Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik vann
sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í
handknattleik í Túnis í gærkvöld þegar það
lagði slakt lið Kúveita að velli, 31:22. Íslend-
ingar höfðu undirtökin allan tímann í leikn-
um, en íslensku leikmennirnir gerðu sig seka
um mörg mistök. Staðan í hálfleik var 17:12,
en Kúveitar náðu að minnka muninn niður í
tvö mörk. Íslendingar settu í gírinn undir lok-
in og skoruðu fimm síðustu mörk leiksins.
Einar Hólmgeirsson var atkvæðamestur ís-
lensku leikmannanna með átta mörk.
Íslenska liðið á frí í dag á HM en á morgun
mætir það Rússum og myndi með sigri kom-
ast í mjög vænlega stöðu í riðlinum.
Morgunblaðið/RAX
Arnór Atlason brunar hér að marki Kúveita í Túnis í gærkvöldi og fyrir aftan fylgist Einar Hólmgeirsson grannt með.
Fyrsti sigurinn á HM
JÁKVÆÐ gengisáhrif af háu hlutfalli erlendra
skulda sjávarútvegsfyrirtækja í landinu vega
upp tekjumissi þeirra af gengishækkun krón-
unnar á árinu 2004, að mati Sigurgeirs Brynj-
ars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Um
mitt árið voru nærri 70% skulda sjávarútvegs-
ins í erlendri mynt.
Telur Sigurgeir að mikill hagnaður hafi orð-
ið af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á árinu
2004 sem byggist að verulegu leyti á geng-
ishagnaði. Hins vegar segir hann framlegðina
á hvert kíló sjávarafurða fara minnkandi milli
ára og það sé áhyggjuefni.
Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kem-
ur fram að gengisbreytingar krónunnar á síð-
asta ári ættu ekki að hafa mikil áhrif á tekjur
sjávarútvegsfyrirtækjanna á árinu vegna verð-
hækkana á sjávarafurðum á sama tímabili.
Sjávarútvegurinn
Horfur á
góðum
hagnaði
Verð sjávarafurða/B1
MJÖG víðtækar þungatakmarkanir eru á veg-
um landsins vegna mikilla hlýinda sem ekki
sér fyrir endann á. Settar hafa verið á 10 tonna
ásþungatakmarkanir á vegum í öllum lands-
hlutum að Vestfjörðum og Suðurlandi undan-
skildum.
Tap Samskipa vegna þessara þungatak-
markana nemur um 2 milljónum króna á dag
að sögn Óskars Óskarssonar framkvæmda-
stjóra innanlandssviðs Samskipa. Landflutn-
ingar fyrirtækisins miðast við fullfermi, 49
tonn á bíl og tengivagni, en með þungatak-
mörkunum verður að létta bílana niður í 44
tonn að heildarþyngd til að mæta kröfum um
10 tonna ásþunga. Þetta leiðir til þess að 5
tonn tapast á hvert æki og fjölga þarf ferð-
unum sem hefur sinn kostnað í för með sér.
Að sögn Sævars Inga Jónssonar deildar-
stjóra umferðareftirlits Vegagerðarinnar hef-
ur þurft að grípa til þungatakmarkana í jan-
úarmánuði undanfarin ár vegna hlákutímabila
og að því leyti sé ekki beinlínis um nýmæli að
ræða. Til lengri tíma litið séu þó þungatak-
markanir í janúar fátíðar því veturnir hér áður
fyrr voru kaldari. Það hafi ekki verið fyrr en að
vori sem árlegar þungatakmarkanir voru sett-
ar þegar frost var að fara úr jörðu.
Þungatakmarkanirnar að þessu sinni eru
ótímabundnar og verða í gildi uns næst frystir,
eða vatn rennur úr jarðvegi. Á meðan enn er
klaki í jörðu hindrar hann frárennsli uppsafn-
aðs vatns undir malbikinu með þeim afleið-
ingum að mikið tjón getur orðið á slitlagi ef
farið er á of þungum bílum um vegina. Um er
að ræða takmarkanir sem bundnar eru við 10
tonna ásþunga og hefur bannið gífurleg áhrif á
landflutninga þar sem flutningabílar eru
margfalt þyngri en sem því nemur.
Flutningafyrirtæki landsins hafa fengið
sendar tilkynningar frá Vegagerðinni um
þungatakmarkanir auk þess sem tilkynningum
hefur verið komið á framfæri í fjölmiðlum.
Tapa 2 milljónum
á dag vegna
þungatakmarkana
♦♦♦
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti
slasaðan sjómann í bátinn Gideon sem var
staddur um 135 sjómílur aust-suðaustur af Vest-
mannaeyjum í gær.
Skipstjórinn á Gideon, sem er íslenskur,
hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og til-
kynnti að einn skipverjanna, litháenskur maður,
hefði slasast og óskaði eftir að hann yrði sóttur
með þyrlu og fluttur á sjúkrahús. Talið var að
maðurinn hefði hlotið opið beinbrot á læri.
Sjómaður sóttur
á haf út
♦♦♦
KB banki mun greiða 3,3 milljarða í arð til
hluthafa en hagnaður bankans nam nærri
15,8 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er
ríflega tvöfalt meiri hagnaður en árið 2003 og
rúmum milljarði meira en hæstu afkomuspár
greiningardeilda bankanna gerðu ráð fyrir.
Þessi góða afkoma sýndi sig í miklum við-
skiptum með hlutabréf bankans í Kauphöll
Íslands. Viðskiptin í gær námu 2,2 millj-
örðum króna. Gengi bankans hækkaði um
1,9% í gær og er komið í 500 stig. Þess má
geta að álíka mikil viðskipti, upp á tæpa tvo
milljarða króna, urðu með bréf bankans dag-
inn áður en uppgjörið var birt.
„Ég er mjög sáttur við afkomuna á fjórða
ársfjórðungi þótt ytri aðstæður hafi ekki ver-
ið bankanum hagstæðar á einu helsta ein-
staka markaðssvæði bankans, Íslandi. Niður-
staðan sýnir að bankinn byggir á traustum
tekjustoðum,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson
forstjóri KB banka um afkomuna.
Greiningardeild Landsbankans mælir með
yfirvogun á KB banka. Greiningardeildin
bendir á að hreinar þóknanatekjur bankans
námu 5,2 milljörðum í fyrra og jukust mikið
á árinu. Þetta skýrist af stórum fyrirtækja-
verkefnum. Vakin er athygli á að gengis-
hagnaður hlutabréfa skýrist m.a. af erlendri
hlutabréfaeign, auk þess sem innleystur
hagnaður vegna sölu á 11% hlut í Baugi nam
1,3 milljónum. Á móti kemur gengistap
vegna eignarhlutar bankans í Singer og
Friedlander.
Hreinar rekstrartekjur bankans jukust um
nærri 17 milljarða milli ára og námu 48,6
milljörðum árið 2004. Þar af námu hreinar
vaxtatekjur 18,9 milljörðum og jukust þær
um átta milljarða milli ára, þ.e. munur á
vaxtatekjum og vaxtagjöldum bankans. Mun-
ar þar talsverðu innkoma danska bankans
FIH í samstæðuna á miðju árinu.
Útlán KB banka ríflega þrefölduðust frá
árslokum 2003 til ársloka 2004 og námu þá
1,1 milljarði. Þetta er 71% af heildareignum
bankans og jókst hlutfallið úr 63% árið 2003.
KB banki greiðir 3,3
milljarða króna í arð
Hagnaður/B2
Bankinn hagnaðist um
15,8 milljarða í fyrra
FRAKKLAND vann Bocuse
d’Or-matreiðslukeppnina sem
staðið hefur yfir í tvo daga í
Lyon í Frakklandi. Íslenski
keppandinn, Ragnar Ómarsson,
lenti í 5. sæti en 24 þjóðir taka
þátt í keppninni sem er frægasta
einstaklingsmatreiðslukeppni
heims.
Sérstök verðlaun eru veitt fyr-
ir besta fisk- og kjötréttinn og
urðu Svíar hlutskarpastir í
keppninni um fiskinn. Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
afhenti verðlaunin í þeim flokki.
Ferskur íslenskur skötuselur var
notaður í keppninni og að sögn
keppenda og dómara var um ein-
staklega gott hráefni að ræða.
Að sögn Árna var þetta einkar
ánægjuleg niðurstaða og greini-
legt að Norðurlöndin ásamt
Frakklandi stæðu uppúr í mat-
reiðslu í heiminum í dag. Finnar
unnu verðlaun fyrir besta kjöt-
réttinn en kjötið sem notað var í
keppninni var danskt kálfakjöt.
Að sögn Gissurar Guðmunds-
sonar forseta klúbbs mat-
reiðslumeistara á Íslandi og á
Norðurlöndunum er niðurstaða
þessarar keppni sú að matar-
gerðarlistin sem slík hefur færst
frá Mið-Evrópu til Norður-
landanna. Gissur vildi koma á
framfæri sérstöku þakklæti til
Ragnars Ómarssonar og aðstoð-
armanna hans og allra þeirra
fjölmörgu sem staðið hafa að
baki Klúbbi matreiðslumeistara
svo þátttaka Íslands í keppninni
gæti orðið að veruleika.
Fyrstu sjö sætin röðuðust sem
hér segir: Frakkland, Noregur,
Danmörk, Svíþjóð, Ísland, Aust-
urríki, Finnland.
Ísland í 5. sæti á Bocuse d’Or
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Árni Mathiesen afhenti verðlaun fyrir matreiðslu á skötusel.