Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 31

Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 31
og Ödipusarduldina í forgrunni. Kenningar hans svo án nokkurs vafa haft áhrif á myndlistarmenn í ljósi þess að á hverjum tíma hefur mynd- listin gegnt hlutverki ratsjár á sam- tímann og gerir enn. Vínarborg er lýsandi dæmi þess hvernig menn rækta umhverfi sitt, halda hefðir í heiðri en sækja þó fram á öllum víg- stöðvum í list og mennt. „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja“ sagði Einar Benediktsson og sjaldan hélt hinn djúpvitri maður fram rétt- ara máli, Vínarborg hér táknrænt dæmi. Að vísu mun skáldinu líkast til hafa verið hugsað til Rómaborgar þá tilvísunin tók á sig form í huga hans. Hún hefur þó öllu betur sannast á Vínarborg þar sem Róm á nóg með sig og sína miklu fortíð. „Tíber sígur seint og hægt í Ægi, seint og þungt með tímans göngulagi“ kvað Einar í upphafi ljóðabálksins Kvöld í Róm. Þetta sérstaka göngulag tímans virð- ist vera einskonar leiðarstef hinnar stórkostlegu borgar, íbúarnir meira fyrir varðveislu fortíðar en að hafa tiltakanlegar áhyggjur af framtíðinni eða vera þar inni í myndinni. Meng- unin frá rennireiðunum sem tóku við af lystikerrunum ber þó vott um að þar eru þeir meira en vel með á nót- unum og hún hefur ekki síður for- pestað páfasetrið en aðrar stórborgir álfunnar. Róm kemst varla á blað sem nútímalistaborg í listtímaritum en þar þróaðist þó fyrir margt löngu sérkennilegur geiri táknsæis, sem Kjarval varð uppnuminn af þegar hann var þar á ferð um 1920. Róm í þá veru tákn heilbrigðrar íhaldssemi hvað fortíðina snertir á meðan Vín- arborg eins og staðfestir framslátt skáldsins, myndlistin þar líkust lif- andi framhaldi fortíðar, sömuleiðis listhönnun. Jafnframt sannar Vínar- borg sig með yfirburðum sem menn- ingarlegur púls landsvæðisins sem hún fyrrum tengdist, einnegin Evr- ópu á 18. og 19. öld. Höfuðborg Aust- urríkis frá 1918. Söfnin og þá einkum Lista- sögusafnið og Náttúrusögusafnið eru óviðjafnanlegar heimildir for- tíðar og nýju söfnin taka fyrir fram- vinduna á síðustu öld og til dagsins í dag. Á slíkum hámenningarstöðum rúmast allir samanlagðir geirar myndlistarinnar og sjónarheimsins með hlutlægnina og gagnsæið í fyr- irrúmi. Sú markaða stefna bless- unarlega í heiðri höfð… MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 31 Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Ertu með nógu góðar einkunnir til að geta það? Ef ekki þá bjóðum við þér NÁMSAÐSTOÐ svo þú getir náð þér á strik í náminu Nemendaþjónustan sf. s. 557 9233www.namsadstod.is Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Vi›skiptasendinefnd er hagkvæm og ód‡r lausn fyrir flá sem vilja koma vörum og fljónustu á framfæri erlendis. Megináherslan í slíkum fer›um er a› skipuleggja vi›skiptafundi milli íslenskra flátttakenda og erlendra vi›skiptaa›ila. Undirbúningur fer›anna er í höndum Útflutningsrá›s. Viðskiptasendinefndir á vegum Útflutningsráðs Sóknarfæri á erlendum mörkuðum Vi›skiptasendinefndir framundan: • Vi›skiptasendinefnd til Úganda (Viktoríuvatn) 15.-20. mars. • Vi›skiptasendinefnd til Tékklands og Slóvakíu, me› umhverfisrá›herra. 11.-16. apríl. • Vi›skiptasendinefnd til Danmerkur 25.-31. maí. • Vi›skiptasendinefnd til Póllands, me› i›na›ar- og vi›skiptará›herra. 6.-10. júní. • Vi›skiptasendinefnd til Mexikó 20.-27. júní. fieir sem hafa áhuga á a› tengjast umræddum vi›skiptasendinefndum vinsamlega hafi samband sem allra fyrst vi› Vilhjálm Gu›mundsson í síma 511 4000 e›a sendi› tölvupóst til vilhjalmur@utflutningsrad.is. Sendinefndir í haust eru í undirbúningi. Frekari uppl‡singar um flær ver›a á vefsí›u Útflutningsrá›s, www.utflutningsrad.is. • 04 58 5 Markmi› vi›skiptasendinefndar: • A› ö›last betri skilning á marka›ssvæ›inu og flannig meta marka›smöguleika fyrir vörur og fljónustu á tilteknum marka›i. • Framkvæma hagn‡tar marka›srannsóknir og fáflannigmikilvægarmarka›suppl‡singar. • Skilgreina og hefja n‡ja marka›ssókn á tiltekinn marka›, sem gæti í framtí›inni leitt til varanlegra vi›skiptatengsla. ÍMYND þverflautunnar, uppsöfnuð í tímans rás af hjarðmennsku, skóg- arpúkum og hugleiðslutóli heldri manna á 18. öld, flögraði fyrir innri skjá hlustenda á hádegistónleik- unum í Garðabæ á fimmtudag þeg- ar Björn Davíð Kristjánsson flautu- kennari mundaði amboðið ævaforna. Því þegar á frumsteinöld heillaði guðdómur vinda hómó sapíens úr þriggja gata dýraleggj- um. Og þó að Mozart ku ekki hafa heillazt – honum þótti víst aðeins eitt fyrirbrigði falskara en flauta, nefnilega tvær flautur, og forðaðist af megni að skrifa fyrir fleiri en eina í senn – þá er flautan í dag löngu orðin ómissandi m.a. í sinfón- íusveitum, auk þess að vera eitt vin- sælasta blásturshljóðfæri nemenda, ekki sízt stúlkna. Þó varla sé kannski þorandi að ögra femínistum með því að rekja þá hylli sumpart til þokkafullrar spilstellingar. Annars var ekki á leik Björns Davíðs að heyra að hljóðfærið hafi eitt sinn þótt til vanza kröfuhart í inntónun (a.m.k. fyrir klappabylt- ingu Theobalds Böhm 1850), því allt var þar tandurhreint. Andante- þátturinn úr sónötu J.S. Bachs í h-moll BWV 1030 var í mörgu gef- andi, þrátt fyrir frekar (núorðið) rómantíska mótun er einkenndist stundum af sérkennilegum styrk- brigðum – e.t.v. runnum frá dynt- óttum útgefanda. Sónata Poulencs frá 1947 hefur æ síðan verið verð- ugt eftirlæti flautuunnenda, enda innblásin skemmtimúsík á háu plani. Svolítið rykkjóttan I. þáttinn vantaði aðeins meira streymi, og syngjandi hendingar Cantilenunnar (II) virkuðu sumar ofurlítið and- stuttar, en gáskafullur fínallinn steinsmall hins vegar af leiftrandi öryggi. Sama gilti um hina bráð- fallegu Fantaisie Faurés Op. 79, þar sem neistandi tónarunurnar léku í liprum höndum flautuleik- arans. Meðal höfuðkosta Björns Davíðs mætti telja óvenjuvítt styrk- leikasvið sem annars öruggur píanóleikur Agnesar Löve hefði stundum mátt fylgja meira eftir. Að auki fannst mér á sinn hátt virð- ingarverð varfærni hennar á fortepedal í Bach þurrka óþarflega mikinn safa úr söngmestu köflum. Neistandi blástur TÓNLIST Tónlistarskóli Garðabæjar Verk eftir Bach, Poulenc og Fauré. Björn Davíð Kristjánsson flauta, Agnes Löve pí- anó. Fimmtudaginn 27. janúar kl. 12:15. Flaututónleikar Ríkarður Ö. Pálsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 mbl.is smáauglýsingar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.