Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 31
og Ödipusarduldina í forgrunni. Kenningar hans svo án nokkurs vafa haft áhrif á myndlistarmenn í ljósi þess að á hverjum tíma hefur mynd- listin gegnt hlutverki ratsjár á sam- tímann og gerir enn. Vínarborg er lýsandi dæmi þess hvernig menn rækta umhverfi sitt, halda hefðir í heiðri en sækja þó fram á öllum víg- stöðvum í list og mennt. „Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja“ sagði Einar Benediktsson og sjaldan hélt hinn djúpvitri maður fram rétt- ara máli, Vínarborg hér táknrænt dæmi. Að vísu mun skáldinu líkast til hafa verið hugsað til Rómaborgar þá tilvísunin tók á sig form í huga hans. Hún hefur þó öllu betur sannast á Vínarborg þar sem Róm á nóg með sig og sína miklu fortíð. „Tíber sígur seint og hægt í Ægi, seint og þungt með tímans göngulagi“ kvað Einar í upphafi ljóðabálksins Kvöld í Róm. Þetta sérstaka göngulag tímans virð- ist vera einskonar leiðarstef hinnar stórkostlegu borgar, íbúarnir meira fyrir varðveislu fortíðar en að hafa tiltakanlegar áhyggjur af framtíðinni eða vera þar inni í myndinni. Meng- unin frá rennireiðunum sem tóku við af lystikerrunum ber þó vott um að þar eru þeir meira en vel með á nót- unum og hún hefur ekki síður for- pestað páfasetrið en aðrar stórborgir álfunnar. Róm kemst varla á blað sem nútímalistaborg í listtímaritum en þar þróaðist þó fyrir margt löngu sérkennilegur geiri táknsæis, sem Kjarval varð uppnuminn af þegar hann var þar á ferð um 1920. Róm í þá veru tákn heilbrigðrar íhaldssemi hvað fortíðina snertir á meðan Vín- arborg eins og staðfestir framslátt skáldsins, myndlistin þar líkust lif- andi framhaldi fortíðar, sömuleiðis listhönnun. Jafnframt sannar Vínar- borg sig með yfirburðum sem menn- ingarlegur púls landsvæðisins sem hún fyrrum tengdist, einnegin Evr- ópu á 18. og 19. öld. Höfuðborg Aust- urríkis frá 1918. Söfnin og þá einkum Lista- sögusafnið og Náttúrusögusafnið eru óviðjafnanlegar heimildir for- tíðar og nýju söfnin taka fyrir fram- vinduna á síðustu öld og til dagsins í dag. Á slíkum hámenningarstöðum rúmast allir samanlagðir geirar myndlistarinnar og sjónarheimsins með hlutlægnina og gagnsæið í fyr- irrúmi. Sú markaða stefna bless- unarlega í heiðri höfð… MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 31 Viltu ráða því í hvaða framhaldsskóla þú ferð næsta haust? Ertu með nógu góðar einkunnir til að geta það? Ef ekki þá bjóðum við þér NÁMSAÐSTOÐ svo þú getir náð þér á strik í náminu Nemendaþjónustan sf. s. 557 9233www.namsadstod.is Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is Vi›skiptasendinefnd er hagkvæm og ód‡r lausn fyrir flá sem vilja koma vörum og fljónustu á framfæri erlendis. Megináherslan í slíkum fer›um er a› skipuleggja vi›skiptafundi milli íslenskra flátttakenda og erlendra vi›skiptaa›ila. Undirbúningur fer›anna er í höndum Útflutningsrá›s. Viðskiptasendinefndir á vegum Útflutningsráðs Sóknarfæri á erlendum mörkuðum Vi›skiptasendinefndir framundan: • Vi›skiptasendinefnd til Úganda (Viktoríuvatn) 15.-20. mars. • Vi›skiptasendinefnd til Tékklands og Slóvakíu, me› umhverfisrá›herra. 11.-16. apríl. • Vi›skiptasendinefnd til Danmerkur 25.-31. maí. • Vi›skiptasendinefnd til Póllands, me› i›na›ar- og vi›skiptará›herra. 6.-10. júní. • Vi›skiptasendinefnd til Mexikó 20.-27. júní. fieir sem hafa áhuga á a› tengjast umræddum vi›skiptasendinefndum vinsamlega hafi samband sem allra fyrst vi› Vilhjálm Gu›mundsson í síma 511 4000 e›a sendi› tölvupóst til vilhjalmur@utflutningsrad.is. Sendinefndir í haust eru í undirbúningi. Frekari uppl‡singar um flær ver›a á vefsí›u Útflutningsrá›s, www.utflutningsrad.is. • 04 58 5 Markmi› vi›skiptasendinefndar: • A› ö›last betri skilning á marka›ssvæ›inu og flannig meta marka›smöguleika fyrir vörur og fljónustu á tilteknum marka›i. • Framkvæma hagn‡tar marka›srannsóknir og fáflannigmikilvægarmarka›suppl‡singar. • Skilgreina og hefja n‡ja marka›ssókn á tiltekinn marka›, sem gæti í framtí›inni leitt til varanlegra vi›skiptatengsla. ÍMYND þverflautunnar, uppsöfnuð í tímans rás af hjarðmennsku, skóg- arpúkum og hugleiðslutóli heldri manna á 18. öld, flögraði fyrir innri skjá hlustenda á hádegistónleik- unum í Garðabæ á fimmtudag þeg- ar Björn Davíð Kristjánsson flautu- kennari mundaði amboðið ævaforna. Því þegar á frumsteinöld heillaði guðdómur vinda hómó sapíens úr þriggja gata dýraleggj- um. Og þó að Mozart ku ekki hafa heillazt – honum þótti víst aðeins eitt fyrirbrigði falskara en flauta, nefnilega tvær flautur, og forðaðist af megni að skrifa fyrir fleiri en eina í senn – þá er flautan í dag löngu orðin ómissandi m.a. í sinfón- íusveitum, auk þess að vera eitt vin- sælasta blásturshljóðfæri nemenda, ekki sízt stúlkna. Þó varla sé kannski þorandi að ögra femínistum með því að rekja þá hylli sumpart til þokkafullrar spilstellingar. Annars var ekki á leik Björns Davíðs að heyra að hljóðfærið hafi eitt sinn þótt til vanza kröfuhart í inntónun (a.m.k. fyrir klappabylt- ingu Theobalds Böhm 1850), því allt var þar tandurhreint. Andante- þátturinn úr sónötu J.S. Bachs í h-moll BWV 1030 var í mörgu gef- andi, þrátt fyrir frekar (núorðið) rómantíska mótun er einkenndist stundum af sérkennilegum styrk- brigðum – e.t.v. runnum frá dynt- óttum útgefanda. Sónata Poulencs frá 1947 hefur æ síðan verið verð- ugt eftirlæti flautuunnenda, enda innblásin skemmtimúsík á háu plani. Svolítið rykkjóttan I. þáttinn vantaði aðeins meira streymi, og syngjandi hendingar Cantilenunnar (II) virkuðu sumar ofurlítið and- stuttar, en gáskafullur fínallinn steinsmall hins vegar af leiftrandi öryggi. Sama gilti um hina bráð- fallegu Fantaisie Faurés Op. 79, þar sem neistandi tónarunurnar léku í liprum höndum flautuleik- arans. Meðal höfuðkosta Björns Davíðs mætti telja óvenjuvítt styrk- leikasvið sem annars öruggur píanóleikur Agnesar Löve hefði stundum mátt fylgja meira eftir. Að auki fannst mér á sinn hátt virð- ingarverð varfærni hennar á fortepedal í Bach þurrka óþarflega mikinn safa úr söngmestu köflum. Neistandi blástur TÓNLIST Tónlistarskóli Garðabæjar Verk eftir Bach, Poulenc og Fauré. Björn Davíð Kristjánsson flauta, Agnes Löve pí- anó. Fimmtudaginn 27. janúar kl. 12:15. Flaututónleikar Ríkarður Ö. Pálsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 mbl.is smáauglýsingar flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.