Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 39 FRÉTTIR smáauglýsingar mbl.is Gott nýlegt um 160 fm raðhús með bílskúr við Maríubaug fæst í skipt- um fyrir rúmgóða 4ra herbergja íbúð. Skilyrði að hún sé sem næst Ingunnarskóla. Bein sala kemur að sjálfsögðu einnig til greina. Vilt þú stækka við þig? Grafarholt - Skipti á 4ra herbergja íbúð fyrir raðhús Björn Daníelsson, hdl. lögg. fasteignasali Vinsamlegast hafið samband við Jón Víking á Hóli, sem veitir allar nánari upplýsingar í símum 892 1316 eða 595 9032. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 idborg@midborg.is Fallegt 294 fm raðhús á þremur hæðum með innb. bílskúr. Á miðhæð er flísalögð forstofa, hol, snyrting, parketlagt eldhús með beyki-inn- réttingu, parketlögð stofa með arni og borðstofa. Á efri hæð eru 4 parketlögð herbergi og baðherbergi. Í risi er parketlögð skrif- stofa/herbergi. Í kjallara er sjónvarpshol, 2 geymslur, baðherbergi og þvottahús með innréttingu. Góður garður með verönd. V. 46 millj. Frostaskjól SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Hofteigur 6 - OPIÐ HÚS Vorum að fá í sölu fallega og mikið endurnýjaða 4ra herbergja 110,4 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi. Á hæðinni er forstofa, rúmgott hol, stórar samliggjandi skiptanlegar stofur og tvö svefnherbergi, gott eldhús með nýlegri harðviðarinnrétt- ingu og baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Eikarparket og linoleum-dúkar á gólfi. Gler og gluggar nýlegt. Stutt í Laugarnesskóla. Húsið stendur við opið svæði, rétt við Laugarneskirkju. Tilvalin íbúð fyrir barnafólk. Einstakt tækifæri. Halla sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 13-15. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali w w w . h i b y l i o g s k i p . i s Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignasali Ítalía Höfum fengið einkaumboð frá fasteignasölu á Ítalíu. Bjóðum til sölu eða leigu allar gerðir og stærðir eigna víðs vegar á Ítalíu Vegna mikillar sölu undanfarið vantar allar gerðir eigna á söluskrá. Við getum boðið mjög sanngjarna söluþóknun fyrir fulla þjónustu. Nánari upplýsingar, sími sölustjóra 893 3985. Þuríður Halldórsdóttir hdl., lögg. fasteignas., Aðalsteinn Torfason múraram., sölustjóri, gsm 893 3985. Samanlagðir kraftar fólks, annars vegar með sérþekkingu á fasteign- um og hins vegar sérþekking lögmanns. Þjónusta alla leið. Bílaþvottastöð í eigin húsnæði Höfum til sölu bílaþvottastöð í fullum rekstri í eigin húsnæði á góðum stað í Reykjavík. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Sími 511 4004 SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins (SHS) hefur samið við 66° Norður um framleiðslu vinnu- fatnaðar starfsmanna til næstu fjög- urra ára. Samningurinn var gerður að undangengnu útboði og nær til alls vinnufatnaðar nema eldgalla, eiturefnagalla og búninga kafara liðsins. Verðmæti samningsins nem- ur um 13 milljónum króna á ári. Starfsmenn SHS eru 155 talsins og sinna flestir þeirra störfum í út- kallsdeild. Þeir nota margvíslegan fatnað við vinnu sína og gilda um það ákveðnar reglur. 66° Norður mun framleiða fyrir þá sjúkraflutn- ingagalla, fatnað fyrir liðsmenn landflokksins, hátíðareinkennisföt, sérstök vinnueinkennisföt yfir- manna og vinnueinkennisföt varð- liðs, dagvinnumanna og kvenna í skrifstofustörfum. Nokkrar breytingar verða gerðar á fatnaði starfsmanna með samn- ingnum við 66° Norður. Þannig verða vinnueinkennisföt varðliðs nú úr eldþolnu efni og fatnaður sjúkra- flutningamanna verður fjölbreyttari en áður og tekur meira tillit til að- stæðna sem unnið er við. Fulltrúar SHS og 66° Norður undirrituðu samninginn nýverið. Frá vinstri: Bjarni Kjartansson, framkvæmdastjóri forvarnadeildar, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS, Marinó Guðmundsson forstjóri og Sig- urður Magnússon, sölustjóri 66° Norður. 66° Norður fram- leiðir fatnað fyrir starfsmenn SHS NÝKOMNIR eru út á vegum Lýð- heilsustöðvar tveir fræðslubæklingar um áfengi undir heitinu: Hvað veistu um áfengi? Annar bæklingurinn er ætlaður fullorðnum en hinn ungu fólki. Bæklingarnir eru gefnir út til að bregðast við skorti á aðgengilegu fræðsluefni um áfengi, áhrif þess og skaðsemi. Í stuttu máli eru þar gefnar upplýsingar um mismunandi áhrif áfengis á fólk eftir aldri þess, kyni og stærð sem og eftir því magni sem drukkið er, styrkleika áfengisins, hversu hratt það er drukkið og við hvaða aðstæður. Einnig hversu lang- an tíma það tekur að losna við áfengið úr líkamanum. Bæklingurinn fyrir fullorðna liggur m.a. frammi í öllum Vínbúðunum og heilsugæslustöðvum en bæklingnum fyrir ungt fólk verður dreift til allra framhaldsskólanema auk þess sem hann mun liggja frammi á heilsu- gæslustöðvum og menningarhúsum ungs fólks. Með honum er ekki verið að hvetja til unglingadrykkju heldur þvert á móti; miðla staðreyndum um áfengi sem auðveldar fólki að taka upplýsta ákvörðun um það hvort það ætli að drekka áfengi, hvers vegna, hvenær og þá hvar, segir í fréttatilkynningu. Bæklingarnir voru unnir af Lýð- heilsustöð með aðstoð fagráðs og eru gefnir út í samvinnu við ÁTVR og eru liður í forvarnastarfi stofnananna. Bæklingana er hægt að skoða og panta á heimasíðunni: www.lydheilsu- stod.is Fræðslu- bæklingar um áfengi BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum að lækka vatnsgjald á fasteignir um tæp 6% og holræsagjald um tæp 5%. Einnig var samþykkt að hámarksafsláttur af fast- eignaskatti til efnalítilla elli- og örorkulífeyrisþega hækki í 40.000 krónur árið 2005 en af- slátturinn var að hámarki 30.000 krónur á síðasta ári. Vatnsgjaldið var áður 0,17% en verður 0,16%. Holræsagjaldið nam áður 0,21% en er nú 0,20%. Á vefsíðu Akureyrarbæjar kemur fram hjá Dan Jens Brynjarssyni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að lækkunin sé ákveðin til að koma til móts við hækkun fasteignamats nú um áramótin en fasteignamatið hækkaði þá um 13%. Lækkunin á álagningarprósentu vatns- gjalds og holræsagjalds þýðir um 20 milljóna króna tekju- lækkun fyrir Akureyrarbæ árið 2005 miðað við það sem verið hefði með óbreyttri álagning- arprósentu. Álagningu fast- eignagjaldanna lýkur nú á næstu dögum og verða álagn- ingarseðlar sendir til fasteigna- eigenda. Akur- eyrarbær lækkar álögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.