Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 1
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir að frumvarp viðskiptaráðherra um endurskipulagningu Samkeppnisstofnunar og lög um hringamyndun verði vonandi lagt fyrir Alþingi á næstu dögum. „Málið bíður afgreiðslu í öðrum stjórnarflokknum, en ég vona að því ljúki næstu daga þannig að það geti far- ið inn í þingið. Ég tel að stærstu atriðin í þeim efnum séu eftirlitsþátturinn og viðurlagaþáttur- inn. Það hafa komið upp spurningar milli Sam- keppnisstofnunar og lögreglunnar sem þarf að skýra. Við þurfum að hafa þetta umhverfi frjálst en að hafa eftirlitið sem öflugast. Okkur er það ljóst að við þurfum að efla Samkeppnisstofnun og það er gert ráð fyrir því á fjárlögum,“ segir Halldór. Markaður fyrir íslenskar afurðir Halldór segist telja að mikil útrás í íslensku efnahagslífi muni skila sér miklu betur inn á við þegar fram líða stundir. Bakkavör, sem vonandi kaupi stórfyrirtækið Geest, muni hafa í för með sér að fyrirtækið verði stærsti framleiðandi tilbúinna rétta í heiminum. „Þeir hafa verið að skoða kaup á íslenskum afurðum eins og fiski og landbúnaðarvörum,“ nefnir Halldór. Hann segist ljóst að sala Símans muni styrkja fjárhag ríkisins og gera ríkissjóð hæfari til að standa undir mikilvægum verkefnum. „Það bíða mjög stór verkefni í samgöngumálum næstu 10 árin. Þessi verkefni eru að verða brýnni vegna breyttra þjóðfélagshátta. Það er mikil uppbygg- ing í þjóðfélaginu. Flutningarnir eru komnir meira og minna á vegina og þess vegna þurfum við að taka betur á þeim málum. Við höfum ákveðið að hægja á framkvæmdum 2005–2006 vegna annarra framkvæmda, en í framhaldi af því verðum við að auka þessar framkvæmdir á ný,“ segir Halldór. Áhugi á byggingu álvers á Norðurlandi Um nýjar stóriðjuframkvæmdir í framhaldi af yfirstandandi álvers- og virkjanaframkvæmdum fyrir austan segir Halldór óljóst um framhaldið. „Það liggur hins vegar fyrir að það er áhugi á að stækka álverið í Straumsvík. Það er einnig áhugi á því að ráðast í byggingu álvers á Norður- landi. Sá áhugi hefur komið fram hjá nokkrum aðilum. Hvort af því verður er erfitt að segja til um,“ segir forsætisráðherra. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að frumvarp um hringamyndun verði vonandi lagt fyrir Alþingi á næstu dögum  Við erum stoltir/10–11 Halldór Ásgrímsson Stærstu atriðin varða viðurlög og eftirlit STOFNAÐ 1913 28. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Yfirburðir Hollywood Bandarískar framhaldsmyndir röðuðu sér í efstu sætin | Menning Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Leikmyndahönnun er lausn vandamála  Fagurkeri fram í fing- urgóma  Hörkutólið sem söng gegnum tárin Atvinna | Fleiri nýskráningar hlutafélaga  Staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði verði styrkt 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 KONUNGURINN í Bhutan í Himalajafjöll- um, Jigme Singye Wangchuk, segist ætla að halda áfram að reykja þótt allar reyk- ingar og sala á reyktóbaki hafi verið bönnuð í landinu í síðast- liðnum mánuði. „Ég er reyk- ingamaður. Ég er að reyna að draga úr sígarettureyk- ingunum,“ sagði konungurinn á blaðamannafundi í Nýju Delhí í Indlandi í gær er sex daga opin- berri heimsókn hans lauk. Hann neitaði að segja frá því hve margar sígarettur hann reykti á dag og skýrði ekki frá því hve marga pakka hann tæki með sér heim frá Indlandi. „En ég á fjórar eiginkonur og ætti þess vegna að hætta að reykja,“ sagði hann. Hans hátign Jigme reykir samt Nýju Delhí. AFP. Jigme Singye Wangchuk SJÁLFSMORÐSSPRENGJUMAÐUR varð átta manns að bana við lögreglustöð í Khanaqin, skammt frá írösku landamærunum í Kúrdahér- uðum Íraks, í gær. Ráðist var á kjörstaði í a.m.k. átta borgum í landinu í gærmorgun en fyrstu frjálsu þingkosningarnar í hálfa öld í landinu verða í dag, sunnudag. Rúmar fjórtán milljónir manna eru á kjörskrá. Víða ríkti mikill ótti við tilræði enda hafa hryðjuverkamenn hótað þeim sem kjósa öllu illu. Segjast þeir ætla að láta blóðið „fljóta í stríðum straumum“ um götur Íraka. Vélbyssugelt heyrðist á nokkrum stöðum í miðborg Bagdad um hádegisleytið að þarlendum tíma og miklar sprengingar urðu nokkru síðar. Bandarískur herþotur flugu yfir borgina og ör- yggisviðbúnaður var geysimikill um allt landið. Íraskir lögreglumenn og hermenn settu upp um- ferðartálma á götum Bagdad en fátt var af fólki. Í ljós hefur komið að hundruðum lögreglubúninga hefur verið stolið í borginni Basra í Suður-Írak og er talið að hryðjuverkamenn hyggist nota þá til að komast í gegnum varðstöðvar. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hermdarverkamenn myndu gera allt sem þeir gætu til að spilla kosningunum. „Hermdarverka- menn og þeir sem nutu góðs af harðstjórn Sadd- ams Husseins vita að frjálsar kosningar munu gera fólki ljóst að þeir boða enga framtíðarsýn fyrir Írak,“ sagði forsetinn. Reuters Íraskir lögreglumenn og hermenn voru með mikinn viðbúnað í höfuðborginni Bagdad í gær, hér er einn þeirra við kosningaspjald. Hóta blóðugum kjördegi Bagdad, Washington. AP, AFP. VÍSINDAMENN Heimskautastofnunar- innar í Noregi óttast nú að nýjar gerðir eit- urefna, mengun frá gömlum birgðastöðvum og loftslagsbreytingar muni valda því að setja verði af heilsufarsástæðum takmark- anir á neyslu á fiski og kjöti frá Barentshaf- inu, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gær. Blaðið segir framleiðendur benda á að þessi tíðindi gætu valdið ótta hjá neytendum, ekki síst á Frakklandsmarkaði sem hefur orðið æ mikilvægari varðandi kaup á þorski og ufsa frá Noregi. „Eitt mikilvægasta tromp okkar Norð- manna er hreinn fiskur frá köldu hafi langt í norðri,“ segir Arne Hjeltnes sem er útflutn- ingsfulltrúi í Hong Kong. „Við lifum á þessu orðspori,“ segir hann. Kåre Julshamn, sem stýrir rannsóknum hjá stofnun er annast rannsóknir á sjávar- afurðum, NIFES, gerir lítið úr hættunni. Segir hann að umrædd eiturefni séu að miklu leyti uppleysanleg í fitu og skipti því litlu fyrir magran fisk á borð við þorsk, ufsa, ýsu og keilu. Fiskurinn í Barentshafi varasamur? ÚTFÖR Zhaos Ziyangs, leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins 1987–1989, fór fram í gærmorgun í Peking. Meðal viðstaddra var að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, fjórði valdamesti maður kommúnistaflokks Kína, Jia Qinglin, en þekktum andófsmönnum og embættismönnum, sem vitað er að voru hlynntir hinum látna, var bannað að vera við athöfnina. Zhao sat í stofufangelsi síðustu 15 ár ævi sinnar fyrir að sýna andófsmönnum á Torgi hins himneska friðar árið 1989 skilning og samúð en honum var vikið frá eftir blóðbaðið á torginu. „Félagi Zhao Ziyang lagði flokknum og þjóðinni gott til á tímabili umbóta og opn- unar,“ sagði ríkisfréttastofan Xinhua í gær. „En í pólitísku umróti vorið og sumarið 1989 gerði félagi Zhao Ziyang alvarleg mistök.“ Kínverska ríkissjónvarpið skýrði stuttlega frá útförinni og er það í fyrsta skipti sem stofnunin minnist á nafn hans frá árinu 1989. Zhao jarðsettur Peking. AFP. ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.