Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 21
MEÐAN þoturnar hafa viðdvöl og skipt er um fraktpallana þurfa
flugvirkjar að yfirfara ýmis atriði og auk þess fylgjast þeir með að
eldsneyti sé bætt á þær í samvinnu við flugvélstjórann. Hrannar Sig-
urðsson hefur bækistöð sína í Kuala Lumpur en var á dögunum send-
ur í vikutíma til Kína til að leysa af samstarfsmann.
„Við skoðum ýmis atriði á þotunum í svokölluðu dageftirliti, þ.e.
þegar þær staldra lengst við á endastöð á hringferðum sínum eins og í
þessu tilviki,“ segir Hrannar og á þar við þotu sem var í Hangzhou og
átti að halda í 9 tíma flug til Dubai og þaðan áfram í nærri sex tíma til
Amsterdam. Hrannar segist kunna vel við sig í Kuala Lumpur en þar
eru 15 íslenskir starfsfélagar hans og nokkrir frá Malasíu. Hrannar
hefur starfað í nærri fimm ár hjá Air Atlanta og verið í verkefnum í
Englandi, Sádi- Arabíu og Nígeríu. Og á meðan Hrannar hugar að
vélinni fer Mohamed Yusoff hleðslustjóri yfir alla pappíra og sér um
að rétt sé raðað í búkinn á þotunni til að jafnvægi sé tryggt.
Mohamed Yusoff, hleðslustjórinn
frá Kuala Lumpur.
Hrannar Sigurðsson flugvirki
hefur aðsetur í Malasíu.
Sinna margs
konar eftirliti
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 21
FRÉTTIR
mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005
Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði
...ódýrasta
300 kr.
birtist í 7 daga
mbl.is
smáauglýsingin
Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr.
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
mbl.isá
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
Með kveðju.
Sveinn, sími 695 9808.
KÓPAVOGUR
- RAÐ- EÐA PARHÚS
Mér hefur verið falið að leita eftir rað-
eða parhúsi í Kópavogi. Æskileg stærð
150–250 fm. Ríflegur afhendingartími
sé þess óskað.
Áhugasamir vinsamlegast hafi samband
og ég mun fúslega veita nánari upplýs-
ingar.
Tvær til þrjár frakt-þotur Air Atlantaá dag og uppí tíuá dag fara um
flugvellina í Dubai og
Sharjah í Sameinuðu arab-
ísku furstadæmunum til
borga í Evrópu og Asíu. Í
Dubai er stór fraktmiðstöð
og alþjóðleg vörumiðlun og
eru vörur sendar þaðan í
allar áttir. Stór hluti af
fraktflugi sem Atlanta
sinnir fyrir önnur flugfélög
fer um Dubai.
Grikkinn Panagiotis
Nikolaidis, oftast kallaður
Takis, er stöðvarstjóri Atlanta í
Dubai og hefur starfað frá félag-
inu um árabil, fyrst á upphafs-
árunum og kom svo aftur til liðs
við fyrirtækið fyrir rúmum ára-
tug. Hann er því öllum hnútum
kunnugur í flugrekstri og hefur
verið stöðvarstjóri frá 1996, m.a.
í pílagrímafluginu.
„Stöðin hér er einkum miðstöð
fyrir áhafnir og hlutverk okkar
er að sjá um að öll mönnun flug-
vélanna gangi upp, afgreiða vél-
arnar og stýra hleðslu þeirra,“
segir Takis. Hann segir að frakt-
þotur Atlanta fljúgi frá Dubai og
Sharjah fyrir Luftansa, Malasia
Airways eða MASKargo, Carglux
og Cathay Pacific. Áfangastað-
irnir eru í Evrópu Amsterdam,
Frankfurt og Manchester og í
austurveg halda vélarnar til
Kuala Lumpur, Shanghai, Hong
Kong, Bankok, Japans og Ástr-
alíu og fleiri staða í einum áfanga
eða fleirum.
Miðstöð 50–60 flugmanna
Með Takis starfa þrír aðrir á
skrifstofunni þar sem allir þræðir
fara um, auk aðstoðarmanns.
Hann segir fulla þörf á að bæta
einum við. Þá starfa þrír flug-
virkjar við svonefnt línuviðhald,
þ.e. að fara yfir ákveðna hluti í
þotunum meðan á viðdvöl
stendur, sem oft er ekki nema
tveir til þrír tímar. Um leið er þá
verið að umskipa frakt ef á þarf
að halda, bæta við eldsneyti og
ganga frá allri pappírsvinnu.
Milli 50 og 60 flugmenn hafa
miðstöð í Dubai, þ.e. þar dvelja
þeir nokkrar vikur í senn og
halda þaðan ýmist til Evrópu eða
Asíu og til Bandaríkjanna ef svo
ber undir. Á skrifstofu Air
Atlanta í Dubai er fylgst með
hverri hreyfingu vélanna sem
fara um Dubai í tölvukerfi
fyrirtækisins. Um leið og vél fer
af stað t.d. frá Evrópu er
brottfarartíminn settur inn í
kerfið og þar með er kominn
nokkuð nákvæmur komutími til
Dubai. Jafnframt sýnir kerfið
hvernig staðan er á flugmönn-
unum sem hafa miðstöð í Dubai,
þ.e. hvenær tími er kominn á hin
reglulegu hæfnispróf og svo
framvegis.
Morgunblaðið/jt
Tvær til tíu þotur á dag
um Dubai og Sharjah
Panagiotis Nikolaidis er oftast kallaður Takis en hann er stöðvarstjóri í Dubai.