Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 25 NEYTENDUR BÓNUS Gildir 27.–30. jan. verð nú verð áður mælie. verð Freschetta pítsur, 400 g ....................... 279 399 697 kr. kg Rifflaðar franskar ................................. 149 159 149 kr. kg Bónus kolsýrt vatn, 2 ltr ........................ 89 99 45 kr. ltr Bónus ís, 2 ltr ...................................... 199 299 100 kr. ltr Bónus golden jasm. hrísgrjón, 4x100 g.. 99 nýtt 248 kr. kg Bónus golden jasmine hrísgrjón, 2 ltr..... 259 nýtt 130 kr. kg Blik uppþvottalögur, 500 ml ................. 59 59 118 kr. ltr Mc handsápur, 500 ml......................... 89 99 178 kr. ltr Emmess vanillustangir, 10 stk............... 259 285 26 kr. stk. Bónus múslí ........................................ 199 259 199 kr. kg HAGKAUP Gildir 27.–30. jan. verð nú verð áður mælie Holta ferskur kjúklingur, 1/1 ................. 396 695 396 kr. kg Kjötb. lambalærissneiðar...................... 1.109 1.479 1.109 kr. kg SS lambalæri, frosið ............................ 799 1.128 799 kr. kg Rauðvínslegin helgarsteik ..................... 1.021 1.458 1.021 kr. kg Ýsubitar frá Fjörfiski, roð-/beinlausir ...... 399 499 399 kr. kg Chicago T. örbylgjuostapítsa, 340 g ....... 399 499 1.173 kr. kg Ís ársins 2005 frá Kjörís ....................... 399 489 399 kr. ltr NETTÓ Gildir til 27.–30. jan. m. birgðir endast verð nú verð áður mælie.verð Náttúru pítsa margarita, 300 g.............. 199 149 497 kr. kg Náttúru pítsa pepperoni, 400 g ............. 199 149 373 kr. kg Náttúru pítsa skinka, 350 g .................. 199 149 426 kr. kg Iceberg (jöklasalat).............................. 299 199 199 kr. kg Sveppir, box ........................................ 196 159 636 kr. kg Svið frá Goða, verkuð ........................... 499 299 299 kr. kg Nettó ofnsteik...................................... 1.349 899 899 kr. kg Eldfugl kjúkl.borgarar + brauð, 2 stk. ..... 310 199 100 kr. stk. SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 27.–30. jan. verð nú verð áður mælie. verð Kjúklingur frá Ísfugli, 1/1 ...................... 289 369 289 kr. kg Ýsubitar roðlausir/beinlausir ................. 461 769 461 kr. kg Ferskar kjúklingabringur, Íslandsfugl ...... 1.377 2.295 1.377 kr. kg Ofnsteik með dönskum blæ .................. 1.105 1.579 1.105 kr. kg Appelsínur .......................................... 89 169 89 kr. kg Vatnsmelónur ...................................... 99 159 99 kr. kg Gular melónur ..................................... 99 149 99 kr. kg Perur .................................................. 99 195 99 kr. kg SPAR, BÆJARLIND Gildir til 1. feb. verð nú verð áður mælie. verð Ungnautahakk úr kjötborði.................... 698 987 698 kr. kg Toro Mexíkanskur pottréttur, 193 g ........ 198 225 1026 kr. kg Lambasvið, frosin ................................ 399 498 399 kr. kg Nautahamborgarar frosnir, 10x80 g....... 499 899 50 kr. stk. Crispy kruður, 100 g............................. 69 89 690 kr. kg Kelloggs Special K, 750 g + snyrtitaska . 489 Nýtt 652 kr. kg Holger bruður, fínar/grófar 400 g .......... 148 184 370 kr. kg AB-mjólk án bragðefna ½ ltr ................. 79 91 158 kr. ltr AB-mjólk bragðbætt, 4 teg., ½ ltr .......... 125 139 250 kr. ltr ÞÍN VERSLUN Gildir 27. jan.–2. feb. verð nú verð áður mælie. verð SS bjúgu............................................. 454 568 454 kr. kg SS brauðskinka ................................... 1.390 1.738 1.390 kr. kg Breskar morgunverðarpylsur.................. 798 998 1.798 kr. kg Ora lúxuskryddsíld, 220 g..................... 179 234 805 kr. kg Forsoðnar kartöflur ............................... 329 398 329 kr. kg Þykkvabæjar kartöflumús, 600 g ........... 319 387 510 kr. kg Egils pilsner, ½ ltr ................................ 49 89 98 kr. ltr Cheerios, 567 g................................... 299 359 508 kr. kg Helgarsteik og grænmeti  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Ingileif Gunnarsdóttir og Magn-ús Valsson fara í búðina áhverjum degi því þeim finnst best að vera alltaf með nýtt græn- meti og nýja ávexti á borðum. Þau kaupa mest inn í Bónus en fara þó einnig í Samkaup. Þegar matar- karfan þeirra var skoðuð fóru inn- kaupin fram í Bónus. „Mér finnst þetta góð verslun,“ segir Ingileif. „Hér er lægra vöruverð og góð þjón- usta. Oftast er allt til sem okkur vantar og mér finnst vöruúrval hafa aukist. Það eina sem pirrar mig svo- lítið er að komast ekki í búðina fyrir hádegi því hún er ekki opnuð fyrr en klukkan 12.“ Hann er snilldarkokkur Ingileif rekur hárgreiðslustofuna Heiðu í Borgarnesi og vinnur oftast lengur en Magnús, sem er inn- kaupastjóri hjá Norðuráli á Grund- artanga. Matarinnkaupin lenda því oftast á Magnúsi. „Svo er hann líka snilldarkokkur og eldar mun oftar en ég,“ segir Ingileif. Annars ríkir jafnrétti og bræðralag í eldhúsinu. Þau eru þrjú í heimili núna, önnur dóttirin er flutt að heiman. Auk þess eru bæði hundur og köttur á heim- ilinu. Það sést í matarkörfunni því þar er bæði hunda- og kattamatur. Ingileif segir að hægt sé að taka dæmi um að vöruverð hafi heldur lækkað af dós af hundamat. Fyrir fáum árum keypti hún hana á yfir 100 krónur en nú er hún á um 80 krónur. Matarinnkaup þeirra hjóna hafa breyst á undanförnum miss- erum eftir að Ingileif byrjaði í dönskum vigtarkúr. Þar er mikil áhersla lögð á grænmeti og ávexti. „Eftir að hafa verið í þessu í fimm mánuði missti ég taktinn í sum- arfríinu í fyrra. Ég fór þó aldrei al- veg í sukkið,“ segir hún. „Nú er ég að reyna að ná mér á strik aftur.“ Fiskur og kjúklingur oft í viku Það vekur því athygli að hún setur stóran kassa af Cocoa Puffs í körf- una. „Við erum að fara til Danmerk- ur og ætlum að færa frænku minni þetta því það fæst ekki þar.“ segir hún. Þau Magnús og Ingileif ætluðu að hafa lifur í matinn, en hún fékkst ekki þennan dag. Þau ákváðu því að kaupa frosin, roð- og beinlaus fisk- flök í staðinn. Þau segjast borða mikinn fisk og eftir að kjúklingur lækkaði í verði er hann á borðum tvisvar til þrisvar í viku. Í mat- arkörfunni eru ávextir og grænmeti mest áberandi, en einnig kolsýrt vatn og léttmjólk, egg og fleira. Þau kaupa ávexti og grænmeti nánast daglega og eru sammála um að létt- ur matur fari vel í mann og Magnús hefur tekið upp sömu matarvenjur og eiginkonan. Dóttirin hefur þó ein- staka sérþarfir í mat, eins og Ingileif orðar það, en þá bjargar hún sér bara og býr sér til pítsu eða það sem  HVAÐ ER Í MATINN? | Ingileif Gunnarsdóttir og Magnús Valsson Kjúklingur og fiskur í uppáhaldi Það er ekki langt fyrir þau Ingileif Gunnars- dóttur og Magnús Vals- son að skreppa út í búð. Þau búa á Kjartans- götunni í Borgarnesi og rétt hjá þeim eru bæði Samkaup og Bónus. asdish@mbl.is hana langar í. Þau hafa nammidag einu sinni í viku og þá má borða sæl- gæti og fá sér rjómasósur og slíkt. Ingileif segir að eftir að hún fór að borða lítið sælgæti og mikið af ávöxt- um finni hún betur sæta bragðið af ávöxtunum. Magnús segir að sér finnist mest gaman að elda góðar nautalundir og finnist þær besti maturinn. Oftar hafi þau þó léttari mat. Til dæmis þennan þægilega og fljótlega kjúklingarétt: Kjúklingaréttur Magnúsar Kjúklingabringur paprika, sveppir, laukur, hvítkál eða blómkál hrísgrjón Montreal Steak-krydd chilipipar (ferskur eða í duftformi) sítrónupipar Kjúklingabringurnar eru skornar í bita og brúnaðar á pönnu. Paprika, sveppir, laukur, hvítkál, blómkál eða annað sem til er í ísskápnum létt- steikt á pönnu. Hrísgrjón soðin. Öllu blandað saman í eldfast mót, kryddað með sítrónupipar, Montreal Steak-kryddi og örlitlum chilipipar, annaðhvort í duftformi eða smátt söxuðum fersk- um. Bakað í ofni í 20–25 mínútur. Gott að bera fram með hvítlauks- brauði. Í stað þess að hafa lifur var eld- aður fiskur þegar heim var komið þetta kvöld. Fiskur með grænmeti Fiskflök eru lögð í blöndu af soja- sósu, sítrónusafa úr ½ sítrónu, karríi og sítrónupipar og látin liggja í hálf- tíma. Tvær teskeiðar af olíu eru hit- aðar á pönnu og grænmeti sem keypt var og til var í ísskápnum að- eins svitað. Fiskurinn lagður ofan á. Lokið sett á pönnuna og slökkt undir þannig að bæði fiskurinn og græn- metið er eiginlega gufusoðið. Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ingileif Gunnarsdóttir og Magnús Valsson fara helst daglega út í búð því þau vilja hafa grænmetið sem ferskast. Morgunblaðið/Jim Smart ALLT fuglakjöt sem er á markaði í Danmörku verður frá og með 1. júní nk. að merkja með ráðum um hvernig á að meðhöndla það til að fyrirbyggja sýkingar af völdum hugsanlegra bakt- ería, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende. Um er að ræða bæði danskt fuglakjöt og innflutt. Dansk- ir framleiðendur hafa löngum merkt kjötið á þenn- an hátt en það verður nú skylda. Hér á landi er gerð krafa um sérstaka merkingu á um- búðir um hráa kjúklinga en ekki hefur verið gerð krafa um að setja fram leiðbein- ingar um hitastig í mat- reiddum kjúklingi eða leið- beiningar um hvenær hann er fullsteiktur, að sögn Elín- ar Guðmundsdóttur, for- stöðumanns matvælasviðs Umhverfisstofnunar. Ís- lenska reglugerðin um þetta efni kveður á um að á um- búðir alifugla og afurða þeirra skuli skrá leiðbein- ingar um meðhöndlun og matreiðslu. Á merkingunum koma eftirfarandi leiðbein- ingar fram:  Blóðvökvi á ekki að kom- ast í aðra matvöru eða áhöld.  Látið frosið fuglakjöt þiðna í umbúðunum.  Gætið að hreinlæti.  Kjötið skal vel steikt eða soðið. Mikilvægustu ráðin til að koma í veg fyrir sýkingar eru skv. vef Berlingske að steikja kjötið í gegn, þ.e. upp í 75°C. Kjötið á að losna frá beini og safinn sem rennur úr því að vera glær.  MATUR Skyldu- merkingar um með- höndlun fuglakjöts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.