Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 42

Morgunblaðið - 27.01.2005, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 kút, 4 hattkollur, 7 loðskinns, 8 skrifum, 9 frístund, 11 sterk, 13 fugl, 14 ólyfjan, 15 grobb, 17 litla grein, 20 handlegg, 22 áhöldin, 23 tré, 24 star- ir, 25 gegnsæir. Lóðrétt | 1 leyfir, 2 blíðu- hótum, 3 halarófa, 4 um- gerð, 5 sjaldgæf, 6 lofar, 10 mannsnafn, 12 virði, 13 sómi, 15 formum, 16 ber, 18 fjallsnef, 19 ræktuð lönd, 20 flanir, 21 máttur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 stórlátur, 8 lokum, 9 æfing, 10 urð, 11 gramm, 13 innir, 15 fjörs, 18 eflir, 21 pól, 22 undra, 23 leggs, 24 inn- gangur. Lóðrétt | 2 takka, 3 rómum, 4 áræði, 5 urinn, 6 slag, 7 Æg- ir, 12 mör, 14 nef, 15 fauk, 16 öldin, 17 spaug, 18 ellin, 19 lygnu, 20 risi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samband við foreldra eða aðra valdhafa er stirt í dag. Svo virðist sem enginn vilji sýna samstarfsvilja. Hvað er um það að segja? Er ekki bara best að halda friðinn? Naut (20. apríl - 20. maí)  Sýndu aðgát og sparsemi við gerð ferða- áætlana í dag. Farðu vel yfir allt, jafnvel tvisvar, og ekki ganga að neinu vísu. Mál- efni tengd útgáfu og menntun þarfnast líka yfirferðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagurinn í dag er ekki góður til þess að biðja einhvern um lán eða falast eftir ein- hverju. Það er eins og umheimurinn sé í nískukasti, ekki búast við neinu, þá verð- ur þú ekki fyrir vonbrigðum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Samskipti við ástvini eru eilítið fjarlæg og stirð í dag og tjáskipti dálítið þvinguð. Ekki búast við of miklu meðan þetta ástand varir, slakaðu frekar á. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er best fyrir þig að vinna bara í ein- rúmi í dag. Bíddu með það að kynna nýj- ar hugmyndir fyrir samstarfsfólki. Traust og vinátta eru af skornum skammti núna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Tilhugalífið gæti valdið þér vonbrigðum í dag. Vegir ástarinnar reynast oftar en ekki holóttir og viðsjárverðir. Það á reyndar við í lífinu öllu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú verður hugsanlega fyrir vonbrigðum því eitthvað sem þú ætlaðir að kaupa fyr- ir heimilið er annaðhvort ekki til eða allt of dýrt. Kannski þarftu að vera eilítið raunsærri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Stemmningin er breytileg hjá fólki, rétt eins og veðurfarið. Ekki taka það til þín ef einhver virðist þóttafullur eða óvin- gjarnlegur. Það líður hjá. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Viðhorf þitt til peninga ætti að vera nokk- uð jarðbundið í dag. Þetta er ekki góður dagur til þess að kaupa eitthvað án um- hugsunar eða af léttúð. Kauptu eitthvað hagnýtt, sem endist lengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki hafa áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa. Málið er að þú ert með full- komnunaráráttu og fullkomnun er óhugsandi. Sýndu sjálfri þér miskunn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú lærir sitthvað nytsamlegt ef þú gætir þess að fá að vera í einrúmi í dag. Einvera er stundum uppspretta nýrra uppgötv- ana, það er eins og þær hafi marað í hálfu kafi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki láta vini þína valda þér vonbrigðum í dag. Kannski að einhver verði fyrir von- brigðum með þig. Misskilningur milli ást- vina er alger tímasóun, reyndar. Stjörnuspá Frances Drake Vatnsberi Afmælisbarn dagsins: Þú sýnir snilldartakta á stundum og þykir skýr, skörp og barnslega einlæg manneskja. Hæfileikar þínir gera oft vart við sig á unga aldri. Þú hefur unun af því að vera í takt við tímann. Frelsi þitt er þér mikilvægt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Kulture | Beggi í Mood spilar á Café Kulture, Hverfisgötu 18. Leikið verður frum- samið efni í bland við hefðbundinn blús. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. Frítt inn. www.aripall.com/mood. Gaukur á Stöng | Skátar, Reykjavík og Jan Mayen spila til að safna peningum vegna væntanlegrar utanfarar sveitanna. Mæting er kl. 22 og kostar 300 kr. inn. Skemmtanir Kaffi Sólon | Hreimur og Vignir á efri hæð Kaffi Sólons. Dj Andrés á neðri hæð. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí 101 | Egill Sæbjörnsson – Herra Píanó & Frú Haugur. Gallerí Humar eða frægð! | Ásdís Sif Gunn- arsdóttir sýnir vídeóverk. Gallerí i8 | Finnur Arnar – ýmis myndverk. Gallerí Sævars Karls | Hulda Vilhjálms- dóttir – Hver er að banka á hurðina? Kannski barnið í landslaginu? Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Sýningin stendur til 13. mars. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár. Svart á hvítu, þrívíð verk, málverk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmunds- dóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Hrafnista, Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson rafvirkjameistari sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsal, fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfsson – Alca torda vs. rest. Kunstraum Wohnraum | Alda Sigurð- ardóttir – Landslagsverk. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurðarborði Augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur myndröðum, Snertingum og Ljóshærðum starfstéttum. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – Mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Carnal Knowledge. Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson – Bardaga- vellir. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson er myndlistarmaður mánaðarins. Yfirlitssýn- ing á verkum Braga í veitingastofu og í kjall- ara. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efnis á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamanna- félagið Iðunn og Smekkleysa gaf nýlega út á 4 geisladiskum ásamt riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýningin Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. Opið frá kl. 11–17. Fundir Kristniboðsfélag kvenna | Fundur kl. 17 að Háaleitisbraut 58–60. Fundurinn er í umsjá Sveinbjargar Arnmundsdóttur. Sel-Hótel – Mývatn | Sjálfstæðisflokkurinn heldur stjórnmálafund kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Sigríður Anna Þórðardóttir umhverf- isráðherra og Halldór Blöndal forseti Al- þingis. SÍBS-deildin | Vífilsstöðum. Félagsfundur er í kvöld kl. 20, í samkomusal Múlalundar, Hátúni 10. Ávarp flytur Gunnar Helgason formaður deildarinnar og erindi flytur Sóley Ingadóttir hjúkrunarfræðingur. Fundarstjóri: Ögmundur H. Stephensen. Fyrirlestrar Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Sigríður Matthíasdóttir sagnfr. heldur fyrirlesturinn „Um einstaklingseðli kvenna. Karlar og við- horf til kvenréttinda á Íslandi um aldamótin 1900.“ Aðgangur ókeypis. Háskóli Íslands | Britta Olinder, formaður Svíþjóðardeildar Norræna félagsins um kanadísk fræði, flytur fyrirlestur um mynd- birtingar af Kanada í skáldverkum þriggja kanadískra skáldkvenna í boði hugvís- indadeildar HÍ og Íslandsdeildar Norræna félagsins um kanadísk fræði kl. 16.15 í stofu 111 í Aðalbyggingu. Raunvísindadeild HÍ | Ríkharður Fr. Frið- riksson heldur meistaraprófsfyrirlestur við jarð- og landfræðiskor raunvísindadeildar HÍ kl. 17 í Öskju. Fyrirlestur Ríkharðs nefnist Úrkomuleiðréttingar byggðar á snjómæl- ingum og fjallar um notkun snjómælinga til leiðréttingar á hefðbundnum úrkomumæl- ingum. Kynning Maður lifandi | Ókeypis ráðgjöf um notkun hómópatíu kl. 13–15. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar og svarar spurningum. Málstofur Seðlabanki Íslands | Málstofa verður haldin kl. 15 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Dr. Edith Madsen flytur erindið „Modelling heterogeneity and testing for units roots in panels with a fixed time-series dimension.“ Málþing Skipulagsstofnun | Málþing laugardaginn 29. jan. á Grand Hóteli, Sigtúni 3, Reykjavík kl. 9–13, um samráð við skipulagsgerð og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Allir eru velkomnir. Þátttaka tilkynnist á skipu- lag@skipulag.is eða í síma 595 4100. Námskeið Mímir – símenntun | Námskeiðið sím- svörun á ensku á vegum Útflutningsráðs og Mímis – símenntunar, verður haldið 1. feb. kl. 14–16. Nemendur læra algengan orðaforða, að taka á móti skilaboðum og að veita upp- lýsingar á ensku. Ætlað einstaklingum með nokkurn grunn í ensku. Verð: 3.700 kr. Kennari: Caroline Nicholson. Skráning: www.utflutningsrad.is. Frístundir Lindasafn | Lindasafn verður með opið bókasafnið kl. 17–22, fyrir handavinnukonur sem vilja koma saman. Bútasaumur og önn- ur handavinna. Verið velkomnar í Lindasafn, Núpalind 7 (2. hæð Lindaskóla). Sími 564 0621. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer kl. 18 frá bílastæðinu þar sem Skógrækt- arfélag Rvk var í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, Nauthólsvík og út með Skerjafirði að norðan út undir Ægisíðu. Ferðin tekur rúma klukkustund. Allir vel- komnir, ekkert þátttökugjald. Þorrablót á Leirubakka í Landssveit 28.– 30. jan. Jeppaferð í Kerlingarfjöll 28.–30. janúar nk. Fararstjóri: Jón Viðar Guðmundsson. Laugardalurinn | Stafganga í Laug- ardalnum kl. 17.30. Gengið frá Laugardals- lauginni. www.stafganga.is. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni BJÖRN Davíð Kristjánsson þver- flautuleikari kemur fram á hádeg- istónleikum í sal Tónlistarskóla Garðabæjar í dag kl. 12.15. Tónleik- arnir eru hluti af hádegistón- leikaröð Tónlistarskóla Garðabæjar, sem haldin er í janúar og febrúar í tilefni af 40 ára starfsafmæli skólans og er nú hálfnuð. Það eru fyrrum nemendur og kennarar við skólann sem koma fram á hádegistónleik- unum. Birni til undirleiks er Agnes Löve, skólastjóri Tónlistarskóla Garða- bæjar, sem leikur með á píanó. Á tónleikunum verða flutt verk eftir J.S. Bach, F. Poulenc og G. Fauré. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.15 og standa í u.þ.b. hálftíma. Að- gangur er ókeypis á tónleikana og allir velkomnir. Þá eru íbúar Garða- bæjar, sem og starfsfólk fyrirtækja í bænum, sérstaklega hvattir til að mæta og njóta góðrar tónlistar. Bach, Poulenc og Fauré á hádegistón- leikum í Garðabæ TREGINN verður í algleymingi á Grand rokki í kvöld kl. 22, þegar hljómsveitin Tenderfoot og dúettinn Sviðin jörð stíga á svið ásamt trúbadornum Láru. Tenderfoot gáfu nýlega út plötuna Without Gravity, en sveitin leikur óraf- magnað og lágstemmt kántrí. Dúettinn Sviðin jörð samanstendur af frændunum Frey Eyjólfssyni og Magnúsi Einarssyni, sem báðir starfa við dag- skrárgerð á Ríkisútvarpinu og leika vand- aða tónlist fyrir hlustendur, en Magnús kenndi einmitt Frey á gítar og mandólín á sínum tíma. Tónlist Sviðinnar jarðar er að sögn þeirra félaga tregafullt og drungalegt kántrí og yrkisefnin eftir því. „Undirtitill- inn á tónlistinni okkar er: Lög til að skjóta sig við,“ segir Freyr Eyjólfsson. „Engin von, ekkert ljós, aðeins sviðin jörð. Enda eru jólin búin og ekkert nema vísareikn- ingar og vandræði fram undan.“ Sviðin jörð stefnir nú að útgáfu plötu, þar sem finna má þrettán frumsamin lög eftir þá félaga, öll í tregafyllri kantinum. „Við munum leika nokkur lög af þeirri plötu í kvöld, en á miðvikudaginn í næstu viku munum við hittast á Næsta bar og leika fullt prógramm af ekta tregakántrí,“ segir Freyr og bætir við að þeir félagar fari mjög hefðbundnar og troðnar slóðir í kántrítónlist. „Þetta eru bara þrír hljómar og sannleikurinn. Áhrifavaldur okkar er númer eitt, tvö og þrjú Hank Williams og svo allar gömlu góðu kántríhetjurnar.“ Morgunblaðið/Jim Smart Tregatónar á Grand rokki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.