Morgunblaðið - 30.01.2005, Síða 14
Karlmaður sem dæmdurvar í hálfs árs fangelsi ífyrrasumar vegna hót-ana, húsbrota og nálgun-arbannsbrota í garð fjöl-
skyldu í Reykjavík hefur verið
kærður tvívegis fyrir áframhaldandi
áreiti frá því hann lauk afplánun síð-
astliðið haust. Maðurinn er sakhæf-
ur, þótt hann hafi verið greindur af
geðlækni með alvarlega persónu-
leikaröskun, m.a. af andfélagslegri
gerð. Hann hefur valdið miklum ótta
hjá fjölskyldunni og hefur verið sak-
felldur fyrir líkamsárásir og kærður
vegna einnar slíkrar gegn fjöl-
skylduföðurnum Helga Áss Grétars-
syni. Sambýliskona hans bjó áður
með manninum og eignaðist þrjú
börn með honum sem búa hjá henni
og Helga. Saman eiga þau Helgi svo
eitt barn auk þess sem Helgi á eitt
barn frá fyrri sambúð.
Í geðrannsókn sem lögð var fyrir
Héraðsdóm Reykjavíkur í fyrra kom
m.a. fram að hugsanagangur manns-
ins væri stöku sinnum á mörkum
geðrofs og ofstækis, en samt væri
ekki hægt að fá fram víðtækar rang-
hugmyndir eða ofskynjanir. Var það
mat Tómasar Zoëga geðlæknis að
maðurinn væri að öllu leyti fullkom-
lega ábyrgur gerða sinna. Að mati
héraðsdóms báru brot mannsins
gagnvart fjölskyldunni merki um
ofsa í garð þeirra og einbeittan
brotavilja. Hefðu brotin valdið fólk-
inu miklum ótta og vanlíðan.
Sem dæmi um það sem fólkið
mátti þola voru líflátshótanir sem
settar voru inn í talhólf Helga, en
auk þess hótanir af öðrum toga. Í
eitt skiptið króaði hann barnsmóður
sína af inni í sorpgeymslu við heimili
hennar og hótaði henni lífláti. Var
hann ákærður og sakfelldur fyrir
þetta og meira til.
Frá því maðurinn losnaði úr fang-
elsi síðla september 2004 hefur
Hæstiréttur dæmt hann í nálgunar-
bann, þó ekki eins víðtækt bann og
lögreglustjórinn í Reykjavík gerði
kröfu um. Var hann handtekinn
snemma í desember og úrskurðaður
í gæsluvarðhald og ákærður á ný
fyrir ætluð brot á nálgunarbanni.
Hinn 3. janúar var gæsluvarðhaldið
framlengt í héraðsdómi uns dómur
félli í máli hans, þó ekki lengur en til
24. janúar. Úrskurðurinn var kærð-
ur til Hæstaréttar sem vísaði málinu
frá þar sem fyrra gæsluvarðhaldið
var útrunnið þegar framlengingar-
krafan var sett fram. Því hefur mað-
urinn gengið laus frá 7. janúar og
verið í felum. Hefur hann látið Helga
og fjölskyldu hans í friði frá því í des-
ember.
Álít mig ekki fórnarlamb
Þrátt fyrir að Helgi telji út af fyrir
sig ástæðulaust að fjalla um einkalíf
sitt í blöðunum ákvað hann að ræða
reynslu sína nú til að styrkja þá sem
hafa lent í klóm óttans á svipaðan
hátt og hann og fjölskylda hans hafa
mátt þola frá árinu 2003 og maki
hans enn lengur.
„Það kann að vera að einhverjir
álíti mig vera fórnarlamb ofsókna af
hálfu geðsjúks manns, en ég lít ekki
þannig á málið,“ segir hann.
„Vissulega er maðurinn haldinn
geðveilu og hefur valdið okkur mik-
illi þjáningu, en ég hef enga þörf fyr-
ir að vera álitinn fórnarlamb. Það
sem ég þarfnast fyrst og fremst eru
varanleg úrræði til að fjölskylda mín
fái að vera í friði. Það verður ekki
gert með sex mánaða fangelsisdómi
eða nálgunarbanni. Það gefur okkur
í besta falli tímabundinn frið þangað
til hann byrjar aftur. Hann á hvergi
heima innan geðheilbrigðiskerfis-
ins.“
Helgi segist hafa gengið í gegnum
tímabil ótta og vonleysis vegna of-
sókna mannsins, en tekur fram að
þau viðbrögð séu þau auðveldustu en
um leið óskynsamlegustu sem hægt
Þarf varanleg úrræði
svo fjölskyldan fái frið
Líflátshótanir, líkamsárásir
og húsbrot. Hvað er hægt
að gera þegar fjölskylda
verður fyrir slíkum árásum?
Kerfið virðist bjóða upp á
fáar lausnir jafnt fyrir
brotaþola sem fórnarlömb.
Örlygur Sigurjónsson ræddi
við Helga Áss Grétarsson,
en fjölskylda hans hefur
sætt áreiti manns sem á við
geðraskanir að stríða.
Morgunblaðið/ÞÖK
„Smám saman hætti ég að upplifa mig sem fórnar-
lamb, heldur virkan þátttakanda sem væri að fást við
erfitt úrlausnarefni,“ segir Helgi Áss Grétarsson.
14 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
SVEINN Magnússon, framkvæmda-
stjóri Geðhjálpar, segir barnsföður
sambýliskonu Helga Áss Grétarssonar
mjög illa haldinn og á barmi þess að
brotna. Hann kalli á hjálp sem hann
fær hvergi. „Manninum er ekki sinnt af
lögbærum yfirvöldum þegar fyrir ligg-
ur úrskurður af hálfu geðlækna um
ýmsar geðraskanir hans,“ segir
Sveinn. „Hann fær ekki inni á heil-
brigðisstofnunum og það leiðir til þess
að hann missir alla kjölfestu í fé-
lagslegu tilliti. Þessi maður hefur verið
vistaður bak við lás og slá en þar á
hann ekki heima. Ég dreg ekki úr því
að geðsjúkir eigi að sæta ábyrgð eins
og aðrir en það verður þá að gera
þeim kleift að sæta þeirri ábyrgð.
Hann er hins vegar ekki í stakk búinn
til þess vegna sjúkdóms síns. Það er
búið að senda erindi til félagsmála-
ráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og
Landlæknis og óska aðkomu þeirra til
að sinna þessum manni en þeim erind-
um hefur ekki verið sinnt.“
Sveinn heyrði það jafnframt frá
skjólstæðingi sínum að geðvanda-
málum hans hefði ekki verið sinnt
meðan á fangelsisafplánun hans stóð.
Að sögn Sveins er staða geðsjúkra
afbrotamanna verri en afbrotamanna
án geðsjúkdóma og geðsjúkra sem
ekki eru afbrotamenn. „Ef viðkomandi
hefur báða stimplana, þ.e. geðsjúkur
og afbrotamaður, þá á hann hvergi
heima í kerfinu.“
Fær ekki hjálp við
geðvandamálum sínum
Helgin
öll …
á morgun