Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Dóróthea Frið-rika Ólafsdóttir
fæddist á Siglufirði
22. febrúar 1907.
Hún lést á Vífils-
stöðum mánudaginn
10. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ólafur Þor-
kell Eiríksson, f. á
Stóru Brekku í
Fljótum 19. apríl
1869, d. 26. ágúst
1935, og kona hans
Björg Halldórs-
dóttir, f. á Húnstöð-
um í Fljótum 10.
ágúst 1876, d. á Akureyri 26. júlí
1960. Systkini Dórótheu voru
Þorvaldur Jón, f. 21. október
1977. Börn þeirra Gunnars urðu
fjögur: 1) Randver Þorvaldur vél-
stjóri, f. 23.11. 1930, d. í október
1957, kvæntur Hjördísi Þorsteins-
dóttur, f. 17.12. 1929, börn Íris
Dóróthea og Randver Þorvaldur.
2) Steingrímur Sævar rennismið-
ur, f. 17. september 1932, d. í
október 2000, kvæntur Hjördísi
Þorsteinsdóttur, f. 17.12. 1929,
börn Ragnar Bjarni, Lára Björk,
Margrét Hildur og Rafnar. 3) El-
ínborg verslunarmaður, f. 3. febr-
úar 1937, gift Robert Walters, f.
14.3. 1935, börn Gunnar Walter,
Dorothea Jean, Helen Elinborg,
Patricia (látin) og Tara Katrin. 4)
Ólafur flugmaður, f. 31.3. 1942.
Börn hans Jón, Steingrímur Sæv-
ar og Kristín. Afkomendur þeirra
Dórótheu og Gunnars eru nú 33
alls. Dóróthea starfaði að góð-
gerðarmálum um árabil.
Dóróthea verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
1898, d. 1986, Valdi-
mar Tryggvi, f. 14.
marz 1900, d. 1936,
Kristín Eiríksína, f. 6.
júlí 1901, d. 2002,
Einar Kristinn, f. 11.
maí 1905, d. 1906,
Þórður Halldór, f. 10.
júní 1909, d. 1953, og
Anna, f. 25. október
1912, d. 2003. Fóstur-
systir þeirra, Elsa
Elíasdóttir er einnig
látin. Dóróthea flutti
1919 til Akureyrar
með foreldrum sínum
og systkinum.
Dóróthea giftist árið 1930
Gunnari Jónassyni vélvirkja-
meistara, f. 4.10. 1903, d. 3.9.
Með ömmu minni Dórótheu Frið-
riku Ólafsdóttur er genginn síðasti
fulltrúi aldamótakynslóðar forfeðra
minna og formæðra. Hún hafði lifað
næstum heila öld. Amma var glæsi-
leg kona, svarthærð og fríð. Hún
gekk hnarreist að hætti hefðar-
kvenna, bar hatt og hanska utan
húss en svuntu innan húss. Hún var
smekkleg í fatavali og klæddist ætíð
íslenskum búningi við stærri tæki-
færi. Hún var húsmóðir alla sína tíð,
gestrisin og bóngóð. Hún hafði yndi
af tónlist, mjög söngelsk og spilaði á
orgel. Amma var orðheppin og
skemmtileg, einstaklega skapgóð,
hláturmild og kát. Hverju barni sem
til hennar kom leið eins og lítilli,
tindrandi stjörnu. Bros hennar
fannst okkur svo fallegt og blítt,
faðmur hennar svo mjúkur og ilm-
urinn af henni vakti hjá okkur sér-
staka tilfinningu. Þessi einkennandi
ilmur var fyrir okkur ilmur blóma og
baksturs, mildi, gleði og gæsku.
Okkur fannst hún alltaf veita okkur
athygli eins og við værum einstakar
gersemar og mikilsverðar mann-
eskjur. Frá því ég man eftir mér
heilsaði hún mér opnum örmum, eins
og hún hefði, einmitt á þeim tíma-
punkti, þráð það heitast að sjá og
hitta einmitt mig.
Hönd hennar var alltaf svo hlý og
huggandi. Ef ég fann til þá bar hún
smyrsl á þau sár. Ef mér varð kalt á
tánum breiddi hún yfir mig teppi eða
setti mig í sokka sem hún hafði
prjónað sjálf. Hún las fyrir okkur
sögur, söng sálma og bænir.
Af stakri þolinmæði kenndi hún
okkur systkinunum að spila á spil.
Hún kenndi ótal mörgum, sveittum
og stífum puttum að prjóna. Við
fengum að setja rúllur í hárið á
henni, snúa kleinum, smyrja kremi á
tertur og kökur, hræra í graut,
sleikja sleifina, vaska upp og þurrka
af.
Amma hafði alltaf einlægan áhuga
á öllu sem ég tók mér fyrir hendur
og lagði svo blessun sína yfir allar
mínar gerðir og ferðir.
Nú er hún lögð af stað í sína hinstu
ferð. Ég er þakklátari en orð fá lýst
að hafa fengið að vera samtíða þess-
ari góðu konu. Guð blessi hana.
Íris Dóróthea Randversdóttir.
Við kveðjum þig með kærleiksríkum huga
þér Kristur launar fyrir allt og allt.
Þú varst svo sterk og lézt ei böl þig buga
og birtan skín í gegnum húmið kalt.
Það er gott er lífsins degi lýkur,
að ljómi birta um þann sem kvaddur er.
Því eitt er víst, að Guð vor gæzkuríkur,
glaða framtíð hefur búið þér.
Kæra mamma, ljúfur Guð þig leiði,
um landið efra að Edens fögrum lund,
og á þinn legstað blóm sín fögur breiði,
svo blessi Drottinn þessa hinztu stund.
Í okkar hjarta ljúf þín minning lifir,
þú leiddir okkur fyrstu bernsku spor.
Við biðjum Guð, sem ræður öllu yfir,
að enn þér skíni blessuð sól og vor.
Hjartans þakkir, elsku mæta móðir,
þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt.
Þig verndi og gæti allir englar góðir,
ástarþakkir, mamma, góða nótt.
(H.J.)
Kveðja,
sonur og dóttir.
Elsku amma Dodda.
Með þessum orðum langar mig að
kveðja þig.
Þótt ég sé látinn, harmið mig
ekki með tárum, hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn
mig haldið. En þegar þið hlæið og
syngið með glöðum hug lyftist sál
mín upp í mót til ljóssins.
(Úr Spámanninum – Kahlil Gibran.)
Þín
Arnhildur (Dedda).
Það er skrýtið að hugsa til þess að
við eigum aldrei eftir að sjá elsku
Doddu aftur, en í meira en 50 ár hef-
ur Dodda verið hluti af lífi okkar og
má segja að við höfum eignast eina
ömmuna í viðbót þar sem hún var.
Við munum kærleiksríkt faðmlag
og smitandi hlátur, sem lýsti upp og
létti ávallt lífið. Í heimsóknum okkar,
fyrst á Skúlagötuna og síðar í
Lönguhlíðina, var okkur tekið af
höfðingsskap, Dodda amma bakaði
brúnu tertuna sína sem enginn gat
bakað eins og hún. Þeir eru ófáir
hlutirnir, sem við og börnin okkar
eigum eftir hana, því hún var alltaf
að sauma út, perla eða mála á dúka.
Listaverk sem við geymum til
minningar. Alltaf var Dodda amma
þakklát fyrir allt, hversu lítið sem
það var, en sjálf hafði hún misst mik-
ið á ævi sinni og lífið ekki alltaf verið
auðvelt, en hún átti stóra fjölskyldu,
sem stóð saman þegar áföllin dundu
á.
Blíða hennar, örlæti og umhyggja
fyrir okkur systkinunum er nokkuð
sem við þökkum fyrir allt okkar líf og
erum ríkari fyrir að hafa þekkt hana.
Hvíl í friði elsku amma Dodda.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Elsku Lalla, Óli, Hjördís og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur öllum
samúðarkveðjur.
Jórunn, Jón, Arnhildur,
Ingibjörg, Sigríður
og fjölskyldur.
Dodda frænka og Anna frænka
voru systur, en fyrst og fremst í mín-
um huga frænkurnar með stóru F-i.
Ég man varla eftir að önnur væri
nefnd, nema að hinnar væri getið
sömuleiðis. Nú eru þær báðar látnar
í hárri elli, Anna fyrir tæpum tveim-
ur árum, Dodda fyrir fáeinum dög-
um, rétt óorðin 98 ára. Anna bjó á
Akureyri og var tíður gestur á æsku-
heimili mínu, en Dodda bjó í Reykja-
vík og kom oft norður. Þá komu þær
alltaf í heimsókn saman, stoppuðu
heilu dagana, drukku kaffi og töluðu
að því er mér er í barnsminni, nánast
endalaust um fólk sem ég kunni eng-
in skil á. Sögur af ættmennum,
kunningjum, gömlum þorpurum.
Þær voru afasystur mínar, glæsileg-
ar konur, alltaf uppábúnar, hárið
lagt og glansandi af hárlakki, herða-
sjöl og pelsar að vetrarlagi, varalit-
urinn skínandi rauður og hláturinn
bergmálaði um húsið í takt við sög-
DÓRÓTHEA FRIÐ-
RIKA ÓLAFSDÓTTIR
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
fæddist á Ísafirði 1.
nóvember 1930. Hún
lést á LSH að kvöldi
15. janúar síðastlið-
ins. Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Margrét Friðriks-
dóttir, f. á Dverga-
steini í Álftafirði 16.
nóvember 1896, d.
10. júlí 1945, og Guð-
mundur Halldórs-
son, f. á Eyri í Ísa-
firði 6. apríl 1891, d.
15. júlí 1983. Systk-
ini Guðrúnar eru: Friðrik Lúðvík,
f. 26.7. 1917, d. 24.11. 1998, Jó-
hannes, f. 18.7. 1920, d. 9.12. 1920,
Guðmundur L.Þ., f. 4.12. 1921, Sal-
ome Margrét, f. 1.8. 1923, og Þór-
dís Halla, f. 24.2. 1934, d. 25.8.
1934.
Guðrún giftist 1. mars 1952 Guð-
mundi Ármanni Ingólfssyni, f.
28.4. 1929, d. 13.8. 1987. Þau eign-
uðust fimm dætur, þær eru: 1)
björg Fríða, f. 11.2. 1969, gift Ein-
ari M. Guðmundssyni, f. 4.2. 1967.
Þau eiga Eyþór Inga, f. 1993, og
Stellu Björk, f. 1999.
Guðrún var uppalin á Ísafirði en
flutti ásamt Guðmundi eiginmanni
sínum til Keflavíkur árið 1950 og
bjó þar alla tíð síðan. Guðrún lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skólanum á Ísafirði, námi frá Hús-
mæðraskólanum Ósk á Ísafirði ár-
ið 1949 og starfaði við verslunar-
og skrifstofustörf ásamt heimilis-
störfum. Árið 1978 stofnaði hún
ásamt eiginmanni sínum fyrirtæk-
ið Nesgarð hf. og starfaði þar með
honum þar til hann féll frá árið
1987. Síðustu ár starfsævi sinnar
vann hún sem móttökuritari hjá
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Guðrún var einn af stofnendum
Lionessuklúbbs Keflavíkur árið
1982. Hún var ritari klúbbsins
1984–1985 og formaður 1992–
1993 auk þess að gegna ýmsum
fleiri trúnaðarstörfum. Árið 1997
endurnýjuðust kynni Guðrúnar og
Hauks Ingasonar, skólabróður
hennar frá Ísafirði. Urðu þau mikl-
ir vinir og ferðafélagar þar til
hann lést árið 2003.
Útför Guðrúnar verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Helga Margrét, f.
7.11. 1953, gift Theo-
dóri Magnússyni, f.
6.5. 1951. Þau eiga
Gunnhildi Ernu, f.
1977, Guðrúnu Ösp, f.
1981, og Ragnheiði, f.
1988, og eitt barna-
barn Theodór Árna, f.
2000. 2) Inga Lóa, f.
25.9. 1957, gift Skúla
Þ. Skúlasyni, f. 30.4.
1956. Þau eiga Maríu
Rós, f. 1977, Berg-
lindi, f. 1981, og Guð-
mund Inga, f. 1987, og
þrjú barnabörn Arnór
Inga, f. 1998, Emilíu Björt, f. 2000,
og Þorberg Frey, f. 2004. 3) Bryn-
dís Björg, f. 1.6. 1963, gift Arnari
Þór Sigurjónssyni, f. 5.7. 1961. Þau
eiga Írisi Ósk, f. 1987, Örn Bryn-
þór, f. 1989, og Loga Bergþór, f.
1995. 4) Guðrún Birna, f. 5.10.
1965, gift Sveini Ævarssyni, f.
15.5. 1962. Þau eiga Ævar Örn, f.
1987, Hildi Maríu, f. 1992, og Guð-
mund Ármann, f. 2003. 5) Guð-
Elsku Dúnna, ég þakka þér sam-
veruna í þessu lífi. Þú tókst vel á móti
mér, ungum síðhærðum unglingnum
þegar við Inga Lóa fórum að rugla
saman reitum. Síðan þá höfum við átt
margar samverustundir og eru þær
mér uppspretta stolts og virðingar.
Það var ætíð líf og fjör í Lyngholtinu í
þá daga, systurnar hver annarri
föngulegri og þú sem hæglátur her-
foringi.
Þú varst alla tíð sérlega glæsileg
kona, virðuleg með fágað fas og hafð-
ir gaman af að ferðast. Þú hafðir
fengið þinn skerf af sorg en tókst á
við það af æðruleysi. Mér þótti til
þess koma þegar þú leitaðir til okkar
Ingu Lóu um að flytjast í Lyngholtið
1987, herragarð fjölskyldunnar. Þar
áttu allir að eiga skjól. Sjálf bjóstu
síðan um þig af smekkvísi á neðri
hæðinni. Ég á eftir að sakna þess að
fá þig ekki lengur í nýbökuð rúnn-
stykki og vínarbrauð á sunnudags
morgnum. það á eftir að verða tóm-
legt í Lyngholtinu.
Þú lagðir ríka áherslu á samheldni
fjölskyldunnar. Ræktaðir sterkt sið-
ferðisþrek og réttlætiskennd hjá fjöl-
skyldumeðlimum og þó að ræðurnar
hafi ekki verið langar hafðir þú mikil
áhrif á þinn fágaða hátt. Þú varst
stolt af þínu fólki. Þú varst trú þínum
og sást alltaf eitthvað jákvætt í fari
hvers og eins. Þegar fjölskyldumeð-
limum fjölgaði fannst þér ríkidæmi
þitt vaxa. Ég er sannfærður að verð-
mætamat þitt var í manngildum. Þú
lagðir rækt við að kynnast ömmu-
börnunum, kenndir þeim að spila og
spjallaðir við þau. Þú vissir býsna
mikið um þau, jafnvel hagi ungling-
anna. Öllum þótti þeim vænt um
ömmu Dúnnu.
Frelsið var þér mikilvægt, þú vildir
ekki vera háð neinum. Þú hafðir lagt
þitt af mörkum og ánægð yfir velferð
fjölskyldunnar. Nú var komið að þér.
Sá tími var allt of stuttur, þú áttir
meira skilið.
Nú liðin er hin þunga þraut
og þreytta brjóstið rótt,
þinn andi svífur bjarta braut
á bak við dauðans nótt.
Ég kveð með þökk, í traustri trú
um tilverunnar geim
að sál þín örugg svífi nú
til sigurlandsins heim.
(I.Þ.)
Kær kveðja frá tengdasyni.
Skúli Þ. Skúlason.
Hún amma Dúnna var mér eins og
vinur. Amma bauð mér oft í Idol-partí
og þá var snakk og nammi, hún vildi
alltaf að allir fengju nóg og síðan fékk
ég nesti heim því amma var alltaf með
svo mikið. Amma skutlaði mér oft og
þegar ég fór með henni út í búð
keypti hún oftast eitthvað handa mér.
Við áttum góðar stundir saman við
eldhúsborðið þegar hún tók spila-
stokkinn sér í hönd og kenndi mér að
leggja kapal og það var líka gaman
þegar við spiluðum saman. Okkur
fannst líka bara gott að sitja og horfa
á sjónvarpið, og þá leið mér vel. Hún
amma kom oft til okkar í mat og skildi
ekkert í því hvað ég borðaði lítið en
amma borðaði allt. Hún var rosalega
klár að elda mat og gerði bestu kótil-
ettur í heimi og það var gaman þegar
hún kom og gerði fiskbollur handa
okkur því þá fékk ég að hjálpa henni.
Mér þótti sárt að amma varð svona
mikið veik því mér þótti svo vænt um
hana og ég á eftir að sakna hennar
mikið.
Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá
sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“
(Jóhannes 11:25.)
Hildur María.
Elsku amma Dúnna, þegar ég
hugsa um þig núna sé ég þig ganga
tignarlega inn í þá gylltu sali sem þér
fannst þú hafa séð á mörkum lífs og
dauða. Þaðan fannst þér koma mikil
birta, hlýja og fagrir tónar. Ég vil
hugsa um þig þar með afa. Ótal minn-
ingar koma upp í huga mér um leið og
ég rifja upp okkar síðasta samtal á
sjúkrahúsinu. Þá héldum við að þér
væri að batna, allt virtist á uppleið og
þér leið svo miklu betur.
Þær voru margar yndislegu stund-
irnar sem ég átti sem barn hjá þér og
afa Gumma í Lyngholtinu. Eftir
sundlaugarferðirnar var gott að
koma til þín í eldhúskrókinn og
stundum var komið við í bakaríi á
leiðinni heim. Já matur og amma það
fór alltaf vel saman. Ég man að þú
stóðst oftast við eldhúsbekkinn en
settist ekki til borðs með okkur hin-
um. Ég man líka að hver einasta mál-
tíð var eins og veisla. Þú varst sann-
arlega meistarakokkur. Ég man að
þú bakaðir kransakökur fyrir alla
hvort sem það var fyrir einhvern í
fjölskyldunni eða bara fyrir vini eða
kunningja. Já kransakakan þín var
best og þú ætlaðir alltaf að kenna mér
að baka hana. Þú hafðir mjög gaman
af því að spila og ég var ekki gömul
þegar þú kenndir mér að spila olsen,
veiðimann og svartapétur. Seinna
kenndir þú mér rommí og stundum
fór ég til þín eftir skóla til að spila
rommí. Þú hélst nákvæmt bókhald
yfir stöðuna og það brást ekki að allt-
af vannst þú. Núna í desember heim-
sóttum við Theodór þig í Lyngholtið
og þú sagðir að ég þyrfti að kenna
honum að spila. Við gátum rætt svo
margt og mér þótti svo sniðugt hvað
þú varst ung í anda og skildir mig vel.
Þú horfðir á sömu sjónvarpsþætti og
ég og við áttum góðar stundir þegar
við ræddum hvað hafði gerst í þátt-
unum Dawson’s Creek og nú síðast í
The O’C.
Já þú varst sannarlega ung í anda
það sást best þegar þið Haukur fóruð
að ferðast út um allan heim. Þið gerð-
uð margt skemmtilegt saman allt frá
því að þeysast um á vélsleðum á Snæ-
fellsjökli til þess að heimsækja Kína
og Líbanon.
Elsku amma mín, það verður tóm-
legt í Lyngholtinu án þín en ég hugga
mig við það að vita af þér á betri stað.
Þegar afi dó sá ég hann fyrir mér í
Nangiala eins og í bókinni Bróðir
minn ljónshjarta en nú sé ég hann
fagna þér í gylltu hlýju sölunum.
Góða ferð elsku amma mín.
Þín
Gunnhildur.
Amma Dúnna var fastur punktur í
tilverunni, stór hluti af heimilinu í
Lyngholtinu. Alltaf var maður vel-
kominn í heimsókn og fékk þá iðulega
eitthvað gott í gogginn. Ég mun seint
gleyma súkkulaðikúluskálinni hjá
ömmu sem hún hafði ætíð við höndina
eins og afi Gummi sem keypti oft
nammi þegar við vorum með honum.
Síðustu mánuði var hollustan þó í fyr-
irrúmi hjá ömmu og hún bakaði þá
helst speltbrauð. Hún var góð í að til-
einka sér nýjungar, keyrði bíl og not-
aði gemsa. Ég fékk að finna fyrir því
þar sem ég fékk oft símhringingar frá
Lionessum, Ísfirðingum eða öðrum
sem hringdu óvart í mig, Dúnnu
yngri, og fannst amma hljóma ósköp
ung.
Amma og spilastokkurinn voru
GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR