Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 Lokasprengja Rýmum fyrir nýjum glæsilegum vörum Síðustu dagar útsölunnar Enn meiri verðlækkun Komið og gerið dúndurkaup Mörkinni 6, sími 588 5518. ÚTSALA 50% afsláttur af ullarkápum og síðum pelskápum. Mörg góð tilboð Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Opið sunnudaga frá kl. 12-17 Enn meiri verðlækkun á útsöluvörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Ég fagna heils hugar allriumræðu um styttingunáms á framhalds-skólastiginu. Þegar um er að ræða jafnviðamiklar breyt- ingar á skólakerfinu og hér er finnst mér mjög eðlilegt að menn hafi ákveðnar efasemdir. Mér finnst það því heilbrigðismerki og lýsa miklum metnaði að stjórnendur skólanna skuli tjá sig með þessum hætti,“ seg- ir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, spurð um þær efasemdir gagnvart styttingu náms í framhaldsskólum sem nokkrir rekt- orar og skólameistarar tjáðu í Morg- unblaðinu í gær. Menntamálaráðherra er, ásamt fulltrúum ráðuneytisins, um þessar mundir að sækja alla framhaldskóla landsins heim til að kynna fyrirhug- aðar breytingar á námi framhalds- skólastigsins, en Þorgerður Katrín leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að tala við starfsfólk framhaldsskól- anna og segir verkefnastjórn ráðu- neytisins hafa borist margar gagn- legar ábendingar kennara og skólastjórnenda á fundunum. Hún segir einnig ánægjulegt að finna hve tilbúnir allir innan skólakerfisins séu að leggjast á eitt við að gera breyt- ingarnar eins vel úr garði og hægt er. Stefnt er að því að endurskoðun aðalnámskár hefjist á næstu vikum og ljúki síðar á þessu ári svo hægt verði að kynna hana strax á næsta ári, en endurmenntun kennara og gerð nýs námsefnis hefst síðan í kjölfarið. Aðspurð segir Þorgerður ráðgert að fyrstu framhaldsskóla- nemendurnir geti sest á skólabekk í nýju kerfi haustið 2008 og útskrifast vorið 2011, enda ætla yfirvöld að gefa sér góðan tíma í breytingarnar. Spurð hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af því, líkt og rektorar tjáðu sig um í blaðinu í gær, að stúd- entsprófið verði einsleitara eftir breytingar, m.a. sökum þess að val- einingum muni fækki með breyting- unni, segir Þorgerður það ekki inni í myndinni þar sem hlutfall kjörsviðs og valsviðs muni haldast nokkurn veginn óbreytt. Hún bendir á að með tilfærslu eininga niður í grunnskóla verði nám til stúdentsprófs aðeins stytt um átta einingar. Að mati Þor- gerðar er heldur ekki ástæða til að hafa áhyggjur af sérhæfingu fram- haldsskólanna sem þykir eitt helsta einkenni íslenska skólakerfisins. „Það hefur markvisst verið unnið að því að gefa skólunum tækifæri til að sérhæfa sig og það verður ekkert dregið úr því.“ Ábyrgðarleysi væri að skoða ekki möguleikann á styttingu Þorgerður Katrín segir rétt í um- ræðunni að undirstrika að með fyr- irhuguðum breytingum sé ekki um gagngera breytingu að ræða á því kerfi sem fyrir er, heldur sé einfald- lega verið að yfirfara aðalnámskrána frá 1999 sem hafi verið vel tímabært. „Það er líka rétt að ítreka að við er- um að skoða skólagönguna sem eina heild, allt frá leikskóla til loka fram- haldsskóla,“ segir Þorgerður og bendir á að á umliðnum árum hafi grunnskólinn lengst um rúm tvö ár og framhaldsskólinn hafi síðan 1996 lengst um 12 vikur. Hún segir fyr- irhugaðar breytingar því fyrst og fremst miða að því að nýta betur þann sveigjanleika sem nú þegar sé fyrir hendi í skólakerfinu. Spurð hvort ekki hefði verið nær að líta frekar til grunnskólans með það að markmiði að stytta nám til stúdentsprófs segir Þorgerður það mál hafa verið skoðað vandlega af fagaðilum og sérfræðingum á sínum tíma en niðurstaðan verið sú að það væri ekki góður kostur og að réttara væri að horfa til framhaldsskólans. Að sögn Þorgerðar voru það helst þrjár ástæður sem lágu þessu mati til grundvallar. Í fyrsta lagi hafi ekki þótt ákjósanlegt að missa unglinga á landsbyggðinni enn yngri en nú er í framhaldsnám fjarri sinni heima- byggð, í öðru lagi hafi þótt eftirsókn- arvert að íslenskir unglingar þyrftu ekki að velja sér sín sérsvið fyrr en um sextán ára aldur er þeir færu í framhaldsskóla og í þriðja lagi hafi menn ekki talið rétt að stytta veru barna í því örugga umhverfi sem grunnskólinn býður upp á. Þorgerður vísar þeim áhyggjum stjórnenda framhaldsskólanna, að með breytingunni verði stúdentar ekki jafn vel undirbúnir fyrir há- skólanám, á bug og bendir á að markmiðið með breytingunum sé fyrst og fremst að nýta tíma nem- enda betur, auk þess sem ekki standi til að breyta kjarnanum í skólakerfinu. „Við erum einfaldlega að halda áfram þessari þróun sem við höfum staðið fyrir hér á und- anförnum misserum og árum í skóla- kerfinu. Það væri í raun ábyrgð- arleysi ef við værum ekki að skoða þann kost að stytta námstímann til stúdentsprófs þegar við okkur blasir sá mikli tími sem bæst hefur við skólagöngu nemenda síðustu ár.“ Þegar áhyggjur stjórnenda fram- haldsskólanna um aukið álag á nem- endur í kjölfar styttingar náms í framhaldsskólum eru bornar undir Þorgerði segist hún ekki hafa áhyggjur af því og segist vilja ætla að íslenskir unglingar geti farið í gegnum framhaldsskóla á þremur árum líkt og jafnaldrar þeirra er- lendis. En Þorgerður tekur fram að samhliða námskrárbreytingum verði vinnulagið skoðað sérstaklega og áhersla lögð á nýjar leiðir í vinnu- brögðum, á símat öll námsárin og ýtt verði enn frekar undir frumkvæði og sjálfstæði nemenda. Spurð hvort til standi að auka stuðningskennsluna í framhaldsskólum til að auðvelda nemendum breytinguna á fram- haldsskólanum segir Þorgerður það eitt af því sem skoðað verði sér- staklega í tengslum við breytt vinnu- lag. Með færslu námsefnis er komið í veg fyrir endurtekningu Spurð um þær efasemdir forráða- manna framhaldsskólanna að ger- legt sé að flytja hluta námsefnis framhaldsskólanna niður í grunn- skólana sökum skorts á sérmenntun grunnskólakennara segir Þorgerður mikilvægt að hafa í huga að megin- þorri þess námsefnis, sem fyrir- hugað er að færa niður, sé þegar kennt í grunnskólanum. „Með fyr- irhugaðri breytingu erum við í raun að koma í veg fyrir endurtekningu og að nýta tíma nemenda betur, því eins og staðan er í dag er að hluta til um endurtekningu námsefnis að ræða á fyrsta ári framhaldsskólans. En að sjálfsögðu verður mikil áhersla lögð á að grunnskólakenn- arar hafi tækifæri til að sér afla end- urmenntunar,“ segir Þorgerður og tekur fram að hún sjái það verða þróunina að sömu kröfur verði gerð- ar til kennara á unglingastigi grunn- skólans og til kennara á framhalds- skólastigi, líkt og t.d. sé gert í Finnlandi. Bendir Þorgerður í því samhengi á að hún hafi nýlega leitað eftir samstarfi við Kennarasamband Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að endurskoða kennaramennt- unina í landinu m.t.t. þess hvernig menn vilji sjá hana þróast til fram- tíðar í samhengi við áherslur á fag- þekkingu grunnskólakennara í greinum á unglingastigi. Aðspurð um afdrif verkmennt- unar og starfsnáms við væntanlega breytingu segist Þorgerður einmitt hafa lagt áherslu á að horft verði til þess hvernig stórefla megi hvort tveggja. Hún segir tækifærin í starfsnámi nú um stundir mjög mik- il, en ljóst sé að efla þurfi náms- ráðgjöf í grunnskólum og breyta við- horfum gagnvart starfs- og iðnnámi. Spurð hvað verði um almennar brautir eða fornám við framhalds- skólana við breytinguna og hvar það verði í framtíðinni vistað segir Þor- gerður fornámið munu sérstaklega verða skoðað í þeirri verkefnavinnu sem fram undan er. Þorgerður segir þá reynslu sem komin er af almennu brautunum vera mjög jákvæða þó laga þurfi ákveðna agnúa. Hún bendir á að skólarnir hafi fengið ákveðið frelsi til að hanna almennu brautirnar og þær hafi skilað já- kvæðum árangri. „Það er alveg ljóst að almennu brautirnar verða áfram í boði fyrir þá sem á þurfa að halda og helst af öllu myndi ég vilja sjá fleiri skóla taka upp almennar brautir,“ segir Þorgerður Katrín og tekur fram að þær muni eftir sem áður verða vistaðar á framhaldsskólastig- inu. Fagnar allri umræðu um styttingu náms í framhaldsskólum landsins Morgunblaðið/Þorkell Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist sjá fyrir sér að væntingar til kenn- ara verði á svipuðum nótum og í Finnlandi þar sem sömu kröfur eru gerðar til kennara á unglingastigi grunnskóla og til kennara í framhaldsskólum. Menntamálaráðherra segir ástæðulaust að óttast fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastiginu. Með breyting- unum sé einfaldlega verið að nýta þann sveigjanleika sem fyrir sé í skólakerfinu þar sem tími nemenda sé dýrmætur. silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.