Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 46

Morgunblaðið - 30.01.2005, Side 46
46 SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Efast um að styttra nám sé betra MARGIR rektorar og skóla-meistarar í framhalds-skólum efast um að það sé gott að stytta nám til stúdents-prófs um eitt ár. Sölvi Sveinsson er verðandi rektor Verslunarskóla Íslands. Hann sagði í fréttum RÚV að skólarnir hefðu ekki beðið um þessa styttingu. Stúdents-prófið sé gott og gefi heim-sækja framhaldsskóla og ræða þessi mál. Að hennar sögn er mikill vilji í skóla-kerfinu að standa vel að þessum breytingum. Þorgerður segir að það sé aðeins verið að nýta sveigjan-leikann í skóla-kerfinu. Þess vegna sé engin ástæða til að hafa áhyggjur af því að nemendur verði ekki eins vel búnir undir háskóla-nám. nemendum tæki-færi til að kynnast mörgum greinum. Slæmt að minnka val Margir skóla-meistarar og rektorar eru sammála Sölva. Þeir segja að það sé slæmt að skera niður val-áfanga. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er mennta-mála-ráðherra. Hún er að JÓHANNES PÁLL II páfi hefur skammað ríkis-stjórn Spánar vegna breytinga sem eru á næsta leyti. Til dæmis vill forsætis-ráðherra Spánar að samkyn-hneigðir fái að gifta sig. Þá hvetja stjórn-völd karla til að nota smokka. Páfinn segir þetta grafa undan sambandi ríkis og kirkju. José Bono er varnar-mála-ráðherra Spánar. Hann segir að trúin ætti að tilheyra fólki en ekki ríkinu. Reuters Jóhannes Páll II páfi í þungum þönkum. Páfi gagn-rýnir Spán Ríkið nær sér í 200 milljónir Nú kostar 150 krónur að ljós-rita eitt blað hjá ríkinu. Það kostaði áður 100 kr. Fyrir ára-mót var ákveðið að opinberar stofnanir skyldu hækka ýmis gjöld. Til dæmis þinglýsingar-gjöld og gjöld fyrir vottorð. Þetta eykur tekjur ríkisins um 200 milljónir. Stone kampa-kátur Oliver Stone er hinn ánægðasti með Íslendinga. Myndin hans, Alexander mikli, fór beint á topp íslenska bíó-listans. Stone var svo ánægður að hann skrifaði þakkar-bréf til eiganda Sam Film sem dreifir myndinni hér á landi. Samið sér við Sjálands-skóla? Bæjar-yfir-völd í Garðabæ vilja gera sérstakan samning við starfs-menn Sjálands-skóla. Það er nýr skóli sem tekur til starfa í haust. Starfs-mennirnir myndu þá ekki ganga inn í kjara-samninga kennara. Sumir skólar í Reykjavík hafa líka áhuga á þessu. Bókmennta-verðlaunin afhent Íslensku bókmennta-verðlaunin voru afhent í vikunni. Auður Jónsdóttir fékk verð-laun fyrir skáld-söguna Fólkið í kjallaranum. Halldór Guðmundsson fékk verðlaun fyrir verkið Halldór Laxness – ævisaga. Róbert Marshall hættur Róbert Marshall hefur sagt starfi sínu lausu. Hann var frétta-maður á Stöð 2. Þetta er vegna fréttar sem Róbert vann. Þar sagði að Ísland hefði verið á lista viljugra þjóða fyrir ríkis-stjórnar-fund 18. mars. Fréttin var röng og frétta-stofan baðst afsökunar. Kóral-rif í hættu Stór kóral-svæði gætu verið horfin af Íslands-miðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hafrannsókna-stofnunar. Þar er bent á að djúp-sjávar-kórallar séu viðkvæmir fyrir tog-veiðum. Þeir brotni og drepist ef veiðar-færi rekast í þá. Rice verður utanríkis-ráðherra Condoleezza Rice verður utanríkis-ráðherra í Banda-ríkjunum. Öldunga-deild þingsins hefur samþykkt það. 85 þing-menn voru með en 13 á móti. Aðeins 1 utanríkis-ráðherra hefur mætt eins mikilli andstöðu. Það var árið 1825. Stutt LANDLÆKNIS-EMBÆTTIÐ hefur gert athuga-semd við vinnu-brögð á Hrafnistu. Hrafnista er dvalar-heimili fyrir aldraða. Í nóvember varð slys þar. 85 ára gamall maður datt aftur fyrir sig og vankaðist. Hann var fluttur upp á herbergið sitt. 9 klukku-tímar liðu frá því að hann datt og þar til hann var fluttur á sjúkra-hús. Þar kom í ljós að hann var höfuðkúpu-brotinn. Hann komst ekki til meðvitundar og lést nokkrum dögum síðar. Gagn-rýnir vinnu-brögð á Hrafnistu VÍKTOR Jústsjenko er orðinn forseti Úkraínu. Hann vill að Úkraína gangi í Evrópu-sambandið. Fyrsta verk Jústsjenko var að fara til Rússlands. Þar lofaði hann að Úkraína og Rússland yrðu banda-menn að eilífu. Rússar ósáttir við Tímosjenko Jústsjenko hefur ákveðið að Júlía Tímosjenko verði forsætis-ráðherra. Þingið á samt eftir að sam-þykkja það. Tímosjenko er ekki sérlega vinsæl hjá Rússum. Hún er eftir-lýst þar í landi fyrir mútur á síðasta ára-tug. Mála-rekstri gegn henni verður haldið áfram. Jústsjenko loks kominn til valda Reuters Júlía Tímosjenko er hin ánægðasta með titilinn. ÍRAKAR ganga til kosninga í dag. Mörg þeirra sem eru í fram-boði hafa ekki þorað að gefa upp nöfn sín. Fólk óttast að verða fyrir árásum. Þó nokkrar sprengingar hafa verið undan-farið. Talið er að margar konur bjóði sig fram í leyni. Í lögum um kosningarnar segir að þær eigi að vera 25% þing-manna. Kúrdar í odda-stöðu? Búist er við að Kúrdar verði með odda-stöðu. Þá geta þeir ráðið hverjir komast til valda. Kúrdar eru aðeins um 15% Íraka. George W. Bush hefur sagt að bandaríski herinn fari frá Írak ef nýja stjórnin vill það. Írakar kjósa Reuters Margar íraskar konur bjóða sig fram leyni-lega. Ísland byrjaði ágætlega á mótinu. Liðið gerði jafn-tefli við Tékka. Tékkar voru 6 mörkum yfir í hálf-leik. Íslenska liðið tók við sér og átti góðan loka-kafla. Ekki gekk eins vel á móti Slóvenum. Ísland tapaði með einu marki. Samt voru Íslendingar 2 mörkum yfir í hálf-leik. Í þriðja leiknum sigraði Ísland Kúveit með 9 mörkum. Liðið stóð sig þó ekki sérlega vel á móti slöku liði Kúveita. ÍSLAND tapaði fyrir Rússlandi í hand-bolta síðasta föstudag. Leikurinn var á heimsmeistara-mótinu í Túnis. Leikurinn var spennandi framan af. Í hálf-leik var staðan 12-12. Íslendingar misstu tökin í seinni hálf-leik og leikurinn fór 29:22. Þetta gerir að verkum að ekki eru eins góðar líkur á að Ísland komist áfram. Sókn íslenska liðsins gengur ágæt- lega en vörnin mætti vera betri. Töpuðu gegn Rússum Morgunblaðið/RAX ÍSLAND hyggur á framboð í öryggis-ráð Sameinuðu þjóðanna. Einar Oddur Kristjánsson segir að það sé of dýrt. Hann er vara-formaður fjárlaga-nefndar og þing-maður Sjálfstæðis-flokksins. Einar segir að það myndi kosta Ísland 800–1000 milljónir króna að reyna að ná kjöri. Of dýrt framboð?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.