Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 24

Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 24
24 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ U m daginn kom hingað hópur barna úr Vest- urbæjarskóla með hluti sem þau höfðu búið til sjálf til að gefa, þessi hugs- un, að koma til liðs, hjálpa, án skil- yrða – það er einmitt í hnotskurn hlutverk nefndarinnar,“ segir Ragn- hildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Einnig kveður hún hóp nemenda úr Borgarholtsskóla hafa komið með gjafir, en þetta hjálparstarf var unn- ið sem sérstakt verkefni í skólunum. Ragnhildur gengur með blaða- manni Morgunblaðsins um húsa- kynni nefndarinnar á Sólvallagötu 48. „Hér höfum við útbúið eins konar setustofu þar sem fólk getur beðið þess að fá afgreiðslu. Það er liðin tíð að fólk bíði hér utandyra. Komi ein- hver fyrir hinn auglýsta opnunar- tíma þá er honum boðið inn,“ segir Ragnhildur. Hengið þið hlýju barnaúlpurnar þarna! Nokkrar konur eru önnum kafnar við að flokka föt af ýmsu tagi. „Hengið þið hlýju barnaúlpurnar þarna, það er svo mikil eftirspurn eftir þeim núna,“ segir ein þeirra og bendir á slá þar sem nokkrar úlpur hanga og bíða eftir að vera smeygt utan á litla barnskroppa til að halda á þeim hita í íslenska vetrarveðrinu. „Meðan fólkið sem kemur hingað bíður eftir fyrirgreiðslu gengur það oft um og skoðar fötin sem hingað berast og velur sér þær flíkur sem það þarf á að halda,“ segir Ragnhild- ur. Í herbergi inn af biðstofunni og fatageymslunni er skrifstofa, þar eru þrjú borð sem fólk fær afgreiðslu við. „Þeir sem hingað koma fylla út eyðublöð og gera grein fyrir fjöl- skyldustærð og aðstæðum, eftir það er metið hversu mikillar fyr- irgreiðslu er þörf,“ segir Ragnhild- ur. Hún sest við eitt skrifborðið og gefur blaðamanni kaffi í rósóttan bolla. Í samtalinu tekur einnig þátt Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, varaformaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Það sýnist blaðamanni augljóst á umhverfinu að ekki er lagt meira í yfirbyggingu við starfsemi Mæðra- styrksnefndar en brýn nauðsyn krefur. Nefndin er 24 fulltrúar frá átta kvenfélögum í Reykjavík „Við allar sem vinnum hér erum fulltrúar átta kvenfélaga úr Reykja- vík, þrír fulltrúar frá hverju félagi – það er hin eiginlega mæðrastyrks- nefnd samkvæmt lögum hennar,“ segir Ragnhildur. Sjálf segist hún koma frá Kvenréttindafélagi Íslands en innan vébanda þess hefur hún starfað nokkuð lengi, auk þess sem hún hefur sinnt ýmsum öðrum fé- lagsmálum, m.a. í tengslum við starf sitt hjá Landssímanum, sem hún hóf ung að árum á Ísafirði. Nú er hún komin á eftirlaun en er í hlutastarfi hjá Kvenréttindafélaginu. Guðlaug Jónína var um árabil formaður Thor- valdsensfélagsins í Reykjavík og er fulltrúi þess félags í Mæðrastyrks- nefnd. „Allar konurnar hér hjá Mæðra- Liðveisla án skilyrða Þótt félagsþjónusta af ýmsu tagi sé nú í boði sýnir fjöldi þess fólks sem sækir til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur að hlutverki henni er hvergi nærri lokið. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við þær Ragnhildi Guðmundsdóttur og Guð- laugu Jónínu Aðalsteins- dóttur, formann og varafor- mann nefndarinnar, um starfsemi hennar og sögu. Morgunblaðið/Golli F.v. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. M æðrastyrksnefnd Reykjavíkur á sér langa sögu. Rætur hennar má rekja allt til ársins 1927 en 28. nóvember það ár komu saman ell- efu stjórnarkonur Kvenréttindafélags Íslands á greiðasölu Theodóru Sveinsdóttur í Kirkjuhvoli og snæddu saman kvöldverð í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Við þetta tækifæri flutti ný- kjörinn formaður, Laufey Valdimarsdóttir, erindi um ekknastyrki og sagði m.a. svo: „Samkvæmt Guðs lögum, eða gamla og nýja testamentinu, er það talin ein af fyrstu skyldum mannsins að hjálpa ekkjum og munaðarleysingjum. Biblían minnist ekki sjaldan á að rétta hlut ekkjunnar, en samkvæmt manna lögum á Íslandi er lítið fyrir ekkjurnar gert.“ Í máli Laufeyjar kom einnig fram að fátækar ekkjur sem ekki gætu séð um sig þyrftu oft að sæta því að vera sendar á sveit, börnin tekin af þeim og jafnvel borgaraleg réttindi þeirra líka. Í lok erindisins sagði Laufey: „Þetta mál, sem hér er um að ræða, varðar alla þjóðina í heild sinni þó eðlilegt væri að konur skildu best kjör hver annarrar. Öll kvenfélög landsins ættu að sameina sig um þetta mál og krefjast þess af þingmönnum sínum að þeir styddu það, og af sveita- og bæjarstjórnum að þær mæltu með því að sínu leyti.“ Þetta erindi hreyfði við konunum og þær töldu nauðsynlegt að halda stærri fund um málið sem var gert 20. apríl 1928, en 27. febr- úar það ár fórst togarinn Jón forseti og urðu þá sjö konur ekkjur og 35 börn föðurlaus. Efnt var til söfnunar meðal almennings eins og gert hafði verið þremur árum áður þegar mikil sjóslys höfðu orðið. Gleðibros á litlum barnsandlitum Hinn 12. júní 1928 var annar fundur haldinn um nauðsyn ekknastyrkja og nokkrar konur kosnar í framkvæmdanefnd, Laufey Valdimars- dóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Guðrún Lárus- dóttir, Inga Lára Lárusdóttir og Aðalbjörg Sig- urðardóttir, sem þá var nýlega orðin ekkja eftir séra Harald Níelsson guðfræðiprófessor. Þessi hópur kvenna myndaði fyrstu stjórn Mæðra- styrksnefndar, þótt það heiti væri ekki enn komið á nefndina. Í uppkasti að bréfi Laufeyjar Valdimarsdóttur sem sent var víða um land til þess að kanna hagi ekkna segir svo: „Við lítum svo á, að vinna konunnar fyrir heimili og börn, standi ekki að baki nokkru starfi sem innt er af hendi fyrir þjóðfélagið, ef nokkurt starf hefur jafn djúpa þýðingu.“ Í bréfinu var jafnframt rakið hvert hlutskipti eignalausra og einstæðra mæðra væri. „Lítum við svo á að allar slíkar mæður, sem eignalitlar væru og hjálparþurfi, ættu að njóta styrkja af opinberu fé, og væri sá styrkur við- urkenning á starfi þeirra fyrir þjóðfélagið, og hefði ekki í för með sér neinn réttindamissi, eða teldist fátækrastyrkur.“ Með ræðu Laufeyjar og bréfinu fyrrnefnda fór hugmyndafræði Mæðrastyrksnefndar að mótast, enda hófst fjársöfnun nefndarinnar strax fyrir jólin 1928, til handa þeim sem verst voru staddir. „Við sátum í köldu herbergi, ekki var ráð á upphitun, þrjár eða fjórar konur, sem mest höfðum að þessu starfað og þörfin var svo mikil, við höfðum sjálfar kynnt okkur kjör um- sækjendanna, og aurarnir svo fáir. Mér lá við að gugna, til hvers var þetta, eins og dropi í hafið, og þó, nokkur gleðibros á litlum barnsandlitum og þakkartár í augum þreyttra mæðra voru uppörvun og veganesti á þessu erfiða byrj- unarstigi.“ sagði Aðalbjörg Sigurðardóttir síðar í útvarpserindi. Á þennan hátt má segja að starf Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur hafi hafist, eins og fólk þekkir það í dag. Könnun á högum einstæðra mæðra og barnaverndarlög Hinn 17. apríl 1929 hittust 14 konur á heimili mæðgnanna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Laufeyjar Valdimarsdóttur. Þá virðist heitið „mæðrastyrksnefnd“ koma fram í fyrsta sinn. Þessar konur ákváðu fund með blaðamönnum í Nýja bíói fjórum dögum síðar til þess að vinna að því að ekkna- og mæðratryggingum (eða styrkjum) yrði komið á hér á landi. Að loknum fundinum lýsti Laufey Valdimars- dóttir því yfir að í ráði væri að opna skrifstofu í húsi Guðspekifélagsins við Ingólfsstræti og var það gert í maí sama ár. Fljótlega var skrifstofan flutt að Þingholtsstræti 18 í hús þeirra Lauf- eyjar og Bríetar. Þær lögðu neðri hæðina undir starfsemi Mæðrastyrksnefndarinnar. Fyrsta stóra verkefni nefndarinnar var að ýta áfram könnun á högum ekkna og annarra einstæðra og bágstaddra mæðra sem hrundið var úr vör 1928 – en hún gekk hægt. Fjörtíu króna styrkur fékkst til verksins að tilhlutan Jónasar frá Hriflu, dómsmálaráðherra. Á sama tíma unnu nefndarkonur að því að koma mæðrastyrksmálinu áfram og fengu Ingi- björgu H. Bjarnason alþingismann til þess að bera fram tvö frumvörp til breytingar á fá- tækralögum og lögum um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna – sifjalögunum frá 1921 – til hagsbóta fyrir einstæðar mæður. Frumvörpin dagaði uppi. Um þetta leyti kom fram tillaga frá konunum til ríkisstjórnar um nauðsyn þess að koma á löggjöf um barnavernd. Nefnd var skipuð til að undirbúa frumvarp til barnavernd- arlaga. Frumvarpið var lagt fram 1932 og sam- þykkt. Barnaverndarlögin eru sem sagt runnin undan rifjum Mæðrastyrksnefndar að miklu leyti. Jólasöfnun og sala á mæðrablóminu Mörgu öðru vann Mæðrastyrksnefnd að, svo sem að koma á skólamáltíðum. Ekki var van- þörf á aðstoð því mikið var um atvinnuleysi í kreppunni sem skollin var á – mikil fátækt var meðal almennings í Reykjavík á kreppuárunum sem kunnugt er – húsnæðisleysi og matar- skortur. Ekki síst var hagur einstæðra mæðra bágborinn. Fyrir tilhlutan Kvenréttindafélagsins og Mæðrastyrksnefndar var komið á vinnu- miðstöð kvenna í húsi þeirra Bríetar og Lauf- eyjar og var hún starfrækt í fjögur ár. Vinnu- miðstöðin var flutt úr Þingholtsstrætinu í Hafnarstræti 5 þegar ný lög um vinnumiðlun gengu í gildi 1935. Jafnframt ýmsu öðru leitaði Mæðrastyrks- nefnd árið 1931 til bæjarbúa svo gleðja mætti fátæk börn um jólin. Margir bæjarbúar brugð- ust vel við þessu neyðarkalli og safnaðist tals- vert fé. Þannig hófst jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar sem fram fer enn í dag. Mæðrastyrksnefndarkonur létu ekki við það sitja að aðstoða fátækar konur í þrengingum þeirra og veita þeim lið í baráttunni við yfirvöld og barnsfeður. Þær beittu sér fyrir því að einn dagur á ári yrði gerður að hátíðis- og kröfudegi mæðra. Seld voru blóm á mæðradaginn sem ákveðinn var fjórði sunnudagur í maí ár hvert. Til er eitt af fyrstu mæðrablómunum, stungið í gegnum eintak af bréfi til aðildarfélaga Mæðra- styrksnefndarinnar og kvenfélaga úti um land, þar sem sagt er frá mæðradeginum og blóma- sölunni. Til er og bréf frá Mæðrastyrksnefnd á dönsku, blómapöntun til Hans Korsgaard árið 1939 þar sem beðið er um „20.000 af de sædvanlige Blomster (No. 25 saavidt jeg huskar – en rödlig Bellisblomst)“. Fóstureyðingarfrumvarp og framfærslulög Fljótlega eftir fyrsta mæðradaginn sneru nefndarkonur sér að því að finna stað þar sem þreyttar húsmæður gætu dvalið nokkra daga sér til hvíldar og hressingar. Laugarvatn varð fyrir valinu en erfiðlega gekk fyrir konur að komast frá börnum sínum í sæluvikuna þar. Fékkst þá hús í Hveragerði þar sem mæður og börn dvöldu um tíma sumrin 1936 og 1937. Þegar komið var fram á miðjan fjórða ára- tuginn hafði konunum í Mæðrastyrksnefndinni tekist að öðlast sess í bæjarsamfélaginu. Tekið var mark á orðum þeirra og þær fylgdust vel með því sem fram fór. Vilmundur Jónsson landlæknir sendi t.d. nefndinni „Frumvarp til laga um varnir gegn því að verða barnshafandi Skiptir geysilegu máli að setja sig ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.