Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 36

Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 36
36 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is 94,4 fm glæsileg 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi á eftirsóttum stað í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús sem er opið inn í hol. Glæsileg HTH viðarinnrétting er í eldhúsi og vönduð AEG tæki. Í þvottahúsi er stál- vaskur. Hol og geymslur. Baðherbergi verður flísalagt með sturtuklefa. Stofan er björt og rúmgóð með mikilli lofthæð og halogen lýsingu. Tvö björt svefnherbergi eru í íbúðinni. Íbúðin afhendist fullbúin án gólfefna nema flísar á baðherbergi. Búið er að endurnýja allar lagnir undir gólfplötu 1. hæðar. Hreinsibrunnur í gangstétt. Allar heimæðar eru endurnýjaðar og settar í tækni- rými sem gengið er í að utan. Hitalagnir eru í gangstétt meðfram allri framhlið húsins. Hitalagnir fyrir 1. hæð settar í gólf, svokallað gólfhitakerfi. Allar gamlar lagnir hafa ver- ið fjarlægðar og lagt nýtt rör í rör fyrir hreinlætistæki 1. hæðar. Nýjar mælagrindur og sérmælir fyrir hverja íbúð. Ný heimæð, ný aðaltafla, sérmælir og nýjar raflagnir í íbúð. 5210. Verð 20,9 millj. Kristján sýnir, sími 694 3622. Opið hús í dag frá kl. 14-16 Grettisgata 16 FERÐAÞJÓNUSTA SKAGAFIRÐI Til leigu rekstur ferðaþjónustubýlisins Lónskots. Hér er um að ræða ferða- þjónustu í mjög áhugaverðu umhverfi. Gott tækifæri fyrir rétta aðila. Nánari uppl. á skrifstofu FM í síma 550 3000 (Magnús). Sjá einnig myndir á fmeign- ir.is og mbl.is. 18182 FYRIR LANDIÐ ALLT 133 BÚJARÐIR/LANDSPILDUR 72 SUMARHÚS Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Einnig er oft til á sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar sem er alhliða fasteignasala og selur fasteignir jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Sölu- menn FM aðstoða. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. STÝRIMANNASTÍGUR - EINSTAKT HÚS Höfum fengið í einkasölu eitt af virðulegustu einbýlishúsum í gamla vesturbænum. Húsið, sem er um 240 fm, er teiknað af Einari Erlendssyni og byggt af Jóni Eyvindarsyni árið 1906 og stendur það á 408,5 fm fallegri hornlóð. Húsið var gert upp af Leifi Blumenstein fyrir ca 10 ár- um og er í mjög góðu ástandi. Húsið skiptist þannig: 1. hæð anddyri, húsbóndaherbergi, eldhús og tvær stofur. Í kjallara eru þrjú her- bergi, baðherbergi, snyrting, þvotta- hús/geymsla, góð lofthæð og auðvelt að út- búa séríbúð. Í risi eru fjögur herbergi, bað- herbergi og eldhús. Í efra risi er opið alrými með þakgluggum og fallegu útsýni. V. 59 m. 4691 KAMBASEL Fallegt raðhús á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Á neðri hæð eru forstofa, forstofuherb., gangur, hjónaherb., tvö barnaherbergi, bað og þvottahús. Á efri hæð eru tvær samliggjandi stofur og eru svalir út af annarri þeirra, snyrting, herbergi, eldhús og búr. Yfir allri efri hæðinni er gott geymsluloft. Bílskúr er með hita, vatni og rafmagni. V. 28 m. 4732 FROSTASKJÓL Vorum að fá í sölu mjög fallegt 184 fm raðhús á tveimur hæð- um í vesturbænum. Húsið var byggt árið 1982. Húsið skiptist m.a. í stofu, arinstofu, borðstofu og þrjú herbergi. Mjög falleg sér- hönuð lóð með timburverönd. Innbyggður bílskúr (innangengt). 4723 BRÁVALLAGATA - HÆÐ Vor- um að fá í sölu 105 fm íbúð á 1. hæð í fal- legu 3-býlishúsi við Brávallagötu (ein íbúð á hæð). Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur og tvö herbergi. Auk þess er herbergi og geymsla í kjallara. Mikil lofthæð er í íbúðnni. Skrautlistar í loftum. V. 17,3 m. 4720 STÓRAGERÐI - M. BÍL- SKÚR Falleg, björt og rúmgóð 4ra herb. íbúð á 3. hæð. Eignin skiptist í hol, geymslu/ fataskáp, eldhús, baðherbergi, tvö herbergi, stofu og borðstofu (auðvelt að breyta í her- bergi). Svalir til suðurs. V. 19,9 m. 4726 LAUGATEIGUR - LAUS FLJÓTLEGA Falleg og vel skipulögð 4ra herb. risíbúð á góðum stað á Teigunum. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, 2- 3 svefnherbergi, stofu og geymsluris. Suður- svalir. Íbúðin er skráð 67 fm en er um 80 fm að gólffleti. V. 14,9 m. 4708 SMIÐJUVEGUR - GLÆSI- LEGT ATVINNUHÚSNÆÐI Vandað 930 fm atvinnuhúsnæði, sem hýst hefur starfsemi Tengis í Kópavogi. Eignin skiptist í verslunarrrými, lagerpláss með inn- keyrsludyrum og skrifstofurými með kaffi- stofu o.fl. Góð lofthæð í lagerhlutanum. Milli- veggir eru léttir og því auðvelt að breyta skipulagi. Frábært útsýni frá skrifstofum og þekkt staðsetning. Húsið er í góðu ástandi að utanverðu. Eignin hentar vel fyrir ýmiss konar starfsemi, s.s. verslun, iðnað og hvers kyns þjónustu. V. 95 m. 4725 SKÚLATÚN Glæsilegt 190 fm skrif- stofuhúsnæði við Skúlatún á 2. hæð. Eignin skiptist m.a. í móttöku, fundarsal, skrifstofu, snyrtingar og opin vinnurými. Innfelld haló- gen-lýsing í lofti. Trérimlagardínur. Einstak- lega falleg skrifstofuhæð. Laus fljótlega. V. 23 m. 4724 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali DEILDARÁS - GLÆSILEGT Vorum að fá í sölu glæsilegt 330 fm einbýl- ishús á tveimur hæðum. Húsið stendur á einstökum útsýnisstað í Selásnum, niður við Elliðaár. Húsið skiptist m.a. í stofu með arni, borðstofu, arinstofu og 4-5 herb. Á jarðhæð er 2ja herb. íbúð með sérinngangi (einnig innangengt). Húsinu hefur verið vel viðhald- ið. Garðurinn er hannaður af Pétri Jónssyni. Göngufæri í Elliðaárdalinn og Árbæjarlaug- ina. V. 49 m. 4718 Laugavegur - Til leigu Rauðhetta og úlfurinn - gott atvinnuhúsnæði við Lauga- veg 7 til leigu. Góð lofthæð, bjartir stórir gluggar. Upplýsingar í síma 511 4004 og 822 7991. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í SEINNI fréttum sjónvarps hinn 24. janúar sl. var Gísli Már Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands, tek- inn tali. Hann lýsti mörg hundruð ára skaða Mývatns sem Kísiliðjan hefur valdið. Fréttamaðurinn óskaði ekki eftir rökum fyrir fullyrðingum Gísla. Ekki var innt eftir rann- sóknum eða skýrslum sem Gísli hef- ur sjálfur tekið þátt í eða staðið fyr- ir. Þar á meðal þeirri sem Gísli skrifaði undir um að starfsemi Kís- iliðjunnar í Ytriflóa hefði ekki áhrif í Syðriflóa, né heldur að áhrif auk- innar ákomu köfnunarefnis og fosfórs sæju sér stað í vatninu. Málflutningur prófessorsins og framganga fréttamannsins eru ekki til þess fallin að skapa Háskóla Ís- lands traust né fréttastofu sjón- varps. Eftirhreytur lokunar Kísiliðj- unnar eru minni en við mátti búast. Verksmiðja er tekin af lífi og at- vinnusögu lýkur. Gildir einu hvaða áhrif starfsemin hafði á Mývatn. Með því að hætta að nema botnfallið á brott eru örlög þess ráðin. Botn- fallið heldur áfram og vatnið fyllist. Mývatn verður ekki sú perla sem við þekkjum í dag og skiptir þá ekki máli hversu langt er í dauðastríðið. Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Ég hef þekkt Gísla Má Gíslason lengi. Við störf- uðum saman um áraraðir í stjórn Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn og í sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir. Ég hef ekki þekkt Gísla að sannsögli. Þar á bæ helgar tilgangurinn meðalið. Þar sem ég sat í hægindinu og þessi ótrúlega frétt skall framan í mig komu mér þau fleygu orð í hug: „Því betur sem ég kynnist mönn- unum, þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn.“ SIGURÐUR R. RAGNARSSON, Ásgarðsvegi 22, Húsavík. Mývatn – Gísli Már Gíslason og bláeygir fréttamenn Frá Sigurði R. Ragnarssyni Á AUGLÝSINGASKILTUM borg- arinnar er þessa dagana auglýsingin „Umferðin snýst um líf“. Sannarlega er það virðingarvert og góðra gjalda vert, hvað mikið er gert til þess að vekja athygli á tillitslausum og hættulegum ökuhætti og ekkert nema gott um það að segja, hins veg- ar er sú auglýsingaherferð sem fram fer á sjónvarpsskjám landsmanna, undir sama kjörorði, frekleg og gróf mistök. Þar eru saklaust barn og sak- laus kona, sem eiga sér einskis ills von, auglýst sem fórnarlömb. Vel get- ur verið að auglýsingabrellur ráði ferð og vel getur verið að dauðsföll eigi sér stað við árekstur í stiga (?), en það breytir engu um það að upp- stillingin er hræðileg! Barnið verður skelfilega hrætt og samkvæmt orðanna hljóðan deyr konan, að minnsta kosti er hún ekki látin rísa á fætur! Hvers eiga konur og börn að gjalda? Það er ekki langt síðan að dagbók fyrir árið 2005 var fyllt með niðrandi og niðurlægjandi „máls- háttum“ um konur. Dagbókin var tekin úr umferð og beðist afsökunar á mistökunum, hið sama þarf að gerast nú. Það er nefnilega þannig að það er ekki aðeins umferðin sem snýst um líf, það er svo ótal margt annað, svo sem heimilisofbeldi og ill meðferð, tala nú ekki um konurnar allar, sem beinlínis eru neyddar til að ganga ekki meðgöngu sína til enda, vegna óhagstæðra kringumstæðna, og börnin öll, um eitt þúsund að tölu ár- lega á litla Íslandi, sem aldrei fá tæki- færi til að spreyta sig á lífinu. Þau slys skilja eftir sár því „fóstureyðing snýst um líf“. Förum með gát í nær- veru sálar og stöndum vörð hvert um annað frá getnaði til grafar. HULDA JENSDÓTTIR, fv. yfirljósmóðir. Um auglýs- inguna „Umferðin snýst um líf“ Frá Huldu Jensdóttur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.