Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 45 MENNING Baðheimar ehf. Fosshálsi 1 110 Reykjavík Sími 525 0800 www.badheimar.is Handklæðaofnarl f r i . l i j í í i . i .i Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 71 14 0 1/ 20 05 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 2 71 14 0 1/ 20 05 Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. Dagskrá: 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans sl. starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar eða taps á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum. 5. Tillaga um að heimila bankanum að kaupa eða taka að veði allt að 10% af eigin bréfum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en átta dögum fyrir aðalfund. Tilkynna skal um framboð til bankaráðs eigi síðar en 31. janúar 2005. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér hækkun á heimild bankaráðs til hækkunar hlutafjár. Er hluthöfum bent á að kynna sér tillögurnar fyrir fundinn. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Einnig verður hægt að nálgast þessi gögn á www.landsbanki.is Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við innganginn við upphaf fundarins. Bankaráð Landsbanka Íslands hf. Aðalfundur Landsbanka Íslands hf. verður haldinn á Nordica hótel, laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. 410 4000 | landsbanki.is FINNUR Arnar er afar virkur í myndlistinni um þessar mundir. Hann var með nokkuð umfangs- mikla sýningu í Hafnarhúsinu sl. haust, tók þátt í nýafstaðinni sýn- ingu í Listasafni Íslands, Ný ís- lensk myndlist, og nú er hann með einkasýningu í eftirsóttasta gall- eríi bæjarins. Finnur hefur verið í stöðugri þróun í list sinni frá því fyrir rúmum áratug en hann vakti strax athygli fyrir skarplega unnin verk sem veltu fyrir sér mörkum listarinnar, tengslum hennar við raunveruleikann og stöðu karl- mannsins í nútímasamfélagi. Þau fólu einnig í sér nokkra samfélags- ádeilu þótt ekki væri hún á yf- irborðinu. Myndbönd Finns hafa einnig verið eftirtektarverð en hann hefur unnið töluvert með tímann sem fyrirbæri, rauntímann og tíma listaverksins. Á undanförnum misserum hefur náttúran spilað stórt hlutverk í list Finns og náttúran kemur einnig við sögðu í nýrri innsetningu hans nú í i8. Hún birtist í ljósmyndum hans í kjallara af skýjum og skuggum, myndir sem eins og myndböndin vekja tilfinningu fyrir stöðugu streymi tímans auk þess að kalla fram hugsanlega myndlík- ingu af lífinu þar sem skiptast á ský og skuggar. En á efri hæðinni eru það inngrip mannsins í náttúr- una, hringrás lífs og dauða og ferli sköpunarinnar sem eru kjarni verka hans. Við fyrstu sýn er ekki hjá því komist að áhorfandinn hugsi til formalínverka Damien Hirst þegar kindahausarnir eru skoðaðir, sömuleiðis er form myndbandsins með skáldinu nokkuð kunnuglegt. Finnur er heldur ekki einn um að vinna með gras í list sinni. Við nánari athugun er þó ekki annað hægt en komast að þeirri nið- urstöðu að Finni takist að gera all- ar þessar vinnuaðferðir að sínum eigin, fella þær að sínum persónu- lega hugmyndaheimi og tengja þær íslenskum veruleika á sann- færandi hátt. Innsetning Finns er eftirminnileg og nokkuð mögnuð upplifun þar sem skiptast á von og óhugur, líf og dauði. Þessi hring- rás er endurtekin á mismunandi vegu í hinum ýmsu þáttum sýning- arinnar, skáldið er í þann mund að hefja upp raust sína en kemst aldrei lengra en að opna munninn því klipping myndbandsins stöðvar sköpunarverk hans í fæðinu. Gras- ið vex og deyr og kindahausarnir minna okkur á fyrri tilvist í lifenda lífi. Slátrarabúnaðurinn er síðan einkar óhugnanlegur og tekst á óþægilegan hátt að kippa innsetn- ingunni inn í heim hryllings sem maður vill helst ekki horfast í augu við. Finnur heldur síðan áfram með hringrásarþema sitt í kjallaranum þar sem myntir og peningaseðlar stíga hægan dans og ég gæti trúað að þetta verk þyldi stærri umgjörð en það fær hér. Verk Finns mynda ekki eina auðlæsilega heild í einni svipan en þau eru öll hluti af sterkri per- sónulegri sýn listamannsins, sýn sem er í þróun sem spennandi er að fylgjast með. Að mínu mati ná verk Finns að snerta einhvern kjarna íslensks nútímasamfélags sem erfitt er að færa í orð og þetta gefur verkum hans aukið vægi innan hinnar afar fjölbreyttu flóru íslenskrar samtímalistar. Með fingurinn á púlsinum Morgunblaðið/ÞÖK „Innsetning Finns er eftirminnileg og nokkuð mögnuð upplifun þar sem skipast á von og óhugur, líf og dauði,“ segir Ragna Sigurðardóttir m.a. MYNDLIST Gallerí i8 Til 26. febrúar. Gallerí i8 er opið miðviku- daga til föstudaga frá kl. 11–17 og laug- ardaga frá kl. 13–17. Finnur Arnar Arnarsson Ragna Sigurðardóttir BRESKA skáldkonan Andrea Levy hlýtur hin eftirsóttu Whit- bread-verðlaun að þessu sinni fyrir bók sína Small Island, eða Litla eyjan. Að mati dómnefndar var valið auðvelt en verðlauna- féð nemur sem svarar tæpum þremur millj- ónum króna. Small Island á sér stað í Lundúnum á eft- irstríðsárunum og hverfist um kvenkyns leigusala og leigjendur hennar, þeirra á meðal Jamaíku-mann sem er að laga sig að lífinu eftir veru í hernum. Bókin hafði áður hlotið Orange- verðlaunin og þótti líklegust, sam- kvæmt veðbönkum, til að hreppa Whitbread-verðlaunin líka. Levy segist ekki hafa búist við því að fara með sigur af hólmi, ekki einu sinni í sínum „villt- ustu draumum“ en þetta sé mikil viður- kenning fyrir bókina. Raunar var hún búin að afskrifa verðlaunin, þar sem „þeir sigurstrang- legustu bíða alltaf lægri hlut“. Að mati formanns dómnefndar, Sir Trevor McDonald, er Small Is- land „mikil saga, hantéruð af snilld“ og kvikmynda- leikarinn Hugh Grant, sem einnig átti sæti í dómnefndinni, fullyrðir að bókin hafi endurvakið áhuga sinn á bókmenntum. Levy hlýtur Whit- bread-verðlaunin Andrea Levy Ljóðasam- keppni tíu ára barna í Reykjavík Í TILEFNI af Vetrarhátíð í Reykja- vík 2005 efna Reykjavíkurborg, Edda útgáfa og Rithöfundasamband Íslands til ljóðakeppni barna í 5. bekkjum grunnskóla borgarinnar undir nafninu Vetur í Reykjavík. Í keppninni er leitast við að fanga það andrúmsloft sem veturinn skapar í hugum barnanna og þau einkenni sem þau telja að séu á Reykjavík um vetur. Skilafrestur ljóða er til 8. febrúar. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, sem sæti á í dómnefnd, mun kynna úrslit keppninnar á Heimsdegi barna í Hlíðaskóla 20. febrúar. Gert er ráð fyrir að ljóðin verði send inn á Netinu en það er gert með þeim hætti að farið er inn á vef- slóðina www.reykjavik.is/ljod þar sem finna má rafrænt form til að fylla út. Skilafrestur er til 8. febrúar og í verðlaun fyrir bestu ljóðin eru glæsi- legar bókagjafir frá Eddu útgáfu. Dómnefndina skipa: Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Sigþrúður Gunnarsdóttir, útgáfu- stjóri barnabóka hjá Eddu útgáfu, og Bragi Ólafsson rithöfundur. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.