Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndahátíðir eru eins ogvin í þeirri einsleitu eyði-mörk sem aðdáendur evr- ópskra kvikmynda mega búa við. Og reyndar aðdáendur gamalla klass- ískra mynda líka og mynda frá öllum heimshornum ef út í það er farið. Á frönsku kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir hefur nokkra gullmola borið fyrir sjónir – oftast myndir sem skera sig með afgerandi hætti frá þeirri bandarísku iðnaðarfram- leiðslu sem við þekkjum best hér á landi. Annars er það ekki ætlun und- irritaðrar að kasta rýrð á banda- ríska kvikmyndagerð í heild sinni heldur miklu fremur að velta fyrir sér orsökum þeirrar fábreytni í kvikmyndaúrvali sem fólk hér á landi hefur mátt búa við um langt skeið.    Þeir sem eru nógu gamlir til aðmuna eftir mánudagsmyndum Háskólabíós og starfsemi Fjal- arkattarins hljóta að undrast þá staðreynd að nú – löngu eftir að þessi fyrirbrigði lögðu upp laupana – skuli fjölbreytni og listræn sjón- armið ekki hafa haldið innreið sína í kvikmyndahús landsmanna nema í stuttum tímabilum (nefna má Filmund sem dæmi), þó ekki væri nema í einn og einn af litlu sölunum. Þegar litlir kvikmyndasalir voru fyrst að ryðja sér til rúms var ein röksemdarfærslan fyrir tilvist þeirra sú að í þeim væri gott að sýna myndir sem ekki drægju nægilega marga áhorfendur inn í stærri sali. Það er þó sjaldan – nema þegar kvikmyndahátíðir standa yfir – sem þessir salir fá það hlutverk, yfirleitt taka þeir bara við sömu myndum og eru í stóru sölunum þegar aðsóknin tekur að dvína.    Og við hvern er að sakast? Þaðmá velta því fyrir sér hvort þeir sem reka kvikmyndahús á Ís- landi hafi engan listrænan metnað eða löngun til að taka stefnumótandi listrænar ákvarðanir um kynningu á þessu áhrifamikla og vinsæla list- formi. Slíkt væri til að mynda hægt að gera samhliða þeirri markaðs- hyggju sem nú einkennir stefnumót- un kvikmyndahúsanna. Eða eru þeir áhorfendur sem hafa áhuga á að kynnast annarri kvikmyndahefð en þeirri bandarísku svo fáir að það taki því hreinlega ekki fyrir kvik- myndahúsin að slægjast eftir þeim viðskiptum? Ef sú er raunin er ljóst að búið er að ala upp kynslóðir bíó- gesta sem ekki þekkja möguleika þessa listforms til fullnustu. Í því til- felli eru kvikmyndahúsin sjálf í raun farin að súpa seyðið af langvarandi metnaðarleysi eða þröngsýni á þessu sviði. En einnig má spyrja hvort markaðurinn hér á landi sé ef til vill bara svo lítill að það sé auð- veldast og að sjálfsögðu ódýrast að gefa það listræna forræði sem kvik- myndahúsin gætu haft eftir og taka einungis við þeim myndum sem dreifingarfyrirtækin rétta mönnum án þess að bera sig eftir öðru?    Fyrirhuguð kvikmyndahátíðkvikmyndahúsanna í apríl er mikil bragarbót á þessu sviði. Kvik- myndahús eru menningarstofnanir og gegna mikilvægu hlutverki sem slíkar, þó það blasi ekki beinlínis við öllum nema á þeim stuttu tímabilum sem hátíðir standa. Best væri þó að þær myndir sem rata í hátíðir væru að jafnaði til sýnis allan ársins hring. Franska kvikmyndahátíðin stendur þó til loka mánaðarins og full ástæða er til að hvetja sem flesta er hafa áhuga á evrópskri kvik- myndagerð til að sýna áhuga sinn í verki með því að skoða það sem þar er á boðstólum. Það verður vonandi til að hvetja kvikmyndahúsin til að teygja sig örlítið úr fyrir þau banda- rísku mörk sem virðast vera svo óyf- irstíganleg í íslensku bíói – og við fáum oftar að sjá eitthvað af „hin- um“ myndunum líka. Hvar eru „hinar“ myndirnar? ’Eru þeir áhorfendursem hafa áhuga á að kynnast annarri kvik- myndahefð en þeirri bandarísku svo fáir að það taki því hreinlega ekki fyrir kvikmynda- húsin að slægjast eftir þeim viðskiptum?‘ AF LISTUM Fríða Björk Ingvarsdóttir fbi@mbl.is Reuters Myndin um trúlofunina löngu sem nú er til sýningar á franskri kvikmyndahátíð er margslungin rannsókn á þeim fórnum sem einstaklingar færa í stríði. Epísk ástarsaga með spæjaraívafi, tvinnuð óvenju hnitmiðuðu myndmáli. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld“ HÖB RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fim. 03.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti Fös. 04.2 kl 20 UPPSELT Lau. 05.2 kl 20 Örfá sæti Sun.. 06.2 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fös. 11.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb • Föstudag 28/1 kl 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI • Laugardag 5/2 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 HREINLEGA BRILLJANT! EB DV Verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart og Carl Nielsen Sönglög og óperuaríur eftir Mahler, Bizet og Rossini Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Einleikari ::: Hafdís Vigfúsdóttir, flauta Einsöngvari ::: Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópran Miðasala í síma 545 2500 I www.sinfonia.is Ungt listafólk TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – 3. sýning 18.feb. kl 20.00 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20, Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Lau 5/2 kl 20, - UPPSELT Su 6/2 kl 20, Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 29/1 kl 20, Su 6/2, Fö 11/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2,FRBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upphaf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800 Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Su 30/1 kl 20, - UPPSELT Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! BOUGEZ PAS BOUGER Frönsk - japönsk nýsirkussýning Lau 29/1 kl 20 - UPPSELT Su 30/1 kl 14 - AUKASÝNING AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Í kvöld kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Fi 3/2 kl 20, Lau 5/2 kl 20 VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing fi 3/2 kl 20 - kr 1.000 Frumsýning fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning su 6/2 kl 20, Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 LEIKHÚSMÁL: FASTRÁÐNINGAR LISTAMANNA Í samstarfi við Leiklistarsamband Íslands Frummælendur: Arnar Jónsson, Karen María Jónsdóttir, Viðar Eggertsson Lau 29/1 kl 16:00 - Öllum opið LAUGARD. 29. JAN. KL. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR MIÐAPANTANIR Í SÍMA 562 9700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.