Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SELÁSHVERFI - HEIÐARÁS Gott 336 fm einbýlishús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr og 2 auka- íbúðum á jarðhæð. Aðalinngangur á efri hæð sem skiptist í: Flísalagða fremri forstofu, hol, stofur með útgengi á vestursvalir, eldhús og á sérgangi eru 3 góð svefnherbergi og flísalagt baðherbergi. Hringstigi til neðri hæðar þar sem er stórt hobbý-herbergi og þvottahús með útgengi í garð. Einnig eru á neðri hæðinni 2 vel innréttaðar aukaíbúðir, báðar með sérinngangi. Sú stærri er 3ja herbergja en hin 2ja herbergja. Skjólgóður suður- og vesturgarður við húsið. Bílskúrinn er innbyggður í efri hæðina. Nýtingarmöguleikar hússins eru margs konar, hvort sem væri ein, tvær eða þrjár íbúðir. Stutt er í alla þjónustu og í útivistarsvæðin í Elliðaárdal, Víðidal, við Rauðavatn o.fl. V. 47,5 m. 3617 Minningarmót í skák | Helgina 11.–13. febrúar nk. halda Skákfélag Akureyrar og Taflfélag Dalvíkur minningarmót um Jón Björgvinsson, sem lést á síðasta ári. Mótið fer fram í KEA-salnum Sunnuhlíð og hefst kl. 19.30 með fjórum atskákum. Síðustu þrjár umferðirnar eru kappskákir, 90 mínútur á 30 leiki og 30 mínútur til að ljúka skákinni. Fimmta um- ferðin hefst kl. 11 á laugardag og sjötta umferð kl. 17 sama dag. Sjö- unda og síðasta umferðin hefst kl. 11 á sunnudag. Heildarverðlaun eru 95 þúsund krónur og skiptast þannig: 1. verðlaun 40.000.-. 2. verðlaun 25.000.-. 3. verðlaun 15.000.-. 1800–2000 stig 5.000.-. 1799 stig og minna 5.000.-. 50 ára og eldri 5.000.-. Einnig verða veittir eignabikarar fyrir alla flokka, sem og önnur og þriðju verðlaun. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir fullorðna en frítt fyrir 15 ára og yngri. Hægt er að skrá sig á heimasíðu félagsins sem er skák- félag.is. Nánari upplýsingar veita Gylfi Þórhallsson í síma 862-3820 og Smári Ólafsson í síma 897-7874.    Skákmót | Janúarhraðskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið fimmtudaginn 27. janúar kl. 20 í KEA-salnum Sunnuhlíð. Laug- ardaginn 29. janúar fer fram sveita- keppni barnaskólasveita á Akureyri og nágrenni. Teflt verður í Íþrótta- höllinni og hefst taflið kl. 13.00. Sunnudaginn 30. janúar kl. 14. verð- ur haldin í KEA-salnum Sunnuhlíð sveitakeppni, hin svokallaða Ak- ureyrardeild. Föstudaginn 21. jan- úar var haldið 15 mínútna mót. Þátt- takendur voru átta og sigraði Gylfi Þórhallsson en hann hlaut 6 vinn- inga. STJÓRN Einingar-Iðju hef- ur samþykkt að kaupa fjóra potta sem verða við sum- arbústaði á Illugastöðum í Fnjóskadal. Björn Snæbjörnsson for- maður greindi á fundi stjórn- arinnar frá hugmynd varð- andi „pottvæðingu“ á Illugastöðum þar sem ekki er möguleiki á að setja upp fleiri en sex potta vegna raf- magnstakmörkunar. Hug- myndin er að athuga hvort ekki sé hægt að setja upp rafmagnspotta við fjögur hús félagsins. Á svæðinu er fyrir einn pottur í húsi nr. 19 hjá Félagi verslunar og skrif- stofufólks á Akureyri og hef- ur leigan aukist til mikilla muna eftir að potturinn kom á staðinn. Eins og áður segir sam- þykkti stjórnin að prófa þetta og fól formanni að ganga í málið. „Pott- væðing“ Sýning | Walk, er yfirskrift á sýn- ingu sem þýski listamaðurinn Daneil Gustav Cramer, sem nú dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins hefur opnað í Samlaginu. JAFNRÉTTIS- og fjölskyldu- nefnd fjallaði um nýfallinn dóm Hæstaréttar í máli Akureyrarbæj- ar og Guðrúnar Sigurðardóttur vegna launamismununar og fagn- aði nefndin því að niðurstaða væri fengin í málinu. Hæstiréttur stað- festi dóm Héraðsdóms Norður- lands eystra sem dæmt hafði Ak- ureyrarbæ til greiðslu 3,7 milljóna króna skaðabóta fyrir að brjóta jafnréttislög á Guðrúnu sem gegndi starfi deildarstjóra á fé- lagsmálaskrifstofu bæjarins. Í bókun jafnréttis- og fjöl- skyldunefndar kemur m.a. fram að niðurstaðan sé ljós og hafi for- dæmisgildi á vinnumarkaði, kjara- samningar réttlæti ekki kynbund- inn launamun og unnt sé að meta sambærileika ólíkra starfa með starfsmati. Hjá Akureyrarbæ hafi margt breyst til hins betra á und- anförnum árum. Í bókun meirihluta nefndarinnar er ennfremur bent á að innleiddir hafi verið sérstakir embættis- mannasamningar sem æðstu stjórnendur bæjarins taka laun samkvæmt að undangengnu starfsmati. Þá hafi Akureyrarbær ásamt öðrum aðilum Launanefnd- ar sveitarfélaga og viðsemjendum innleitt kynhlutlaust starfsmats- kerfi. Þá er bent á að launamunur kvenna og karla í íslensku sam- félagi hafi ekki aðeins falist í grunnlaunum heldur einnig yfir- vinnugreiðslum. Til að sporna við slíku sam- þykkti bæjarstjórn fyrir skömmu tillögu að sérstökum reglum um yfirvinnugreiðslur þar sem kveðið er á um að einungis verði greitt fyrir unna yfirvinnu. Tillögur að reglunum voru settar með það í huga að auka gegnsæi launa og jafnrétti kynja. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd beinir því til stéttarfélaga og at- vinnurekenda um allt land, í bókun sinni, að vinna að því að leita leiða til að koma í veg fyrir að kynbund- inn launamunur geti myndast vegna mismunandi kjarasamninga eða annarra þátta og hvetur jafn- framt til notkunar kynhlutlauss starfsmats hvar sem því verður við komið. Þorlákur Axel Jónsson lagði fram sér bókun á fundinum, þar sem fram kemur að harma beri að Akureyrarbær hafi enn á ný verið dæmdur til þess að greiða starfs- manni sínum skaðabætur vegna brota á jafnréttislögum. Komið hafi í ljós að málarekstur bæjarins í jafnréttismálum undangenginna ára hafi ekki verið byggður á hald- bærum rökum. Taka beri mið af þessari reynslu í afgreiðslu sambærilegra mála sem upp kunna að koma, segir ennfremur í bókun Þorláks. Jafnréttis- og fjölskyldunefnd fjallaði um dóm Hæstaréttar Kjarasamningar réttlæta ekki kynbundinn launamun NÝJAR höfuðstöðvar SBA- Norðurleiðar á Hjalteyrargötu 10 hafa verið opnaðar formlega. Það var Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, sem tók húsið í notkun með því að aka nýjasta bíl fyrirtæk- isins gegnum borða sem strengdur var við einar af innkeyrsludyrum fyrirtækisins. Húsið var byggt árið 1969 sem tollvörugeymsla og var síðar í eigu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar en SBA keypti húsið síðastliði sumar. Breytingar á því hafa staðið yfir frá því í byrjun október á liðnu hausti, innréttuð var starfsmannaaðstaða, verkstæði, sprautuklefi og þvotta- klefi auk breytinga sem gerðar voru á skrifstofuálmu. Leggja þurfi viða- mikið loftræstikerfi, dælukerfi fyrir olíur, frárennsli og ýmislegt annað í húsið og þá var hitalögnum komið fyrir í gólfum og steypt í þau öll. Húsið er alls um 1200 fermetrar að stærð og lóð um 4000 fermetrar. Í nýjum höfuðstöðvum sameinar fyrirtækið starfsemi tveggja verk- stæða á Akureyri og skrifstofur sem voru á þriðja staðnum í bæn- um. Umferðarmiðstöð verður áfram við Hafnarstræti 82 en að auki rek- ur SBA-Norðurleið verkstæði og skrifstofu við Skógarhlíð í Reykja- vík. Hjá fyrirtækinu starfa 33 menn en fjöldinn þrefaldast yfir sumarið. Þá eru ótaldir leiðsögumenn, þannig að á launaskrá yfir sumarmánuðina eru hátt á annað hundrað manns. Fyrirtækið á 55 bíla og gert er ráð fyrir að um 60 bílar verði í rekstri nú á komandi sumri. Í heild eru 2300 sæti í þessum flota samanlagt, en hann hefur ekið um 2 milljónir kílómetra á ári, þ.e. 50 hringi um miðbaug og er olíunotkunin um 500 þúsund lítrar og farþegafjöldinn um 160 þúsund. Fjöldi fólks lagði leið sína í hinar nýju höfuðstöðvar og kynnti sér starfsemi fyrirtækisins og öflugan bílaflota þess. Nýjar höfuðstöðvar SBA-Norðurleiðar Morgunblaðið/Kristján Nýtt húsnæði Gestum SBA-Norðurleiðar stóð til boða að skoða ný og glæsileg húsakynni fyrirtækisins, nýjustu fólksflutningabílana og svip- myndir úr sögu fyrirtækisins. Um 160 þúsund far- þegar á ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.