Morgunblaðið - 30.01.2005, Page 55
unnar sem skapast í kringum Edd-
una, tilnefningarnar, afhendinguna,
hið hugsanlega aðdráttarafl verð-
launanna. Ekki síst þar sem þeim er
haldið úti árlega. Velja frumsýning-
ardag stærstu verkanna í námunda
við verðlaunaafhendinguna því
ástæðulaust er að ætla annað en að
Eddan glæði aðsóknina að hætti ann-
arra sigurlauna kvikmyndaiðnaðar-
ins.
Kaldaljós sóttu 19.900 gestir, sem
hlýtur að teljast þokkalegt því mynd-
in fjallar um hádramatíska og harm-
ræna atburði. Ungur maður missir
fótanna um sinn er fjölskylda hans
ferst í snjóflóði í sjávarþorpi austur á
fjörðum. Síðan bólar ekki á íslensk-
um myndum fyrr en í neðstu sæt-
unum á lista yfir 30 vinsælustu
myndirnar. Dís er í neðsta sætinu á
listanum með rétt rösklega 10.000
gesti, sem er slys því umhverfið og
gráglettinn tónninn minna á 101
Reykjavík, sem fékk fínar viðtökur
fyrir fáeinum árum og Dís höfðar til
svipaðs áhorfendahóps.
Þá er komið að björtustu von árs-
ins í hópi innlendra verka, Stuð-
mannamyndinni Í takt við tímann,
sem var frumsýnd annan í jólum og
var aðsóknarhæst í síðustu viku árs-
ins með 11.133 aðgöngumiða selda.
Hún á því eftir að bæta verulega við
sig og er spáð um 35 þúsund gestum
þegar upp er staðið.
Þrátt fyrir ljósa punkta blasir við
að aðsóknin hefur hrunið á innlendar
bíómyndir í samanburði við mörg
fyrri ár. Það er daprasta staðreyndin
sem blasir við á listanum í ár. Ef við
lítum t.d. fjögur ár aftur í tímann þá
voru jafn margar íslenskar myndir á
lista yfir 30 vinsælustu myndirnar –
en Englar alheimsins trónaði efst
með rösklega 81 þúsund að-
göngumiða selda. Íslenski draum-
urinn var í þriðja sæti með 33 þúsund
og 101 Reykjavík sat í áttunda sæti
með tæplega 27 þúsund gesti. Þessar
þrjár myndir fengu því samtals um
140 þúsund gesti miðað við að ís-
lenska þrennan í ár höfðar aðeins til
rösklega 40 þúsund Íslendinga. Von-
andi fáum við að sjá hagstæðari tölur
á komandi árum.
Ben Stiller í góðum gír
Kvikmyndaárið var augljóslega í
mýkri kantinum því gaman- og fjöl-
skyldumyndir nutu mestra vinsælda
og slógu við hasarnum sem oft hefur
trónað efst. Tölvuteiknimyndin
Shrek 2 var frábært framhald, að
margra dómi betri en fyrirrennarinn.
Harry Potter and the Prisoner of
Azkaban, var mun skárri en önnur
myndin í röðinni og Bridget Jones
höfðaði til hartnær 30 þúsund gesta.
Shark Tale, Something’s Gotta Give,
Starsky & Hutch, 50 First Dates,
Dodgeball og Along Came Polly,
gerðu það gott líkt og efni stóðu til.
Furðudýrin í hópnum eru Scooby
Doo 2 og einkum Grettir/Garfield:
The Movie, sá síðarnefndi höfðar
greinilega til íslensku þjóðarsál-
arinnar.
Vinsælasti leikari ársins er tví-
mælalaust Ben Stiller, sem kemur
við sögu þriggja mynda á listanum;
Dodgeball, Starsky & Hutch og
Along Came Polly. Margt bendir til
að sagan endurtaki sig í ár, þar sem
nýja myndin hans, Meet the Fockers
er búin að vera lang-vinsælasta
myndin vestan hafs það sem af er
árinu og er væntanleg til landsins á
næstu vikum, og teiknimyndinni
Madagascar er spáð góðu gengi á
sumarvertíðinni.
Hasarinn stendur fyrir sínu
Spennan lá í loftinu og það var
dómsdagsmyndin The Day After To-
morrow sem trekkti að flesta gesti í
þeim hópi. Þessi besta popp-
kornmynd ársins hafnaði í fimmta
sætinu og var á svipuðu róli um allan
heim. Kill Bill Vol. 2 náði því þrett-
ánda og næst fyrir neðan var fram-
haldssmellurinn The Bourne
Supremacy. Sú sextánda var The
Last Samurai, með Tom Cruise,
framtíðartryllirinn I, Robot, settist í
það tuttugasta og fyrsta og Ocean’s
Twelve kom fast á hæla hennar.
Myndirnar sem ótaldar eru koma
úr ýmsum áttum en athygli vekur
hversu fáar hrollvekjur prýða listann
að þessu sinni. Þær eiga þó sína full-
trúa sem sanna að greinin er í mikl-
um metum á klakanum sem fyrr.
Bæði Van Helsing (tólfta sæti) og
The Village (sautjánda sæti) ná mun
betri árangri hér en annars staðar.
Sigurvegari hrollanna er Gothika
sem skaust upp í tuttugasta og þriðja
sætið, en þessi pasturslitla B-mynd
varð að láta sér nægja það fimmtug-
asta í Bandaríkjunum og það þrítug-
asta og níunda utan þeirra. King
Arthur gerði líka fræga reisu norður
í Dumbshaf og hreppti tuttugasta og
fimmta sæti á meðan hann varð að
gera sér að góðu það fimmtugasta og
sjöunda í Vesturálfu, sem vart er
kóngafólki bjóðandi. Annars staðar
um heiminn var Englandskonungur
á svipuðum slóðum og hér heima.
Annað og skemmtilegra séríslenskt
frávik er velgengni fjölskyldumynd-
arinnar Peter Pan, sem náði inn á
listann í tuttugasta og áttunda sæti
en varð að gera sér að góðu það sex-
tugasta í Vesturheimi og fertugasta
og sjötta á heimsvísu.
Þá er ógetið The Passion of the
Christ, einu Biblíumyndar ársins
2004 og jafnframt einu myndarinnar
þar sem frávikin eru áberandi óhag-
stæð því hérlendis lenti þessi um-
deilda mynd Mels Gibson „aðeins“ í
ellefta sæti, á meðan hún tók það
þriðja í Bandaríkjunum og varð í
fjórða sæti utan þeirra.
sér á toppinn
Listinn er settur saman úr tölum
frá Samtökum íslenskra kvik-
myndahúsaeigenda.
saebjorn@heimsnet.is
Kaldaljós gekk mjög vel og stóð uppi sem vinsælasta íslenska mynd ársins.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JANÚAR 2005 55