Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2005 43 DAGBÓK Norðurkjallari | Hljómsveitin Andlát kveður áhorfendur sína í hinsta sinn í kvöld með dramatískum loka- tónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamra- hlíð. Kistuberar sveitarinnar verða sveitirnar I ADAPT, sem er að fara í langt frí, Vitamin X frá Hol- landi, The Saddest Day og Denver, ásamt DJ Honky Tonk, sem mun leika milli hljómsveita. Þetta verður s.s. í síðasta skipti sem aðdáendur Andláts berja þessa dáðu þungarokksveit augum. Það var þó ekki þungt yfir Andlátsmönnum þegar þeir mættu ljósmyndara í Hólavallakirkjugarði, en þeir horfðu bjartsýnir til nýrrar framtíðar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útför Andláts Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–12, smíði/útskurður kl. 13–16.30. Þorra- blót sem vera átti 22. janúar fellur niður. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, böðun, hárgreiðsla, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–14 opin handa- vinnustofa, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14.30– 15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl 13.15. Félagsvist spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjá- bakka. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slök- unarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11. Fé- lagsvist í Garðabergi kl. 13. GA-fundir (Gamblers Anonymous) | Fundir fyrir spilafíkla eru alla föstudaga í Laugarneskirkju, safnaðarheimilinu kl. 20. Allir velkomnir. Tekið vel á móti nýliðum. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handavinna, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bókabíllinn, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9. pútt kl 10, bingó kl. 13.30. Ósóttir miðar á þorrablótið seldir í dag. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa, frjáls aðgangur, postulínsmálning. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir – hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16, gönuhlaup kl. 9.30, bridge kl. 13.30. Leik- húsferð, Híbýli vindanna laugardag kl. 20, uppselt. Upplýsingar í s. 568-3132. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar, kl. 14.30–16 dansað, rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morg- unstund kl. 9.30, fótsnyrting og leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Kirkjuskólinn hef- ur göngu sína á nýju ári nk. laugardag 22. janúar í Víkurskóla kl. 11.15–12. Nýjar bækur og myndir. Rebbi refur og fleiri heimsækja brúðuleikhúsið. Biblíusögur, söngur og lita- stund. Verið dugleg að mæta og bjóðið vin- um ykkar með. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos LÍKT og undanfarin fimmtán ár eða svo munu hlustendur Rásar tvö kjósa kynþokkafyllsta karlmann landsins í dag, bóndadaginn. Meðal sigurvegara undanfarin ár má nefna Helga Pé, Hilmi Snæ Guðnason, Loga Bergmann Eiðsson og síðast Jón Ólafsson tón- listarmann. Konur verða við stjórnvöl- in á Rás tvö líkt og hefð er fyrir á þessum degi á meðan á kosningu stendur, á milli 10–16 í dag en úrslitin verða svo tilkynnt í Dægurmála- útvarpinu kl. 16. Morgunblaðið/Eggert Hlustendur Rásar 2 völdu Jón Ólafsson kynþokkafyllsta mann ársins 2004 og ku hann hafa staðið vel undir titlinum. Kynþokkafyllsti karlmaður landsins kosinn á Rás 2 MAGNÚS Skarphéðinsson, skólameistari Sálarrannsóknaskólans, mun í kvöld kl. 20 flytja fyrirlestur um álfa og huldufólk í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu. Magnús mun þar fjalla um hina sterku trú á álfa og huldufólk sem hefur ríkt meðal þjóðarinnar frá örófi alda. Að sögn Magnúsar áttu víkingarnir í samskiptum við huldufólk og marg- ir Íslendingar í dag geta séð og rætt við huldufólkið, en samkvæmt skoð- anakönnunum trúa meira en 54% Íslendinga á huldufólk. Magnús mun í erindi sínu m.a. segja frá rannsóknum sínum á þessum náttúruöndum á Íslandi og í öðrum löndum. Magnús hefur hitt meira en 700 lifandi Íslendinga sem hafa séð álfa og yfir hundrað af þeim hafa mynd- að djúpa vináttu með álfum. Magnús mun þá segja frá heimsóknum fólks í álfasteina, lifnaðarháttum álfa og menningu út frá frásögnum þessa fólks. Álfar og huldufólk í Alþjóðahúsi Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.