 Minn staður 18 Myndasögur 40 Höfuðborgin 19 Víkverji 40 Landið 22 Staður og stund 42 Austurland 22 Leikhús 44 Akureyri 23 Bíó 46/48 Listir 24/25, 44/49 Ljósvakamiðlar 50 Forystugrein 26 Staksteinar 51 Viðhorf 28 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #       $         %&' ( )***                        HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem dæmt hafði Akureyrarbæ til greiðslu 3,7 milljóna kr. skaðabóta fyrir að brjóta jafnréttislög á Guð- rúnu Sigurðardóttur sem gegndi starfi deildarstjóra á félagsmálaskrif- stofu bæjarins. Guðrún taldi starf sitt og starf deildartæknifræðings hjá bænum jafnverðmæt, en í starfsmati sem fram fór á nokkrum störfum hjá bæn- um árið 1996, þ. á m. á framangreind- um tveimur störfum, voru störfin metin til sama stigafjölda. Guðrún reisti kröfu sína á því að hún ætti að njóta sömu kjara og deildartækni- fræðingur og taldi Hæstiréttur að hún hefði leitt verulegar líkur að því að störfin tvö hefðu verið svo sam- bærileg að henni hefði verið mismun- að í kjörum. Hæstiréttur taldi að Akureyrar- bær hefði ekki fært haldbær rök að því að markaðssjónarmið hefðu átt að leiða til svo mismunandi kjara sem um ræddi þegar litið væri til stöðu þessara starfa í stjórnkerfi bæjarins. Enginn heildarlaunasamanburður lægi fyrir í málinu á inntaki starfa og launakjörum þeirra deildarstjóra sem voru hliðsettir Guðrúnu á félags- og heilsugæslusviði. Yrði ekki talið að Akureyrarbæ hefði tekist að sanna að hlutlægar og málefnalegar ástæður hefðu ráðið kjaramuninum en mis- munandi kjarasamningar gætu ekki einir sér réttlætt mismun starfskjara kvenna og karla í skilningi jafnrétt- islaga. Fallast mætti á úrlausn hér- aðsdóms varðandi málsástæður Ak- ureyrarbæjar um fyrningu og tómlæti Guðrúnar um kröfu sína sem var upphaflega 4,7 milljónir kr. Hæstiréttur klofnaði Fimm hæstaréttardómarar dæmdu málið og klofnaði dómurinn í málinu. Tveir dómarar, Garðar Gísla- son og Ólafur Börkur Þorvaldsson, töldu að sýkna ætti Akureyrarbæ af kröfum Guðrúnar á þeim forsendum m.a. að störfin tvö væru ólík og unnin við mjög ólíkar aðstæður. Þau væru ekki hliðsett í skipuriti Akureyrar- bæjar. Í umræddu starfsmati hefði ekki verið lagt mat á það hvort störfin væru sambærileg og enginn slíkur samanburður hefði farið fram á störf- unum í málinu. Þótti Guðrúnu því ekki hafa tekist að sýna nægilega fram á að störfin væru sambærileg í skilningi jafnréttislaga. Meirihluta dómsins skipuðu hæsta- réttardómararnir Gunnlaugur Claes- sen, Guðrún Erlendsdóttir og Hrafn Bragason. Lögmaður Guðrúnar var Sif Kon- ráðsdóttir hrl. og lögmenn Akureyr- arbæjar hæstaréttarlögmennirnir Bjarni Þór Óskarsson og Hákon Stef- ánsson. Akureyrarbær bótaskyldur vegna brota á jafnréttislögum Samningar réttlæta ekki kjaramismun ÞAÐ hefur verið bjart og fallegt veður í höfuðborginni að undanförnu en kalt. Flestir eru vel dúðaðir þegar þeir eru á ferð úti í frostinu eins og þessi nemi, og ekki er verra að ylja sér á heitum drykk í kuldanum. Á ferð í frostinu með heitan drykk Morgunblaðið/Ómar GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra sat í gær og fyrradag ráð- herrafund Norðurlanda og tuttugu Afríkuríkja, í svonefndu Afríku- framtaki Norðurlandanna, í Dar Es Salaam í Tansaníu, að því er segir í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Einkunnarorð fundarins voru: „Viðskipti og þró- un: Hvað er í húfi fyrir Afríku?“ Fjármálaráðherra stjórnaði pall- borðsumræðum sérfræðinga á fundinum. Í inngangserindi sínu fjallaði hann um hvernig frjáls við- skipti geti hjálpað Afríkuríkjum í baráttunni gegn fátækt. Þá kemur fram, að upphafið að Afríkuframtakinu megi rekja til þess, er viðræður á vettvangi Al- þjóðaviðskiptastofnunarinna (WTO) í Kankún haustið 2003 sigldu í strand, en margir hafi talið eina af ástæðum þess vera samskipta- örðugleika milli þróaðra ríkja og þeirra sem fá- tækari eru. Markmið Afr- íkuframtaksins er að styrkja samskipti og samráð milli Norðurlandanna og Afríku- ríkja á sviði alþjóðaviðskipta og þróunar. Meðal viðfangsefna fund- arins voru viðskiptaumhverfi Afr- íkuríkja og hvernig frjáls viðskipti geti aukið hagvöxt, hlutverk frjálsra viðskipta í alþjóðlegri bar- áttu gegn fátækt og viðskipta- tengd þróunaraðstoð. Fjármálaráðherra sótti ráðherra- fund í Tansaníu Geir H. Haarde HÆSTIRÉTTUR stytti í gær fang- elsisrefsingu fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Íslenska dansflokks- ins sem sakfelldur var fyrir tveggja milljóna króna fjárdrátt. Hæstirétt- ur stytti refsingu héraðsdóms úr 9 í 8 mánuði og skilorðsbatt 5 mánuði af henni. Þrátt fyrir alvarleika málsins taldi Hæstiréttur að ákærði ætti sér þær málsbætur að hann hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo að kunnugt sé og hefði játað brotin að verulegu leyti. Í dóminum kemur einnig fram að ríkissaksóknari hafi falið ríkislög- reglustjóra rannsókn málsins með bréfi 20. júlí 2001. Hafi málið ekki borist ríkissaksóknara á ný fyrr en með bréfi ríkislögreglustjóra 30. október 2003. Miðað við umfang rannsóknarinnar hafi orðið alls óviðunandi dráttur á framkvæmd hennar, sem hefði með engu verið réttlættur. Óviðunandi dráttur á málsmeðferð ÞRÍR fulltrúar frá kennslanefnd rík- islögreglustjóra komu til Phuket- eyju við Taílandsstrendur á mánu- dag, en starf þeirra felst í að bera kennsl á líkamsleifar fórnarlamba hamfaranna við Indlandshaf. Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar, yfirlögregluþjóns hjá emb- ætti ríkislögreglustjóra, mega full- trúarnir ekki tjá sig við fjölmiðla um störf sín ytra en þeir starfa fyrir þarlend stjórnvöld. Guðmundur hef- ur verið í sambandi við hópinn. Við komuna til Phuket á mánudag tóku tveir fulltrúar norsku kennslanefnd- arinnar á móti þeim en á staðnum eru fulltrúar kennslanefnda frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Eftir er að rannsaka mörg þúsund lík. Eftir að rannsaka fleiri þúsund lík ÍSLENSK kona var úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir að hún var handtekin á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag með fíkniefni. Konan var að koma frá Kaupmannahöfn. Hluti efnanna var innvortis en einnig var hún með fíkniefni á sér. Að kröfu lögreglunnar á Keflavík- urflugvelli var konan úrskurðuð í gæsluvarðhald sem rennur út í dag. Ekki fengust upplýsingar um magn eða tegund efnanna. Með fíkniefni frá Kaupmannahöfn SAMNINGUR hefur verið undirrit- aður um samstarf lögreglunnar í Reykjavík og á Akranesi. Er sam- starfinu ætlað að styrkja löggæslu á Akranesi, Kjalarnesi, í Kjósarhreppi og eftir atvikum í Mosfellsbæ. Með samningnum er leitast við að gera lögregluna sýnilegri á svæðinu, stytta viðbragðstíma vegna útkalla, auka þjónustu við borgarana og tryggja betur öryggi þeirra og um leið nýta betur fjármagn, mannafla og tæki lögreglu. Þá sinna bæði liðin umferðareftir- liti á svæðinu án tillits til umdæmis- marka. Gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð vegna stærri verkefna eða ef lögreglumenn eru uppteknir í öðru. Lögreglan í samstarfi Jón S. Ólason, yfirlögregluþjónn á Akranesi, Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn í Reykjavík, Ólafur Þór Hauksson, lögreglustjóri á Akranesi, og Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri í Reykjavík, við undirritun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.