Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.01.2005, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 51 DAGBÓK Erum með alla línuna í Art to heart og Benartex. Alla línuna í Jinny Beyer Thimbleberries, Lynette Jensen og Moda efni. Erum að fá ný efni í barnateppi o.fl. Bækur og snið í úrvali. Gott verð Eyravegi 15, 800 Selfoss S: 4822930 Skólabraut 37, Akureyri Spilakvöld Varðar sunnudaginn 6. febrúar Hið árlega og geysivinsæla spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 6. febrúar kl. 20.30 Glæsilegir spilavinningar að vanda, Meðal annars: Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins: Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður. Aðgangseyrir er 800 krónur Allir velkomnir Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Verð kr. 69.990* Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð. Verð kr. 89.990* Innifalið í verði: Flug, gisting á Hotel Arenas Doradas, morgunverðarhlaðborð, skattar, fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli. Netverð. * Ekki innifalið í verði: Vegabréfsáritun og brottfararskattur á Kúbu. Úrval hótela í boði Munið Mastercard ferðaávísunina Kúbuveisla 6. - 13. mars frá 69.990 Sérflug Heimsferða 7 nætur – Varadero - Havana Ótrúlegt tækifæri til að kynnast þessari stórkostlegu eyju Karíbahafsins. Þú velur hvort þú vilt dvelja viku í Havana, viku á Varadero ströndinni eða skipta dvölinni á milli beggja staða. Þú velur milli góðra hótela hvort sem er í Havana eða í Varadero. Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúrufeg- urð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg nýlendutímans, lífsgleði eyjaskeggja er ein- stök og viðmótið heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri, því það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð. Tónlist Safn | Jóhann Jóhannsson – Tónlistar- innsetning. Stephan Stephansson – sýning. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnumót lista og minja. Gallerí Dvergur | Efrat Zehavi – Fireland. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis mynd- verk. Gerðuberg | Rosemarie Trockel sýnir ljós- myndir, skúlptúra, teikningar og myndbönd. Gerðuberg | Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum, Gerðubergi frá 21. janúar– 13. mars. Sjá nán- ari upplýsingar á www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Rut Rebekka sýnir vatnslita- og olíumálverk. Hafnarborg | Rafmagn í 100 ár – sýning í til- efni af 100 ára afmæli fyrstu almennings- rafveitunnar. Svart á hvítu, þrívíð verk, mál- verk, teikningar og grafík eftir íslenska og erlenda listamenn í Sverrissal og Apóteki. Sigrún Guðmundsdóttir er myndhöggvari janúarmánaðar. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Tryggvi Ingvarsson, rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafn- istu, sýnir útsaum og málaða dúka í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Sigríður Valdimarsdóttir – Snjókorn. Kling og Bang gallerí | Heimir Björgúlfsson – Alca torda vs. rest. Listasafn ASÍ | Valgerður Guðlaugsdóttir – Á skurðarborði augans. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Birgir Snæbjörn Birgisson – verk úr tveimur mynd- röðum, Snertingar og Ljóshærðar starfs- stéttir. Elías B. Halldórsson – Olíuljós. Verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Kristín Gunn- laugsdóttir – …mátturinn og dýrðin, að ei- lífu… Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið – yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafsdóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Nýlistasafnið | Hlynur Helgason – Gengið niður Klapparstíg. Ævintýralegir feministar – Carnal Knowledge. Safn | Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jóhannsson – Innsetning tengd tón- verkinu Virðulegu forsetar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Slunkaríki | Ívar Brynjólfsson, Bardagavellir. Suðsuðvestur, Reykjanesbæ | Magnús Pálsson sýnir innsetningu. Thorvaldsen Bar | Kristín Tryggvadóttir sýnir samspil steina, ljóss og skugga. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljós- myndasýning. Þjóðmenningarhúsið | Bragi Ásgeirsson (f. 1931), grafíklistamaður, listmálari, myndlist- arkennari og listgagnrýnandi er myndlist- armaður mánaðarins í samstarfi Þjóðmenn- ingarhússins og Skólavefjarins. Í Þjóðmenningarhúsinu er yfirlitssýning á verkum Braga, bæði í veitingastofu og í kjallara. Leiklist Borgarleikhúsið | Lína Langsokkur er sterk- asta stelpa í heimi og birtist á sviði Borg- arleikhússins ásamt bestu vinum sínum, Tomma og Önnu, apanum Níels og hestinum sínum. Hún syngur og dansar og ræður við bófa, löggur, kennslukonur og barnavernd- arnefndina. Og allir elska hana. Híbýli vindanna er leikgerð Bjarna Jóns- sonar á vesturfarasögum Böðvars Guð- mundssonar, Híbýli vindanna og Lífsins tré. 15 leikarar Borgarleikhússins eru í þessari sýningu undir leikstjórn Þórhildar Þorleifs- dóttur. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Sýningaröðin Tón- listararfur Íslendinga. Kynntar eru nýjar rannsóknir á tónlistararfinum og útgáfa efn- is á geisladiskum. Fyrsta sýningin fjallar um Silfurplötur Iðunnar sem Kvæðamanna- félagið Iðunn og Smekkleysa gaf nýlega út á 4 geisladiskum ásamt veglegu riti. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð- minjasafnsins, Þjóð verður til –menning og samfélag í 1200 ár. Opið frá kl. 11–17. Fréttir Fuglaverndarfélag Íslands | Fuglavernd stendur fyrir garðfuglaskoðun í dag. Nánari upplýsingar á vef félagsins á www.fugla- vernd.is/. Fundir Félagsheimilið Mikligarður | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund í Félags- heimilinu Miklagarði á Vopnafirði, mánudag- inn 31. janúar kl. 20. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hagsæld. Framsögumenn: Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra og Halldór Blön- dal, forseti Alþingis. Grunnskólinn í Bakkafriði | Sjálfstæð- isflokkurinn heldur stjórnmálafund á morg- un kl. 16.30. Yfirskrift fundarins er: Með hækkandi sól – lægri skattar – aukin hag- sæld. Framsögumenn: Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði | Að- alfundurinn verður þriðjudaginn 1. febrúar kl. 20.30. Námskeið Mímir–símenntun ehf. | Námskeiðið síms- vörun á ensku á vegum Útflutningsráðs og Mímis–símenntunar, verður haldið 1. feb. kl. 14–16. Nemendur læra algengan orðaforða, að taka á móti skilaboðum og að veita upp- lýsingar á ensku. Námskeiðið er ætlað ein- staklingum með nokkurn grunn í ensku. Verð: kr. 3.700 kr. Kennari: Caroline Nichol- son. Skráning á www.utflutningsrad.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Dagsferð á Stóra- Hrút í dag og er farið frá BSÍ kl. 10.30. Stóri- Hrútur er keilulaga fjall við rætur Fagradals- fjalls. Farið verður frá Skála–Mælifelli við veginn á milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Göngutími 4–5 tímar. Verð 2.100/2.500 kr. Ferðafélag Íslands | Göngugleði á sunnu- dögum. Mæting við Mörkina kl. 10, með nesti. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos STUTTMYNDIN Katla gamla verður frumsýnd í dag kl. 13 í Laugarásbíói. Myndin, sem er tæpur hálftími að lengd, er ætluð börnum og hér er um að ræða einu sýn- ingu myndarinnar í bíósal, ef að líkum lætur. Katla gamla, sem byggð er á smásögu eftir Iðunni Steinsdóttur, fjallar um krakkana Ómar og Tinnu sem er afar illa við hana Kötlu gömlu, sem er alltaf að skamma þau. Þau ákveða því að hefna sín á henni með því að gera at í henni. En þegar gamla konan verður fyrir óhappi sjá krakkarnir að sér og koma henni til hjálpar. Katla gamla er þeim þakklát og býður þeim heim til sín í kakó og þá kynnast þau betur þessari gömlu konu og skilja aðstæður hennar. Þau fá líka góða hugmynd og vilja hjálpa Kötlu gömlu. Leikstjóri myndarinnar er Sigurður Ingi Ásgeirsson, sem áður hefur starfað að gerð fræðslu- og heimildar- mynda. „Þetta er fyrsta leikna myndin sem ég leikstýri ef frá er talin útskriftarmynd mín úr Kvikmyndaskól- anum,“ segir Sigurður. „Ég vann handritið í samvinnu við Iðunni Steinsdóttur, höfund sögunnar, og við hlut- um góða styrki frá Kristnihátíðarsjóði og Menningar- sjóði KB banka. Ástæðan fyrir styrknum frá Kristnihá- tíðarsjóði er sú að myndin er með kristilegan boðskap, án þess þó að hún sé í predikunartón. Ég vona að okkur hafi tekist að gera skemmtilega mynd en jafnframt komið á framfæri hollum boðskap.“ Í aðalhlutverkum í myndinni eru þau Guðrún Ás- mundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Gísli Þór Ingólfsson og Rakel Tómasdóttir. „Ég á ekki síst Guðrúnu Ás- mundsdóttur mikið að þakka fyrir hennar framlag,“ segir Sigurður. „Því ekki aðeins lék hún prýðilega, eins og hennar er von og vísa, heldur kom hún með góðar hugmyndir sem við gátum nýtt til að krydda handritið með. Reyndar má segja það sama um börnin, þau voru ákaflega hugmyndarík og gaman að vinna með þeim.“ Sjoppan í bíóinu verður opin á undan sýningunni og eftir og þar verður hægt að kaupa eintak af myndinni. Barnastuttmyndin Katla gamla Orðfæð Á ENSKU og allmörgum erlendum tungumálum öðrum, þegar rætt er um æðsta yfirmann stórrar al- þjóðastofnunar eða stjórn- málaflokks, þá er starfsheiti hans „Secretary General“, og varð snemma til yfir þetta ágæt íslensk þýðing, þ.e. orðið „aðalritari“, en á þann hátt virðist orðið fyrst hafa verið notað um yfirmann Þjóða- bandalagsins sáluga, þvínæst yfir höfðingja ýmissa kommúnistaflokka austantjalds, en loks um yfirmann Sameinuðu þjóðanna, þegar þau samtök komu til skjalanna árið 1945. Áratugum saman var svo aldrei annað orð notað um þennan yfir- mann en aðalritari. En fyrir um 10– 15 árum virðist einhver fávís eða fá- kunnandi fjölmiðlungur hafa gripið til þess í fljótfærni að nefna hann „framkvæmdastjóra“ (orð sem feng- ið er að láni úr fyrirtækjarekstri en ekki stofnana) og er skemmst frá því að segja að nú á dögum heyrir það til algerra undantekninga að rétt starfsheiti sé notað. Engan þarf að undra þótt þar fari fjölmiðlungar enn í fararbroddi, en hitt vekur furðu að hámenntaðir menn á borð við þá sem fara fyrir hinni svoköll- uðu Þjóðarhreyfingu skuli ekki geta farið rétt með starfsheitið, né held- ur einhver margreyndasti blaða- maður landsins, Elín Pálmadóttir, í Morgunblaðsgrein sl. sunnudag. Undirrituðum er aðeins kunnugt um eina staðfasta undantekningu frá notkun á þessari ambögu, en það er Geir Haarde fjármálaráð- herra sem í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum mánuðum svaraði end- urteknum spurningum fyrirspyrj- andans um „framkvæmdastjóra“ Sameinuðu þjóðanna, með: aðalrit- arinn hitt og aðalritarinn þetta. Á hann fyrir það heiður skilinn en samt er erfitt að verjast þeirri til- hugsun að brátt verði hið mjög svo þjála og hentuga orð aðalritari end- anlega úr sögunni. Björn Jónsson, fyrrv. starfsmaður SÞ. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.