Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ 31. janúar 1995: „Kröfur um vönduð vinnubrögð fjölmiðla og áreiðanleik hafa nokkuð verið til umræðu að undan- förnu. Ljóst er, að kröfur þær, sem gerðar eru til fjölmiðla á öllum sviðum, færast í vöxt og er það vel. Það er óumdeilt, að áhrif fjölmiðla í nútímaþjóð- félagi eru mikil, og ábyrgð þeirra að sama skapi. Í Morgunblaðinu í fyrradag var nokkuð ítarleg umfjöllun um það hlutverk, sem fjöl- miðlar landsins höfðu að gegna við fréttaflutning af náttúruhamförunum í Súðavík og hvernig fjölmiðlar hefðu valdið því hlutverki sínu. Í megindráttum má lesa það út úr umsögnum þeirra sem við var rætt, að fjölmiðlar hafi al- mennt skilað sínu hlutverki á þann veg, að viðunandi teljist, eða jafnvel að þeir hafi staðið sig mjög vel í þessu viðkvæma og vandasama verki, þótt dæmi séu um annað. Starfsregla sérhvers blaða- og fréttamanns, sem hefur það hlutverk með höndum, að flytja þjóðinni fréttir af jafn válegum atburðum og áttu sér stað í Súðavík, hlýtur ávallt að vera sú, að hafa aðgát í nær- veru sálar. Fjölmiðlar, sem í umfjöllun sinni beina spjótum sínum að stjórnmálamönnum og emb- ættismönnum, gagnrýna emb- ættisfærslur þeirra, starfs- hætti og saka þá jafnvel um spillingu, verða að vera við- búnir því, að þeir og störf þeirra séu með sama hætti undir smásjá almennings í landinu.“ . . . . . . . . . . 30. janúar 1985: „Fjár- málaráðherra hefur sætt gagnrýni frá ýmsum, meðal annars úr eigin flokki, sem að- allega hefur byggst á tveimur atriðum. Í fyrsta lagi hafa gagnrýnendur talið niður- skurð ríkisútgjalda ónógan á undangengnum samdrátt- artímum í þjóðarframleiðslu. Í annan stað telja þeir vafasamt að byggja ríkissjóðstekjur í jafn ríkum mæli á innflutningi við núverandi viðskipta- og skuldastöðu við umheiminn. Fjármálaráðherra boðaði ný- lega til blaðamannafundar þar sem hann greindi frá stór- bættri stöðu og greiðsluaf- komu ríkissjóðs í árslok 1984, miðað við fyrra ár, sem og við- horfum sínum varðandi stefnu og stjórnun ríkisfjármála á liðnu ári. […] Af […] upplýs- ingum, sem fram komu á blaðamannafundi fjár- málaráðherra, má sjá, að tek- izt hefur að rétta af margt, sem miður fór í ríkisbúskapn- um, og að staða ríkissjóðs í lok liðins árs var á alla grein veru- lega betri en 1983.“ . . . . . . . . . . 30. janúar 1975: „Það orkar ekki tvímælis, að skattkerfið og hugsanleg lækkun á skatt- heimtu ríkissjóðs er efst í huga hins almenna borgara, varðandi viðræður aðila vinnumarkaðarins um kjara- mál. Þetta er rökrétt afleiðing af ríkjandi aðstæðum í efna- hagslífi þjóðarinnar, versn- andi viðskiptakjörum hennar, veikri rekstrarstöðu atvinnu- veganna og þeirri staðreynd, að krónuhækkun kaups und- anfarin ár hefur ekki leitt til kaupmáttaraukningar launa né kjarabóta, fremur aukið á verðbólgu og vanda efnahags- lífsins.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E itt hvimleiðasta einkenni ís- lenzkra stjórnmála er hvað umræður hafa ríka tilhneig- ingu til að snúast upp í til- gangslaust karp um forms- atriði í stað skoðanaskipta um innihald og rifrildi um aukaatriði fremur en að beint sé sjónum að kjarna málsins. Þetta er því miður bæði gömul saga og ný. Í lok 19. aldar, er íslenzk heimastjórn var í sjónmáli, og talsvert fram á 20. öldina olli ekkert mál öðru eins tilfinningaumróti í stjórnmálaumræðum og seta ráðherra Íslands í danska ríkisráðinu – forms- atriði, sem aldrei skipti neinu máli í reynd. Í rit- gerð sinni, „Í ríkisráði“ sem birtist í Sögu 1974, sagði Gísli heitinn Jónsson menntaskólakennari: „Þessi saga er „ímynd og sýningarverk“ af því, hvernig mál eru meinlaus eða hættuleg eftir at- vikum, eins og dýr merkurinnar og fuglar himins- ins skipta um lit eftir árstíðum. Allan þann langa tíma, sem þrefað var um ríkisráðsákvæðið, menn bornir landráðabrigslum, ráðherrar sögðu af sér og flokkar stofnaðir og klofnir út af því, voru sér- mál Íslands borin upp í ríkisráðinu danska og kom aldrei að sök.“ Deilurnar um setu Íslandsráðherra í danska ríkisráðinu eru raktar talsvert ýtarlega í ævisögu Hannesar Hafstein, fyrsta íslenzka ráðherrans, eftir Kristján Albertsson. Sú bók kom út í styttri útgáfu Jakobs F. Ásgeirssonar fyrir síðustu jól og inniheldur mikinn fróðleik um fyrstu ár innlendr- ar stjórnar á Íslandi. Þar er jafnframt sagt frá linnulitlu og „stórpólitísku“ karpi um annað formsatriði, sem engu máli skipti; að forsætisráð- herra Danmerkur skyldi skrifa undir skipunar- bréf Hannesar með konungi. Á meðan sátu mál- efnalegar umræður um brýn framfaramál landsins á hakanum. Í bókinni eru rakin bréfaskipti Matthíasar Jochumssonar skálds og Hannesar síðla vetrar 1905. Matthías skrifar Hannesi að landvarnar- menn, sem þá voru í stjórnarandstöðu, séu „grenj- andi út af „undirskriftinni“ og „setunni“ [í rík- isráði].“ Hannes svarar og segist satt að segja verða lítið var við stjórnarandstöðuna. „Því ég les ekki helminginn af því sem þessir herrar eru að jórtra upp aftur og aftur. Þeim dettur ekkert nýtt í hug; alltaf jagstaglast þeir á þessu sama, jafn- órökstutt og vitlaust. Hefðu þeir ekki náð í þetta svonefnda „undirskriftarmál“, þá hefði [stjórnar- andstöðublaðið] Ingólfur verið dauður úr andleg- um hor. Það er ekki til neins að eltast við að svara þessu, því að þetta er mest allt óljóst tilfinninga- þvaður, ekki röksemdir, og hrína því skynsamleg mótrök jafnlítið við þá eins og haglið við hunds- trýnið.“ Karp um formsatriði Sumt breytist seint, jafnvel ekki á hundrað árum. Fjaðrafok und- anfarinna vikna út af því hvenær og hvernig ákvörðun var tekin um að styðja Bandaríkin, Bretland og bandalagsríki þeirra vegna innrásarinnar í Írak, er álíka fánýtt og áralangt rifrildi á sínum tíma um ríkisráðssetu og undirskrift. Ekki þyrfti annað en að skipta um orðið „undirskriftarmál“ og setja „Íraksmál“ í staðinn og setja í stað Ingólfs einhvern af þeim fjölmiðlum, sem undanfarnar vikur hafa verið að fara af hjörunum út af orðalagi í fundargerðum eða tímasetningum funda, þá væri aldargamall texti Hannesar Hafstein orðinn harla nútímaleg- ur. Það kemur ekki á óvart þótt menn deili enn hart um innihald þeirrar ákvörðunar íslenzkra stjórnvalda fyrir tæpum tveimur árum að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna, Breta og fleiri þjóða. En það er nánast óskiljanlegt að eftir tæp tvö ár hnakkrífist menn um það hvenær og hvernig ákvörðunin var tekin, stjórnarandstöðuleiðtogar séu á sífelldum hlaupum upp í pontu á Alþingi vegna þessa „stórmáls“ og fréttamenn sjái sig til- neydda að segja upp vinnunni eftir að hafa gleymt gömlum skólalærdómi um tímabelti jarðar og sak- að ríkisstjórnina um lygar í kjölfarið. Tilefnið til að ræða efni málsins er nefnilega ærið, eins og nánar verður vikið að hér á eftir. Það hefur líka verið raunin í flestum þeim ríkjum – þar á meðal meirihluta Atlantshafsbandalagsríkjanna – þar sem sama ákvörðun var tekin. Harðar umræður hafa verið um málefnalegt réttmæti stuðnings við hernaðinn í Írak, eins og eðlilegt má teljast. Stóri glæp- urinn? En fyrir þá, sem telja formsatriðin skipta mestu máli, er rétt að halda þeim til haga. Því hefur í fyrsta lagi verið haldið fram að stóri glæpurinn í málinu sé að Davíð Oddsson, þáver- andi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi tekið ákvörð- unina einir, en ekki gerð sérstök samþykkt í rík- isstjórn. Í öðru lagi hafa þeir verið sagðir umboðs- lausir vegna þess að málið hafi ekki verið rætt í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Í þriðja lagi hef- ur því verið haldið fram að þeir hafi brotið lög með því að bera ekki ákvörðunina undir utanríkismála- nefnd Alþingis. Í fjórða lagi hefur verið látið eins og ákvörðunin hafi komið á óvart; verið kúvending á stefnu Íslands. Um síðasta atriðið er það að segja, að ákvörð- unin um stuðning við að koma Saddam Hussein frá völdum kom varla nokkrum manni á óvart á sínum tíma. Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem gefin var út 17. þessa mán- aðar, er rifjað upp að í umræðum á Alþingi 12. marz 2003, átta dögum fyrir innrásina í Írak, sagði Halldór, þá utanríkisráðherra: „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum … en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Morgunblaðið sagði m.a. frá þessum ummælum daginn eftir. Hinn 17. marz 2003 lýstu bæði Hall- dór og Davíð Oddsson yfir stuðningi við Azor- eyja-yfirlýsingu leiðtoga Bandaríkjanna, Bret- lands og Spánar, þar sem Saddam Hussein voru í raun settir úrslitakostir. Davíð sagði þá m.a. í samtali við Morgunblaðið, sem birtist 18. marz: „Það er augljóst að tíminn er að renna út … Enn má þó kannski vona að ekki verði stríð með því að Íraksstjórn sjái að sér. Því miður virðist Saddam Hussein ekki eiga mjög mikinn tíma eftir. Ef hann þráast enn við er ljóst að hann þarf að taka afleið- ingunum eins og sagði í ályktun Öryggisráðs SÞ, sem samþykkt var með 15 samhljóða atkvæðum. Ef það gerist, er augljóst að hann hefur brugðist ályktuninni og er nauðbeygður að horfast í augu við afleiðingarnar og allir vissu hverjar þær yrðu.“ Í ljósi þessa, fyrri ummæla Halldórs Ásgríms- sonar um að þingmeirihlutinn útilokaði ekki vald- beitingu og þess að tvö nánustu bandalags- og stuðningsríki Íslands um áratugaskeið fóru fyrir þeim ríkjum, sem tóku sig saman um að afvopna Saddam, gat það ekki komið á óvart hvaða ákvörð- un var tekin 18. marz 2003. Í áðurnefndri yfirlýsingu forsætisráðherra kemur fram að ríkisstjórnarfundur var haldinn að morgni 18. marz. Þar var Íraksmálið fyrsta mál á dagskrá. Síðar um daginn ákváðu forsætisráð- herra og utanríkisráðherra stuðning við aðgerðir í Írak. Sá stuðningur fólst í fernu, samkvæmt frá- sögn Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 19. marz: „Í þessu felst í fyrsta lagi heimild til yfir- flugs yfir íslenzka flugumsjónarsvæðið. Í öðru lagi heimilum við afnot af Keflavíkurflugvelli ef þurfa þykir. Í þriðja lagi tökum við þátt í uppbyggingu í Írak eftir að ófriði lýkur. Í fjórða lagi tökum við pólitíska afstöðu með því, að ályktun 1441 verði fylgt eftir að loknu fjögurra mánaða þófi.“ Áttu ráðherrarnir tveir ekkert með að taka þessa ákvörðun, eins og haldið hefur verið fram? Í álitsgerð, sem Eiríkur Tómasson lagaprófessor vann fyrir forsætisráðherra fyrr í þessari viku, kemur fram það sem ekki geta talizt ný tíðindi fyrir áhugamenn um stjórnmál og stjórnsýslu; að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald, þótt ráðherrar kynni samráðherrum sínum mikilvæg mál og ræði fyrirhugaðar ákvarðanir á ríkis- stjórnarfundum. Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdavaldsins, hver á sínu sviði. Þetta ættu þeir ekki sízt að vita, sem setið hafa í ríkis- stjórn og í því ljósi er skrýtið – samt ekki skrýtn- ara en ýmislegt annað í málflutningnum undan- farnar vikur – að formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, Össur Skarphéðinsson, skuli krefjast þess af Halldóri Ásgrímssyni að hann aflétti leynd af ummælum sínum um málið á ríkisstjórnarfundinum. Raunar er ekki vaninn að umræður séu bókaðar í fundargerðum ríkis- stjórnarinnar, eins og Össur veit líka. Eiríkur Tómasson kemst í áliti sínu að þeirri niðurstöðu að það hafi verið „í fullu samræmi við íslensk lög og stjórnskipun að forsætisráðherra og utanríkisráðherra tækju umrædda ákvörðun í sameiningu. Ákvörðunin var ekki þess eðlis að samþykki Alþingis þyrfti til að koma, þar sem ekki var um að ræða ákvörðun, sem fól í sér frek- ari kvaðir á íslensku landi og lofthelgi en leiðir af varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkj- anna …“ Samráð, ekki samþykki En hvað þá með utan- ríkismálanefnd? Voru lög brotin með því að leita ekki samþykkis hennar fyrir ákvörðuninni? Í þingskapalögum segir: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ LAUGAVEGAR Uppbygging við Laugaveg hefurverið á döfinni í nokkurn tíma,allt frá því að starfshópur um endurmat á deiliskipulagi við Banka- stræti og Laugaveg skilaði inn tillög- um sínum um framtíðarskipulag þess- arar elstu verslunaræðar miðborgar- innar fyrir þremur árum. Um tillögur hópsins var fjallað nokkuð í ritstjórn- arskrifum Morgunblaðsins á þeim tíma, og var þá m.a. tekið undir það mat hópsins að „unnt sé að skapa veru- legt svigrúm til nýrrar uppbyggingar við Laugaveg án þess að fórna bygg- ingarsögulegum sérkennum götunnar og þeim lykilbyggingum fyrri tíðar sem mest gildi hafa fyrir ásýnd henn- ar“. Nú virðist vera komið að þeim tíma- punkti að skriður fari að komast á framkvæmdir við Laugaveginn. Eins og fram hefur komið í fréttum undan- farna daga er mikill áhugi á uppbygg- ingu við Laugaveginn og eru áhuga- samir aðilar þegar farnir að kaupa upp húseignir með fyrirhugaðar fram- kvæmdir í huga. Um það er ekkert nema gott að segja; Laugavegurinn þarfnast endurskipulagningar og end- urnýjunar sem helst í hendur við við- horf samtímans og þær væntingar sem menn gera til þessa svæðis í framtíð- inni. En til þess að uppbyggingin standi undir þeim væntingum er mik- ilvægt að hafa í huga þær forsendur fyrir breytingum sem Pétur Ármanns- son arkitekt mótaði, en hann átti sæti í starfshópnum auk þess að vera höf- undur þemaheftisins „Stefnumörkun um húsvernd“ sem fylgdi endurmat- inu. Þar tekur hann fram að grundvall- arforsenda við mat á því hvort eldra hús eigi að víkja vegna byggingar- áforma sé sú að „það sem kemur í stað- inn bæti umhverfið en skaði það ekki“. Þetta viðmið er grundvallaratriði ekki síst í ljósi þess að töluvert er af bygg- ingum frá síðari tímum í miðborg Reykjavíkur sem ekki standa undir slíkum kröfum. Nú, þegar hægt er að sjá fyrir að mikil endurnýjun á hús- næði mun eiga sér stað á stuttum tíma, verður því einfaldlega að gera fagur- fræðilegar kröfur auk þeirra sem lúta að byggingarfræði og skipulagi. Pétur veltir því fyrir sér hvort at- hugandi sé „hvort íbúar og verslunar- eigendur við götuna ættu að hafa um- sagnarrétt um útlit nýrra húsa, líkt og tíðkast í grónum hverfum víða erlend- is“ en þar er litið svo á að heildaryfir- bragð umhverfisins sé sameiginlegt hagsmunamál allra. Annar kostur – og ef til vill betri – er að skipa fagmenn í ráð eða nefnd, sem væri umsagnaraðili um teikningar og hönnun nýbygginga á því svæði sem óumdeilanlega telst til hjarta miðborgarinnar. Uppbygging við Laugaveg og að- liggjandi götur verður að vera þannig að fortíð og framtíð tvinnist saman á skemmtilegan hátt. Þær breytingar sem vænta má hafa það í för með sér að nokkrum hluta menningarsögu þess- arar lífæðar borgarinnar er fórnað þar sem einhverjar gamlar byggingar verða ýmist rifnar eða fluttar. Starfs- hópnum um endurmatið virðist þrátt fyrir það hafa tekist að finna ágætan meðalveg í umsögn sinni, enda miða þær að því að nýta svæðið bæði skyn- samlega og nútímalega innan þess ramma sem séreinkenni reykvískrar byggðar leyfa. Því er mikilvægt að þau viðmið séu ekki einungis höfð til við- miðunar við skipulag og hæðarmörk húsa, heldur einnig í endanlegu útliti hverrar einustu byggingar. Að öðrum kosti munu borgarbúar um alla fram- tíð þurfa að súpa seyðið af misvitrum lausnum og hugsanlegri smekkleysu í hönnun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.