Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 29 Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferli sínum þykir hafa skarað framúr og skapað vænt- ingar um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli atvinnudeildar Háskóla Íslands. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða og eru ætlaðar vísindafólki sem starfar við háskóla á Íslandi, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða eru sjálfstætt starfandi. Almennt er miðað við 40 ára aldur, en tekið er tillit til tafa sem kunna að hafa orðið á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna. Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er einkum tekið tillit til námsferils, sjálf- stæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi. Litið er til ritsmíða, einkaleyfa og framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum.Faglegt framlag til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til samfélagsins vegur einnig þungt. Tilnefning til verðlaunanna er opin öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna. Með tilnefningu skal fylgja ferilsskrá vísindamannsins. Dómnefnd er valin úr hópi fyrri verðlaunahafa og í henni sitja eftirtaldir aðilar: Áslaug Helgadóttir aðstoðar- rektor rannsóknamála Landbúnaðarháskóla Íslands, Jakob K. Kristjánsson forstjóri Prokaria, Jón Atli Benediktsson prófessor, Ástráður Eysteinsson prófessor og Ingibjörg Harðardóttir dósent. Frestur til að skila inn tilnefningum er 15. mars 2005. Tilnefningar og upplýsingar um feril vísindamanns sendist til Rannís Laugavegi 13, 101 Rvk, eða á netfangið rannis@rannis.is hvatningarverðlaun vísinda- og tækniráðs óskað eftir tilnefningum c o n c e p t Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 • www.damask.is • Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! Tilboðsdagar hefjast 20-60% afsláttur 20% kynningarafsláttur af Lyocell satíni Vissulega væri ákjósanlegt aðekki væri þörf fyrir slíka starf- semi, að opinber félagsaðstoð sam- félagsins í einhverju formi sæi um slík mál á þann veg að ekki væri frek- ari aðstoðar þörf. En meðan svo er greinilega ekki þá væri hægt að veita ýmsa aðstoð án þess að það kosti mikil peningaútlát. Til dæmis gætu félög sem eiga sum- arbústaði látið eina viku af hendi t.d. til þeirra aðila sem veita fátæku fólki fyrirgreiðslu, t.d. Mæðrastyrksnefnda Reykjavíkur og Kópavogs. Tannlæknar, sérfræðing- ar og sjúkraþjálfarar gætu hver og einn veitt einum einstaklingi aðstoð ókeypis á ári. Hárgreiðslustofur gætu gert slíkt sömuleiðis, flugfélög og langferðabílar og þannig mætti lengi telja. Þetta myndi ekki kosta viðkomandi mikil fjárútlát en gæti vegið þungt fyrir þá sem fátækir eru. Það geta allir staðið skyndilega í þeim sporum að vera eignalausir og hjálparþurfi, – það sýna t.d. hamfar- irnar miklu fyrir mánuði, þá sópuðust burtu miklar eignir. Einnig geta hlutabréfamarkaðir sprungið eins og bóla og skilið fólk eftir bláfátækt sem áður taldi sig efnað, það sýna dæmin svo ekki verður um villst. Samhjálp manna í milli hefur að því er virðist heldur minnkað í samfélaginu þótt alltaf séu margir tilbúnir að gera náunganum greiða, það sést ef efnt er til safnana af ýmsu tagi. En margir eiga um sárt að binda þótt ekki sé efnt til safnana fyrir þá. Þeir aðilar gætu haft mikil not af því að komast t.d. í sumarleyfi í viku með börn sín, til tannlæknis eða í nudd eða fá aðra fyrirgreiðslu sem þeir hafa ekki pen- inga til þess að kaupa meðan efna- hagurinn er bágborinn. Þetta væri vert fyrir félagasamtök og einstak- linga að hafa í huga, ýmsir vilja gera öðrum gott ef vettvangur til þess skapast. Hitt er svo annað mál að auðvitað væri, eins og fyrr sagði, best að koma málum svo fyrir að samfélagið sæi þeim sem illa eru á vegi staddir fyrir sómasamlegri fyrirgreiðslu. Sumarleyfi og læknishjálp! Þótt félagsþjónustu af ýmsu tagi hafi fleygt mikið fram er greinilega ekki nóg að gert, það sýnir ásókn fólks í fyrirgreiðslu hjá þeim líkn- arfélögum sem slíkt veita. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Þjóðlífsþankar / Væri ekki hægt að gera betur? Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 mbl.is smáauglýsingar Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.