Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.01.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Munda PálínEnoksdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1939. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi 16. janúar síðastlið- inn. Munda Pálín var dóttir hjónanna Enoks Ingimundar- sonar frá Vest- mannaeyjum, f. 29. ágúst 1907, d. 2. júlí 1974, og Kristínar Björnsdóttur frá Reykjavík, f. 6. nóv- ember 1908, d. 17. júní 1997. Munda Pálín var yngst í hópi sjö systkina. Hin eru: Birna Guðrún Enoksdóttir Constandino, f. 12. desember 1927, Einar Krist- ján Enoksson, f. 20. desember 1928, Ásdís Klara Enoksdóttir, f. 12. ágúst 1930, látin, Árný Guðríður Enoksdóttir, f. 11. ágúst 1932, Pét- ur Ragnar Enoksson, f. 5. nóvem- ber 1937 og Helga Enoksdóttir, f. 27. nóvember 1938. Munda Pálín ólst upp í Reykjavík og Grindavík og lauk þar skyldunámi og hóf sinn búskap þar. Fyrri maður Mundu Pálínar var Halldór K. Kristjánsson, f. 7. júlí lífsleiðinni bæði til sjávar og sveita og tók mikinn þátt í félagsstörfum. Hún kom m.a. að stofnun Kvenna- listans, Kvennaathvarfsins og Geð- hjálpar og vann ýmis sjálfboðaliða- störf fyrir þessi félög. Mundu Pálín var margt til lista lagt, hún var myndarleg húsmóðir, stundaði saumaskap og aðrar hannyrðir, málaði og orti ljóð og gaf sjálf út þrjár ljóðabækur. En ævi Mundu Pálínar var fjarri því að vera dans á rósum. Hún átti við erfiðan sjúk- dóm að stríða frá unga aldri, sjúk- dóm sem þótti skömm að bera og viðurkenna. Enn þann dag í dag verður fólk með geðræna sjúk- dóma fyrir aðkasti fólks og fjöl- miðla, sem reynir ekki einungis þungt á þessa einstaklinga heldur einnig á alla ættingja, vini og aðra sem tengjast þeim. Fyrir tveimur árum greindist Munda Pálín síðan með lungnakrabbamein sem að lokum dró hana til dauða. Vegna veikinda sinna og afleiðinga þeirra dvaldi Munda Pálín stóran hluta ævi sinnar á stofnunum, bæði á Ís- landi og í Svíþjóð. Síðustu árin dvaldist hún að Sogni í Ölfusi og þar í sveitinni óskaði hún þess að hvíla í friði sína hinstu hvílu. Munda Pálín var í umsjón og umönnun margra á sinni lífsleið og vilja aðstandendur hennar að lok- um færa þeim þakkir fyrir. Útför Mundu Pálínar fer fram frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1936. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Krist- ján Valdimar, f. 22. júlí 1957, kvæntur Elísa- betu Egilsdóttur, f. 18. janúar 1960. Þau eiga sjö börn, þau eru: a) Halldór Egill, f. 17. mars 1976, hann á þrjú börn, b) Berglind, f. 15. júlí 1977, hún á þrjú börn, c) Helena Íris, f. 13. júlí 1980, hún á þrjú börn, d) María Dögg, f. 2. júní 1982, hún á þrjú börn, e) Kolbrún Lind, f. 21. desember 1989, f) Kristján Ingi, f. 18. sepember 1991, g) Enok Anton, f. 4. maí 1997. 2) María, f. 15. sept- ember 1958, d. 19. september 1958. 3) Kári, f. 15. október 1959. Munda Pálín og Halldór slitu sambúð. Munda Pálín flutti með börnin norður í land þar sem hún kynntist seinni manni sínum og með honum eignaðist hún þrjú börn. Eftir nokkurra ára sambúð skildu þau og hún flutti til Reykjavíkur. Munda Pálín lætur eftir sig, auk fimm uppkominna barna, níu barnabörn og tólf langömmubörn. Munda Pálín vann ýmis störf á Þá er baráttunni lokið, það var eins og Bettý fyndi eitthvað á sér á sunnudaginn 16. janúar. Hún vildi drífa sig af stað, við urðum að kom- ast til Selfoss og það strax. Þar lástu á spítalanum fárveik, þegar við komum var stutt eftir. Augnablik horfðumst við í augu, og svo var eins og þú sofnaðir og á næstu klukkutímunum kvaddir þú þetta líf. Hægt, blítt, hljótt og virðulegt eru þau orð sem koma upp í hugann um andlátið. Mikið er- um við í raun þakklát fyrir að þú fékkst að fara svona, það var guðs- gjöf. Við sitjum nú og hugsum um allar minningarnar, þú varst nú ekki venjuleg mamma, og sjúkdóm- urinn ólæknandi sem herjaði á þig frá unga aldri, sjúkdómurinn sem gerði þig að kleppara, það var nokk- uð sem átti að skammast sín fyrir. Ég hef aldrei skammast mín fyrir þig, þú gafst okkur allt, án þín væru ekki 27 sálir á þessari jörð, en þær sálir eru misjafnlega þakklátar eins og fólkið er margt, eins og gengur. Okkar hjörtu eru fyllt þakklæti til þín og Jesú. Þú vildir allt fyrir okkur gera, þótt getan væri kannski ekki mikil, þú varst stolt af krökkunum þínum. Í mínum huga varstu oft eins og fá- tæka ekkjan með smápeningana tvo, þú gafst af fátækt þinni. Í barnahópnum okkar var mikil gleði að fá hjól eða dót frá Mundu ömmu, og ekki skipti máli hvort það væri notað eða nýtt. Augun ljómuðu af jafnmikilli gleði. Stundum smápen- ingar tæmdir úr buddunni og stundum gefið af rausn. Allir þurftu að fá eitthvað á jólum og afmælum. Það hefur alltaf verið pláss fyrir þig á heimili okkar, þú áttir þitt horn í eldhúsinu með öskubakka og kaffibolla, ásamt fleti til að hvíla lú- in bein. Það var hjá þér sem börnin kynntust dýrum, kartöflu- og rófu- uppskeru, berjaferðum, sveitaferð- um og ferðum í réttirnar og fleiru í þeim dúr. Þið fóruð í furðufataleiki og sýnduð leikrit, sögðuð sögur og spiluðuð allrahanda spil. Þá var nú glatt á hjalla. Ekki vantaði áföllin í þínu lífi; dótturmissir, veikindi, ólæknandi geðsjúkdómur, tvö alvarleg og svip- leg áföll, fangelsun, einangrun, út- legð, frelsissviptingar. Alltaf gastu þó brosað í gegnum tárin. Þú varst tilbúin að taka við þeim dómi, sem Drottinn Guð þinn kæmi til með að uppkveða. Hann vissi jú allan sann- leikann. Þú varst beitt miklum órétti, og þegar maður hugsar um þessi mál verður maður sár, sár út í sjálfan sig fyrir að hafa ekki gert meira, meira fyrir þig, öll mannréttindi, lög lýðveldisins Íslands, Sameinuðu þjóðanna, allt brotið og beygt. Jú, geðsjúkir eiga fáa talsmenn eða eld- huga. Hvað þá ósakhæfir! Nú til dags er mikið notað: „Ástandið gæti verið verra.“ Eftir 15 ár er það orð- ið svolítið þreytt. Við þökkum fyrir allt, elsku mamma og tengdamamma, þú gafst okkur mikið og eitt var þakklæti, þakklæti til Jesú Krists Drottins vors, þakklæti fyrir lífið, börnin og heilsuna og þó að stundum hafi bjátað á eru það smámunir miðað við þinn þunga kross. „Sá sem ekki getur fyrirgefið fær ekki notið fyrirgefningar.“ Takk fyrir allt mamma mín, tengdamamma, Munda Pálín Enoksdóttir. Guð blessi minninguna. Kristján og Bettý. Nú kveð ég þig, mamma mín, ég veit að þú ert komin á betri stað og þínum þrautum og þjáningum hefur linnt. Finnst vel við hæfi að minnast þín með þessum erindum: Nú hljómi lofsöngs lag frá lífsins hörpu í því rósin lífsins rauða er risin upp frá dauða. Vor lofgjörð linni eigi á lífsins sigurdegi. Þann dýrðardag að sjá minn drottinn, er mín þrá, því með þér, rósin rauða, ég rísa vil frá dauða og lifa þínu lífi, þín líkn mér breyskum hlífi. Ég þakka, Jesú, þér, að þú hefur gefið mér þá von, sem vetri breytir í vor, er sælu heitir. Því linnir lof mitt eigi Á lífsins sigurdegi. (Bjarni Jónsson.) Drottinn blessi þig og varðveiti. Kári Halldórsson. Elsku Munda amma, þegar pabbi hringdi á sunnudagsmorgun og sagði að þú ættir stutt eftir, var ég strax búin að ákveða að ég kæmi heim frá Kaliforníu til þess að kveðja þig. Stuttu seinna var hringt aftur og þá varstu dáin. Ég pantaði strax miða, því að ég vildi allavega koma í jarðarförina. Ég á svo margar góðar minning- ar með þér. Ég man sérstaklega eftir sveitaferðum og ferðum í berjamó, næstum því á hverju ári, þú hafðir líka dýr hjá þér, hunda og ketti. Þú hugsaðir alltaf svo vel um okkur krakkana, þó að þú hefðir ekki mikinn pening, þá gafstu okk- ur hjól, þau voru notuð, en það gerði ekkert til, ekki var gleðin minni fyrir það. Snemma á ævinni varstu svo veik og áttir erfiða ævi, en þú varst góð amma og verður það alltaf í mínum huga, elsku Munda amma. Það er svolítið skrítið að eiga aldrei eftir að hitta þig aftur, við ætluðum að hittast öll í maí þegar öll fjölskyldan og tengdó koma í heimsókn til Íslands. Og um ára- mótin þegar þú vissir að flogið yrði beint til Kaliforníu, þá ætlaðir þú bara að fara að safna fyrir ferð og kíkja í heimsókn til okkar í haust. Þú varst listræn og ortir ljóð og langar mig til að kveðja þig með tveimur þeirra: Ljósið skærast lýsir oss, Jesú kærast okkar hnoss. Jesú er gulli betri, blessun dýrust er, stjarna á dimmum vetri, sálum þakka ber. (Ljúfa.) Hvíl í friði, elsku amma. Ástarkveðjur, Berglind, Brad, Cody, Jakob og Madison. Elsku Munda mín. Baráttan er loks á enda og er sárt að sjá eftir konum eins og þér. Þú hafðir víðtæk áhrif á allt og alla í kringum þig hvert sem þú komst og hvert sem þú fórst. Ég mun aldrei gleyma þeirri góð- mennsku sem þú sýndir okkur öll- um og þegar þú komst og varst hjá okkur. Útgeislunin og kærleikurinn sem þú sýndir okkur var með ein- dæmum og voru símtölin frá þér alltaf hlý og góð. Aldrei kvartaðir þú yfir einu né neinu nema þá því að þig langaði utan eins og alla aðra. Okkur þótti það leitt að þú varst ekki hjá okkur um jólin síðustu en komst svo um áramótin og fagnaðir nýju ári með okkur en nú ertu farin, minning þín, hlýja og góðmennska, hvernig sem á stóð gleymum við aldrei. Mér finnst ég hafa haft for- réttindi að hafa fengið að kynnast þér og vera með þér undanfarin ár og alltaf heilsaðir þú mér og kvadd- ir með kossi. Öll jólin sem þú og við eyddum saman í æsku og til síðustu jóla lifa áfram í minningu okkar. Trúin var alltaf sterk hjá þér og það var gaman að sjá það að þú mál- aðir, skrifaðir og hélst áfram lífinu hvað sem á dundi. Ég man þegar þú sagðir mér frá því að þig langaði í sveitabæ þarna í Ölfusinu og vera með hesta og önnur dýr. Allt þetta rifjast upp sem glaðar minningar og hvað í raun þurfti svo litla hluti MUNDA PÁLÍN ENOKSDÓTTIR STEINUNN JÓHANNSDÓTTIR frá Glæsibæ í Sléttuhlíð, síðast til heimilis á Háaleitisbraut 101, lést á Hornbrekku í Ólafsfirði föstudaginn 14. janúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 28. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Hornbrekku, nr. 1127-26-550180, kt. 460184 0109. Hanna Níelsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Ásbraut 3, Kópavogi, lést á Landspítala við Hringbraut aðfaranótt sunnudagsins 23. janúar. Útför fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins í síma 543 3724. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Magnús Gunnarsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Sigurbjörn Þorkelsson, Gunnar K. Magnússon, Katla Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, BOLLI ÁGÚSTSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, mánudaginn 24. janúar. Ellen Daníelsdóttir, Þorkell S. Árnason, Guðbjörg C. Árnadóttir, Guðmundur Már. Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, ARNAR REYNIR VALGARÐSSON, Miðtúni 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 13. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á 11E fyrir góða umönnun. Sara Jamí Arnarsdóttir, Margrét Linda Arnarsdóttir, Margrét Rós Björnsdóttir, Benedikt Rúnar Guðmundsson, Anna Margrét Smáradóttir, barnabörn og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT GUÐLEIFSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis í Háteigi 5, Keflavík, andaðist á Garðvangi miðvikudaginn 26. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Guðleifur Sigurjónsson, Ástríður Hjartardóttir, Erlendsína M. Sigurjónsdóttir, Sigurður Albertsson, Sigríður G. Sigurjónsdóttir, Guðni Sigurðsson, Sveinn Guðnason og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.