Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Um hva› snúast stjórnmál? Kynntu flér máli› í Stjórnmálaskóla Sjálfstæ›isflokksins í Valhöll mánudags-, flri›judags- og fimmtudagskvöld frá 9. til 25. febrúar. Valhöll Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.is Dagskráin ver›ur kynnt á heimasí›u Sjálfstæ›isflokksins, www.xd.is. Skráning og nánari uppl‡singar í síma 515 1700/515 1777 og á netfangi disa@xd.is - borgarmálin - listina a› hafa áhrif - flokksstarfi› - menntun og menningarmál - heilbrig›isfljónustu - umhverfismál - listina a› vera lei›togi - efnahagsmál - utanríkismál - sjávarútvegsmál Fyrirlestrar og umræ›ur, m.a. um Ky ntu þ álið í Stjórnmálaskól Sjálfstæðisflokksins í Valhöll frá 31. janúar til 24. febrúar. Námskeiðið fer fram á þriðjudags- og fimmtudagskvöldumen auk þeirra verða tvö mánudagskvöld (tvær fyrri vikurnar) nýtt fyrir námskeiðið. Bor r lin listina að hafa áhrif flokksstarfið menntun og menningarmál heilbrigðisþjónustu ferða- og samgöngumál listina að vera leiðtogi efnahagsmál umhverfismál utanríkismál sjávarútvegsmál sjónvarpsþjálfun Dagskráin er á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, www.xd.is á hnapp Stjórnmálaskólans. Skráning og nánari upplýsingar í síma 515 1777/515 1700, einnig á netfangi disa@xd.is ÚTSALA 50% afsláttur af öllum vörum v/Laugalæk • sími 553 3755 Strandir | „Magnús hafði áhuga á þessu, hann var alltaf með hugann hér,“ segir Stefanía Jónsdóttir á Þambárvöllum í Bitrufirði á Strönd- um. Hún og Magnús Sveinsson, eig- inmaður hennar, byggðu sé íbúðar- hús og fluttu þangað í vetur úr Reykjavík til að taka við búskapn- um. Stefanía er úr Kollafirði á Strönd- um og Magnús frá Þambárvöllum. Hann lærði blikksmíði og hefur búið í Reykjavík í sautján ár og unnið við iðn sína. Stefanía hefur einnig búið fyrir sunnan í nokkur ár. Þau eiga tvo syni, Guðjón Örn Steinarsson, fjögurra ára, og Atla Rafn Magn- ússon, sem verður tveggja ára í vor. Þau ákváðu að flytja á heimaslóð- irnar. Magnús byggði stórt íbúðar- hús úr timbri á Þambárvöllum 2, byrjaði á því í maí og þau fluttu inn í nóvember. Um áramótin tóku þau við meginhluta búsins af foreldrum Magnúsar, Sveini Eysteinssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur. Ætlaði aldrei að búa í sveit „Þetta blundaði alltaf í mér. Ég var hér í öllum fríum og keyrði oft hingað um helgar til að aðstoða við búskapinn,“ segir Magnús um ástæðu þess að þau ákváðu að rífa sig upp og flytja í sveitina. Hann bætir því við að foreldrar hans séu orðnir fullorðnir og nú hafi annað- hvort verið að hrökkva eða stökkva. „Ég er líka alin upp í sveit og sagðist aldrei ætla að búa í sveit,“ segir Stefanía. Hún hefur einnig bú- ið í Reykjavík og segist frekar hafa viljað búa á Akureyri eða í ein- hverjum bæ úti á landi. En hún er komin í sveitina og lítur á björtu hliðarnar. „Ég hef mömmu hérna rétt hjá mér. Og svo verð ég að reyna að rækta eitthvað hérna,“ segir hún. „Það er alltaf ákveðin áhætta. En ég hef trú á sauðfjárræktinni. Marg- ir bændur eru orðnir gamlir og ég reikna með að það verði mikil hag- ræðing og endurnýjun í stéttinni á næstu árum,“ segir Magnús. Hann er með tæplega 500 fjár á fóðrum í vetur og hyggst stækka búið. Stefn- ir að því að ná fljótlega 600 kinda markinu og láta þar við sitja til að byrja með. Hann segir að mörg stór bú séu á Ströndum, með 600 til 700 vetrarfóðraðar ær, og telur að menn komist vel af. Stefanía segir að ekki séu miklir möguleikar fyrir sig á að stunda vinnu utan heimilis. Hún hefur áhuga á að fá börn frá Félagsmála- stofnun í Reykjavík og leyfa þeim að kynnast sveitalífinu. Segist hafa heimtað og fengið aukaherbergi í nýja húsinu til að nota í þeim til- gangi, ef til kæmi. Fyrsta húsið í tuttugu ár Magnús ætlar að einbeita sér að búskapnum. Segist væntanlega ekki neita blikksmíðavinnu ef um það yrði beðið en það vanti vélarnar til þess að hægt væri að gera það af einhverri alvöru. Það vekur óneitanlega athygli vegfarenda um veginn um Strandir þegar þar sjást framkvæmdir. Magnús og Stefanía telja að ekki hafi verið byggt nýtt sjálfstætt íbúð- arhús á þessu svæði í rúm tuttugu ár og flest útihúsin voru byggð fyrir þrjátíu árum. Í Bitrufirði er fullorðið fólk á flestum bæjum en mikil endurnýjun hefur aftur á móti orðið í næstu sveit, Bæjarhreppi í Hrútafirði. „Það sem kom okkur hingað, fyrir utan bjartsýnina, er að ungt fólk er á flestum bæjum inni í Hrútafirði,“ segir Stefanía. Aðeins þrjú börn voru orðin eftir í Broddanesskóla og var hann lagður niður í haust og börnunum ekið í skóla til Hólmavík- ur. Annar skóli er á Borðeyri og vonast Magnús og Stefanía til að hann verði starfræktur áfram enda séu börn að fæðast í skólahverfinu. Þau reikna með að keyra börnin sín þangað, þegar þar að komi. Of langt sé að aka þeim til Hólmavíkur, þar myndu þau þurfa að vera alla vik- una og koma aðeins heim um helg- ar. Stefanía segir að gott sé að ala börnin upp í sveit, þau séu frjáls. Hún vann um tíma á leikskóla í Reykjavík og Guðjón Örn var þar. „Mér fannst frábært að vinna á leik- skólanum og sá hvað gott er fyrir börnin að vera þar. Eldri strákurinn naut sín vel á leikskólanum, hann er mikið leikskólabarn. En sá yngri er meiri sveitastrákur,“ segir Stefanía. Ungt bjartsýnisfólk flytur á heimaslóðirnar og byggir íbúðarhús á Ströndum til að hefja búskap Annaðhvort að hrökkva eða stökkva Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Aftur á heimaslóðirnar „Ég var hér í öllum fríum og keyrði oft hingað um helgar til að aðstoða við búskapinn,“ segir Magnús, sem flutti að lokum aftur á Strandirnar með Stefaníu og sonum þeirra, Atla Rafni og Guðjóni Erni. LANDIÐ Siglufjörður | Sveit Eyjólfs Sig- urðssonar frá Sauðárkróki sigraði í sveitakeppni Norðurlands vestra í brids sem haldin var í Siglufirði um sl. helgi. Sveitin háði harða baráttu við sveit Sparisjóðs Siglu- fjarðar og varð lokastaðan sú að sveit Eyjólfs hlaut 108 stig af 125 mögulegum en sveit Sparisjóðsins endaði með 107 stig. Í sigursveitinni eru Eyjólfur Sigurðsson (lengst til vinstri), Jón Örn Berndsen, Ásgrímur Sig- urbjörnsson, Ágúst Sigurðsson, Ólafur Sigmarsson og Guðni Kristjánsson. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Sauðkrækingar sigursælir í brids

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.