Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 14
VAGNAR tveggja farþegalesta liggja þvert á teinana eða utan þeirra eftir árekstur þeirra og þriðju lestarinnar, flutningalestar, í Los Angeles í gærmorgun. Ljóst er að minnst 10 létust og allt að 100 slösuðust. Lögreglan sagði að kyrrstæður jeppi á brautarteinum hefði valdið árekstrinum og hefði bílstjórinn ætlað að fremja sjálfsmorð með þessum hætti. Hann heyktist hins vegar á því og stökk út úr bílnum á síðustu stundu. Eldur kom upp í einni lest- inni og önnur valt út af teinunum og fréttir voru um, að fólk hefði lokast inni í vögnunum. Mikinn fjölda björgunar- og slökkviliðsmanna dreif strax að, að minnsta kosti 300 manns með 35 sjúkrabíla. AP Mannskætt lestarslys í Los Angeles 14 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Í rösk kona, sem býður sig fram til þings í kosning- unum á sunnudag, sagði ný- lega að hún óttaðist að eig- inmaður sinn kæmist að því að hún væri í framboði. Hún sagði þetta í hálfkæringi en ummæli hennar varpa þó ljósi á hversu hættulegt það er fyrir konur að sækjast eftir opinberu embætti í Írak. Fyrir utan um það bil tug þjóð- þekktra kvenna, sem hafa haslað sér völl í stjórnmálunum, hafa kon- urnar sem bjóða sig fram til þings leynt framboði sínu af ótta við að þær verði fyrir ofbeldi af hálfu of- stækismanna. Uppreisnarmenn í Írak hafa hót- að árásum á alla frambjóðendur en konurnar eru í enn meiri hættu en karlarnir vegna þess að þær standa frammi fyrir reiði trúarofstæk- ismanna sem telja að konur eigi ekki að gegna opinberum emb- ættum. Ein kvennanna, sem buðu sig fram, var myrt nálægt heimili sínu í Bagdad. Annarri konu var rænt og lausnargjalds krafist. Reynt var að ráða eina af þekktustu stjórn- málakonum Íraks af dögum í fyrra en hún komst lífs af. Sautján ára sonur hennar beið bana. Mikið í húfi Margar kvennanna neita að við- urkenna, jafnvel fyrir vinum sínum, að þær séu í framboði til þings. Tugir kvenna hafa lýst því yfir að þær séu hættar við að bjóða sig fram, en þær eru samt enn á fram- boðslistunum og ætla að setjast á þing nái þær kjöri. Kjósendurnir velja lista, en ekki einstaklinga, og njóti listarnir nógu mikils stuðnings verður þeim úthlutað þingsætum í hlutfalli við atkvæðafylgið. „Hvers vegna vitum við ekkert um konurnar sem eru í framboði? Hvers vegna fáum við aðeins lista og tölur, en fáum ekki að vita hverj- ir eru á þeim?“ spurði kona á einum af örfáum fundum sem kven- frambjóðendurnir hafa haldið í Bagdad. „Það er synd að konur skuli ekki þora að taka þátt í stjórnmálunum,“ svaraði einn kvenframbjóðendanna, Songul Chapouk. „Írak er núna frjálst land. Ég veit að ástandið í ör- yggismálum er slæmt en við verðum að taka því sem að höndum ber og grípa þetta frábæra tækifæri.“ Í kosningunum er mikið í veði fyrir konur vegna þess að þingið á að semja nýja stjórnarskrá. Í Írak hafa lengi verið í gildi lög sem kveða á um jafnrétti kynjanna og veita konum m.a. rétt til að kjósa, ganga í skóla, erfa eignir, auk réttinda á ýmsum sviðum fjöl- skyldulífsins. Trúarleg afturhaldsöfl reyndu í fyrra að afnema sum af þessum réttindum kvenna og vildu auka vald klerka í málum sem varða hjónabandið, skilnaði, forræði yfir börnum og erfðarétt. Litlu munaði að þessi tilraun tækist og talið er að afturhaldsöflin reyni þetta aftur á þinginu. Fá 25% þingsætanna Í kosningalöggjöfinni er kveðið á um að konur fái minnst 25% þing- sætanna. Nokkrar þjóðþekktar kon- ur voru því mjög eftirsóttar þegar framboðslistarnir voru undirbúnir, að sögn íraska fréttaskýrandans Hassans Bazaz. Hann segir að fimmtíu stjórnmálaflokkar hafi til að mynda beðið vinkonu hans um að fá að setja nafn hennar á lista þeirra. Einn flokkanna, Óháðir demókratar, losaði sig við konu nokkra eftir að í ljós kom að hún hafði skráð sig á tvo aðra framboðs- lista. Stærstu flokkarnir og kosninga- bandalögin hrepptu flestar þeirra kvenna sem hafa látið mest að sér kveða í kvenréttindabaráttunni eða gegnt embættum í bráðabirgða- stjórninni. Þær eru þegar orðnar þekktar og bjóða sig fram fyrir opn- um tjöldum – umkringdar örygg- isvörðum. Sawsan Ali Sharifi, landbún- aðarráðherra bráðabirgðastjórn- arinnar, er helsti kvenframbjóðandi listans sem Ayad Allawi forsætis- ráðherra fer fyrir. Hún ræðir við kjósendur, aðallega bændur, á ferð- um sínum sem ráðherra. Að öðru leyti einskorðast kosningabarátta hennar við þaulskipulagða blaða- mannafundi. Maysoon Damluji, helsti kvenframbjóðandi Óháðra demókrata, segist aðeins koma fram á kosningafundum þar sem örygg- isgæslan er eins mikil og kostur er. „Ég get ekki gengið um göturnar, ekki einu sinni í fylgd örygg- isvarða,“ sagði Damluji, arkitekt sem sneri aftur til Íraks fyrir tveim- ur árum eftir 22 ára útlegð. Að Damluji, Sharifi og nokkrum öðrum stjórnmálakonum und- anskildum veigra konurnar sér við því að koma fram opinberlega. Margar þeirra hafa sent fjölskyldur sínar til annarra landa af ótta við að ráðist verði á þær fyrir kosning- arnar. Rótgróin kvenréttindahreyfing Ákvæðið um að konur fái minnst 25% þingsætanna er umdeilt í Írak. Sumir hafa áhyggjur af því að óþekktu konurnar, sem fá sæti á þinginu, verði þar aðeins upp á punt, án raunverulegra áhrifa. Stuðningsmenn kvennakvótans höfðu beitt sér fyrir því að allt að 40% þingsætanna væru ætluð kon- um. Þeir segja kvótann nauðsyn- legan til að konur geti náð fótfestu á þinginu og spá því að þeim vaxi smám saman ásmegin í stjórn- málum landsins. Kvenréttindahreyfingin er rótgróin í Írak og varð til á þriðja áratug aldarinnar sem leið. Í stjórn- arskránni frá 1970 var kveðið á um jafnrétti kynjanna á mikilvægum sviðum en konur gegndu þó nánast engum mikilvægum embættum á valdatíma Saddams Husseins. Konur hafa verið áhrifameiri í írösku bráðabirgðastjórninni en trúarlegu afturhaldsöflin hafa sótt í sig veðrið. Konum, sem hafa beitt sér fyrir auknum kvenréttindum, hefur verið hótað lífláti. Kaupsýslu- konan Zeena Qushtaini var myrt og þegar lík hennar fannst var höfuðið hulið klúti sem hún hafði neitað að nota í lifanda lífi. Fréttaskýring | Margar konur bjóða sig fram til þings í Írak en flestar þeirra halda framboðinu leyndu – jafnvel fyrir vin- um sínum – af ótta við að þær verði fyrir ofbeldi ofstækismanna. Margar konur bjóða sig fram – leynilega Reuters Nawal Abdel Rida, frambjóðandi í þingkosningunum í Írak, á blaðamanna- fundi með nokkrum öðrum konum sem bjóða sig fram til þings. ’„Hvers vegna vitumvið ekkert um konurnar sem eru í framboði? Hvers vegna fáum við aðeins lista og tölur, en fáum ekki að vita hverj- ir eru á þeim?“‘ ALLT að 31 bandarískur landgönguliði kann að hafa látið lífið þegar herþyrla fórst í vest- urhluta Íraks í gær. Verið var að flytja her- menn frá 1. landgönguliðadeildinni þegar þyrl- an fórst í slæmu veðri skammt frá landa- mærum Jórdaníu laust eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudags. Þá létu fjórir landgönguliðar lífið í átökum við uppreisnarmenn í Al Anbar-héraði í vest- urhluta Íraks. Að auki særðust fjórir land- gönguliðar þegar skotið var á bandaríska bíla- lest á veginum að alþjóðaflugvellinum í Bagdad í gær. Ekki er vitað hvað olli slysinu en að sögn bandarísks liðsforingja var slæmt veður á svæðinu. Að minnsta kosti sjö manns létu lífið í þremur sprengjuárásum í borginni Riyadh, skammt frá Kirkuk í norðurhluta Íraks í gær. Þá réðust uppreisnarmenn á skrifstofur stjórnmálaflokka og skóla, sem nota á sem kjörstaði í þingkosningunum á sunnudag. Yfir 30 landgöngu- liðar fórust Bagdad. AP. UM 260 manns týndu lífi er mikil skelfing greip um sig í fyrradag meðal hundraða þús- unda manna í pílagrímsferð í Vestur- Indlandi. Allt að 400.000 manns voru samankomin í og við hof uppi á hæð en talið er, að trúarleg athöfn við hofshliðið hafi verið upphafið að ósköpunum. Fólst hún í því að brjóta kókos- hnetur en er fólkið þyrptist að, tróðust þeir undir, sem fallið höfðu í hálli kókosmjólkinni. Er þetta fréttist, brutust út óeirðir og var þá kveikt í sölutjöldum við veginn upp á hofs- hæðina. Í eldinum sprungu gaskútar með miklum gný og varð það enn til að auka á ringulreiðina. Voru það aðallega konur og börn, sem tróðust undir, en sumir urðu eld- inum að bráð. Slys af þessu tagi eru ekki fátíð á Indlandi en þetta er líklega eitt það mannskæðasta í seinni tíð. Um 260 tróðust undir á Indlandi Wai. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.