Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 15 ERLENT SÉRGÓÐIR, bandarískir neytendur geta skaðað efnahagslífið um allan heim ef þeir halda áfram að líta á heimili sitt, fasteignina, sem hrað- banka, sem fjármagnað geti áfram- haldandi kaupæði. Kom þetta fram í gær hjá Stephen Roach, aðalhag- fræðingi fjármálafyrirtækisins Morgan Stanleys, á Heimsviðskipta- ráðstefnunni í Davos í Sviss. Roach sagði, að flest benti til áframhaldandi hagvaxtar en hvað Bandaríkin varðaði „hef ég annað- hvort misreiknað mig illilega eða ekki er allt sem sýnist“. Sagði hann, að Bandaríkjamenn væru að verða neytendur, sem notuðu verðmæti heimila sinna sem grundvöll fyrir meiri og meiri lántökum. Nú væri hins vegar vaxandi hætta á, að fast- eignaverðbólan spryngi með tilheyr- andi lánsfjárskorti. „Bandarískir neytandinn er yfir- vofandi slys,“ sagði Roach. Vextir verða að hækka Roach sagði, að vextir í Bandaríkj- unum yrðu að hækka, en það biði eft- irmanns Alans Greenspans, sem væri að búa sig undir að hætta sem seðlabankastjóri. „Eðlilegir vextir, sem við höfum ekki séð í Bandaríkjunum lengi, munu taka á ofneyslunni og hinum mikilvæga innflutningsþætti greiðslujafnaðarins,“ sagði Roach og bætti við, að neytendur „kreistu fjár- magnið“ út úr heimilum sínum til að kaupa innflutning frá Asíulöndum, sem aftur keyptu Bandaríkjadollara til að halda vöxtum lágum og við- halda kaupæðinu. „Þetta er brjálæðisleg aðferð við að stýra efnahagslífinu í heiminum. Þið vitið það, við vitum það en banda- ríski seðlabankinn lokar augunum fyrir því.“ Breytingar í Evrópu Ýmsir aðrir lýstu áhyggjum af óhagstæðum greiðslujöfnuði í Bandaríkjunum en sumir bentu á, að hann stafaði meðal annars af því, að vöxturinn í bandarísku efnahagslífi væri meiri en í Evrópu þar sem alls konar ósveigjanleiki héldi aftur af honum. Það kom þó fram, að í Evr- ópu væri ýmislegt að breytast í þess- um efnum, til dæmis í Frakklandi og Þýskalandi, og vegna samkeppninn- ar við Austur-Evrópu hefði sam- keppnisgeta vestur-evrópskra iðn- fyrirtækja aukist. Lykillinn að meiri hagvexti í Evrópu væri nú aukin framleiðni í þjónustugreinum. „Bandaríski neytandinn er yfirvofandi slys“ Hætta sögð á að bandaríska fasteignaverðbólan springi Davos. AFP.  Meira á mbl.is/ítarefni JÓHANNES Páll II páfi hefur gagnrýnt stefnu hinnar frjálslyndu ríkisstjórnar sósíalista á Spáni. Ráðamenn þar syðra hafa svarað fyrir sig og minnt páfa á að trúin tilheyri einstaklingunum en ekki ríkisvaldinu. Páfi átti í vikunni fund með spænskum biskupum í Róm. Þar vék hann að ýmsum ákvörðunum stjórnar sós- íalista á Spáni og boðuðum breytingum sem margar hverjar vísa til samfélagssýnar kaþólsku kirkjunnar. Stjórn José Zapatero forsætisráðherra Spánar hefur m.a. boðað að samkynhneigðum verði heimilað að ganga í hjónaband þar syðra. Í ráði er að breyta trúfræðikennslu í skólum landsins og stjórnvöld hvetja nú til þess að karl- menn noti smokka til að stemma stigu við útbreiðslu al- næmis. Þá stendur til að heimila stofnfrumurannsóknir, gera hjónaskilnaði einfaldari í lagalegu tilliti auk þess sem stjórnin hafði uppi áform um að rýmka fóstureyð- ingarlöggjöfina sem raunar hefur nú verið slegið á frest. Ýtt undir virðingarleysi Á fundinum með biskupunum sakaði páfi sósíal- istastjórnina um að grafa undan sambandi ríkisvalds og kirkju en kaþólska kirkjan nýtur ákveðinnar sérstöðu Spáni þó svo kveðið sé á um aðskilnað ríkis og trúar í spænskum lögum. Að sögn spænska dagblaðsins El Mundo sagði páfi að stjórnvöld ýttu undir þá afstöðu að kirkja og ríki væru og ættu að vera tvö aðskilin fyrir- brigði og að þessi hugmyndafræði myndi smám saman hefta trúfrelsið og veikja siðferðisþrekið. Þetta myndi aftur geta af sér ýmist virðingarleysi fyrir hinu trúarlega eða þekkingarskort á því sviði. Spánn væri kristið land og rætur kristninnar í samfélaginu yrðu ekki slitnar upp. Í El Mundo kemur og fram að páfi hafi tjáð sig um ein- stök stefnumál sósíalista, m.a. breytingar á trúfræðslu og lýst sig andvígan þeim áformum. José Bono, varnarmálaráðherra Spánar, brást við gagnrýni páfa á þriðjudag. Bono er maður kaþólskur og iðkar trú sína. Hann kvað ekki unnt að gagnrýna rík- isstjórnina fyrir að grafa undan sambandi ríkis og kirkju. „Trúin tilheyrir ekki ríkinu heldur einstaklingunum,“ sagði Bono. Hann vék að andstöðu páfa við notkun getn- aðarvarna og kvaðst ekki fá skilið að synd fælist í því að nota smokka. Hið sama kvað hann gilda um samkyn- hneigð. „Væri Kristur á meðal vor í dag hefði hann meiri áhyggjur af þeim 25.000 börnum sem deyja úr hungri alla daga eða af þeim stríðum sem háð eru,“ sagði ráð- herrann. Hann bætti við að sýndi eitthvert ríki Evrópu kaþólsku kirkjunni meiri stuðning en Spánn vildi hann gjarnan heyra af því. Kirkjan og hinn samfélagslegi veruleiki Skoðanakannanir leiða í ljós að meirihluti almennings fellir sig ekki við margar af grundvallarkennisetningum kirkjunnar. Þannig telja sjö af hverjum tíu Spánverjum að leyfa beri hjónabönd samkynhneigðra. Tæp 80% karl- manna á aldrinum 15–29 ára kveðast nota smokk. Um 80% Spánverja kveðast játa kaþólska trú en kirkjusókn fer ört minnkandi einkum á meðal hinna yngri. Þá hafa kannanir leitt í ljós að um 70% landsmanna telja kaþ- ólsku kirkjuna ekki skynja hinn samfélagslega veruleika. Páfi gagnrýnir sósíalista á Spáni Reuters Jóhannes Páll II páfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.